Dagur - 08.12.1988, Qupperneq 9
8. desember 1988 - DAGUR - 9
Fræðslustjórinn í eðlilegri stöðu við símann.
ur unnið í samvinnu við fræðslu-
umdæmi Norðurlands eystra og
Kennaraháskólann, og þegar upp
er staðið verður það metið sem
samfellt nám í heilan vetur.
Það hefur verið talsverður
áhugi fyrir þessu námi og ég veit
ekki enn hvort allir komast þar
að sem vilja. Þetta var fyrst reynt
á Austfjörðum og þar eru nokkr-
ir kennarar að ljúka þessu námi
sem var brautryðjandastarf í sér-
kennslunámi á vegum fræðslu-
skrifstofu Austurlands og Kenn-
araháskólans úti á landsbyggð-
inni.
Kennarar verða að fá
endurmenntun
í sinni heimabyggð
Það hefur verið mjög vinsælt
meðal kennara að geta notið
endurmenntunar í sinni heima-
byggð í stað þess að þurfa að
sækja hana um langan veg.
Grunnhugmyndin er sú að þessi
námskeið fari fram í skólunum
þar sem kennararnir starfa. Það á
sem sagt að fara að færa píanó-
stólinn í staðinn fyrir píanóið.
Þetta er nýlunda og ég held að
þetta sé það sem við verðum að fá
hér úti á land. Annað sém ég tel
mikilvægt í sambandi við mennt-
un kennara er að við verðum að
horfast í augu við að fá mjög fáa
nýútskrifaða kennara út á land.
Hér eru 70% kennara með rétt-
indi og það hlutfall hefur staðið í
stað. Þetta er ekki slæmt miðað
við það sem er sums staðar annars
staðar í dreifbýlinu. Ég held að
við verðum að taka upp það sem
kölluð er dreifð kennaramenntun,
líka fyrir þetta fólk. Kennaraefni
sem hafa þurft að sækja réttinda-
nám eingöngu suður hafa mörg
gefist upp því þetta er mjög erfitt
í framkvæmd. Ég er kominn á þá
skoðun að nauðsynlegt sé að
bjóða því fólki sem hefur starfað
við kennslu án réttinda í tvö til
þrjú ár verði gefinn kostur á námi
heima í héraði að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Við getum
ekki alltaf verið að bíða eftir
nýútskrifuðum kennurum að
sunnan sem ekki vilja koma.
Mennta má þetta fólk með ein-
hverri fjarkennslu eða að Kenn-
araháskólinn hafi á sínum snær-
um léktora sem verði staðsettir
úti í umdæmunum og sjái um
námið. Sérkennslunámið og
starfsleikninámið sem ég minntist
á í umdæmunum á Norðurlandi
vestra og eystra er vonandi spor í
þessa átt. í sérkennslunáminu
verður einn starfsmaður, Kristín
Aðalsteinsdóttir, sérkennari,
ráðinn af Kennaraháskólanum
staðsettur á Akureyri og mun sjá
um námið. Það er í fyrsta skipti
sem starfsmaður Kennaraháskól-
ans, í fullu starfi vinnur kennslu-
störf utan Reykjavíkur svo ég viti
til.
Það er góð reynsla af því Jrá
Noregi að færa kennaramenntun
út í dreifbýlið en ekki að senda
kennaranema langan veg í skóla.
Oft er þetta fjölskyldufólk sem á
eignir, húsnæði og annað, og get-
ur þess vegna ekki tekið sig upp
og farið í nám suður. Reynslan
hefur sýnt að margt af því fólki
sem fer suður til náms á ekki auð-
velt með að komast til baka.
Þetta er sú leið sem ég sé til að fá
stöðugra kennaralið. Við fáum
oft mjög gott fólk til starfa sem
við missum þegar það fer suður
til náms og kemur ekki til baka.“
- En hvað segir þú um skólana
í umdæminu? Þá á ég við húsnæði
og viðhald á því og allan nauð-
synlegan búnað.
„Fræðsluskrifstofan hefur yfir-
umsjón með skólahúsnæði og
skólabyggingum í fræðsluum-
dæminu. Ástand þeirra mála er
ekki nægilega gott hvorki hvað
varðar húsnæði og búnað. Það er
nýbúið að taka út aðstöðu fyrir
mynd- og handmenntakennslu í
umdæminu og hún er víða afar
léleg. Það er enginn skóli með
fullkomna verkmenntaaðstöðu á
öllum sviðum. Þeir geta verið
með góða smíðastofu eða góða
hannyrðastofu en það vantar alls
staðar mikið upp á að fylla alla
heildina. Á þessu sviði vantar
líka kennara og skýrslan sem
gerð var af námsstjórum í mynd-
og handmennt sýnir þetta. Þarna
vantar einnig skýrari reglur frá
ráðuneytinu varðandi hver eigi
að vera stofnbúnaður vegna þess-
arar kennslu. Sveitarfélögin eiga
að greiða helminginn af þessum
stofnbúnaði og eins og í skóla-
byggingum er það almenna regl-
an að þau greiði helming á móti
ríkinu.
Það hefur staðið á greiðslum
frá ríkinu sem hefði átt að vera
aðili til að knýja á um þá jöfnun á
aðstöðu sem á að vera hvar sem
búið er á landinu.
Nú er á döfinni breyting á
verkaskiptingu á milli ríkis og
sveitarfélaga og þar er reiknað
með að sveitarfélögin taki alfarið
yfir skólabyggingarnar en ekki er
séð fyrir hvernig það dæmi á að
ganga upp. Á sumurn stöðum eru
nýlegar skólabyggingar en á öðr-
um getur ekki dregist ntikið að
leggja verði í byggingu nýrra
skóla. Þetta gerir aðstöðu sveit-
arfélaganna auðvitað mjög mis-
iafna.
Ætli skólahúsið á Siglufirði sé
t.d. ekki orðið yfir 70 ára gamalt
og sveitarfélög sem eiga eftir að
byggja þegar, eða ef þetta
verður, að lögum þá kvíði ég því
að þau eigi erfitt með að reisa
nýja skóla í þeim slag sem þá
verður um peningana. Það er
nánast enginn skóli til, að
minnsta kosti ekki á Norðurlandi
vestra sem er fullbúinn með öllu
því sem á að vera í skólum sam-
kvæmt lögum. Bygging íþrótta-
húss er þungur biti að kyngja fyr-
ir fámenn sveitarfélög úti á landi
þótt ekki finnist mikið fyrir því að
byggja slík hús í Reykjavík.
Ef menn halda ekki því betur
vöku sinni þá á þessi breyting á
lögum eftir að raska mjög mikið
aðstöðu sveitarfélaganna á þess-
um vettvangi. Það er reyndar
gért ráð fyrir enn einum jöfn-
unarsjóðnum sem ég held að
verði betlisjóður sem verr settu
sveitarfélögin eigi eftir að þurfa
að klappa á dyr hjá til að geta
lokið sínum skólabyggingum.
Vafalaust verða svo framlög til
sjóðsins skorin niður þegar illa
árar.“
Það kemur upp viss
ferðaþreyta
- Fylgja ekki mikil ferðalög þínu
starfi?
„Jú það er talsvert um ferðalög
og því miður fyrir mig persónu-
lega finnst mér of mikill tími fara
í ferðalög suður. Ég hefði viljað
hafa tíma til að ferðast meira inn-
an umdæmisins, heimsækja skól-
ana og sækja skólanefndarfundi.
Eitt af því sem fræðslustjóri á að
gera er að sækja þá fundi en því
miður vinnst mér ekki eins mikill
tími til þess og ég hefði viljað.
Það er allt of mikið af alls kyns
samráði sem fer fram í höfuð-
staðnum. Samvinna við mennta-
málaráðuneytið er talsverð og
svo er gott samstarf á milli okkar
fræðslustjóranna og við reynum
að hittast. Oft verður þrautalend-
ingin að hittast syðra þegar við
eigum leið þangað vegna annarra
erinda. Við hittumst til að reyna
að samræma okkar störf þótt það
sé reyndar ekkert sem segir okk-
ur að gera það. Ráðuneytið sam-
ræmir störf okkar að nokkru leyti
en það er margt sem við viljum
bera bækur okkar saman um,
varðandi ýmsa útfærslu. Þetta er
það nýtt starf, varla komið á
fermingaraldur. Það er nær mán-
aðarlega sem maður er fyrir
sunnan vegna einhvers sem teng-
ist starfinu.
Umdæmið er yfirleitt gott yfir-
ferðar nema þá helst leiðin til
Siglufjarðar sem er ótryggust
varðandi færð. Þetta er talsvert
þreytandi fyrir starfsfólk eins og
t.d sálfræðingana og aðra ráð-
gjafa. Öll þessi ferðalög eiga
efalaust sinn þátt í að okkur
gengur ekki vel að fá fólk til
starfa. Fólk setur fyrir sig ferða-
lög og það verður að ferðast á
eigin bíl en fær ákveðnar greiðsl-
ur fyrir það. Það kemur ferða-
þreyta upp og m.a. þess vegna
þarf að stefna að því að skólarnir
verði meira sjálfbjarga varðandi
sérkennslu og aðra faglega vinnu.
Með því námi sem við erum að
byggja upp fyrir kennarana eiga
stærri skólarnir að geta hjálpað
sér sjálfir að mestu í þessum
efnum.
Ég held að það sé mjög mikil-
vægt að það sé jöfnuður í námi
fyrir alla nemendur á landinu og
þeir þurfi ekki að líða fyrir að
búa úti á landsbyggðinni og geti
notið sömu aðstæðna til náms og
best gerist annars staðar. Við
eruin það vel stætt samfélag að
það er til vansa fyrir skólakerfið
ef það getur ekki jafnað þann
mun sem er í aðstöðu nemenda
til náms hvar sem þeir búa á land-
inu," sagði Guðmundur Ingi
Leifsson, fræðslustjóri Norður-
landskjördæmis vestra. fh
Skrifstofutækni
Markmiö með náminu er aö mennta fólk til starfa á
nútíma skrifstofum. Megináhersla lögð á viðskipta-
greinar og notkun tölvu.
★ Almenn tölvufræði
★ Stýrikerfi
★ Töflureiknar og
áætlanagerð
★ Gagnasafnsfræði
★ Tölvufjarskipti
★ íslenska
★ Bókfærsla
★ Tölvubókhald
★ Verslunarreikningur
★ Toll- og verðútreikningar
★ Innflutningur
★ Stjórnun og mannleg
samskipti
★ Viðskiptaenska
★ Almenn skrifstofutækni
Ath. Nú er nær fullbókað á janúarnám-
skeið.
Innritun lýkur 9. desember.
Tölvufræðslan Akureyri hf.
Glerárgötu 34 Sími 27899.
Akureyringar!
Stækkað og betra
kjötborð í Hagkaup
Tilboð vikunnar
Verð
Hangilæri 1/i ............... 864.-
Hangilæri úrbeinað ........ 1.270.-
Hangilæri í bitum .........
Hangiframp. úrbeinaður ...... 886.-
Hangiframp. í bitum ......... 508.-
Lambahamborgarhryggur .... 688.-
London lamb - Læri ........ 1.101.-
London lamb - Frampartur 878.-
Bautabúrið
Ingvi Hrafn Jónsson
áritar bók sína
hjá okkur
föstudaginn 9. des.
frá kl. 15.30-18.00
■Bókabúiin EddaH
■H Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 ■■■
— þar sem jólagjafimar fást.