Dagur


Dagur - 03.12.1988, Qupperneq 6

Dagur - 03.12.1988, Qupperneq 6
Y - FíUiDAO - 88Gt i©dfm«í9ö .8 6 - DAGUR - 3. desember 1988 Jón Eðvarð: Áskell Snorrason tónskáld Hratt flýr stund, svo hratt að ég átta mig naumast á því að um þessar mundir eru liðin hundrað ár frá fæðingu Áskels Snorrason- ar tónskálds, vinar míns og frænda. Hann fæddist á Öndólfs- stöðum í Reykjadal hinn 5. des- ember 1988. Foreldrar Áskels voru Snorri Jónsson frá f>verá í Laxárdal Jóakimssonar og Aðalbjörg Jón- asdóttir frá Pverá í Reykjahverfi Jóhannessonar. Þau bjuggu þó ekki lengi á Öndólfsstöðum en fluttu brátt austur yfir heiðina til Þverár í Laxárdal, ættaróðals Snorra, þar sem hann bjó upp frá því allt sitt h'f. Áskell ólst því upp sín bernsku- ár og unglingsár öll á Þverá eða þar til hann fluttist til Akureyrar 1919 með konu sinni Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Birningsstöð- um í Ljósavatnsskarði. Pá þegar, og miklu fyrr var Áskell farinn að fást við tónsmíð- ar eftir því sem hversdagsönnin leyfði. En aðalstarf Áskels, og það sem hann hafði framfæri sitt af var kennsla. Hann kenndi um áratugaskeið við Barnaskóla Akureyrar, bæði tónlist og aðrar kennslugreinar. Einnig kenndi hann tónlist við Gagnfræðaskóla Akureyrar um árabil. Auk þess vann hann venjulega verkamanna- vinnu á sumrin eftir því sem geta og heimilisástæður leyfðu. Einn þáttur í tónlistarstarfi Áskels, og ekki sá veigaminnsti var stofnun Karlakórs Akureyrar um 1930. Meðlimir kórsins voru yfirleitt erfiðismenn, sem litla eða enga tilsögn höfðu fengið í tónlist, og skilyrðin til tónlistar- iðkana því í lágmarki. Úrþessum kröftum tókst Áskeli þó að vinna svo vel að því var viðbrugðið hve samstilltur og vel æfður kórinn varð á svo stuttum tíma í hönd- um hans. Hann setti markið ávallt hátt og slakaði aldrei á klónni og gerði miklar kröfur. Að fáum árum liðnum var kórinn kominn í tölu bestu kóra landsins. Petta var ekki hægt nema með stökustu kostgæfni og ströngum aga og kröfuhörku bæði við kórfélagana og sjálfan sig. Slíkum árangri ná ekki aðrir en j?eir, sem eru fæddir kennarar. 1 stopulum frístundum undi Áskell sér löngum við að semja tónsmíðar. Hann samdi fjölda sönglaga og einnig verk fyrir hljóðfæri, þó fæst af því hafi komið út á prenti. Pó komu út eftir hann þrjú sönglög 1933 og árið eftir komu tvö sönglög í söngvasafninu Samhljómum, auk ýmissa laga í Heimi og Unga ís-1 landi 1928. Um Áskel Snorrason er það að segja hvað varðar stefnu hans í músík að hann var barn síns tíma. Tónlist hans er öll róman- tísk og lögin hans eru hugljúf og auðlærð og eiga greiðan aðgang að öllum þeim, sem eru opnir fyr- ir tónlist og unna fögrum lögum. Hann vildi semja lög, sem hvert mannsbarn gat lært, og það gerði hann. Hver kannast ekki við Dettifoss við ljóð Kristjáns Fjalla- skálds eða Hailgrím Pétursson við ljóð Matthíasar Jochumsson- ar, svo nefnd séu tvö af þekkt- ustu lögum hans. Hann samdi líka lög við mörg af kvæðum Guðfinnu frá Hömrum, hafði mikið dálæti á ljóðum hennar: Hvar er blærinn sem þaut í gær, Vetrarhugsun o.fl. o.fl. Þegar farið er að rýna í lög Áskels Snorrasonar er þar eitt, sem er mjög áberandi, en það er - Aldarminning - Áskell Snorrason tónskáld. Áskell samdi fjölda sönglaga og verk fyrir hljóðfæri. Hann lék bæði á orgel og flðlu. raddsetningin. Hann átti mjög auðvelt með að laða fram þá hljóma, sem undirstrikuðu stemmningu lags og Ijóðs, sem steypti hvort tveggja saman í eina órjúfanlega heild, sem stóð ein og sér sem sjálfstætt listaverk og ekki þurfti neinna skýringa við. Lögunum hans var líka vel tekið og mörg þeirra oft flutt bæði í fjölmiðlum og á hljómleik- um. Áskell var á margan hátt eftir- minnilegur maður. Hann var gjörhugull og rökfastur í viðræð- um við aðra, og það var ekki á allra færi að halda hlut sínum fyr- ir honum ef upp kom skoðana- ágreiningur. Hann var sárkurteis maður, virðulegur í framkomu svo af bar og kom það fram á ýmsan hátt, t.d. í göngulagi hans. Hann gekk rólega og ákveðinn fram og það var eins og hvert fótmál hans væri fyrirfram ákveð- ið og gjörhugsað. Þannig var Áskell, gegnheill maður og hvert hans loforð stóð eins og stafur á bók. Áskell lék bæði á orgel og fiðlu. Skólaganga Áskels var ekki löng. Hann stundaði nám við unglingaskóla Benedikts Bjarna- sonar á Húsavík veturinn 1906 til 1907. Síðan stundaði hann fram- haldsnámskeið í Reykjavík fyrir kennara. Síðar fór hann svo aftur til Reykjavíkur og stundaði tón- listarnám hjá Sigfúsi Einarssyni. Þar með er upptalin skóla- ganga Áskels Snorrasonar, nema hvað hann stundaði orgelnám hjá þýskum píanóleikara, sem hér var á Akureyri. Það nám var ekki langt en reyndist honum heilla- drjúgt. Er þá upptalinn námsfer- ill Áskels Snorrasonar, og hefði einhverjum langskólagengnum þótt hann stuttur. EnÁskell gafst ekki upp. Hann greip til þess ráðs, sem mörgúm efnalitlum fslendingi hefur jafn- an reynst vel, en það var sjálfs- námið. Það má víst með sanni segja að því námi hafi aldrei linnt. Áskell Snorrason vann sitt ævistarf hér á Akureyri. Hann skrifaði mikið í blöð og tímarit um hin margvíslegu efni, einkum þó músík. Hann var um langt árabil tónlistargagnrýnandi við Verkamanninn og var jafnan gert mikið með það, sem hann skrif- aði um þau efni. Áskell Snorrason hnoðaði aldrei hinn þétta leir um dagana, enda var honum aldrei sú list lén að slá af setningi til að þóknast þeim sem meira máttu sín og höfðu ráðin og völdin. Hann bar oft skarðan hlut frá borði þjóðfélags- ins, en í staðinn gaf hann því starf sitt og krafta og tónlist sína, sem mun verða metin meðan söngelsk hjörtu unna fögrum lögum. Áskell Snorrason var karl- menni í þess orðs bestu merk- ingu. Þótt sjúkdómar og heilsu- Mánudaginn 5. desember verða 100 ár liðin frá fæðingu Áskels Snorrasonar tónskálds og kennara. í tilefni aldarafntælis hans verður efnt til hátíðartónleika í Akureyrarkirkju mánudaginn 5. desember kl. 20.30. Á tónleikunum verða ein- göngu flutt tónverk eftir Áskel Snorrason. Flytjendur verða: Fyrrverandi og núverandi félagar Karlakórs Akureyrar (en Áskell var stjórn- andi þess kórs frá stofnun hans árið 1929 til 1942), Kirkjukór Lögmannshlíðarkirkju, Þuríður Baldursdóttir söngkona, Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari, Guðrún A. Kristinsdóttir píanó- leikari og Lilja Hjaltadóttir fiðlu- leikari. Á tónleikunum verður flutt upptaka af segulbandi með ieik Áskels Snorrasonar á eigin verkum. Stjórnandi kóranna er Áskell Jónsson. Áskell Snorrason var mikilhæf- ur tónlistarmaður og kennari sem hafði aflað sér ítarlegrar tónlist- arþekkingar að miklu leyti með sjálfsnámi, auk skamms náms- tíma hjá Sigfúsi Einarssyni 1909- 1911 í Reykjavík og Kurt Haser á leysi lékju fjölskyldu hans æði grátt á stundum, stóð hann ávallt uppréttur og lét aldrei bugast. Það varð skammt á milli þeirra Guðrúnar og Áskels, sem ávallt unnust hugástum. Hún lést tólfta nóvember 1970, hann varð bráð- kvaddur fjórða desember sama ár, þá einum degi fátt í 82 ár. Akureyri 1923-1924. Auk al- mennrar kennslu og tónlistar- kennslu á Akureyri og í Þingeyj- arsýslu framan af árum, þá stjórnaði hann kórum, samdi fjölda laga fyrir söngraddir og hljóðfæri. Einnig hafa birst eftir Þeim hjónum var ekki ætlaður langur aðskilnaður. Um frænda minn og vin, Áskel Snorrason má segja eins og Stephan G. kvað um greniskóg- inn: „Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. “ Áskel Snorrason fjölmargar greinar um tónlist og önnur efni. Lengst af starfaði hann á Akureyri, en síðustu ár ævinnar var Áskell búsettur í Reykjavík og kenndi m.a. við Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar. Tónleikar í Akur eyrarkirkj u - í aldarminningu Áskels Snorrasonar Áskell Jónsson mun stjórna kórnum á hátíðartónleikunum í Akureyrar- kirkju.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.