Dagur - 03.12.1988, Qupperneq 5
3. desember 1988 - DAGUR - 5
Kári Valsson:
Hríseyingum berast fréttir
- Gagnrýni á „vinaþjóð vora, íslendinga“
í þessum línum ætlar aldinn
Hríseyingur að bera fram gagn-
rýni á vinaþjóð vora, íslendinga.
Aðfinnslur vorar spretta ekki af
illum hug. Hrísey hefur verið
lögð undir þjóðveldið ísland
skömmu eftir 930 án teljandi
mótspyrnu. Síðan höfum vér þol-
að súrt og sætt með bræðraþjóð
vorri á nágrannaeynni, enda er
frá henni runninn mestur hluti
Hríseyinga. En þegar góða vini
greinir á, hvað er þá til bragðs að
taka? Hyggilegast þykir oss að
fylgja ráðum viturs sálusorgara,
er mælti: „Þegar hjón eru hætt að
geta talast við, þá er tími til
kominn, að þau ræði málin.“
Þess vegna verðum vér að ræða
ágreiningsefnin þrjú. Þau virðast
öll vera sprottin af vanþekkingu
Stóra bróðurins á sérþörfum og
aðstæðum vors litla samfélags. Sé
það svo, ætti að vera unnt að
leiðrétta misskilninginn.
Ferðamál
1. í byrjun mánaðarins var á
Akureyri haldin ferðamálaráð-
stefna mikil og virðuleg. Að
loknum ræðuhöldum, sem sum
hafa birst í blöðum, vildu hinir
mætu menn halda kveðjusamsæti
á Perlu Eyjafjarðar, í Hrísey.
Okkur barst frétt um, að von
væri á 40-140 gestum. Sú tala var
síðar leiðrétt. Gestirnir kynnu að
vera milli 40 og 60, og um leið var
ákveðinn dagur og stund, hvenær
þeir kæmu. Þeir óskuðu eftir
kaffi.
Nú var að vísu hætt daglegum
rekstri á Brekku, voru ágæta
hóteli, en allt er hægt að gera fyr-
ir góða gesti. Konur hjálpuðust
að fram á nótt að baka og smyrja
brauð. Sextán tertur biðu gest-
anna og nú var ekki annað eftir
en að bera á borð. Þá hefði þótt
æskilegt að fá að vita tölu kaffi-
gestanna svolítið nánar. Upphóf-
ust miklar hringingar til Akureyr-
ar, þangað til að náðist í
manninn, sem fyrir pöntuninni
stóð. Hann gat svo sem sagt
fréttir: Hætt var við Hríseyjar-
ferðina - án þess að láta vita.
Líklega hafa skipuleggjendur
ráðstefnunnar litið skakkt á daga-
talið og létu Hríseyinga hlaupa
apríl! Menn, sem góðu eru vanir
að heiman, búast ekki við vand-
ræðum annars staðar. Mamma
sér um allt. En heimaalin börn
eiga lítið erindi til að vasast f
ferðamálum.
Hundgá
2. Hríseyingar, sem dottuðu fyr-
ir framan sjónvarpsskermi sína
eitt kvöld, hrukku við, þegar eyj-
an var skyndilega nefnd í
fréttum. Þá fengu þeir að vita,
hvað hafði verið ákveðið í hinum
stóra heimi: Erlendir hundar,
auk katta og annarra gæludýra,
sem sækja um dvalarleyfi á
íslandi, verða fyrst sendir í
sóttkví í Hrísey! Var í því sam-
bandi nefnd einangrunarstöð
holdanauta, sem starfað hafði
hér um árabil með ágætum í
umsjá færra manna.
Morguninn eftir spurðu menn
liver annan, óvissir um, hvort
það væri rétt munað eða hvort þá
hafði bara dreymt svona endemis
vitleysu. Þá kom líka í ljós, að
tíðindin höfðu öllum komið jafn
mikið á óvart. Fáir, fátækir og
smáir eyjarskeggjar voru ekki
spurðir um, hvað heildinni væri
fyrir bestu. Vér höfum ekki þá
menntun m.a. í dýrasálarfræði til
að geta vitað, hve heillavænleg
áhrif hundgá og spangól vansælla
greyja í einangrun hafa á geðró
og skap holdanauta.
Fallhlífarstökk
3. Undirritaður stenst ekki
samanburð við nafntogaðan
bónda í Suðurlandskjördæmi,
vitran og forspáan, heilráðan og
góðgjarnan. Sá hinn sami lét
segja sér ólíkleg tíðindi „þrimr
sinnum“ áður en hann trúði. Eins
og hann vorum vér ófúsir að taka
mark á kvitti um, að Hríseyjar-
prestur ætti að gæta andlegrar
velferðar líka meðal Grímsey-
inga. Nú sáum vér með eigin
gleraugum í viðtali Dags við sr.
Þórhall, að æruverð stjórnskipuð
nefnd hefði í allri alvöru lagt til
við kirkjuþingið, „að Miðgarða-
sókn í Grímsey yrði framvegis
þjónað af Hríseyjarpresti“.
Grímseyingar minnast enn í
dag með þakklæti, hve vel núver-
andi biskup, séra Pétur Sigur-
geirsson, þjónaði þeim og lagði
mikið á sig að komast í misjöfn-
um veðrum. Þeim líkar einnig við
sr. Pálma, en frá þeirra sjónar-
miði fjölgar Akureyringum fram
úr hófi. Því verður þess ekki
krafist af sanngirni, að prestur í
jafn annasömu prestakalli taki
nokkra aukaþjónustu á sig.
Óábyrgir menn kallsa, að rök-
in fyrir tillögu nefndarinnar
„Til að lækka kostnaðinn gæti prestur á heimleið tekið beint flug til Akur-
eyrar fyrir hálfviröi og stokkið úr fallhlíf yfir Hrísey. Kænii hann þá eins og
engill, sbr. sálm nr. 85,“ segir greinarhöfundur meðal annars.
stjórnskipuðu um hlutverk Hrís-
eyjarpresta séu tvenn. Grímsey-
ingar megi líta upp til Hrísey-
inga, þar eð eyja þeirra rís fimm
metrum lægra en eyland vort.
Hin röksemdin kallar á útfærslu
landhelgi vorrar út á haf um jafn-
lengd Hríseyjarfjarðar frá Akur-
eyri út að Gjögri. Þótt vér önsum
ekki slíkri flimtan, getum vér
ekki fundið önnur rök. Meðan
Guðfræðideild Háskóla íslands
útskrifar ekki kandidata í sálför-
um, verða prestar Grímseyinga
annað hvort að sitja í eynni eða
vera háðir samgöngum.
Hvernig hugsar sér hin marg-
umtalaða nefnd samgöngur Hrís-
eyjarklerks við annexíuna á
Grímsey? Prestur þyrfti að taka
ferju yfir á Árskógssand á
íslandi, fara síðan með bíl á
Akureyrarflugvöll, þaðan með
áætlunarflugi, e.t.v. um Siglu-
fjörð, til Grímseyjar. Til að
lækka kostnaðinn gæti prestur á
heimleið tekið beint flug til
Akureyrar fyrir hálfvirði og
stokkið úr fallhlíf yfir Hrísey.
Kæmi hann þá eins og engill, sbr.
sálm nr. 85.
Brýn þörf
Þó að vér höfum tæpt aðeins á
þrennum ágreiningi við yfirboð-
ara vora suður á íslandi, má ráða
af nefndu viðtali í Degi, að fleiri
slíkir eru í aðsigi. Hið virta
kirkjuþing taldi brýna þörf að
samræma klæðnað, ritningarlest-
ur og aðra siði við jarðarfarir. Á
því er lt'til nauðsyn. Oss er treyst-
andi til að bera vora nánustu til
hinstu hvíldar með lotningu og
nærgætni eins og fram að þessu.
Samræming heitir í þýsku
Gleichschaltung.
En vilji einhver endilega ráða
yfir öðruirt og skipta sér af þeim,
hefur hann brýna þörf á því að
kynnast aðstæðum þeirra, svo að
hann viti, um hvað hann er að
tala.
Kári Valsson, Hrísey.
Örn Ingi lætur drauminn rætast:
Óvenjuleg vimiu-
stofa innréttuð
Örn Ingi Gíslason, myndlistar-
maður á Akureyri, er að leggja
lokahönd á vinnustofu í bílskúr
heimilis síns að Klettagerði 6.
Þessi vinnustofa er um margt
óvenjuleg; hún er þrískipt og á
tveimur hæðum og Örn Ingi
ætlar að opna þar sýningu
næsta laugardag sem mun
standa fram að jóluin.
Vinnustofan er alls um 110 fer-
metrar, brúttó, enda er kjallari
undir bílskúrnum. Örn Ingi hefur
að mestu sjálfur unnið við að inn-
rétta og mála stofuna, eða stof-
urnar, og hefur hann safnað að
sér ýmsum hlutum, torkennileg-
um mjög, sem gegna munu
ákveðnu hlutverki.
Undanfarna mánuði hefur Örn
Ingi lagst í víking og haldið
myndlistarnámskeið á Þórshöfn,
Kópaskeri, Hvammstanga, Húna-
völlum og Grenivík, þannig að
vinnustofudraumurinn hefur ekki
getað ræst á meðan. Nú er hins
vegar að rofa til og ætlar hann að
kynna árangurinn með vinnu-
stofusýningu.
„Það er allt sér í vinnustof-
unni; kynding, snyrting og eld-
í kjallaranum verður sýningaraðstaða svo og aðstaða fyrir námskeið. Takið
eftir ferhyrnda gatinu fyrir rauðvínsflöskur.
Örn Ingi er langt kominn með mál-
aravinnustofuna og verða þar ýmsir
óvenjulegir hlutir.
unaraðstaða. Þarna er aðstaða
fyrir skúlptúra og grófsmíði, síð-
an er málaravinnustofa og í kjall-
aranum eru ýmsir tilfærslumögu-
leikar og þar er einnig hentugt að
halda námskeið," sagði Örn Ingi.
Kjallarinn er múrhúðaður með
mjúkum. bogadregnum línum.
Málaravinnustofan er klædd
olíumáluðum panel og gólfið er
gert úr sérstakri blágrýtisblöndu
sem er mun sterkari en venjuleg
pússning. Stór loftgluggi er fyrir
ofan vinnustofuna og sérstakar
perur í ljósum.
Örn Ingi verður með 20 olíu-
málverk á sýningunni sem hann
málaði á þessu ári og einnig tré-
verk í sérstökum hillum, en hann
sagðist einmitt vera kominn ntik-
ið út í tréverk og skúlptúra.
Hann verður einnig með verk eft-
ir aðra listainenn til sýnis, eftir
því sem hann telur henta, og
nytjalist verður í hávegum höfð.
SS
Hauskúpa af sauðnauti gegnir sérstöku hlutverki í vinnustofunni. Myndir: tlv