Dagur - 03.12.1988, Page 13

Dagur - 03.12.1988, Page 13
I 3. desember 1988 - DAGUR - 13 Jón Hjaltason Eastwood gleður jassáhugamenn „Bird“ heitir hún nýjasta mynd Clints Eastwoods. Þetta er önnur kvikmyndin sem Eastwood stjórnar upptökum á án þess að leika jafnframt í henni sjálfur. Bird þessi, sem myndin dregur nafn af, er vel kunnur jassáhuga- mönnum. Fullu nafni hét hann Charles Christopher Parker, en varð frægur sem Charlie „Bird“ Parker. Hann byrjaði að spila á alt-saxófón í byrjun þriðja ára- tugarins og flækist víða um búllur. En það var fyrst þegar Parker hitti Dizzy Gillespie að tímamót urðu í lífi hans. Þeir stofnuðu kvartett og 1945 léku þeir félagarnir inn á fyrstu „bebop-plötuna“ og urðu um leið frumkvöðlar „bob-bylgjunnar“ í jassinum. í upphafi var „bebop- inu“ illa tekið af mörgum. Til dæmis kallaði Louis Armstrong varð fyrir valinu einfaldlega vegna þess að þegar ég var 15 eða 16 ára gamall sá ég hann nokkr- um sinnum og varð hugfanginn af honum. Það sópaði að Parker hvar sem hann fór. í öðru lagi hef ég Iengi hrifist af þessu tímabili fimmta og sjötta áratugnum. Og mig langaði til að láta tónlist þessara ára hljóma. Það er ansi oft að þegar gerðar eru myndir um ákveðið tímabil sögunnar þá falla menn í þá freistni að falsa þær. Gera þær nútímalegri að einhverjy leyti eins og kallað er. Við þetta missa þær sannleiks-' þráðinn, sjálfan hreinleikann." íslenskir áhorfendur þurfa ekki að óttast að Eastwood láti undan slíkri áráttu að „nútíma- væða“ það sem helst skiptir máli í myndinni um Parker, nefnilega tónlistina tæra og hreina. Forest Whitaker, i hlutverki Parkers, blæs í saxófón. Sam Wright, sem Dizzy Gillespie, stingur höfðinu út um gluggann. Leikstjórinn Eastwood glottir að tilburðum þeirra félaga. „Við notum eingöngu upptök- ur á leik Parkers sjálfs en engar eftirhermur. Að vísu höfum við orðið að fá spilara til að leika undir með Parker því á þessum upprunalegu sólóplötum hans er eins og allur undirleikur hverfi hreinlega. En það hefur verið kostað kapps um að ná í sem flesta af þeim er spiluðu undir hjá Parker forðum eða, þegar það hefur ekki verið unnt, keimlíka yngri spilara. í þessum hópi eru Walter Davis, Barry Harris, Ray Brown, John Faddis, Ron Carter og Red Rodney, en Red þekkti Bird vel. Takmark mitt er að sýna bíógestum hvernig veruleiki þessara ára raunverulega var og leyfa þeim að heyra hvernig „bebop“ á að hljóma.“ Hinn raunverulegi Charlie „Bird“ Parker. Nauðgun Martin Scorsese er ekki einn um að kasta sprengjum á okkur sem viljum njóta lífsins í heimi sem byggjast skal á óhagganlegum fastastærðum. Nýjasta mynd leikstjórans Jonathans Kaplins, The Accused, hefur ekki síður vakið upp hatrammar deilur en Síðasta freistingin hans Scorsese. Myndefni Kaplins er þó allt annað, nefnilega nauðgun. Hann segir sögu Söru, konu sem leyfir sér að fara á dansleik, kannski á höttunum eftir bólfélaga. Hún leggur út netið en fengurinn verð- ur annar en hún æskti. í lengstu nauðgunarsenu, sem enn hefur komið frá Hollywood, veitast að henni þrír karlmenn og misnota hana kynferðislega. Síðan fjallar Kaplan um eftirmálin að nauðg- uninni með það markmið að eng- inn geti setið hlutlaus undir því. „Við viljum einfaldlega segja við Hver er ábyrgð kvenna er leyfa sér að æsa upp fýsnir karla án þess að hafa nokkru sinni ætlað sér neitt meira með þá? Eru þær jafnsekar karlinum ef frumstæð eðlishvöt hans nær yfirhöndinni og hann þvingar konuna til að láta að vilja sínum? áhorfendur okkar,“ útskýrir hann, „að einmitt sem áhorfendur eruð þið hluti af vandamálinu. Hvað hefðuð þið gert?“ það „hina nútímalegu illgirni." En þessi „illgirni" sló í gegn og Parker varð frægur. Þrátt fyrir velgengnina átti það eftir að sannast á Parker sem Benedikt frá Auðnum sagði forð- um í ljóði: „Margur hló og hafði ró hvar sem bjó og fór hann. Átti þó sinn auðnuskó aldrei nógu stóran. “ Parker dó langt fyrir aldur fram aðeins 34 ára og má vafalít- ið kenna eiturlyfjum um þennan ótímabæra dauða hans. Strax á táningsárum, sem hann eyddi á bökkum Missourifljóts, hafði hann látið ánetjast heróíni og fíknin í hvíta duftið fylgdi honum í gröfina. En hvers vegna skyldi harðjaxl hvíta tjaldsins, Clint Eastwood hafa valið að gera mynd um auðnulítinn jassspil- ara? „í raun og veru hef ég gert margar myndir með jassívafi. En ég hef aldrei áður leikstýrt mynd sem haft hefur jassspilara að snúningsmöndli. Charlie Parker Hvemig bíómyndin Jörð í Afríku varð kveikjan að bók Sænski barónninn Bror Blixen er einkum þekktur fyrir tvennt: Að hafa verið giftur hinni heimsfrægu Karen Blixen og að hafa gefið þessari húsfrú sinni ekki aðeins eftirnafnið og aðals- titilinn heldur einnig sýfilis. Hjónaband þeirra tveggja gekk á afturfótunum og lauk með skilnaði 1927. Nú hefur guðsonur Bror Blixens, veiðimaðurinn Ulf Aschan, nýlega skrifað ævisögu guðföður síns. „Maðurinn sem kvenfólkið elskaði - ævi Bror Blixens" heitir bók sem kom út í vor hjá danska forlaginu Sesam. Hinn fimmtugi Ulf Aschan segir það hreinan hug- arburð að Bror Blixen hafi smit- að eiginkónu sína af sýfilis. „Fyrir það fyrsta eru engin sönnunargögn til fyrir því að Bror hafi sjálfur þjáðst af þess- um sjúkdómi,“ segir Aschan. „Og hafi hann þrátt fyrir allt borið með sér sýfilis þá mætti ætla að stórir skarar af kven- fólki hefðu smitast af honum. En þessi er alls ekki raunin. í öðru lagi var Karen Blixen lögð inn á sjúkrahús í Kaupmanna- höfn 1921 en þá var sjúkdómur- inn á þriðja stigi. En það líða 20 ár á milli þess að sýfilis nái sér af öðru stigi á það þriðja og því er útilokað að Bror hafi smitað 'hana þar sem þau giftust ekki fyrr en 1913.“ En hvers vegna skyldi veiði- maðurinn Aschen eyða tíma í að skrifa sögu barónsins? „Ástæðan er sú að það hrygg- ir mig, að því meira sem Karen Blixen er hafin til skýjanna þeim mun meira skarni er kastað á Bror. Þetta á ekki síst við um bók Judith Thurmans um Karen Blixen. Svo var það að þegar verið var að taka upp Jörð í Afríku með Meryl Streep sem Karen og Klaus Maria Brand- auer í hlutverki eiginmanns hennar, þá spurði ég Thurman hvort Bror fengi svipaða með- ferð í myndinni og í bók hennar. Hún sagðist ekki geta svarað mér því að Sidney Pollack, leikstjórinn, réði öllu þar um. Að lokum varð hún svo þreytt á spurningum mínum um Bror að hún hreytti í mig að ég gæti víst sjálfur skrifað um bar- óninn ef mér væri hann jafn hugleikinn og henni virtist.“ Þannig gerðist það að bíó- myndin Jörð í Afríku, sem við munum flest, varð til þess að skrifuð var heil bók um eina af söguhetjum þeirrar myndar. Jodie Foster, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, segir eitt hið skelfilegasta við hana að hún sýni engar byssukúlur eða þvíumlíkt aðeins grimmd sem er svo langt frá því að vera mannleg að það er skelfilegt. Það má kannski segja að Kaplin takist aðallega á við ábyrgð konunnar sjálfrar í The Accused. Hver er réttur hennar til að sýna sköpulag sitt íklædd efnislitlum flíkum? ber hún ein- hverja ábyrgð á þeim fýsnum sem hún kann að kveikja með hinu sterkara kyni? Og ef illa fer getur hún þá sjálfri sér um kennt? Er nauðgun eitthvað sem kvenmenn vilja og biðja um? Annar framleiðandi myndar- innar, Sherry Lansing, svaraði raunar þessari síðustu spurningu í viðtali við tímaritið Time í nóvember síðastliðnum: „Við vonum,^vo sannarlega að The Accused muni gjörsamlega útrýma þeim hugmyndum meðal þeirra er sjá myndina að nauðgun sé kynferðislega æsandi eða að konur biðji um slíka meðhöndl- un.“ Það er skemmst frá því að segja að þvert ofan í allar spár manna hefur The Accused slegið í gegn vestra og halað inn 18 milljónir dollara á aðeins 24 fyrstu sýningardögum hennar. i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.