Dagur - 03.12.1988, Side 17
y v\j>
3. desember 1988 - DÁGÚR - 17
Aulabárduiinn
í Hvíta liiisinu
Flestir vita að fjórir af forsetum
Bandaríkja Norður-Ameríku
hafa verið myrtir: Abraham
Lincoln (l 809-65), James
Garfield (1831-81), William
McKinley (1843-1901) og John
F. Kennedy (1917-63). Spurn-
ing er þó, hvort þeir séu ekki
fimnt í raun og veru. Pað er þitt
lesandi góður að dæma um það.
Meðal samkvæmisleikja Banda-
ríkjamanna er að kjósa „besta“
og „lélegasta" forsetann. í fyrri
hópnum vinnur Lincoln venju-
lega með Truman og Kennedy í
verðlaunasætum. Erfiðara er að
fá hrein úrslit í hinum
flokknum, því að allnokkrir
drullusokkar hafa átt heima að
Pennsylvania Avenue nr. 1600.
Eitt er þó víst, 28. forseti
Bandaríkjanna, Warren
Gamaliel Harding, á öruggt sæti
í þessum hópi. Hann sat í æðsta
embætti Bandaríkja Norður-
Ameríku frá 4. mars 1921 til
dánardags 2. ágústs 1923 eða
samtals í 2 ár og 151 dag. Pví
tímabili vilja Kanarnir helst
gleyma.
Að lokinni fyrri heimsstyrjöld-
inni, fékk fyrirrennari
Hardings, Woodrow Wilson,
framgengt áætlun sinni í 14 lið-
um á friðarráðstefnu. En Wil-
son var illa farinn eftir hjarta-
slag og síðustu mánuði hans í
embætti, var það í raun frú
Wilson, sem stýrði Bandaríkj-
unum. Pjóðin þjáðist af eftir-
köstum styrjaldarinnar og nag-
aði sig í handarbökin yfir að
hafa drepið niður fæti í rotþró
Evrópuþjóðanna. Aðskilnaðar-
stefna náði vinsældum.
Wilson var hugsjónamaður.
Hann var harður stuðningsmað-
ur lágstéttarinnar og vildi koma
á lýðræði á vinnustöðum. Auk
þess var hann alþjóðasinni,
langt á undan sinni samtíð.
Meirihluti þjóðarinnar var
þreyttur á þessum demókrata
og vildi „gömlu góðu dagana"
aftur. „Ameríka fyrir Amerík-
anana." „Hvern skollann koma
okkur við vandræði Evrópu?"
Hann leit út
eins og forseti
Repúblikanar hafa aldrei verið
jafn öruggir um sigur og í for-
setakosningunum árið 1920.
Vandræðin voru bara þau, að
þeir voru illa settir með fram-
bærilega frambjóðendur. Helsti
málsvari þeirra var Leonard
Wood, hershöfðingi, þurr-
kuntulegur atvinnuhermaður,
sem um margt minnti á
Theodor Roosewelt. Stríðshróp
hans var: „Treystið Guði, bleyt-
ið ekki púðrið."
Wood var algjör andstæða hins
vel gefna Wilsons, en stuðnings-
menn álitu hann of erfiðan í
samstarfi. Ráðamenn repúblik-
ana vildu ekki fá sterkan, sjálf-
stæðan mann í Hvíta húsið,
heldur sprellikarl, sem léti vel
að stjórn.
Pví var boðinn fram 55 ára gam-
all ritstjóri kjördæmisblaðs í
Ohio, Warren Gamaliel
Harding, sem setið hafði í öldu-
ngadeildinni í nokkur ár.
Pað væri oflof að kalla Harding
miðlungsmann. Slagorð hans í
kosningabaráttunni var svo ein-
falt, að smábörn skildu: „Eðli-
legar aðstæður á ný.“
Harding var búinn eiginleika,
sem á sjónvarpsöld hefði fleytt
honum langt. Hann leit út eins
Fyrri hluti
og forseti. Hann var hár og
beinn í baki með silfurhvítt hár,
bláeygur, sléttur í andliti, dökk-
ur á brún og brá. (Illar tungur
heima fyrir pískruðu um blóð-
blöndun við svertingja aftur í
ættum.) Sem löggiltur drullu-
sokkur, átti hann enga harða
andstæðinga. Hann var auk
þess vingjarnlegur og skapgóð-
ur. En fyrst og fremst var hann
þvottekta Bandaríkjamaður.
„Ameríka fyrst og fremst," var
annað af slagorðum hans.
Strax í fyrstu kosningaræðunni
sló hann rétta tóninn:
„Ameríka þarfnast engra hetju-
dáða, heldur friðar. Við þurfum
enga sigra, heldur eðlilegt
ástand. Við þurfum ekki bylt-
ingu, heldur endurbætur."
Þetta var eins og talað út úr
hjarta milljóna manna.
Nánasti maður Hardings var
bæjarmálapólitíkus frá Ohio,
Harry M. Daugherty, sem sagt
er, að best allra hafi skynjað
vinda stjórnmálanna. Hálfu ári
áður en Harding var útnefdur
frambjóðandi repúblikana, lét
Daugherty hafa eftir sér í blaða-
viðtali:
„Eitthvert kvöldið meðan á
flokksþinginu stendur, komast
stórmennin í flokknum að því,
að enginn frambjóðendanna
nær tilskyldum meirihluta. Pá
ætla ég að stinga upp á Harding
og hann verður kosinn, eigum
við að segja klukkan ellefu
mínútur yfir tvö um nóttina?"
Þetta rættist að öðru leyti en
því, að öllu var lokið strax
klukkan fimm mínútur yfir tvö
um nóttina.
Illgjarnar tungur létu ekki á sér
standa. „í Bandaríkjunum get-
ur hver sem er orðið forseti,
sjáið bara Harding." „Harding
er venjulegur maður, raunar
bara venjulegri."
„Þú getur ekki sagt nei“
Harding dugði ekki til í embætt-
ið. Á að sjá var hann rólyndið
uppmálað, en hið innra var
hann titrandi á taugum. Hann
hafði verið á sjúkrahúsi vegna
taugaveiklunar er hann var 22ja
ára og fimm sinnum eftir það
næstu 12 árin. Honum var vel
kunnugt sjálfum um þennan
veikleika sinn.
Hann trúði nokkrum vinum sín-
um fyrir því, að hann væri
„óhæfur forseti og hefði aldrei
átt að gefa kost á sér í embætt-
ið“.
Og faðir hans, sem þekkti hann
öðrum betur, sagði við hann:
„Þú ert eins og stelpa með brók-
arsótt, Warren. Þú getur ekki
sagt nei.“
Það er ekki að furða, að hann
vildi halda vináttu þeirra, sem
komið höfðu honum til valda.
Á stjórnartíma Theodors
Roosevelts og Wilsons, sem
báðir voru „sterkir" í embætti,
voru völd þingsins takmörkuð,
en Harding skrifaði hlýðinn og
góður undir öll lög, sem þingið
sendi yfir til hans.
Atkvæðalega séð var sigur
Hardings stór. Hann fékk 16
milljónir atkvæða, en dernó-
kratinn James M. Cox fékk 9
milljónir. Hlutfallslega séð, er
þetta einhver mesti meirihluti,
sem náðst hefur í forsetakosn-
ingum í Bandaríkjunum. Til
varaforseta valdist Calvin Cool-
Harding forseti.
idge, fyrrverandi ríkisstjóri
Massachusetts, helst þekktur
fyrir að hafa afstýrt verkfalli
lögrcgluþjóna í Boston. Cool-
idge var ekki heldur neitt gáfna-
Ijós. Sennilega gaf rithöfundur-
inn Dorothy Parker bestu lýs-
inguna á honum, þegar fréttin
um andlát hans var birt hinn 5.
janúar 1933: „Er Coolidge
hrokkinn upp af? Má treysta
því?"
Hægri maðurinn Harding
reyndi að berja í brestina mcð
að fá viðurkennda dugnaðar-
forka í ríkisstjórnina. Herbert
C. Hoover varð viðskiptaráð-
herra ogCharles Evans Hughes
utanríkisráðherra. Sem
fjármálaráðherra skipaði hann
Andrew W. Mellon, einn rík-
asta mann landsins, félögum
hans í milljónamæringaklúbbn-
um til mikillar ánægju.
En Harding átti einnig greiða
að gjalda þeim, sem komið
höfðu honum í Hvíta húsið,
þótt heiðarleiki þeirra og ein-
lægni væru vægast sagt dregin í
efa. Pannigvarð Albert B. Fall
innanríkisráðherra. Hann var
dæmigerður „reddari" og tengsl
hans við vissa olíukónga voru í
meira lagi dularfull.
Skilar reksturinn ágóða; gengur dæmið ekki upp, eða er staðan óljós
vegna upplýsingaskorts?
ÓVISSA?
Við teljum að hjá of mörgum íslenskum fyrirtækjum ríki óvissa um
rekstrarlega stöðu, afleiðingin verður óvissa um verðlagningu og til-
boðsgerð, óvissa um áætlanagerð, óvissa um greiðslustöðu o.s.frv.
o.s.frv.
VIÐ HÖFUM ÁHUGA Á AÐ GERA
UPPLÝSINGAVINNSLU BETRI SKIL
Með skipulagðri og jafnri bókhaldsvinnu og með tölvuvinnslu er
hægt að meta stöðu fyrirtækisins hversu oft sem óskað er. Okkar
skoðun er sú að bókhaldsuppgjör sé ekki aðeins árlegt framtal til
skattyfirvalda, heldur rekstrarlegt stjórnunartæki.
NÚ ER RÉTTI TÍMINN FYRIR NÝ VIÐHORF!
Við skipuleggjum bókhaldsvinnu og reikningsskil og veitum rekstr-
arráðgjöf eftir þörfum viðskiptavina okkar.
Hefurðu áhuga á að kanna málið? Hafðu þá samband við okkur
sem fyrst.
ET^E^E S REKSTRARRÁÐGJÖF
===== = REIKNINGSSKIL
= ===== RÁÐNINGAR
FELL HF. • TRYGGVABRAUT 22 • PÓSTHÓLF 748 • 602 AKUREYRI • SÍMI 96-25455
HVER ER STAÐA FYRIRTÆKIS PÍNS?