Dagur - 08.12.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 08.12.1988, Blaðsíða 4
g _ HUÖAQ — 88G!" 'i.'.oiti930fo .8 4 - DAGUR - 8. desember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Brauð handa hungruðum heimi Hin árlega landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar er hafin. Sem fyrr fer hún fram undir kjörorðunum, „Brauð handa hungruð- um heimi“, enda er megintilgangur söfnunar- innar að veita fé til bágstadds fólks í löndum þriðja heimsins. Þar er víða mikil þörf fyrir neyðaraðstoð m.a. vegna flóða og uppskeru- brests. Sem dæmi má nefna að um 25 milljón- ir manna í Bangladesh misstu heimili sín í flóðum í haust og ástandið versnaði enn er fellibylur gekk yfir flóðasvæðin fyrir fáeinum dögum. Þessi mikli fjöldi þarfnast aðstoðar hið bráðasta og það er sjálfsagt fyrir íslend- inga að leggja hönd á plóginn. Ef fram fer sem horfir, munu íslendingar veita minna fé til þróunaraðstoðar á næsta ári en um langt árabil. Samkvæmt fjárlagafrum- varpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að veita 0,06% af vergri þjóðarfram- leiðslu í þróunaraðstoð árið 1989. í ár var veitt 0,07% en til þess að geta borið okkur saman við nágrannaþjóðirnar að þessu leyti, þyrfti að tífalda þessa tölu, samkvæmt upplýsing- um talsmanna Hjálparstofnunar kirkjunnar. Nánasarlegt framlag íslenska ríkisins til þróunaraðstoðar hefur löngum verið þyrnir í augum almennings, sem jafnan hefur brugð- ist vel við þegar eftir frjálsum framlögum er leitað. Enda er raunin sú að Hjálparstofnun kirkjunnar hefur nær eingöngu rekið sitt hjálparstarf fyrir þá peninga sem safnast í desember ár hvert. í fyrra söfnuðust um 17 milljónir króna en í ár gera forráðamenn söfnunarinnar sér vonir um að safna allt að 24 milljónum króna. Ljóst er að með samstilltu átaki getum við látið björtustu vonir rætast. Við skulum hafa það hugfast að þeir erfiðleikar sem að steðja í íslensku efnahags- og atvinnulífi um þessar mundir eru tímabundnir og við munum vinna okkur út úr þeim. Til þess þurfum við ekki utanaðkomandi aðstoð. En skjólstæðingar Hjálparstofnunar kirkjunnar í löndum þriðja heimsins geta með engu móti unnið bug á þeim gífurlegu vanda sem að þeim steðjar, án þess að aðrar þjóðir rétti þeim hjálparhönd. Sýnum í verki að við munum eftir þeim sem minna mega sín. Það er í okkar valdi að gera landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar nú árangursríkari en nokkru sinni fyrr. BB. -i viðtal dagsins í- Vöruþróun og rekstrar- hagræðing eru orð sem heyrast sífellt oftar í umræðum um verslun- arrekstur. A síðari árum hefur athygli manna í ríkara mæli beinst að sjónarmiði neytandans og þarfa hans miðað við aukna tækni í umbúðagerð og þróun í vörumeðferð. Til að kanna þessi mál nánar spjallaði blaða- maður við Helga Sigfús- son, markaðsstjóra hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Réttar umbúðir og rétt pökkun, flutningur og dreifíng, tækni og hagkvæmni hafa verið ofarlega á baugi á síðustu árum. Stöðlun umbúða eykur hagkvæmni í vörudreif- ingu og verslun - Helgi Sigfússon markaðsstjóri á iðnaðarsviði Kaupfélags Eyfirðinga - Hvaða stefnur og straumar ríkja um þessar mundir varðandi vöruþróun og rekstrarhagræð- ingu í verslunum KEA? „Pað má segja að róðurinn í verslunarrekstri sé erfiður um þessar mundir, ekki eingöngu hjá KEA heldur hvað snertir dreif- býlisverslunina yfirleitt. Það er nauðsynlegt að halda sjó um tíma og sjá hver þróunin verður, eink- um hvað vöruþróun og umbúða- mál varðar. Eitt atriði er mjög mikilvægt í þessu sambandi: 1 augum neyt- andans eru umbúðir og innihald alltaf ein heild. Til lengri tíma lit- ið er engin vara það fullkomin að hún þurfi ekki einhverjar endur- bætur á líftíma sínum. Endur- bætur geta falist í framleiðslunni, í pökkun vörunnar eða frágangi. Meginsjónarmiðið er að varan verði meðfærilegri og meira aðlaðandi í augum neytandans." - Hvernig sérðu kjörbúð framtíðarinnar fyrir þér? „Ég sé fyrir mér verslun með allar hillur fullar af réttum vöru- einingum, ef svo má að orði komast, en á fagmáli er yfirleitt talað um búðareiningar. Réttar búðareiningar geta sparað mikla peninga því handfjötlun vörunn- ar verður minni ef hún er seld í réttri einingu." - Verður ekki hálf dapurt inni í verslun sem er vísindalega útreiknuð fyrir þarfir neytand- ans? „Maður verður að vera þess meðvitaður að í verslun á að vera líf og fjör, - þetta gengur jú allt saman út á að selja og kaupa. Það getur vel verið að vísinda- lega útreiknuð verslun verði ekki eins lífleg og þar streymi við- skiptin e.t.v. þvingunarminna áfram en í verslun af „eldri gerð- inni“. Álit mitt er þó að nauðsyn- legt sé að fara að huga að skipu- lagningu verslana í framtíðinni með tilliti til þess að minnka kostnað og bæta vörumeðferð. Þannig verslun þarf ekki að verða ómanneskjuleg en hún verður skynsamlegri á allan hátt.“ - Þú minntist á umbúðamálin áðan. Hver verður þýðing þeirra í framtíðinni? „Ég held að búðapakkningin í framtíðinni verði stór þáttur í samkeppninni. Tökum dæmi: Ef þú ert með nokkrar líkar vöru- tegundir þá tekur verslunin þá vöru inn sem er besta búðar- pakkningin, þ.e.a.s. ef um er að ræða t.d. tvær vörutegundir í mjög líkum neytendaumbúðum og með líku innihaldi hvað bragð og gæði varðar. Sú gerð sem er auðvelt að opna, handfjatla og koma fyrir í búðinni er tekin inn. Við hljótum að sjá að því meiri sem kostnaðurinn verður við handfjötlun vörunnar í verslun- inni þeim mun meiri gaum verður að gefa að þessum „smáhlutum“.“ - En nú hljóta vörur að vera mjög misjafnlega vel fallnar til þess að hægt sé að koma þeim í hagkvæmar einingapakkningar? „Já, það er rétt. Ef dæmi er tekið um vöru eins og áleggsbréf þá er erfitt og dýrt að pakka áleggi sem séreiningu. Ég held að lausnin á því vandamáli geti verið að pakka álegginu í öskjur eða ámóta pakkningar sem unnt er að opna og loka aftur. Þá er mikil- vægt að vanda prentun og merk- ingar á vörum þannig að neyt- andinn hafi sem gleggstar upplýs- ingar unt innihaldið." - En sem sagt, þú heldur að aukin hagkvæmni í framtíðinni sé fólgin í einingum sem eru auð- veldar í opnun og hægt að koma fyrir í hillum með lítilli fyrirhöfn? „Já, tvímælalaust. Ég veit að með þessu er hægt að minnka vinnu við að opna umbúðir og raða vörunum um 45 prósent." - Hvernig heimfærirðu það? „Já, sjáðu til, í dag fara t.d. 11% af vinnutímanum í matvöru- verslunum í að opna umbúðir, 19% í verðmerkingar og 17% í röðun í hillur. Rétt útfærðar búð- arumbúðir hafa jákvæð áhrif á hvern lið í meðhöndlun vörunnar á leið hennar gegnum verslunina. Þar af leiðandi verður vinnan auðveldari, hraðari og þægilegri. Hröð og hagkvæm neysludreif- ing er samspil af mörgum kröfum og óskum í dreifingarkeðjunni frá framleiðanda til neytanda. Það er almennt viðurkennt að verulegur sparnaður liggur ekki lengur í vöruframleiðslu heldur í dreifingunni. Umbúðirnar eru ákveðinn hluti af dreifingarkeðj- unni og þess vegna verður að skapast meiri skilningur á þætti þeirra og hlutverki í þessu sam- hengi. Réttar umbúðir og rétt pökkun, flutningur og dreifing, tækni og hagkvæmni hafa verið ofarlega á baugi á síðustu árum. Þrátt fyrir það er álitið að um 63 prósent af kostnaðarverði vöru felist í áðurnefndri upptalningu. Ef öllum óskum í dreifingar- keðjunni er fullnægt dregst sá tími saman um þriðjung sem fer í að meðhöndla vöruna frá fram- leiðanda til neytanda. í þessu sambandi er grundvallarreglan sú að staðla vöruumbúðir." - Mikið hefur verið fjallað um svonefnda strikamerkingu á vör- um undanfarna mánuði. Tengist strikamerkingin þessum umbúða- málum á einhvern hátt? „Jú, að sjálfsögðu getur hún orðið til að lækka kostnað í versl- unarrekstri og á fleiri sviðum en það er efni í annað spjall.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.