Dagur - 27.01.1989, Blaðsíða 3
ro nnn a^i r\
27. janúar 1989 - DAGUR - 3
Sameiningarmálið í Ólafsfirði:
Rekstrarráðgjafi skoðar
dæmið með heimamönnum
Rekstrarráðgjafi frá Reykavflí
mun væntanlega verða í Ólafs-
fírði um helgina og fara með
heimamönnum yfír allar hliðar
hugsanlegrar sameiningar
Hraðfrystihúss Magnúsar
Gamalíelssonar hf. og Hrað-
frystihúss Ólafsfjarðar hf. Eins
og Dagur hefur greint frá er
málið aftur komið til skoðunar
af þeirri nefnd heimamanna
sem unnið hefur að þessu máli,
eftir að stjórn Atvinnutrygg-
ingarsjóðs ákvað að fresta
afgreiðslu sameiginlegrar
umsóknar frystihúsanna að
fenginni neikvæðri umsögn
samstarfsnefndar hlutaðeig-
andi banka og sjóða.
Gunnar Hilmarsson, formaður
stj órnar Atvinnutryggingarsjóðs,
ítrekar að þegar fyrir liggi jákvæð
umsögn samstarfsnefndarinnar
um tillögur heimamanna um
hvernig staðið verði að samein-
ingu frystihúsanna, muni ekki
standa á stjórn sjóðsins að taka
afstöðu til sameiginlegrar
umsóknar frystihúsanna.
Samkvæmt upplýsingum Dags
eru enn ýmsir lausir endar í þessu
dæmi sem lúta fyrst og fremst að
skuldastöðu hugsanlegs nýs frysti-
húss. Pað sem lýtur að eignamati,
verður eftir því sem næst verður
komist, auðveldara að leysa.
Bjarni Kr. Grímsson, bæjar-
stjóri í Olafsfirði, segist fastlega
gera ráð fyrir að tillögur rekstrar-
ráðgjafans reykvíska um samein-
ingardæmið liggi fyrir um eða eft-
ir helgina. „Að þeim fengnum
ætti að fást botn í þetta mál, ann-
aðhvort af eða á,“ segir Bjarni.
óþh
Amtsbókasafnið á Akureyri:
Hönnun nýbyggingar vart
lokið fyrr en á næsta ári
Á síðastliðnu sumri voru birt
úrslit í samkeppni um stækkun
Amtsbókasafnsins á Akureyri
og er verðlaunatillagan til sýnis
á safninu. Líkanið sýnir glæsi-
lega byggingu sem tengist eldri
byggingunni, en mörgum leik-
ur forvitni á að vita hvenær
Mikill samdráttur
í sölu nýrra bfla
- umboðsmenn búast almennt við
tvenn „góðæri“
mögru ári eftir
Treglega hefur gengið að selja
nýja bíla fyrstu vikur ársins.
Bifreiðaumboðsmenn á Akur-
eyri eru sammála um að fólk
hafí almennt lítið fé handa á
milli. Undanfarin ár hafa selst
14 til 19 þúsund nýir bílar á ári
en ýmsir telja að á þessu ári
seljist mun minna, jafnvel ekki
nema 4-5 þúsund nýir bílar.
Sigurður Valdimarsson, sem er
með umboð fyrir Nissan og
Subaru á Akureyri, sagði að
algengt væri í dag að fólk borgaði
25% af verði nýrra bíla á borðið
en afganginn á 30 mánuðum. Þá
væri mikið um að notaðir bílar
væru teknir upp í nýja en tölu-
verð afföll eru af verði þeirra.
„Það eru alltof miklar sveiflur
milli ára og fólk hefur ekki mikið
traust á peningamarkaðinum.
Samt er áhuginn mikill,“ sagði
Sigurður.
„Það kom góður kippur í söl-
una í desember en þetta hefur
dottið töluvert niður síðan. Samt
eru menn alltaf að spá í nýja bíla
en þeir velta hlutunum meira fyr-
ir sér nú en áður,“ sagði Oddur
Óskarsson, sölumaður nýrra bíla
hjá bílasölu Höldurs hf.; umboðs
fyrir Mitsubishi, Fiat, Audi,
Land Rover o.fl. Oddur sagði að
menn gætu ekki búist við öðru en
samdrætti í bílasölu fyrstu mán-
uðina eftir tvö metár í röð. Hann
taldi að jafnvægi kæmist á söluna
síðari hluta ársins. „Menn eiga
von á gengisfellingu,“ sagði
hann.
„Ég er ekki trúaður á að þessi
árstími gefi rétta mynd af ástand-
inu. Það er reynsla mín að fólk
fari af stað þegar það er búið að
skila skattframtalinu,“ sagði
Magnús Jónsson hjá Þórshamri
hf., en þeir eru með umboð fyrir
Volvo, Honda o.fl. bílategundir.
Magnús sagði að mánuðirnir des-
ember til febrúar væru alltaf
daufir í bílasölu en óneitanlega
væri þó dekkra yfir markaðnum
nú en oft áður, t.d. vegna hækk-
aðra skatta, tolla og annarra bif-
reiðagjalda.
„Það verður ekki mikið að
gera í nýjum bílum á næstunni,“
sagði Þorsteinn Ingólfsson hjá
Stórholti. Toyotaumboðinu á
Akureyri. Þorsteinn minnti á að
sveiflur sem þessar hefðu oft
komið áður, t.d. var mikil sala í
nýjum bílum 1984 en datt niður
1985. Það sama gerðist 1974, sem
var metár, en salan snarminnkaði
1975. „Ég hef trú á að 1 til 2 ára
bílar verði eftirsóttir síðar á
árinu,“ sagði Þorsteinn. EHB
verðlaunatillögu Guðmundar
Jónssonar arkitekts verður
hrint í framkvæmd.
Lárus Zophoníasson bóka-
vörður, sem jafnframt var ritari
og faglegur ráðgjafi dómnefndar,.
sagði að á þessu ári yrði áfram
unnið að hönnun nýbyggingar-
innar og jafnvel fram á næsta ár.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar
liggur að vísu ekki fyrir en Ijóst
er að ekki verður ráðist í fram-
kvæmdir næstu misserin.
„Það má segja að þetta gangi
allt eðlilega fyrir sig, í beinu
framhaldi af samkeppninni.
Hönnun er í fullum gangi og arki-
tektinn hefur komið hingað og
haldið fundi með framkvæmda-
nefndinni og fleirum,“ sagði
Lárus, en nefndina skipa þau
Gunnar Ragnars, Ágúst G. Berg
og Sigríður Stefánsdóttir.
Amtsbókasafnið, sem jafn-
framt hýsir Héraðsskjalasafn
Akureyrarbæjar og Eyjafjarðar-
sýslu, býr við þröngan húsakost
og sífellt bætast við bækur og
skjöl sem safninu ber að varð-
veita. Amtsbókasafnið er prent-
skilasafn og þangað berst allt efni
sem prentað er eða fjölfaldað hér
á landi, eða erlendis fyrir
íslenska útgefendur. í nýbygging-
unni er auk rýmis fyrir Amts-
bókasafnið og Héraðsskjalasafn-
ið gert ráð fyrir sérstakri lista-
deild með myndlistarsal og fjöl-
nýtisal. SS
Stórutsala
í nokkra daga
Ótrúlegur afsláitur
'wVerslunin
faúnog
tlann
Sunnuhlíð 12, sími 22484
Opið á laugardögum
frá kl. 10.00
til 16.00.
Ji
‘iíiÉ
HOTEL KEA
Þorramatur
Þorramatur af Itlaðborði
alla daga út Þorra
Súlnaberg - Hótel KEA
Dansleikur
laugardagskvöld
Hin frábær hljómsveif
Ingimars Eydal
leikur fyrir dansi
Borðapantanir í síma 22200
Önnumst öll verðbréfaviðskipti og veitum
hvers konar ráðgjöf á sviði fjármála
Tegund bréfs Vextir umfram verðtryggingu
Einingabréf 1,2 og 3 10,0-13,0%
Bréf stærri fyrirtækja 10,5-11,5%
Bréf banka og sparisjóða 8,5- 9,0%
Spariskírteini ríkissjóðs ... 7,0- 8,0%
Skammtímabréf 7,0- 8,0%
Hlutabréf ?
Gengi Einingabréfa
27. janúar 1989.
Einingabréf 1 . ... 3.494,-
Einingabréf 2 . ... 1.965,-
Einingabreí 3 . ... 2.276,-
Lífeyrisbréf .... ... 1.756.-
Skammtímabréf .. 1,215
MAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700
Verbbréf er eign
sem ber arb