Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 11
'1 A ‘4 ♦? v '5 AVO \ 7 O V' 16. DESEMBER 1988 - DAGTJR larðbak EA í viðtali fellinu og var í landi því í nógu var að snúast þar sem ég var að byggja íbúðarhús. Um veturinn fór ég sem stýrimaður á Harðbak EA 3. Ég hafði reyndar farið nokkra túra á Harðbak áður en þetta var, þá var Viihelm Por- steinsson skipstjóri á togaranum, en þetta var í fyrsta sinn sem ég starfaði sem stýrimaður hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Ég átti eftir að starfa um 25 ára skeið hjá félaginu eftir þetta og var hér stigið fyrsta skrefið á þeim starfs- ferli. Ég byrjaði sem annar stýri- maður og leysti af sem fyrsti þeg- ar skipstjórinn fór í frí.“ - Togarar Otgerðarfélags Akureyringa lögðu grunninn að því mikla fyrirtæki sem það er í dag. „Já, en það hefur ekki alltaf verið litið þannig á að þessi skip eða útgerðin væru mikilvæg fyrir atvinnulífið í bænum, sérstaklega ekki um það leyti sem ég byrjaði þarna sem fastráðinn maður. Á þeim tíma var félagið í mikilli lægð og átti í erfiöleikum. Gömlu togararnir voru ljóm- andi skip þótt langt væri frá því að í þeim væru þau þægindi sem sjómenn eiga að venjast á nýrri skipum. Ég var ákveðinn í því að leggja sjómennskuna fyrir mig þegar ég fór í Sjómannaskólann og það eina sem mig hefur langað til að starfa við um ævina er sjó- mennska. Ég var ekki lengi á Harðbak, ég held ekki nema eitt ár eða svo. Pá urðu yfirmannaskipti á togur- unum því Vilhelm Þorsteinsson lét af skipstjórn og tók við starfi framkvæmdastjóra telagsins. Petta leiddi til tilfærslu í störfum og ég lenti sem fyrsti stýrimaður á Sléttbak með Katli Péturssyni skipstjóra. Ketill hafði verið lengi hjá félaginu og tók við skip- inu um þetta leyti. Ég fór fljót- lega að leysa af sem skipstjóri á skipinu þegar Ketill fór í frí.“ Skipstjóri á gamla Sléttbak - Var ekki mikill munur milli gömlu síðutogaranna innbyrðis þótt þeir væru líkir að sjá að ytra útliti? „Jú, það var mikill munur á þeim. Harðbakur var langbesta skipið. Hann var stærstur en líka miklu betra togskip en hinir tog- ararnir, sjálfsagt vegna lengdar- innar. Mér fannst það vera mikil við- brigði að fara af Harðbak yfir á Sléttbak. Sléttbakur var minni og eldri en Harðbakur, öðruvísi vél í honum og hann var miklu kraftminni. Ég var stöðugt á þessu skipi um alllangt árabil, alveg þar til honum var lagt. Ég tók við af Katli Péturssyni sem skipstjóri þegar Ketill lét endanlega af störfum vegna sjúkleika. Síðasta árið sem Ketill var skráður skip- stjóri á Sléttbak var ég eiginlega lengst af með hann því Ketill var þá orðinn sjúkur og forfallaðist oft. Á þessum árum kom það við og við fyrir að siglt var með afl- ann til útlanda, oftast var þetta inn í Hvítahafinu er undan skilinn ? „Pað er rétt. Þctta var ekki alveg nýtt fyrir mér þannig séð. Áki Stefánsson var búinn að vera með skipið á undan, allt frá þvt að hann var sóttur til Frakklands. Sólbakur var keyptur notaður frá Frakklandi en hann var reyndar dálítið gamaldags skip og ekki útbúinn fyrir íslenskar aðstæður. Hann var allt öðru vísi að mörgu leyti en ég hefði kosið því maður vissi jú að það var hægt að hafa hlutina öðru vísi." það til útgerðarinnar. Þessi skip voru keypt eins og allir vita en það gekk ekki áreynslulaust fyrir sig, cn það er önnur saga. Skipunum var breytt úr frysti- togurum í ísfisktogara og svo er verið að breyta þessu aftur til baka núna, samanber Sléttbak." - Hvaða skipi tókstu við eftir þctta? „Ég tók við Sólbak en þar sem ég var yngsti starfandi skipstjór- inn hjá félaginu var ég eðlilega síðastur í röðinni. Áki Stefáns- son tók við Sléttbak og Halldór Hallgrímsson við Svalbak. Ég var með Sólbak í tvö ár eða allt þar til ég náði í Harðbak til Spánar 1974. Hann var einn sex togara sem íslenska ríkið lét smíða á Spani og fékk Útgerðar- félagið tvo þeirra, Harðbak og Kaldbak. Ég var með Harðbak þangað til í fyrra að ég varð að hætta.“ - Þú hafðir ekki áður stundað sjómennsku á skuttogara þegar þú fórst á Sólbak, ef reynslutúr- Gömlu togararnir voru svipaðir í útliti en ólíkir innbyrðis. Kaldbakur og Svalbakur komu fyrstir en seinna Harðbakur og Sléttbakur. um áramótin og voru þá farnir einn til tveir túrar. Árið 1971 varð Ijóst að stór klössun stæði fyrir dyrum á skip- inu. Það þótti ekki borga sig að leggja út í þann kostnað og skip- inu var því lagt. Á þessum tíma var mikill áhugi fyrir skuttogur- um meðal sjómanna og útgerð- armanna og við vorum þessu ekki alveg ókunnugir því bæði höfð- um við séð erlenda skuttogara að veiðum og einnig var kominn einn slíkur til Akureyrar, Sólbak- ur.“ - Höfðu menn mikla trú á skuttogurunum? „Já, við vorum margsinnis búnir að sjá að þessi skip gáfu miklu meiri möguleika en gömlu síðutogararnir. Það var miklu heppilegra að taka trollið inn um skutinn heldur en að vera með það á síðunni. Mannskapurinn gat verið inni undir dekkinu við vinnuna að mestu leyti og trollið tekið inn á betri og eðlilegri hátt. Mér finnst varla hægt að lýsa hinu nú orðið, það var svo forn- aldarlegt að varla er hægt að segja frá því. En menn sem þekkja hvort tveggja hafa svo sannarlega samanburðinn." Stellurnar voru keyptar - Hvernig gengu málin fyrir sig eftir að gamla Sléttbak var lagt? „Ég var áfram hjá útgerðinni en um sumarið fór ég ásamt Hall- dóri Hallgrímssyni til Noregs til að skoða Stellurnar svonefndu. Við Halldór fórum í þrettán daga veiðiför norður í Hvítahaf en hlutverk okkar var að skoða skip- in fyrir Útgerðarfélag Akureyr- inga. Okkur Halldóri leist vel á þessi skip en það skal tekið fram að á þessum tíma voru þetta verk- smiðjuskip með fimmtíu manna áhöfnum. E11 þetta virtust vera traust og góð skip þótt þau væru ekki alveg ný. Sléttbakur hét áður Stella Kristina og var byggð- ur árið 1968 í Syvikgrend í Nor- egi en Svalbakur hét Stella Kar- ina, byggður árið 1969 d sarna stað. Þótt þetta væru góð skip fund- um viö ýmislegt sem þurfti að lagfæra og gerðum skýrslu um Skrapdagakerfíð gekk ekki upp - Mikið hefur verið rætt og ritað um stjórnun fiskveiða undanfarin ár. Hvað viltu segja um það? „Já, það mætti ýmislegt segja um þessi mál. Fyrst kom skrap- dagakerfiö, það var ómögulegt fyrirkomulag að mínu mati þótt ekki séu allir sammála því. En okkur fannst þaö tómt rugl að vera sífellt með blaö og blýant að reikna út hversu mörg kíló af þessu og hinu við værum búnir að veiða. Þetta var ekkert nema elt- ingarleikur við prósentur því ákveðið hlutfall þurfti að vera af' þorski á móti karfa o.s.frv. í hverjum túr. Maður varð kannski að keyra burt úr góðu fiskiríi fyr- ir norðan land alveg suður á Jökultungu til að ná þar í karfa. Þctta var glórulaus vitleysa fannst mér en þó kom þetta kerfi vel út fyrir suma, t.d. Vestt'irð- ingana. Þegar aflamark og sóknarmark voru tekin upp fannst mér þessi mál breytast tnikið til batnaðar. Sóknarmarkið var að mínu áliti betri kostur en við vorum reynd- ar aldrei á því heldur á afla- marki.” - Breyttist aflinn ekki mikið á löngu árabili? „Nei, það held ég ekki, nema þá að áður fyrr þurftu menn ekki að velta því fyrir sér hvort þeir Gylfi EA 628. Hann var happaflcyta og færði drjúgan afia í land, ekki síst þcgar Hvalfjarðarsíldin veiddist grinunt. fengju meira eða minna af einni fisktegund en annarri, menn rcyndu bara að hafa sem mest. Menn eru stundum að tala um að ekki fáist stór fiskur lengur. Það er ekkert skrýtið að togararnir skuli ekki fá slíkan fisk í dag því það er búið að loka öllum þeim svæðum fyrir fjöldamörgum árum sem slíkan fisk var að fá. Nú eru mörg ár síðan Selvogs- bankanum var lokað fyrir togur- unum og sömu söguna er að segja af öðrum miöum sem stórfiskur fékkst á en á sama tíma eru menn að Segja að togararnir séu að drepa allan smáfiskinn." - Er þá rangt að leggja dæmið þannig upp að búiö sé að drepa allan stórfiskinn? „Sjálfsagt er búið að ganga eitthvaö nærri stofninum en sannleikurinn er sá að það er búið að gjörbreyta veiðisvæðum togaranna frá því sem var. Hér áður fyrr tíðkaðist að fiska á Sel- vogsbankanum frá því í febrúar og fram á vor en nú mega ekki önnur skip en netabátar veiða þar. Togurunum hefur verið beint á Vestfjaröamiðin í staðinn. Það hefur sýnt sig að Selvogsbankinn er steindauður einfaldlega vegna þess að búiö cr aö hamast á honum með net í fjöldamörg ár. Það er segin saga að þar sem bestu miöin voru búin aö vera í mörg ár kcmur varla fiskur lengur. Lítið talað við sjómennina sjálfa um fískveiðistefnuna Mér finnst oft að fólk sé ekki nægilega vel upplýst um ýmislegt varðandi fiskveiöimálin og frétta- flutningur fjölmiðla af málefnum í sjávarútvegi. sérstaklega fisk- veiðum, er stundum alveg for- kastanlegur. Ég get tekið sem dæmi aö þegar verið er að segja frá mettúrum hjá hinum og þess- um skipum er ekki tekið fram að viðkomandi skip er kannski að tiska upp í kvóta þriggja til fjög- urra annarra skipa. Hvað þessa opinberu fiskveiði- stefnu varðar þá hef ég ekki margt við hana að athuga nema þá þessa umræðu um smáfLka- drápið. Þetta kemur eintaldlega til af því á livaða svæði togurun- um hefur verið beint á. Smáfisk- urinn hérna fyrir norðan er ekk- ert öðru vísi í dag en var fyrir 20 árum. Ekki er talað nægilega mikið við sjómennina sjálfa um þessi mál og augijóslega eru of margir ráðamenn á þessu sviði í fílabeinsturnum, það er klárt mál. Þó viðurkenna allir að veið- arnar verði að vera innan ákveð- ins ramma og undir eftirliti." - Er skipafjöldinn of mikill viö strendur landsins? „Það má endalaust deila um þetta en miðað viö þann skammt sem úthlutað er þá eru skipin sjálfsagt of mörg. Það er hægt að afkasta þessum veiðum með færri skipum. Við megum þó ekki hort'a framhjá því að skipin skapa atvinnu og þótt það sé dýrara fyr- ir þjóðarbúið að reka mörg skip þá er atvinnan líka mikils virði." - Þú hefur lengi verið kenndur við Harðbak, Sigurður. Hvernig skip er Harðbakur? Frainhald á næstu síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.