Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 10
10 DAGUR 16. DESEMBER 1988 'V -' jm V V m ■ r* mef) sldp (jg aíiafiiir nm Ám Eg hef verio hep - Sigurður Jóhannsson fyrrverandi skipstjóri á I Sigurður Jóhannsson skip- stjóri er mörgum Norðlend- ingum kunrnu. Hann starf- aði um áratugaskeið við sjómennsku á bátum og togurum sem gerðir voru út frá Akureyri og Hrísey en flestir þekkja hann sem Sigga á Harðbak. Sigurður féllst á að spjalla við blaðamann um það sem á dagana hefur drifíð. „Ég fæddist í Hrísey 11. febrúar árið 1928. Foreldrar mínir voru þau Jóhann Guðmundsson og Kristín Sigurðardóttir. Skólaganga mín var eins og gerðist í þá daga og ég var um fermingu þegar ég fór fyrst á sjó á trillum og litl- um dekkbátum. Pað má segja að ég hafí alist upp við sjóinn og vinnu tengda honum. Faðir minn var sjómaður á litlum bátum, það voru ekki komin stór skip í þá daga. Tíu til fímmtán tonna bátar þóttu nokkuð stórir á þeim tíma en myndu vera kallaðir trillur í dag. Arið 1944 fór ég fyrst á síld. Það var á skipi sem gert var út frá Akureyri og Hrísey og hét Ottó, áður Hjalteyrin, um 60 tonn að stærð. Eigandi þess og útgerðarmaður var Jörundur Jörundsson í Hrísey. Hafnarskil- yrði voru ekki góð í Hrísey á þessum tíma og var skipið eðli- lega meira viðloðandi við Akur- eyri af þeim sökum. Ég var reyndar aðeins eitt sumar á þessu skipi. 1 dag er mér þetta sumar minn- isstætt að mörgu leyti. Við vorum meö tvo nótabáta sem ekki var hægt að taka upp en það var hægt á mörgum stærri síldarskipum. Bátarnir vorú dregnir á e.ftir skip- inu hvert sem farið var og þegar kastað var á síldina þurftum við að róa bátunum með nótina því engar vélar voru í þeim. Skafti Jónsson var skipstjóri þetta fyrsta sumar mitt á síld en hann bjó síð- ar á Akureyri og vann í fjölmörg ár á vegum Sameinuðu þjóð- anna, en það er önnur saga. Síldarvertíðin stóð fram í sept- ember. Við lönduðum til skiptis í salt í Hrísey og í bræðslu á Siglu- firði. Um haustið fór ég í Lauga- skóla og var þar um veturinn. Næsta sumar, 1945, fór ég á Gyifa sem Valtýr Þorsteinsson átti. Bjarni Jóhannesson skip- stjóri var með hann þegar þetta gerðist. Gylfi var lítill bátur, ekki nema 40 tonn, en hann þótti þó heilmikið skip á sínum tíma. Á Gylfa var ég til 1949, á síldveiðum á sumrin og einn vetur, 1947 til 48, á Hvalfjarðarsíldinni, en á línu og snurvoð þess á milli." Venjulega fylltum við í einu til tveimur köstum - Viltu segja nánar frá Hval- fjarðarsíldinni? „Þetta var heilmikið ævintýri. Hvalfjörðurinn var nánast fullur af síld en hún var ekki vaðandi eins og hérna fyrir norðan heldur fannst hún með dýptarmæli. Það var sama hvar var kastað í fjörðinn, alls staðar var síld. Við vorum með litla nót því þá þekkt- ust varla þær stóru síldarnætur „Útgerðin, áhöfnin og skipið verða að leggjast á eitt til að ná sem bestum árangri. Annað er komið undir heppni.“ - Sigurður Jóhannsson, skipstjóri. sem síðar komu. Venjulega fyllt- um við bátinn í einu til tveimur köstum. Þetta var kannski hálf tilbreyt- ingarlaust en við fengum óhemju magn af síld þennan vetur. Það var óvenjulegt að vera á síld að vetri til þarna í Hvalfirðinum því venjulega stóð síldveiðitíminn frá því um 20. júní fram að mán- aðamótunum ágúst-september, það var aðal-veiðitíminn. Vetrar- veður stóðu þessum veiðum í Hvalfirðinum ekki fyrir þrifum því síldin var öll innfjarðar. Það var helst á siglingunni til Reykja- víkur sem við fundum fyrir veðr- inu. Nánast öll síldin fór í bræðslu og talsvert af henni var flutt norður í land í bræðslur þar. Mér er minnisstætt hversu mörg skip voru að veiðum í Eftirtaldir aðilar lán- uðu góðfúslega myndir til birtingar: Frú Anna Tuliníus, mynd af Ottó EA, og . Hreiðar Valtýsson, útgerðarmaður, mynd af Gylfa EA. Myndirnar af gamla Kaldbak eru úr tog- aramyndasafni Skúla Þ. Bragasonar, vél- stjóra hjá ÚA. Ottó EA, áður Hjalteyrin. A þessu skipi var Sigurður sitt fyrsta suinar á síld. Hvalfirðinum, ég held að nánast allur íslenski síldveiðiflotinn hafi verið þar saman kominn. Það var gott upp úr þess að hafa þótt ég muni ekki neinar tölur í því sambandi, enda hafði maðurekki fyrir neinum öðrum að sjá nema sjálfum sér.“ - Hvað tók við þegar þú hættir á Gylfa? ,.Þá fór ég beint á togarann Jörund sem Guðmundur Jörunds- son átti. Þetta var árið 1949. Jörundur var fyrsti dísiltogarinn sem íslendingar eignuðust og að mörgu leyti skemmtilegt skip. Jörundur var vel útbúinn og á undan sinni samtíð. Þegar Jör- undur kom til Akureyrar var Útgerðarfélag Akureyringa hf. búið að eignast sinn fyrsta togara, Kaldbak, en mig minnir að Svalbakur hafi komið um svip- að leyti. Jörundur átti eftir að verða hið mesta happaskip og var hann gerður út frá Akureyri í nærfellt tíu ár.“ Fiskeríið á Jörundi þætti gott í dag - Hver var skipstjóri á Jörundi á þessum tíma? „Það var Páll Aðalsteinsson en eftir nokkur ár tók Skafti Jónsson við, en hann hafði þá verið 1. stýrimaður, og síðar Sigurjón Einarsson. Jörundur var talsvert minni en Kaldbakur, hann var um 500 tonn og myndi vera kallaður tog- bátur eða lítill togari í dag. Hann var fínasta skip og gaf stærri tog- urunum ekkert eftir. Mér fannst gífurlegur munur að koma á Jör- und af minni bátunum, maður hafði verið á síldveiðum, dragnót, línu og slíkum veiðum en að vera á Jörundi var ólíkt öllu öðru sem ég hafði áður þekkt til sjós. Það var mikil vinna á Jörundi, maður var tólf tíma á dekki og sex í koju fyrstu árin. Fiskeríið var mjög gott, það þætti held ég gott í dag. Þetta var öðru vísi en núna að mörgu leyti því mikið var siglt með fiskinn til Bretlands. Einu sinni settu Bret- ar löndunarbann á okkur íslend- ingana og þá urðum við að landa fiskinum í Krossanesi. Þann tíma vorum við á karfa og maður hel"- ur stundum hugleitt að það þætti skrýtið í dag að fiska karfa í heilt ár bara til að landa honum aftur í gúanó. Karfinn var ekki ísaður eins og annars var venjan heldur einfaldlega sturtað niður í lestina beint úr trollinu. Jörundur var alltaf á síld á sumrin. Þá voru tveir nótabátar hafðir með og voru það vélbátar. Guðmundur Jörundsson var allt- af skipstjóri með okkur á síld- inni og það gekk ljómandi vel, við vorum aflahæstir mörgum sinnum á Norðurlandi. Síldinni var landað til skiptis í bræðslu og salt, hingað og þangað. Guðmundur Jörundsson var að mínum dómi Ijómandi góður skipstjóri og útgerðarmaður, enda var ég hjá honum í ein átta ár. Hann hélt mikið í mannskap- inn og lítil hreyfing var á mönn- um þessi átta ár sem ég var á hans vegum. Sigurjón Einarsson var skipstjóri á Jörundi síðustu árin sem Guðmundur gerði skipið út, en Sigurjón var þekktur maður á sinni tíð.“ - Varst þú á Jörundi allan tím- ann sem hann var gerður út héðan? „Já, það má segja það, nema reyndar ekki tvo síðustu veturna sem skipið var gert út, þá vann ég í landi á vegum Guðmundar við að þjónusta útgerðina. En ég var á honum á síld á sumrin bæði árin. Þá stóð til að fara í land en það breyttist, ég fór í Sjómanna- skólann árið 1960. Ég var búinn að fá svonefnd 120 tonna réttindi áður en þótti það ekki nóg og ákvað því að bæta við mig með því að fara í Sjómannaskólann. Að því loknu réðist ég á Snæfell- ið." - Hver urðu endalok togarans Jörundar? „Endalokin voru þau að skipið var selt til Stykkishólms. í Stykk- ishólmi var hálfgerð hörmungar- útgeröá skipinu. Síðar var hann seldur til Éskifjarðar þar sem hann var skírður Jón Kjartans- son, í eigu Aðalsteins Jónsson- ar, útgerðamanns. Það fór illa fyrir þessu góða skipi því það sökk þarna fyrir austan en hvern- ig það gerðist veit ég ekki nánar." - Þú byrjaðir á Snæfellinu vor- ið 1961? „Þegar ég kom úr skólanum vorið 1961 fór ég sem stýrimaður á Snæfellið. Baldvin Þorsteinsson var þá skipstjóri á Snæfellinu en ég var ekki nema tæp tvö ár stýri- maður á því. Eg byrjaði á gamla Harðbak Haustið 1962 urðu eins konar þáttaskil því þá hætti ég á Snæ-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.