Dagur


Dagur - 03.12.1988, Qupperneq 10

Dagur - 03.12.1988, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 3. desember 1988 „Hiyllilegt að sjó hvetnig farið var með suma kennara" - Baldvin Bjarnason segir frá kennaraferli sínum, sjómennsku og ýmsum œvintýrum Hann var sendur í sveit 9 ára gamall eins og algengt var með unga drengi. 15 ára gamall var hann hins vegar kominn í siglingar og kynntist stríðshrjáðu Lettlandi og glæfraveröld New York borgar. Strákurinn dreif sig á síld og var reyndar viðloðandi sjóinn á skólaárunum og eftir að hann varð kennari. f*á hóf hann að klífa upp brekku skólamálanna og nú er hann settur skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Umræddur maður heitir Baldvin Jóhannes Bjarnason og við tókum tal saman í glæsilegum húsakynnum VMA á Eyrarlandsholti. Við ákváðum að byrja á byrjun- inni, staldra við ákveðin atvik í uppvextinum, rifja upp kennara- ferilinn og þjóðfélagshræringar á tímum hippa og blómabarna og enda síðan á málefnum Verk- menntaskólans, sem hafa verið nokkuð í sviðsljósinu. Baldvin segir frá: „Ég er fæddur í Flatey á Skjálf- anda 1940, sonur hjónanna Sig- ríðar Fréysteinsdóttur og Bjarna Jóhannessonar. Far átti ég heima í fjögur ár, en fluttist til Akureyr- ar 1944. Ég hef átt hér heima síðan, að þeim árum undanskild- um er ég sótti nám í stúdenta- deild Kennaraskólans í Reykja- vík og þegar ég fór í orlof skóla- árið 1981-’82til Kaupmannahafn- ar. Að öðru leyti hef ég stundað kennslu á Akureyri síðan ég lauk kennaraprófi." - Ferill þinn sem kennari er býsna merkilegur. „Ég byrjaði á því að kenna í Barnaskóla Akureyrar, var þar í fjögur ár. Þá lá leiðin upp í Gagnfræðaskólann og ég kenndi þar frá 1966 til 1984. Frá haustinu ’84 hef ég kennt hér í Verk- menntaskólanum, eða frá því hann tók til starfa. Ég hef því ágætt þversnið af skólakerfinu, byrjaði á því að kenna smábörn- um og enda í framhaldsskóla. Verkmenntaskólinn var í raun- inni settur saman úr þremur skólum: Framhaldsdeildum Gagnfræðaskóla Akureyrar, Iðn- skólanum og Hússtjórnarskólan- um. Ég var farinn að kenna svo til eingöngu í framhaldsdeildum GA síðustu árin þar.“ Eiginkona Baldvins er Rós- hildur Sigtryggsdóttir og gengu þau í hjónaband árið 1961. Börn þeirra eru Jóhanna, fædd 1961, Sigtryggur Bjarni, fæddur 1966 og Sigríður Bjarney, fædd 1973. Ennfremur má nefna dótturson- inn Baldvin Ólafsson, sem nú er þriggja ára og býr í Danmörku ásamt foreldrum sínum. Sfldartorfur sprengdar í loft upp Skólamálin koma betur við sögu seinna í viðtalinu en Baldvin seg- ir nú frá fyrstu kynnum sínum af atvinnulífinu og uppvexti til sjáv- ar og sveita. „Ég var sendur í sveit 9 ára gamall, að Draflastöðum í Fnjóskadal, og ég tel mig hafa verið í vinnu öll sumur allar götur síðan. Þetta er dæmi um þau tækifæri sem skólanemendur á íslandi hafa til að kynnast atvinnulífinu af eigin raun, en í nágrannalöndunum fer fólk í sumarfrí og kynnist ekki þessum hlutum á sama hátt. Ég var í sveit í 3 sumur, 1949- 1951, en einmitt á þeim tíma var fyrsti traktorinn keyptur á bæinn, þannig að maður upplifði stóra breytingu á búskaparháttum, nokkurs konar iðnbyltingu í sveitinni. Ég hef alltaf haft taugar til sveitarinnar síðan og legg við hlustirnar þegar talað er um vandamál landbúnaðarins." - Þú stekkur síðan úr sveitinni á sjóinn. Hvers vegna? „Á þessum árum var faðir minn skipstjóri á ýmsum skipum, lengst af á gamla Snæfeliinu. Fyr- ir vikið fékk ég að fara sem „aðstoðarmatsveinn", 12 ára gamall, og kynntist þá sjó- mennsku lítils háttar. Þegar ég var orðinn 16 ára fór ég fyrst sem háseti á síldveiðar og þá var nótin dregin með höndunum. Ef mað- ur var svo heppinn að lenda í stórum köstum þá gat það snúist upp í óheppni því stundum var þetta meira en áhöfnin réði við, nema með hjálp frá öðrurn skipum. Síðan upplifði ég hliðstæð tímamót og í landbúnaðinum. Fyrstu árin byggðust veiðarnar algjörlega á því að síldin varð að sjást. Einstaka sinnum fannst hún á dýptarmæli en þá varð skipið að lenda nákvæmlega yfir torfunni. Nú var farið að fiska með hringnót og svo kom kraft- blökkin. Sömuleiðis fóru menn að nota fiskleitartæki, þ.e. kaf- bátaleitartæki sem þróuðust á þennan veg. Enda munu herskip- in hafa sprengt upp nokkrar síld- artorfurnar á stríðsárunum því þær komu svipað út og kafbátur á tækjunum. En það voru merkileg tímamót þegar fyrst var farið að veiða síldina með aðstoð þessara nýju tækja. Það sem meira er; ef þau hefðu ekki komið til sögunn- ar þá hefðu komið síldarleysisár mun fyrr en raun bar vitni því það var eins og síldin hætti að vaða á þessum árum og hún sást ekki og hefði ekki náðst nema með þessum nýju tækjum.“ Rússarnir aumir en ekki vondir „Einna skemmtulegustu minn- ingar frá æskuárunum eru frá því sumarið 1955, er ég réði mig á Jökulfell sem messagutta, eða þjón yfirmanna eins og það heitir fínu nafni. Skipið flutti frosinn fisk til útlanda og þetta var í fyrsta sinn sem ég fór utan, enda var slíkt ekki algengt þá. Reynd- ar má það teljast merkilegt að ég kom til Kaupmannahafnar, Lett- lands, Hamborgar og Rotterdam áður en ég kom til Reykjavíkur í fyrsta skipti. Það var ekki algengt á þessum árum að krakkar færu til höfuð- borgarinnar. Það var ekki til bíll á mínu heimili á þeim árum, faðir minn var sjómaður og alltaf upp- tekinn við veiðiskap á sumrin. Reykjavík var ekkert inni í myndinni. Þangað kom ég fyrst á heimleiðinni eftir þennan Evrópu- hring. Ég fór tvisvar í Evrópu- túra og einu sinni til Ameríku, New York. Þetta var mikil upp- lifun fyrir 15 ára gutta.“ - Hvernig leist þér svo á hin fjarlægu lönd? „Ég leit auðvitað svo á að Bandaríkin væru vinaþjóð okkar, enda með herstöð hér á landi, og að Rússarnir væru óvinirnir. Þess vegna þótti mér eðlilegt þegar við komum til Ventspils í Lettlandi, að settur var vopnaður vörður við landganginn hjá okkur, sem gætti þess að við færum ekki í land nema við sýnduni skilríki. Þetta var sem sagt árið 1955 og það var dálítið suddalegt að sjá hve miklar minjar voru um stríð- ið þarna. Annað hvert hús var enn í rúst í þessari borg.“ - Staðfestu þessar móttökur þá skoðun að Rússar væru vondir? „Nei, þvert á móti. Þeir voru fyrst og fremst aumir. Þeir vildu kaupa af manni öll föt og hvað- eina sem við höfðum meðferðis. Þeir veifuðu rúblunum, en það var búið að vara mig við að þetta væri verðlaus mynt. Þeir voru mjög illa til fara og aumir á allan máta og greinilegt að þeir voru ekki búnir að jafna sig eftir stríðið." Kynsjúkdómar og kommúnistar - En hvað með vinaþjóðina í vestri, Bandaríkjamenn? „Þar voru móttökurnar aðrar. Þeir voru miklu hræddari við okkur en Rússarnir. Þegar við sigldum áleiðis til New York kom á móti okkur lítill fallbyssubátur sem fylgdi okkur heila dagleið, allt til hafnarinnar. Við komum inn í Hudson fljótið að kvöldlagi og hraðbátur frá hernurn hring- sólaði kringum okkur alla nóttina meðan við biðum eftir tollskoð- un. Um morguninn lagðist skip frá hernum upp að Jökulfelli og mýgrútur af hermönnum flæddi um borð með slíku offorsi að það var ófært um skipið. Þetta var ekki venjuleg tollskoðun því þeir leituðu alls staðar með geigertelj- ara að geislavirkum efnum og vopnum, en þeim var sama um áfengi og tóbak. Hver einasti maður var dreg- inn fyrir offísera og ég, 15 ára pollinn, varð að svara þeirri sam- Texti $S Myndir TLV viskuspurningu hvort ég væri kommúnisti! Ef ég svaraði því játandi fengi ég ekki að fara í land. Það voru hreinar línur. Hvernig sem mínar stjórnmála- skoðanir hafa verið á þessum árum þá svaraði ég auðvitað neit- andi. Þá voru allir sendir í lækni- sskoðun og sérstaklega var hugað að því hvort við værum með ein- hverja kynsjúkdóma. Síðan urðu fimm hermenn með alvæpni eftir um borð til þess að passa upp á þessa varhuga- verðu karla frá íslandi. Við átt- um upphaflega að vera þarna í þrjá daga en dvölin varð þrjár vikur vegna verkfalla og fellibyls, sem reyndisl hafgola þegar til kom. En allan tímann vorum við vaktaðir af hernum eins og um stórhættulega menn væri að ræða.“ „Æskulýðsráð hefdi ekki samþykkt ailt sem maður var að horfa upp á“ - Hvað með áhrif lífsins í hafn- arborgum á ungan dreng? „Jú, það var mikil lífsreynsla að koma í þessar hafnarborgir. Ég var eini unglingurinn um borð og þurfti því að fara með full- orðnum mönnum í land. Æsku- lýðsráð hefði sennilega ekki sam- þykkt allt sem maður var að horfa upp á í ýmsum knæpum í Hamborg, St. Pauli hverfinu og víðar. Maður fékk í hnotskurn á ótrúlega skömmum tíma alla þá fræðslu sem maður þurfti í viss- um málum! En kannski í stærri skömmtum en gott þykir.“ Eftir þetta var Baldvin 10-12 sumur í sjómennsku, en ekki stóð til að gera hana að ævistarfi. Hann notar gleraugu og sagði

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.