Dagur


Dagur - 03.12.1988, Qupperneq 11

Dagur - 03.12.1988, Qupperneq 11
3. desember 1988 - DAGUR - 11 llver einasti maður var dreg.nn ég væri kommúmsti. ^i^^-poUinn, -nr, s..~ i*i"* Þrír framhaldsskólar heppilegri lausn Baldvin ræddi um þrengslin í Gagnfræðaskólanum, en þá var hann eini skólinn á Akureyri sem bauð upp á 7.-9. bekk, sem svo heita nú til dags. Þá komum við inn á framhaldsdeildirnar sem komið var á fót við skólann, en haustið 1978 var hann beðinn að kenna stærðfræði við framhalds- deildirnar og málin æxluðust þannig að hann kenndi svo til eingöngu þar. „Á árunum ’78-’81 urðu miklar umræður uni það hver framtíðar- skipan í framhaldsskólamálum á Akureyri ætti að vera. Þá komu fram þrjár hugmyndir: Einn stór framhaldsskóli sem myndi sam- eina alla framhaldsskóla og -deildir undir einn hatt. í öðru lagi sú tillaga sem var valin; tveir framhaldsskólar. í þriðja lagi var rætt um þrjá skóla og ég er ekki frá því að sú leið hefði verið far- sælust, að Iðnskólinn og Mennta- skólinn hefðu haldið sínu striki og þriðji skólinn hefði tekið yfir verslunarsvið, uppeldissvið, íþróttasvið o.fl. Verkmenntaskólinn hefur vax- ið miklu meira en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Það var talað um að árið 1990 yrði fjöldi n'emenda kominn upp í 600, en strax á öðru starfsári fór hann yfir þá tölu. Nú er í skólanum hvorki meira né minna en 921 nemandi. Að auki eru 150-160 manns í öldunga- deild. Fyrir utan þennan fjölda er hér nám á vegum Einingar og Akur- eyrarbæjar, svokallað kjarna- nám, fyrir ófaglært fólk í dagvist- um, öldrunarstofnunum og fleiri stofnunum bæjarins. Þar eru nú 50 manns við nám. Einnig er hér frjálst nám í námsflokkastíl, í ensku, stærðfræði og íslensku, og þar eru 70 manns við nám. Jafn- framt hafa hér verið námskeið á hússtjórnarsviði, tölvufræðum o.fl. Á vissan hátt má segja að þetta séu nemendur skólans. Þegar allt hefur verið talið saman eru 1.226 nemendur skráðir í skólann. Á því má sjá að þetta er ekki orðið neitt smáræðis bákn, á stærð við kaupstað úti á landi. Til að sinna nemendunum eru 83 kennarar og með húsvöröum, ræstingafólki og öðru starfsfólki það erfitt á sjónum, auk þess sem hann var alltaf hálf sjóveikur. En hvenær beindist hugurinn að kennslu? „Þegar ég kom úr Mennta- skólanum á Akureyri fór ég að leita í kringum mig að stuttum námsbrautum því ég var eigin- lega búinn að fá nóg af því að vera í skóla. Þá reyndist það einna styst að fara í Kennaraskól- ann. Að því námi loknu fór ég strax að kenna, haustið 1962, og hóf minn feril í Barnaskóla Akureyrar. Að vísu leit lengi vel út fyrir það að ég fengi ekki vinnu á Akureyri og ég var næst- um búinn að ráða mig til Vest- mannaeyja, en skólastjórinn var í laxveiði og ég náði ekki í hann.“ - Hvernig kom Barnaskólinn þér fyrir sjónir? „Á þessum tíma var börnunum raðað í bekkina eftir getu, eftir því hve mikið þau gátu lesið þeg- ar þau komu í skólann. Þess vegna réðist starfið dálítið af því hvers konar bekki maður fékk. Fyrsta veturinn fékk ég bekk sem átti að vera til fyrirmyndar og annan sem hafði afar slæmt orð á sér, svo slæmt að hann mun hafa bitið af sér fimm eða sex kennara á tveimur árum. Þetta snerist við. Þægi bekkurinn reyndist mér erf- iður en miklir kærleikar tókust með mér og þessum voðalega bekk.“ Kennarar troðnir í svaðið á blómatímanum - Þarna kenndir þú í fjögur ár og fórst síðan upp í Gagnfræðaskól- ann. Hvers vegna? „Satt að segja var bara ein ástæða fyrir því. Á þessum árum var sumarfríið í Gagnfræða- skólanum einum mánuði lengra! September var þar meðtalinn og þar sem síldveiði stóð oft út þann mánuð var gráupplagt að flytja mig á milli til þess að geta verið einum mánuði lengur á sjó. Þetta átti síðan eftir að breytast.“ - Það mætti segja mér að lífið hafi verið fjörugt í Gagnfræða- skólanum þarna á seinni hluta sjöunda áratugarins. „Já, t.a.m. var mjög erfitt líf í skólanum árið 1968 þegar stúdentaóeirðirnar geisuðu suður í heimi. Það var eins og þessi bylgja bærist hingað til Akureyr- ar og t.d. keyptu margir nemend- ur sér rauða kverið um skyldur kennara og réttindi nemenda og héldu því óspart á lofti. Mér finnst stórkostlegt hvað samskipti nemenda og kennara hafa breyst til batnaðar frá því á þessum árum. Kennarinn varð að gjöra svo vel að halda uppi aga, setja sig á ákveðinn stall. Þetta var hreinlega spurning um að lifa af. Þeir sem gátu þetta ekki voru troðnir í svaðið og það var hrylli- legt að sjá hvernig farið var með suma kennara. Nemendum var raðað eftir getu, duglegustu nemendurnir áttu að spreyta sig í landsprófi og reyndustu kennararnir voru látn- ir kenna þessum nemendum. Nýliðar í kennarastéttinni þóttust góðir með að fá c-bekk, en sem betur fer var þetta fyrirkomulag lagt af og agavandamál í skólan- um snarminnkuðu og samband kennara og nemenda varð mun þægilegra." þá eru á fjórtánda hundrað manns tengdir þessum skóla." „Ekkert gamanmál að skipuleggja stundaskrá“ - Kemur þetta á einhvern hátt niður á starfsemi skólans? „Það er ákaflega erfitt að skipuleggja svona stóran skóla og með svona dreifðri húsaskipan. Við erum ennþá með nánast allt tæknisviðshúsið (gamla Iðnskól- ann), Háskólinn er þar með skrif- stofur og sal undir bókasafn. Það voru allar skonsur teknar og þrengt að kennurum til þess að koma nemendum fyrir. Að skipuleggja stundaskrá þegar 12 mínútna gangur er á milli kennsluhúsnæða og frí- mínútur eru 5 mínútur, það er ekkert gamanmál. Þess vegna hefur stofnunin klofnað og tækni- sviðshúsið er næstum því annar skóli. Það er okkur feikilega mikið kappsmál að geta flutt skólann á einn stað og þegar svo- nefnd c-álma verður risin hérna á Eyrarlandsholtinu þá verða um 90% nemenda loks á sama stað. Það hillir undir það að þetta geti orðið haustið 1990, ef allar okkar óskir rætast. Til þess að þær geti ræst þurfum við ríflega fjárveit- ingu og í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir 48 milljónum til skólans, bærinn á ao leggja fram 40% á móti þann- ig að þetta eru samtals u.þ.b. 75 milljónir króna. Við erum auð- vitað ekki óhressir mgð það, ef þetta nær fram að ganga. Ef hliðstæð fjárveiting fæst í tvö ár verður hægt að klára c- álmuna og miðrýmið, sem byrjað er á. Eftir þetta getum við farið að tala um að láta Háskólanum eftir tæknisviðshúsið að mestu leyti. Við notum líka fjórar kennslustofur í íþróttahöllinni og Háskólinn tvær. Þegar nýja álm- an kemst upp verður þetta allt annað líf fyrir nemendur og kennara í báðum skólunum." „Tölvur eru þolinmóðir kennarar“ Baldvin skýrði frá óánægju sumra nemenda með stunda- skrána, sem af áðurnefndum orsökum er oft æði gloppótt og skóladagurinn er langur til þess að unnt sé að veita öllum þessum nemendum kennslu. Þegar mið- rýmið kemst í gagniö með bóka- safni og kaffistofu þá vænkast hagur nemenda sem geta þá bæði sinnt heimaverkefnum og nært sig í skólanum. Þeir hafa ekkert afdrep eins og staðan er í dag. Áður en málefni VMA voru rædd frekar vikum viö að orlofs- ári Baldvins í Danmörku ’81-’82. Hann sagði slík orlof kennurum mjög nauðsynleg, en hann var búinn að kenna í 19 ár þegar hann fór loks í orlof. „Það var gott að vera í Dan- mörku. Ég, rúmlega fertugur maðurinn, fékk inni á stúdenta- garði ásamt fjölskyldu minni. Ég held að það hafi verið 240 íbúðir í þessu húsi og 18-20 íslendingar. Þarna var ég orðinn nemandi á nýjan leik. Ég var í stærðfræði fyrst og fremst og einnig í tölvu- fræði, sem þá var að stíga sín fyrstu skref í skólanum.' Þetta leiddi til þess að ég hef verið að kenna tölvufræöi hér, oft meira af vilja en mætti. Ég hef aldrei orðið tölvufrík, eins og það er kallað, en þetta er hlutur sem er kominn í alla framhaldsskóla og þáttur tölvunnar fer vaxandi. Það er spurning hvenær farið verður að kenna með tölvum, því þær eru þolinmóðir kennarar." - En hvernig er Verkmennta- skólinn tækjum búinn? „Ég held að sumar deildir skól- ans séu eins vel búnar og nokkur kostur er. Málmiðnaðardeildin og vélstjórnardeildin eru t.a.m. á heimsmælikvarða, bæði hvað varðar tæki og umgengni. Hús- næði þessara deilda lítur jafnvel betur út núna en þegar það var tekið í notkun og þeir sem þar starfa hafa gefið tóninn í sam- bandi við góða umgengni hér á Eyrarlandsholti.“ Margt fleira bar á góma og enn fleira hefði verið hægt að ræða og það er alltaf álitamál hvenær heppilegast er að setja loka- punktinn. En hann verður settur hér og þeirri ákvörðun ekki haggað.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.