Dagur - 23.02.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 23.02.1989, Blaðsíða 5
23. febrúar 1989 - DAGUR - 5 Sauðárkrókur: Tílraunaholan á Borgar- sandi oUi vonbrigðinn - upp kom „glundur“ í stað jarðsjós Fyrir skömmu lagði Þórólfur Hafstað jarðfræðingur fram skýrslu fyrir Veitustjórn Sauð- árkróks um tilraunaborunina sem gerð var á Borgarsandi í haust fyrir Hitaveitu Sauðár- króks. Borunin átti að leiða í Ijós hvort sjótaka fyrir fiskeldi væri fýsileg á þessum slóðum, en sem kunnugt er hefur fisk- eldisfyrirtækið Fornós hf. á Sauðárkróki sýnt áhuga á að koma þarna upp framtíðarsvæði fyrir starfsemi sína. En niður- staða úr boruninni var langt frá því sem menn höfðu vonað. í stað hreins og tærs jarðsjós kom heldur óhreinn og gruggug- ur vökvi upp, eða „glundur" eins og Þórólfur komst að orði í skýrslunni um vökvann. Prátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að sía gruggið frá vökvanum, eða eins og segir m.a. í skýrslunni: „Hvað sem því líður er ljóst að í vatninu er töluvert af óhreinind- um sem illmögulegt er að losna við, bæði upplýst og sem grugg.“ Svo mörg voru þau orð, en hvað segja Fornósmenn um þessa niðurstöðu? „Ég hef svo sem lítið um hana að segja, þessi hola var ekkert á okkar vegum. Við vorum löngu búnir að sjá það að það sem upp úr þessari holu kæmi, gæti aldrei orðið okkur að neinu gagni. Holan gefur okkur sáralitl- ar vísbendingar um það sem kannski getur verið þarna, hún er í fyrsta lagi boruð allt of innar- lega í landinu miðað við það sent við höfðum gert sjálfir,“ sagði Jóhann Svavarsson, einn af Forn- ósmönnum, í samtali við Dag. Jóhann sagði að þeir ættu alveg eftir að taka afstöðu til málsins, hvort þeir fara út í að bora sjálfir á svæðinu, eða hvað, en ákvörð- un verður tekin fljótlega um það hvað verður gert. „Við eigum ýmsa kosti sem við getum prófað, en ég held að það fáist engin niðurstaða úr rann- Frá tilraunabomninni á Borgarsandi sl. haust. Komið hcfur í Ijós að vökvinn sem þarna slettist í allar áttir er óhreinn ineð afbrigðum, eða hálfgert „glundur", eins og Þórólfur Hafstað jarðfræðingur komst að orði, en hann vann skýrslu fyrir Hitaveitu Sauðárkróks um niðurstöður borunarinnar. sóknum á Borgarsandi nema að bora góða vinnsluholu fram í sjó. Það yrði auðvitað kostnaðar- samt, en það er það sem myndi gefa raunverulega vísbendingu um það hvað er þarna undir,“ sagði Jóhann. Mynd: -bjb Fornós hf. hefur undir hönd- unurn leigusamning til 50 ára á Borgarsandi, sem geröur var við landeigendur Sjávarborgar, og sagði Jóhann að leitað yrði allra leiða til að ná upp sjó á þessari spildu. -bjb má líkja þingmönnum og ráð- herrum við máttlausa þræla og ambáttir fjölmiðlaskrímslisins, sem notar skoðanakannanir sem svipu á þennan lýð sinn. Hvað er til ráða? Það er mín skoðun, að fjöl- miðlar hafi með framferði sínu fyrirgert rétti sínum, til þess að hafa frjálsan aðgang að alþingis- húsinu og fundum Alþingis. Fjölmiðlaskrímslinu verði ein- faldlega bannaður aðgangur. Undantekningu er hægt að gera við eldhúsdagsumræður, en ann- að ekki. Með þessu móti, fá rétt- kjörnir fulltrúar þjóðarinnar loksins þann vinnufrið sem nauð- synlegur er hverjum vinnandi manni. Þá fyrst gefst þeim tími til að vinna fyrir okkur, að okkar málum, en ekki vera trúðar ein- hverra sjónvarpskrumma og ann- arra fjölmiðlahræfugla. Kæru þingfriðungar! Það ástand sem nú ríkir í íslenskum þjóðmálum er engum öðrum um að kenna en okkur sjálfum. Við höfum látið glepjast af skrumskældri þjóðarímynd sem örfáir fjölmiðlabísar setja á svið með þátttöku okkar einlægu og trúgjörnu þingmanna. Því skora ég á alla, jafnt stjórnmálamenn sem almenna borgara sem hafa þurrkað glýjuna úr augunum, að taka nú höndum saman og berjast fyrir friðun þeirra sem sitja og standa á Alþingi. Með baráttukveðjum. Ýtustjórinn. Kartöflubændur Mjög gott verð! Eigum til afgreiðslu strax, nýja 25 kg kartöflupoka með fyrirbandi. Pantið strax, takmarkaðar birgðir. Samval hf., Hamraborg 7, 200 Kópavogur, sími 91-42257. FELAG MALMIÐNAÐARMANNA AKUREYRI Fundarboð Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna Akureyri verður haidinn laugardaginn 25. febrúar 1989 kl. 13.00 í Alþýðuhúsinu, Akureyri. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórnin. . ____i SUNN3K Bændur, bifreiðaeigendur, verktakar og útgerðarmenn Eigum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir SONNAK rafgeyma. * HLEÐSLA - VIÐGERÐIR - ÍSETNING Gúmmíviðgerð Óseyri 2. Símar 21400 og 23084. Slírifstofiitæknir ■ Nú er tækifærið til að mcnnta sig íyrir allt cr lýtnr að skri fstofústörfu m. Sérstök áhersla er lögð á notkitn PC-tölva. Námið tekur þijá mánuði. Náinskeið þcssi og þá er liyggja á skriístof'uvimm. í núiniuu éru kenndur m.a. eíilrfarandi grelnar: Almenn tölvufreeði, stýrikerfl, tÖlvusamskipti, rlt- vinnsla, gagnagrunnur, töflureikuar og áætlunar- gerð, töhnbókliald, toll- og verðútreikningar, almenn skrjtítetofutælcni, grunnatriði við stjónnm, utfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og liðskiptacnska. Ncmendur útskrifast sem SKRlFSTOITriÆKNAJi og gcta að námi loknu tekiö að scr rckstur tölva við minni fynrtæki. Á skrifsfofu Tölmfræðslunnar er liægt uð fá bæk- ámið, bæklinguriim er enuiremur sendur í þeirra sem þess óska. Innritnn og nánari upplvsingar veittar í sínta 96-27899. Glcrárgötu 34 • Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.