Dagur - 23.02.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 23.02.1989, Blaðsíða 11
íþróffir 23. febrúar 1989 - DAGUR - 11 fl- Flugleiðadeildin í körfu: Tindastóll auðveld bráð fyrir Keflvíkinga 96:83 Hann var lítt fyrir augað, leik- ur Tindastóls og Keflvíkinga í Flugleiðadeildinni sl. þriðju- dagskvöld. Leikurinn fór fram í íþróttahúsi Sauðárkróks fyrir framan óvenju fáum og dauf- um áhorfendum, enda ekki nema von. Tindastóll tapaði leiknum nokkuð örugglega, skoraði 83 stig á móti 96 stig- um gestanna. I hálfleik hafði ÍBK 8 stiga forskot, 53:45. Keflvíkingar byrjuðu á að skora fimm fyrstu stig leiksins en fljótlega náði Tindastóll að jafna og komast yfir. Sú forysta stóð ekki lengi, því þegar 7 mínútur ’voru liðnar af leiknum tók að draga í sundur með liðunum. Keflvíkingar voru staðráðnir í að falla ekki í sömu gryfju og í fyrri leik liðanna á Króknum, þegar Tindastóll vann auðveldlega með 9 stigum. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 27:17, ÍBK í vil. Gestirnir virtust hafa öll tögl og hagldir á leiknum og leikmenn Tindastóls virtust ekki vera með á nótunum. Þegar líða tók á fyrri hálfleik fór aðeins að lifna yfir heimamönnum og þegar tvær mínútur voru eftir var mun- urinn kominn niður í fimm stig, 46:41. En það dugði ekki, Kefl- víkingar voru mjög sprækir, með Guðjón Skúlason fremstan í flokki, sem hitti úr 3ja stiga körf- um þegar honum datt í hug. Þeg- ar blásið var til leikhlés var stað- an 53:45 fyrir ÍBK. Það lifnaði heldur betur yfir leikmönnum Tindastóls í upphafi seinni hálfleiks, gerðu 6 stig í röð án þess að ÍBK tækist að svara fyrir sig. Þegar 4 mínútur voru liðnar hafði Tindstóli tekist að komast yfir, 58:57. Næstu mínút- ur var jafnt á tölum en þegar seinni hálfleikur var hálfnaður fóru Keflvíkingar í gang á ný. Hver 3ja stiga karfan á fætur ann- arri kom hjá ÍBK, aðallega hjá Guðjóni og þegar 5 mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 85:70, gestunum í hag. Það virtist allur vindur úr heima- mönnum og gekk erfiðlega að minnka þennan mun. Þegar upp var staðið var 13 stiga sigur Kefl- víkinga staðreynd, 96:83. Lið Tindastóls var ekki svipur hjá sjón miðað við undangengna leiki liðsins, kannski eru leik- menn orðnir eitthvað þreyttir eða leiðir á öllum þessum leikjum. Það var hins vegar enga þreytu að sjá á Sverri Sverrissyni, sem var bestur á meðal sinni manna. Þá átti Ágúst Kárason einn sinn besta leik í vetur. Aðrir leikmenn voru all nokkuð frá sínu besta. Guðjón Skúlason átti stórleik hjá ÍBK og var, öðrum fremur, maðurinn á bak við sigur Kefl- víkinga. Að öllu ööru leyti var þessi leikur ekkert „augnakon- fekt“, í raun má segja að þetta hafi verið „augnasúrmatur“. Stig Tindastóls: Eyjólfur Svcrrisson 21, Sverrir Sverrisson 17, Valur Ingi- mundarson 17, Haraldur Leifsson 14, Ágúst Kárason 8 og Kári Marísson 6. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 38, Jón Kr. Gíslason 22, Sigurður Ingimundar- son 16, Axel Nikulásson 10, Falur Harð- arson 8 og Albert Óskarsson og Nökkvi Jónsson 1 stig livor. Dómarar voru Bergur Steingrímsson og Indriði Jósafatsson og vart er luegt að gefa þeim hæstu einkunn fyrir þennan Valur Ingimundarson og félagar voru nokkuð frá sínu besta gegn IBK. KA- og Þórsmót í HlíðarQalli: KA flögur gull en Þór þrjú - á vel heppnuðu skíðamóti Skíöaráð Akureyrar stóð fyrir KA og Þórsmóti unglinga á skíðum í Hlíðarfjalli um helg- ina. Ágæt þátttaka var í mótinu og veður eins og best verður á kosið. Karfa: Konráð úr leik - slasaðist á fingri Konráð Óskarsson körfuknatt- leiksmaður úr Þór varð fyrir því óhappi í vinnu að skera sig illa á fíngri. Skurðurinn var það djúpur að Konráð verður frá keppni það sem eftir er keppnistímabilsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Þórsliðið, sem berst fyrir áfram- haldandi sæti í Flugleiðadeild- inni, en Konráð hefur verið leik- stjórnandi liðsins og jafnbesti maður Þórsara í vetur. Konráð Óskarsson úr leik það sem eftir er vetrar. KA-mótið var stærra í sniðum og var keppt í svigi í flokki pilta 13-14 ára, 15-16 ára og flokki fullorðinna. Hjá stelpunum var keppt í flokki 13-14 ára og 15-16 ára. í flokki 13-14 ára sigraði Eva Jónasdóttir Þór hjá stelpunum og Arnar Friðriksson Þór hjá strák- unum. í flokki 15-16 ára sigraði Sigurður Ólason KA og María Magnúsdóttir KA. í karlaflokki sigraði Jóhannes Baldursson KA. Á Þórsmótinu var keppt í stór- svigi í flokki 13-14 ára. Hjá stúlk- unum sigraði Sísý Malmquist Þór og hjá strákunum Magnús Magn- ússon KA. En lítum þá á efstu menn í hverjunm flokki fyrir sig: Leikur íslands og Hollands í B-Heimsmeistarakeppninni verð- ur sýndur beint í sjónvarpinu í dag kl. 17.00. Viðureignin er mjög mikilvæg og verða Islendingar að sigra í leiknum til þess að gulltryggja sig í A- keppnina í Tékkóslóvakíu að ári. Undirritaður var full fljótur á sér á forsíðu blaðsins í gær að segja að við værum búnir að tryggja okkur í úrslitin. Ástæðan var sú að eftir að hafa horft á hinn spennandi leik gegn Sviss var greinin rituð í flýti í mikilli gleði- vímu. En við skulum vona að íslendingar standi sig gegn Hol- lendingum og sigri í leiknum. Ef íslendingar sigra stórt í leiknum eiga þeir möguleika á að KA-mót í svigi Stúlkur 13-14 ára: 1. Eva Jónasdóttir Þór 1:36.05 2. Sísý Malmquist Þór 1:36.26 3. Ásta Baldursdóttir KA 1:36.46 Piltar 13-14 ára: 1. Arnar Friðriksson Þór 1:34.24 2. Magnús Magnússon KA 1:34.36 3. Sverrir Rúnarsson Þór 1:34.94 Stúlkur 15-16 ára: 1. María Magnúsdóttir KA 1:23.17 2. Mundína Kristinsd. KA 1:27.11 3. Lind Björk Pálsd. KA 1:29.53 Piltar 15-16 ára: 1. Sigurður Ólason KA 1:18.33 2. Gunnl. Magnússon KA 1:18.59 3. Magnús H. Karlsson KA 1:20.11 leika um 1. sætið, það fer þó eftir því hvernig leikur Svisslendinga og Rúmena fer. Ef svo slysalega vildi til að við töpuðum leiknum gæti A-sætið rokið út í veður og vind. Aðalfundur KA verður hald- inn í KA-heimilinu við Dal- braut annað kvöld, föstudag, og hefst hann klukkan 20.30. Segja má að dagskrá fundarins sé óvenju spennandi að þessu sinni og því vert að hvetja félaga til að mæta. Karlar: 1. JóhannesBaldursson KA 1:14.89 2. Rúnar I. Kristjánss. KA 1:16.56 Þórsmót í stórsvigi Stúlkur 13-14 ára: 1. Sísý Malmquist Þór 2:14.79 2. Eva Jónasdóttir Þór 2:16.32 3. Ásta Baldursdóttir KA 2:16.89 Piltar 13-14 ára: 1. Magnús Magnússon KA 2:11.83 2. Sverrir Rúnarsson Þór 2:12.56 3. Björn Þ. Guðm. Þór 2:15.63 Sverrir Rúnarsson varð ■ 2. sæti í tlokki 13-14 ára. Af dagskrárefnum fundarins skal fyrst nefna venjuleg aðal- fundarstörf þar sem m.a. fer fram kjör formanns og stjórnar. Tals- verðar breytingar verða á stjórn, þar sem Guðmundur Heiðreks- son formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs og auk þess gefa tveir meðstjórnendur ekki Karfa: Þór og ÍBK í kvöld - kl. 19.30 Þór og ÍBK leika í Flugleiöa- deildinni í körfuknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19.30. Þetta er leikur sem átti að fara fram fyrir nokkru en var frestað vegna veöurs. Þórsarar stóðu sig vel í síðast leik gegn Grindvíkingum og vantaði einungis herslumuninn að þeir rauðklæddu myndu ná að vinna sinn annan leik í vetur. En liðið hefur orðið fyrir ntikilli blóðtöku því Konráð Óskarsson jafnbesti leikmaður liðsins í vetur varð fyrir því óhappi að skera sig inn aðt beini á föstudaginn. Það má hins vegar ekki afskrifa Þórs- liöið því maður kemur í ntanns stað. Keflvíkurliöiö er sterkt og vann öruggan sigur á Tinda- stóli í fyrradag. Liöið rak bandarískan þjálfara sinn og upp úr því var eitthvert los á leikmönnum. En það hefur tekist að lægja þær öldur og þeir mæta með sitt sterkasta lið til Akureyrar í dag. Þess ntá geta að næsti heimaleikur Þórsara er á mánu- dagskvöldið gegn KR-ingum og verður þá leikið í Skemm- unni kl. 20.30. Þá er vert fyrir alla körfuknattleiksáhuga- menn að rifja upp göntlu góðu Skemmustemmninguna. kost á sér til áframhaldandi setu í aðalstjórn. Þá hefur laganefnd lokið störf- um og verða ný lög félagsins lögð fram til afgreiðslu á fundinum. Að fundi loknum er gert ráð fyrir að gestir staldri við og eigi saman ánægjulega stund í notalegri kaffi- teríu hússins. VG B-keppnin: ísland og Holland - leikurinn sýndur beint kl. 17.00 Aðalfundur KA annað kvöld - nýr formaður kjörinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.