Dagur


Dagur - 08.12.1988, Qupperneq 6

Dagur - 08.12.1988, Qupperneq 6
6 ~ DAGUR Ö. desember 1988 Raftækni — Akureyri Sérverslun með rafvörur f Miðbænum. Úrval raftækja frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum, svo sem: Braun - Babyliss - Emedi - Eumenia (þvottavélar og uppþvottavélar) - Famulus - Philips - Graam - Holland Electro - Moulinex — Nilfisk og fleira og fleira. Viö seljum aðeins raftæki sem eru viöurkennd at Rafmagnseftirliti ríkisins og reynum eftir bestu getu aö veita góöa þjónustu. P.S. Við minnum á Nilfisk þjónustu okkar. Meö kveöju Brekkugötu 7, Akureyri, sími 26383. Mýjar vörur - vandaðar vörur Kaupmannafálag Akureyrar Slys gera ekki^ ■ r m r m okum eins og me boo á undan sérliir^ Þijár nýjar Luílabækur - eftir Ulf Löfgren Iðunn hefur gefið út þrjár nýjar bækur um Lúlla kanínustrák eftir hinn þekkta sænska barnabóka- höfund Ulf Löfgren. Þær heita: Lúlli leitar að bangsa, Lúlli verð- ur ánægður og Lúlli og gula kerran. Segir hér frá ýmsu sem á dag- ana drífur hjá Lúlla. Eitt sinn er hann búinn að týna bangsa prakkara og leitar alls-staðar, en hvergi er bangsa að sjá . . . Öðru sinni er Lúlli að smíða og fær hamarshögg á fingurinn. Það er reglulega sárt, en Hannes vin- ur hans fullvissar hann um að hann hefði getað meitt sig miklu verr svo hann skuli bara vera ánægður. Svo þegar Hannes meiðir sig sjálfur á hamrinum er Lúlli viss um að nú sé Hannes líka ánægður! Dag nokkurn eignast Lúlli fína kerru. Þegar hann fer út með hana mætir hann öllum vinum sínum sem vilja fá ökuferð. Hvernig skyldi Lúlli leysa þann vanda? Áður hafa sex bækur um Lúlla komið út á íslensku og njóta þær mjög mikilla vinsælda hjá yngstu börnunum. Þórgunnur Skúladóttir þýddi. SYNDIR FEÐRANNA Sagnir af gömlum myrkraverkum bOkautgafan hilour „Syndir feðranna" Út er komin hjá bókaútgáfunni Hildi III. bindið í bókaflokknum um Syndir feðranna. Þetta er nýjasta bindið í þessu vinsæla safni um ýmsar misgerðir og mannlega breyskleika geng- inna kynslóða. Gunnar Þorleifsson hefur séð um útgáfu þessa bindis eins og hinna fyrri. Jolasveinarmr eru komnir til byggða Eftir mikinn barning tókst jólasveinum Vöruhúss KEA að komast til byggða. Þeir lögðu mikið á sig til að geta hitt ykkur - og munu koma fram á svölum Vöruhússins sunnudaginn 11. desember kl. þrjú. Mætið öll og raulið með okkur. „Dumbrauði fálkinn“ Út er komin hjá bókaútgáfunni Hildi bókin Dumbrauði fálkinn, eftir Söru Hilton. Sara Hilton er víðlesinn höfundur í hinum enskumælandi heimi, auk þess sem bækur henn- ar hafa verið gefnar út á fjöl- mörgum öðrum tungumálum. í þessari bók sækir Sara efnivið sinn til glæsilífs og skurðgoða- dýrkunar aðalsins í Mið-Evrópu á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Stmkar tiitit vinir þroski foreklmr sköli - ogolll htít... Miriam Stoppard „Stelpna- fræðarinn“ - eftir Miriam Stoppard Iðunn hefur gefið út að nýju bók- ina Stelpnafræðarann eftir breska lækninn Miriam Stoppard. Bókin kom fyrst út hjá forlaginu fyrir síðustu jól og seldist þá upp á örskömmum tíma. Höfundurinn, Miriam Stoppard, hefur skrifað mikið um heilbrigðismál og hafa tvær bækur hennar verið þýddar á íslensku, Foreldrahandbókin og Stóri kvennafræðarinn, sem væntanleg er frá Iðunni á næst- unni. Stelpnafræðarinn er bók sem gefur skýr og hreinskilin svör við ýmsum spurningum sem hljóta að vakna með ungum stúlkum á því tímabili þegar líkami þeirra er að þroskast og breytast og jafnframt verða miklar tilfinn- ingalegar og félagslegar breyting- ar á lífi þeirra. í bókinni er að. finna leiðbein- ingar um líkamsrækt, hollt mataræði og útlit, en einnig eru hér ráðleggingar um hvernig hægt er að ná góðu sambandi við félagana, vinkonurnar og strák- ana og bæta samskiptin við for- eldra og fjölskyldu, og hér má finna góð ráð varðandi nám og skóla. í bókinni eru lika kaflar um kynþroska og kynlíf og jafn- framt fjallað um reykingar, drykkju og fíkniefni og hvernig vinna megi gegn þrýstingi félaga og umhverfis í þeim efnum. Anna Ólafsdóttir Björnsson þýddi bókina.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.