Dagur


Dagur - 08.12.1988, Qupperneq 1

Dagur - 08.12.1988, Qupperneq 1
71. árgangur Akureyri, fímmtudagur 8. desember 1988 234. tölublað Filman þm á skiliö þaö besta! Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 - Sími 27422 - Pósthólf 196 Hrað- framköllun Opiö á laugardögum frá kl. 9-12. Fyrsta skref í varðveislu Kolbeinseyjar: Verður byggður „flug- völlur“ í Kolbeinsey? - gróf kostnaðaráætlun upp á 5-10 milljónir króna Þyrlupallur í Kolbeinsey. Virðist kannski lieldur fjarlæg- ur draumur en svo kann þó að fara að innan fárra ára verði hann að veruleika. Forsvars- menn Vitamálastofnunar hafa varpað fram þessari hugmynd og að sögn Tómasar Þ. Sig- urðssonar, hjá Vitamálastofn- un, hafa stjórnvöld tekið vel í hana. Hann segir að þrátt fyrir að þessa liðar sé ekki getið í frumvarpi til fjárlaga sé ekki útilokað að fjárveitingavaldið finni smugu fyrir hann á næsta ári. Lengi hefur verið í umræðunni að finna einhverja varanlega lausn á því að „varðveita“ Kol- beinsey. Það er ekki að ástæðu- lausu því eyjan, eða kletturinn eins og væri nær lagi að nefna Kolbeinsey, er eins konar útvörð- ur landsins í norðri og stækkar landhelgi íslands gríðarlega. Oft hefur komið upp sú hugmynd að steypa upp eyjuna en í ljósi jarð- fræðirannsókna þykir það ekki heppilegur kostur. Svo. virðist sem undir eyjunni sé veikt lag sem með tíð og tíma „fjari" und- an eyjunni. Dýptarmælingar og borun myndi leiða hið sanna í ljós í málinu, en til frekari rann- sókna og nauðsynlegra flutninga út í eyjuna er, að sögn Tómasar Þ. Sigurðssonar, mikilvægt að koma þar upp þyrlupalli. Gróft' áætlað myndi slíkúr þyrlupallur kosta á bilinu 5-10 milljónir króna. Ekki tókst að ná tali af Stein- grími J. Sigfússyni samgönguráð- herra í gær, en þessi mál heyra undir hann. Við untræðu á Alþingi í mars sl. um Kolbeinsey lét hann hins vegar eftirfarandi orð falla: „Það eina sem mér kemur til hugar er að reisa þyrlu- pall eða öflugan steinsteyptan pall á sterkum súlum sem gengju nægilega langt ofan í trausta undirstöðu eyjarinnar til þess að fá staðist þó að molni úr yfirborði hennar og hún jafnvel sem slík hverfi undir sjávarborð. Slíkur sterkur pallur gæti hýst vita- og radarvara og væri þá sá útvörður í iiorðri sem við þurfum að eiga á þessum stað m.a. til þess að tryggja okkar landhelgishags- muni á þessum slóðum.“ Kolbeinsey hefur minnkað ár frá ári. Bókstaflega molnað niður undan ágangi sjávar og veður- guða. Til marks um það leiddu mælingar árið J933 í ljós að eyjan var 48 m frá VSV til SSA og 71 m frá NNV til SSA. Hæð eyjarinnar þá var 8 metrar. Á árinu 1985 voru gerðar jarðfræði- og stærð- armælingar á Kolbeinsey. Þá reyndist hún hins vegar um 40 m frá VNV til ASA og 40 m frá NA til SV. Mesta hæð eyjarinnar var 5 metrar. óþh Hér eru þeir, f.v. Baldvin Valdimarsson, Róbert Thomson hinn skoski bruggmeistari Sana, Lothar Sallinger frá Lövcnbraii og Ragnar Birgisson. Á innfelldu myndinni má sjá bruggmeistarana að störfum í bruggherberginu, þar sem tæknin hefur náð undirtökunum eins og sjá má. Myndir: tlv Bruggun á þýskum bjór hafin á Akureyri: Hvítvoðungsiðnaður sem hlúa þarf að - segir Ragnar Birgisson sem er óánægður með stefnu og markmið íslenskra stjórnvalda í bjórmálinu Hér á landi er staddur brugg- meistari frá Lövenbraú í Þýskalandi sem sá um að allt færi fram eftir settum reglum í gær þegar hafíst var handa við lögun á Lövenbraú bjór hjá Sana á Akureyri. Lagaðar voru tvær mismunandi tegund- ir og tók sjálf lögunin 10 tíma. Nú verður bjórinn látinn gerj- ast og lagerast í 3 vikur og þá tekur við smökkun, þegar sér- fræðingar ákveða hvor tegund- in á betur við íslendinga, en talið er að bragðminni bjórteg- undir eigi frekar upp á pall- borðið. Ragnar Birgisson forstjóri Sanitas í Reykajvík og Baldvin Valdimarsson framkvæmdastjóri á Akureyri sögðu í samtali við Dag, að þeir væru mjög óánægðir með markmið og stefnu íslenskra stjórnvalda í bjórmálinu. Með því að hafa verðið eins hátt og raun ber vitni og svona lítinn verðmun á innlendum og erlend- um bjór, væri ekki verið að styðja íslenskan iðnað. „Við bjuggumst alls ekki við að verðið Nýr flötur á „nautahakksmálimf Fráleitt að við séum vísvitandi að blanda kmdakjöti í nautahakkið - segir verslunarstjóri Kjörmarkaðar KEA, sem telur að kindakjötið hafi slæðst með í hakkavélinni „Við blöndum ekki kindakjöti út í nautahakkið okkar,“ segir Björg Þórsdóttir verslunar- stjóri í Kjörmarkaði KEA við Hrísalund. I könnun Verölags- stofnunar á gæðum og verði nautahakks kom fram að í nokkrum tilvikum hafi kinda- kjöti verið blandað saman við nautahakkið og var Kjörmark- aðurinn þar á meðal. Þar var einnig að finna dýrasta nauta- hakkið og einnig mældist í því 12% fita. Kaupfélagsmenn funduðu um þetta mál í gær. Björg segir að sá háttur sé hafður á í versluninni, að kjöti af ýmsu tagi sé rennt í gegnum hakkavélina hverju á eftir öðru. „Það er auðvitað ekki útilokað að örlítið af kindakjöti hafi slæðst út í nautahakkið vegna þessa, en það er fráleitt að halda því fram að við séum vísvitandi að blanda þessum tveimur kjöt- tegundum saman,“ segir Björg. Hvað verðið varðar segir hún að þar sé farið eftir verðlista og vildi Björg taka sérstaklega frarn að nautahakkið í Hrísalundi sé einungis unnið úr ungnautakjöti UNl og því væri afar hæpið að slá fram fullyrðingum á borð við þá, að í versluninni væri á boð- stólum dýrasta hakkið unnið úr ódýrasta hráefninu. Óli Valdimarsson sláturhús- stjóri KEA tekur undir orð Bjargar og segir fáránlegt að bera saman nautahakk unnið úr fyrsta flokks hráefni, þ.e. úr ungnauta- kjöti og miða það við þriðja flokks kýrkjöt. „Það græðir enginn’ á því að svíkja sína viðskiptavini og það er prinsipp hjá okkur að senda ekkert frá okkur nema toppvöru," segir Óli. Hann segir einnig að sínir viðskiptavinir óski eftir að fá hakkið með á milli 10 og 12% fitu. „Það er enginn vandi að.hafa hakkið fitusnautt,“ segir hann og líkir hakki með 1% fitu- innihaldi við rúgbrauð sem sett sé á pönnu til steikingar! Varðandi framkvæmdina við mælingar hakksins var þannig farið að, að gerð var mótefna- mæling, þannig að efni úr blóði sem auðkennandi eru fyrir hverja dýrategund fyrir sig eru athuguð. Við það fæst ákveðin svörun um hvort, en hún segi ekkert fyrir urn magn. Það segir Stefán Vil- hjálmsson matvælafræðingur að styðji þá fullyrðingu að kinda- kjötið sé ekki sett út í nautahakk- ið, heldur hafi það borist á milli í hakkavélinni. mþþ yrði svona hátt og þætti eðlilegra að verðið væri frá 80 krónum dósin af íslenskum bjór og upp í um 130 krónur fyrir þann er- lenda. Þetta er hvítvoðungsiðn- aður sem þarf að hlúa að og með því væri hægt að spara gjaldeyri og skapa vinnu á tímum atvinnu- leysis svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Ragnar. Þá telja þeir það ófært, ef íslenskur iðnaður fær ekki að þróa með sér fleiri tegundir, því það sé staðreynd að smekkur fólks sé mjög misjafn í þessum efnum t.d. hvað varðar styrk- leika. Máli sínu til stuðnings nefndu þeir, að erlendir aðilar þurfi ekki að þróa sína fram- leiðslu, áður en þeir koma inn á markaðinn hér. Þegar framleiðsla bjórs verður kominn á fullt skrið er reiknað með að afkastageta fyrirtækisins verði um 7 miíljónir lítra á ári og gert er ráð fyrir að nokkra mán- aða sala verði tilbúin 1. mars nk. þegar sala hefst. VG dagar til jóla

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.