Dagur - 23.02.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 23.02.1989, Blaðsíða 1
Súlan og Örn landa 1500 tonnum í Krossanesi í dag: Má segja að sé stöðugt fyllerí á loðnwniðunum - segir Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA-300 „Það má segja að sé stöðugt fyllerí á loðnumiðunum þessa dagana,“ sagði Bjarni Bjarna- son, skipstjóri á Súlunni EA- 300, þegar Dagur náði tali af honum í gær á landstíminu út af Arnarfírði, en undanfarna daga hefur verið mokafli á loðnumiðunum við Yestmanna- eyjar. Súlan landar 800 tonn- um í dag í Krossanesi og Örn KE-13 700 tonnum. Bjarni sagði loðnuflotann hafa allan verið við Vestmannaeyjar en nýrrar loðnugöngu hafi orðið vart austur í Meðallandsbugt og nokkrir bátar farið þangað. Með- al annars kastaði Guðmundur Ólafur ÓF-91 þar og náði 590 tonnum af ágætri loðnu, sem hann landaði í gær á Bolungar- vík. Samkvæmt upplýsingum loðnunefndar er þetta fyrsta loðnan sem landað er á Vest- fjarðahöfnum í langan tíma. Þá hafði Þórður Jónasson EA-350 fengið um 650 tonn af loðnu og var á leið til löndunar fyrir aust- an, líklega á Seyðisfirði. Að sögn Bjarna lögðu þeir af stað af miðunum um kl. 17 í fyrradag og áætla að koma til Krossaness 42-43 klukkustundum síðar. „Já, það er óhætt að segja að sé langt að færa björgina," segir Bjarni. Eins og stendur er jafnlöng sigling af loðnumiðun- um til löndunar í Krossanesi hvort sem farið er austur eða vestur fyrir land. Súlumenn ákváðu að sigla vestur fyrir vegna slæmrar veðurspár fyrir hafsvæð- ið út af Austfjörðum. „Svo er ágætt að breyta til og hafa annað landslag en venjulega fyrir aug- unum. Hér er fagurt í góðu veðri,“ segir Bjarni. óþh ! V1' ’ , ,i Fjallhrcssir skipverjar á Kristjáni EA-178 að gera klárt fyrir netavertíðina. Næsta skref er að leggjast á bæn og biðja veðurguði og aðrar tilheyrandi guði um að gíra veðurhæðina niður um nokkur vindstig þannig að mönnum gefist færi á að athafna sig við að ná þeim gula. Mynd: TLV Sauðárkrókur: 20 umsóknir um 2 íbúðir - í verkamanna- bústaðakerfmu Fyrir skömmu voru auglýstar tvær vcrkamannaíbúðir í blokk á Sauðárkróki, önnur er 3ja herberja og hin 2ja. Alls bár- ust 20 umsóknir til stjórnar verkamannabústaða og hefur hún tekið ákvörðun um hverjir fá þessar íbúðir. Af þessum fjölda umsókna sannast enn og aftur hve mikil eftirspurn er á Sauðárkróki eftir húsnæði. Athygli vekur aö meðal þess- ara 20 umsækjenda eru 15 konur, en ekki verður farið út í að reka ástæðurnar fyrir því. íbúðirnar sem þarna var úthlutað voru við Víðigrund 28. Einnig samþykkti stjórn verkamannabústaða að gefa einum af 20 umsækjendanna kost á að fá úthlutað verka- mannaíbúð að Víðigrund 26. -bjb Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um varaflugvöll á Akureyri: Flugvöllurinn verði betur búinn tU að þjóna miililandaflugi - kostnaðarsamasti liðurinn er sólarhringsvakt á vellinum Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, hefur sent Pétri Einarssyni, llugmála- stjóra, bréf þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að Akureyr- arflugvöllur verði betur útbú- inn til að þjóna millilandaflugi eins og flugráð hafði lagt til. Flugmálastjóri segir að þessi ákvörðun þýði ekki neinar mciriháftar framkvæmdir á flugvellinum, aðallega sé um að ræða kaup á tækjum og breytingar á flugumferðar- þjónustu. Til að flugvöllurinn geti þjónað millilandaflugi betur en nú er þarf að kaupa fullkomnari tæki til snjómoksturs og bæta slökkvi- búnaðinn. Pétur Einarsson segir að með tilkomu nýrrar slökkvi- bifreiðar, sem væntanleg er á Akureyrarflugvöll innan tíðar, verði skilyrði fyrir slökkvibúnaði nær uppfyllt. Nýr snjósópur er einnig væntanlegur sem gjör- breytir snjómokstursmálunum. Að þessum búnaði fengnum get- ur Akureyrarflugvöllur betur tekið á móti stórum þotum, svip- uðum Boeing 727. „Það sem við þurfum fyrst og fremst að athuga er hvernig það dæmi verður leyst að hafa vaktir á flugvellinum allan sólarhringinn. Ef lögð verður á það mikil áhersla að hafa sólarhrings vakt þá er um að ræða mikið kostnað- aratriði. Þetta er atriði sem sér- staklega þarf að skoða, önnur atriði eru minniháttar,“ segir Pét- ur og bætir við að þessi atriði geti rúmast innan flugmálaáætlunar og ekki þurfi að koma til auka- fjárveitingar vegna þessarar stað- festingar stjórnvalda. Pétur segir þegar í gangi athug- un á ýmsum atriðum varðandi vaktir á flugvellinum, t.d. að samnýta mannskap og slökkvi- stöð með Akureyrarbæ. „En núna er stærsta málið hvernig við leysum flugumferðarþjónustuna. Það er krafa vegna innanlands- flugsins að byrjað verði fyrr á morgnana og við erum að skoða þessi mál,“ segir Pétur. JÓH ,ilíka eftirsótt skottnark og kijla\íkur\i)llur" Hlíðarfjall: Ráðinn gæslnmaður við banntogbraut - segir oddviti Aðaldælahrepps um hugsanlegan herflugvöll í Aðaldal Einhvern næstu daga verður unnt að opna að nýju þá tog- braut í Hlíðarfjalli sem Vinnu- eftirlit ríkisins fyrirskipaði lok- un á vegna ónógs öryggis. Til að fullnægja öryggiskröfum þarf að vera stöðug gæsla við brautina og því er gert ráð fyrir að koma upp aðstöðu fyrir gæslumann við neðri enda hennar. íþróttaráð Akureyrarbæjar fjallaði um þetta mál á fundi sín- um í gær og lagði til að ráðinn yrði gæslumaður við togbrautina í samræmi við fyrirmæli Vinnu- eftirlits ríkisins. Málið fer fyrir fund bæjarráðs, sem að öllum líkindum staðfestir ráðningu gæslumanns. Að sögn Páls Stefánssonar, sem sæti á í íþróttaráði, er litið á þessar ráðstafanir sem bráða- birgðalausn til vors. Hann segir að vonir standi til að fjármunir fáist til nýrrar og betri skíðalyftu í stað nefndrar togbrautar fyrir næsta vetur. Sigmundur Magnússon, um- dæmiseftirlitsmaður Vinnueftir- litsins, tók í gær út togbraut á Húsavík, sem einnig var lokað í framhaldi dauðaslyssins í Garða- bæ fyrir skemmstu. Sigmundur sagði í samtali við Dag að búið væri að fullnægja öllum öryggis- kröfum við lyftuna og byrja því hjól hennar að snúast aftur í dag. Ekki hafa verið gerðar ráðstaf- anir til að lagfæra þrjár aðrar banntogbrautir á Norðurlandi eystra, í Mývatnssveit, Ólafsfirði og á Grenivík. Helga Haralds- syni, hjá Vinnueftirliti ríkisins á Akureyri, er ekki kunnugt um hvort og þá hvenær þær verði opnaðar. Helgi ítrekar að ekki sé heimilt að opna togbrautirnar fyrr en gerðar hafa verið á þeim nauðsynlegar úrbætur og að full- trúi Vinnueftirlitsins hafi tekið þær út og gefið skriflegt vottorð um að notkun sé heimil. óþh „Fólk hér hefði Hklega ekkert á móti varaflugvelli fyrir milli- landaflug sem byggður væri af Islendingum, þegar þeir hefðu möguleika til, og gilti sem neyðarflugvöllur fyrir allar flugvélar, hvort sem þær heita herflugvélar eða annað, þó það vilji ekki völl sem þjónaði beinlínis sem herflugvöllur,“ sagði Dagur Jóhannesson oddviti í Aðaldal. Blaðamaður spurði hann um almennt álit Aðaldælinga á flugvallarmál- inu, í framhaldi af ályktun stjórnar Landeigendafélagsins sem birtist í Degi í fyrradag. „Ég held að meirihluti Aðal- dælinga sé ábyggilega andsnúinn því að þarna sé völlur sem sé rek- inn sem herflugvöllur. Það er álit manna að þetta geti aldrei orðið annað en herflugvöllur ef hann verður byggður algjörlega fyrir fé frá NATO. Þá yrði hann notaður meira og minna sem æfingavöllur og yrði með föstu starfsliði, olíu- birgðastöð og öllu sem hervelli fylgir. Þá yrði ekki hægt að líta á völlinn sem annað en hernaðar- mannvirki, álíka eftirsótt sem skotmark og Keflavíkurvöllur,“ sagði Dagur. Blaðið ræddi við talsvert marga um flugvallarmálið en ekki voru allir tilbúnir að tjá sig um það fyrr en nánari vitneskja lægi fyrir, m.a. um í hverju for- könnunin fælist. Nánar er sagt frá skoðunum manna á flugvallar- málinu á bls. 3. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.