Dagur - 27.01.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 27.01.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 27. janúár 1989 myndosögur dogs t- ÁRLAND Veistu að nú eru konur fyrst byrjaðar að sjá árangurinn af verkum sínum? Loksins höfum við tækifæri tii þess að hafa allt sem menn hafa! ANDRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR Á meðan um borð í nútíma hraöbát.. Svarið! Hvers vegna eruð þið að eyði- leggja gildrurnar sem við setjum upp # Yfirlýsing Nonna Þrátt fyrir að fóstbræðurnir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar séu á rauðu Ijósi eru þeir á gandreið mikilli um landið þvert og endilangt. Löghlýðnir menn nema staðar logi rautt Ijós á götu- vitanum. En það er ekki sama Nonni og „Nonni und Manni“. Félagarnir hafa getið út yfirlýsingar af ýmsu tagi svo sem hæfir tilefninu og verður ein þeirra til umfjöllunar hér. Sum sé þessi: í Seðlabankanum vinna 166 menn, þar af 150 sem naga blýanta. í kjölfar þessarar yfirlýsing- ar vöknuðu margar spurn- ingar í huga skrifara og við þeim væri gaman að fá svör. Þess í sjálfu sér ekki krafist, bara það væri gaman. Til að taka af allan vafa. • 36000 blýantar Fyrsta spurningin er að sjálfsögðu þessi: Hve umfangsmikið er blýants- nag Seðlabankastarfs- mannanna? Síðan: Hver eru heildarinnkaup bankans á umræddri vörutegund? Til að svara þessu verðum við í fyrsta lagi að fá haldbærar upplýsingar um hversu marga blýanta hver starfs- maður nagar á ársgrund- velli. Ekki er óvarlegt að áætla að hver starfsmaður taki sér nýjan blýant í hönd til nögunar á degi hverjum; eða hver nennir að naga sama blýantinn í heila viku. (Aðkoman heldur ókræsileg á föstudegil) Samkvæmt þessum gefnu forsendum nema kaup bankans á umræddum skriffærum alls 750 blýöntum á viku. Mán- aðarkaupin eru því um 3000 blýantar og mfðað við heilt ár er um að ræða kaup á 36000 blýöntum. (í þessum forsendum er gert ráð fyrir að nögun blýanta sé starfs- mönnum svo töm að þeir ástundi iðjuna einnig á helgum dögum). # Spörum gjaldeyri Sjálfsagt vita allir að blýant- ar eru innflutt vara og því rétt að benda Jóni á þá staðreynd, að hægt væri að spara umtalsverðan gjald- eyri útvegaði hann starfs- mönnunum 150 íslenskan iðnvarning sem gegnt gæti samskonar hlutverki og blýantarnir. í fljótu bragði sér S&S fyrir sér að láta mætti starfsmönnum í té harðfiskpakka í stað blýants- pakkanna, nú eyrnapinnar eru framleiddir hér á landi og nefna má þá til sögunn- ar. Svo er ýmislegt annað sem kemur til greina en plássið er búið. dogskrá fjölmiðlo Sjónvarpið Föstudagur 27. janúar 18.00 Gosi (5). Teiknimyndaflokkur um ævintýri Gosa. 18.25 Líf í nýju ljósi (25). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar (13). 19.25 Búrabyggð (8). 19.55 Ævintýri Tinna. Ferðin til tunglsins. (5) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Libba og Tibba. Litið verður á næturlíf unglinga og fjallað verður um kynlíf frá ýmsum sjónarhorn- um. Einnig verður rætt við Bubba Morthens. 21.00 Handknattleikur. Bein útsending frá síðari hálfleik í lands- leik Tékka og íslendinga. 21.35 Derrick. 22.35 Fornar ástir. (The Lady From Yesterday.) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1986. Vel stæður bandarískur kaupsýslumaður kemst í hann krappan þegar víetnam- önsk kona birtist í heimabæ hans með son sinn með sér og segir hann vera föðurinn. 00.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarp Akureyri Föstudagur 27. janúar 15.45 Santa Barbara. 16.35 Algjörir byrjendur. (Absolute Beginners.) 18.20 Pepsí popp. 19.19 19.19. 20.00 Gott kvöld. 20.30 í helgan stein. (Coming of Age.) 20.55 Ohara. 21.45 Uppljóstrarinn mikli.# (The Supergrass.) Fyrsta flokks grínmynd um sakleysingj- ann Dennis sem er nýkominn úr sumar- leyfi með móður sinni. 23.15 Skarkárinn.# (The Entity.) Þeir sem hafa yndi af hrollvekjum ættu að fá sinn skammt í kvöld, en viðkvæmar sál- ir ættu að beina athygli sinni að einhverju öðru. Alls ekki við hæfi barna. 01.05 Á refilstigum. (Straight Time.) Dustin Hoffman í hlutverki fyrrverandi tukthúslims sem reynir að hefja nýtt og heiðarlegt líf. Alls ekki við hæfi barna. Lokasýning. 03.00 Dagskrárlok. # Táknar frumsýningu á Stöð 2. Rás 1 Föstudagur 27. janúar 6.45 Veðuríragnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. 9.00 Fróttir. 9.03 Litli barnatíminn. Guðni Kolbeinsson les sögu sina „Mömmustrákur" (3). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Kviksjá - Finnskar nútímabók- menntir. 10.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann. Umsjón: Ema Indriðadóttir. (Frá Akur- eyri.) 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 13.00 „Af fingrum fram.“ 13.35 Miðdegissagan: „Æfingatimi", eftir Edvard Hoem. (17) 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt - Evrópubúinn. 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbékin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Símatími Barna- útvarpsins. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Albeniz, Grieg og Adam. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá. 20.00 Litli barnatiminn. 20.15 Hljómplöturabb. 21.00 Kvöldvaka. a. Þáttur af Rifs-Jóku. b. Ingveldur Hjaltested syngur c. Viðburðasögur. d. Elín Ósk Óskarsdóttir syngur lög eft- ir Sigfús Einarsson. 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Ægisdóttir les 5. sálm. 22.30 Danslög. 23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónlistarmaður vikunnar - Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari. 01.00 Veðurfregnlr. h Rás 2 Föstudagur 27. janúar 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri.) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 í Undralandi með Lísu Páls. 14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Stefán Hilmarsson kynnir tíu vinsælustu lögin. 21.30 Fræðsluvarp - Lærum þýsku. 22.07 Snúningur. Stefán Hilmarsson ber kveðjur milli hlust- enda og leikur óskalög. 02.05 Rokk og nýbylgja. 03.00 Vökulögin. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2,4, 7, 7.30, 8,8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 27. janúar 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Ólund Föstudagur 27. janúar 17.00 Um að vera um helgina. Hlynur Hallsson. í þættinum eru tíundað- ir helstu viðburðir helgarinnar í listum, menningu, skemmtunum og fleiru. Fólk kemur í tal. 19.00 Peysan. Snorri Halldórsson. Tónlist af öllum toga og fleira. 20.00 Gatið. 21.00 Fregnir. 30 mínútna fréttaþáttur. Hvað ætlar fólk að gera um helgina. Viðtöl. 21.30 Samræður. Umsjón: Sigurður Magnason. 23.00 Grautarpotturinn. Ármann Kolbeinsson og Magnús Geir Guðmundsson blúsa og rokka. Móri kvöldsins skýtur upp kollinum. 01.00 Næturiög. Næturvakt Ólundar. 04.00 Dagskrárlok. Hljóðbylgjan Föstudagur 27. janúar 07.00 Réttu megin framúr. Ómar Pétursson spjallar við hlustendur í morgunsárið, kemur með fréttir sem koma að gagni og spilar góða tónlist. 09.00 Morgungull. Símar fyrir kveðjur og óskalög eru 27711 á Norðurlandi og 625511 á Suðurlandi. 12.00 Ókynnt hádegistónlist. 13.00 Perlur og pastaréttir. Snorri Sturluson sér um tónlistina þína og lítur m.a. í dagbók og slúðurblöð. 17.00 Síðdegi í lagi. Þáttur fullur af fróðleik og tónlist í umsjá Þráins Brjánssonar. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 Jóhann Jóhannsson í sínu sérstaka föstudagsskapi. 24.00 Næturvakt Hljóðbylgjunnar. 04.00 Ókynnt tónlist til laugardagsmorguns. Stjarnan Föstudagur 27. janúar 7.00 Egg og beikon. Morgunþáttur Þorgeirs. Fréttir kl. 8. 09.00 Niu til fimm. Fréttir kiukkan 10, 12, 14 og 16. 17.00 ís og eldur. Þorgeir Ástvaldsson og Gísli Kristjáns- son, tal og tönlist. Fréttir kl. 18. 18.00 Bæjarins besta kvöldtónlist. 21.00 í seinna lagi. Blanda inn í draumalandið. 22.00 Næturvaktin. Danslög, slagarar og ballöður til að þókn- ast hressu fólki. Óskalaga- og kveðjusími 681900. 03.00-10.00 Næturstjörnur. Tónlist fyrir nátthrafna. Bylgjan Föstudagur 27. janúar 07.30 Páll Þorsteinsson. Tónlist sem gott er að byrja daginn með, fregnir af veðri og færð. Fréttir kl. 8. Potturinn kl. 9. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Föstudagstónlist. Fréttir kl. 10, 12 og 13. Potturinn kl. 11. Bibba kemur með Halldór milli kl. 11 og 12. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Föstudagsskapið allsráðandi á Bylgjunni. Óskalagasíminn er 611111. Fréttir kl. 14 og 16. Potturinn kl. 15 og 17. Bibba og Halldór á sínum stað. 18.00 Fréttir. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. 20.00 íslenski listinn. Ólöf Marín kynnir 40 vinsælustu lög vik- unnar. 22.00 Þorsteinn Ásgeirsson á næturvakt. 02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.