Dagur - 07.03.1989, Qupperneq 1
72. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 7. mars 1989
46. tölublað
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sfmi 23599^
Bjórveisla unglinga á Akureyri:
Dynheimiun lokað vegna óspekta
drukkinna unglinga fyrir utan
- ráðist inn um dyr sem glugga og lögregla kölluð til
Gríðarleg ölvun var í kringum
Dynheima sl. föstudagskvöld
og óspektir það miklar að lög-
reglan var kölluð á vettvang og
ballinu slitið klukkan hálf eitt.
Uppselt var á dansleikinn um
miðnætti en engin læti í þeim
200 krökkum sem voru inni í
Dynheimum, enda reynt að
koma í veg fyrir að ölvaðir
unglingar kæmust inn. Hins
vegar var þeim mun meira um
óspektir fyrir utan húsið og
reyndu unglingarnir að komast
inn með öllum ráðum.
„Það var ráðist inn um glugga,
hurðir og hvar sem að var
komist. Við höfðum hreinlega
ekki stjórn á þessu en að vísu
vorum við ekki nema 8 að vinna.
Sjálfboðaliðar höfðu beðið um
frí þetta kvöld. Við fengum lög-
regluna í lið með okkur og hún
keyrði fullt af krökkum heim eða
f burtu, en það dugði ekki til,“
sagði Steindór G. Steindórsson,
forstöðumaður Dynheima.
Greinilegt var á öllu að ungl-
ingarnir ætluðu, líkt og fullorðna
fólkið, að halda upp á komu
bjórsins og strax upp úr kl. 10 á
föstudagskvöldið voru þeir mætt-
ir í Miðbæinn og kringum Dyn-
heima með heilu kippurnar af
bjór. Þetta vekur auðvitað upp
þá spurningu hvort það sé auð-
veldara fyrir unglingana að nálg-
ast bjór en annað áfengi og því er
jafnvel haldið fram að foreldr-
Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveit-
cndasambands íslands, sagði
aðspurður á fundi um atvinnu-
mál á Akureyri að hann áliti
bankakerfi landsmanna 50
prósent of stórt miðað við
þarfir landsmanna og atvinnu-
veganna. Með auknum hluta-
fjárkaupum almennings í fyrir-
tækjuin mætti lækka tjármagns-
kostnað í þjóðfélaginu.
Þórarinn var spurður álits á
áhrifum lánskjaravísitölunnar á
atvinnulífið og hann beðinn um
að bera saman atvinnuvegi
landsmanna í dag og á árunum
fyrir 1980.
Hann sagði að á árunum fyrir
1980 hefði sparifé landsmanna
brunnið upp í verðbólgu. Þá
hefði einnig verið mun erfiðara
fyrir atvinnuvegina að verða sér
úti um lánsfé en í dag. Áður
hefðu stjórnmálaleg tengsl spilað
verulega mikið inn í möguleika
atvinnufyrirtækja til að afla
lánsfjár en nú á tímum væri slíkt
ekki eins áberandi. Þórarinn
sagðist vera fylgjandi verðtrygg-
ingu án þess þó að slíkt fyrir-
komulag þyrfti að gilda um aldur
arnir hafi gefið börnum sínum
bjórdósir.
Steindór sagði að undanfarinn
einn og hálfan mánuð hefði tekist
að halda ölvun niðri í kringum
Dynheima en vaxandi spennu
hefði gætt sem braust síðan út
með þessum hætti á föstudags-
kvöldið. Hann sagði að um leið
og eilífð. Hann tók fram að engin
merki þess væru sjáanleg í dag að
hægt væri að afnema lánskjara-
vísitöluna. Forsendur þess væru
ekki fyrir hendi nú.
Þórarinn var spurður álits á
verðtryggingu kaupmáttar launa
og hvort honum þætti ekki sann-
gjarnt að verðmæti vinnunnar
væri tryggt eins og lána. Viður-
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
hefur sótt um að fá að smíða
nýjan togara í staðinn fyrir Sól-
bak EA, en það skip er orðið
21 árs gamalt. Stjórn Fisk-
veiðasjóðs íslands hefur fjallað
um umsókn Útgerðarfélagsins
en frestað afgreiðslu hennar í
bili. Vilhelm Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri, segir að
Sólbakur EA hafi upphaflega
verið keyptur með það í huga
og dansleiknum í Dynheimum
hefði verið slitið hefðu óspektirn-
ar hætt þar fyrir utan, hvert svo
sem unglingarnir hefðu leitað eft-
ir það.
„Ég held að þetta hafi verið
óeðlilegt ástand og ekki það sem
koma skal. Ég vona að hér hafi
bara verið um tilraunaveislu að
kenndi hann að slíkt væri rétt-
lætismál en minnti um leið á að af
slíku hefði alltaf hlotist verð-
bólga.
Þórarinn sagði í samtali við
blaðamann eftir fundinn að hann
viðurkenndi að fólk hefði vissu-
lega haft þann möguleika að
ávaxta sparifé sitt með hluta-
bréfakaupum í fyrirtækjum áður
að láta hann ganga upp í ný-
smíði eftir nokkurn tíma.
Útgerðarfélagið mun hafa sent
inn umsókn til Fiskveiðasjóðs
seint á síðasta ári. Vilhelm vildi
ekki ræða nánar um stærð skips-
ins eða kostnað við smíðina.
Hann sagðist lítið geta spáð í
afgreiðslu umsóknarinnar meðan
ástandið væri eins og það er í
sjávarútveginum í dag. „Menn
tala gjarnan um offjárfestingu í
ræða. Þetta fór yfir strikið hjá
okkur og við leystum það með
því að slíta ballinu, eins og við
höfum gert þegar ekki er lengur
hægt að framfylgja settum regl-
um. Þetta er á engan hátt þeim
að kenna sem voru inni hjá okkur
en við réðum ekki við þá sem
voru úti,“ sagði Steindór. SS
en lagaákvæðin um lánskjaravísi-
töluna tóku gildi. Það væri tví-
mælalaust hentugra fyrir fyrir-
tækin að eiga kost á fjármagni
beint frá fólkinu gegnum hluta-
bréfakaup þar sem slíkt myndi
lækka vextina mikið. Að slíku
kerfi bæri að stefna í framtíðinni
en það væri ennþá mjög vanþró-
að hér á landi. EHB
sjávarútveginum en sjaldan er
minnst á slíkt í sambandi við
verslunina í landinu," sagði
hann.
- En hversu mikilvægt er fyrir
ÚA að endurnýja skipastólinn?
„Það er kannski ekki nauðsyn-
legt í dag en auðvitað kemur að
því að það þarf að endurnýja
þennan flota. Hann eldist og það
fer að koma að því að það þarf að
endurnýja skipin svo ekki komi
Snjórinn kemur við
bæjarsjóð Dalvíkur:
650 þúsund
í snjómokstur
í síðustu viku
- tæpur helmingur
snjómoksturs á
„Qárlögum“ búinn
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um veðurfarið á síðustu
vikum. Vetur konungur hefur
sýnt klærnar svo um munar og
snjór hefur hlaðist endalaust
upp. Snjóþyngslin hafa auðvit-
að haft í för með sér gífurlegan
snjómokstur sem aftur hefur
komið harkalega við buddur
sveitarfélaga.
í síðustu viku einni nam kostn-
aður vegna snjómoksturs á Dal-
vík 650 þúsundum króna. Áður
hafði þar verið mokað fyrir 680
þúsund krónur. Heildarkostnað-
ur vegna snjómoksturs á Dalvík
frá áramótum er því rúmar 1300
þúsund krónur. Þessi tala lætur
nærri að vera helmingur snjó-
mokstursupphæðar í nýlega sam-
þykktri fjárhagsáætlun Dalvíkur-
bæjar. Þar eru áætlaðar 3 millj-
ónir til snjómoksturs.
Að sögn Sveinbjörns Stein-
grímssonar, bæjartæknifræðings
á Dalvík, var ekki unnt að
hreinsa allar götur á Dalvík í síð-
ustu viku, einfaldlega vegna þess
að ekkert pláss er fyrir snjóinn. í
fyrstu umferð var því aðeins gerð
ein „rispa“ á götum í bænum en
síðar verður hann hreinsaður
eins og kostur er. Því er ljóst að í
þessari ófærðarlotu á moksturs-
kostnaður eftir að hækka veru-
lega.
Eins og Dagur greindi frá sl.
föstudag sendu allir bæjarstjórar
á landinu bréf til fjármálaráðu-
neytisins þar sem þess var óskað
að rfkið hætti að innheimta 25%
söluskatt af snjómokstri vinnu-
véla. Ekki tókst í gær að ná tali af
fjármálaráðherra eða aðstoðar-
manni hans til að leita eftir við-
brögðum ráðuneytisins við bréf-
inu en Morgunblaðið hefur það
eftir fjármálaráðherra sl. laugar-
dag að sveitarfélög fái söluskatt
af snjómokstri endurgreiddan og
ákveðið hafi verið að fella hann
alfarið niður. óþh
eitt stökkið í viðbót. Við höfum
mátt búa við stór stökk í endur-
nýjun hér á íslandi, hvort sem
um er að ræða togaraflota, síld-
veiðiflota eða skuttogaraflota.
Flotinn hefur gjarnan verið orð-
inn alltof gamall einn góðan
veðurdag og því þurfum við endi-
lega að komast hjá. Það er erfitt
að endurnýja 3 til 4 togara í einu,
maður þyrfti að geta endurnýjað
einn og einn með nokkurra ára
millibili," sagði Vilhelm. EHB
Þessir hressu skíðamenn létu heldur leiðinlegt veður um helgina ekkert á sig fá og skíðuðu sem ákafast í Hlíðarfjalli.
Eftir glæsta tilburði í svigi var gott að fá sér kakósopa. Mynd: tlv
Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins:
Bankakerfi landsmanna er 50% of stórt
Útgerðarfélag Akureyringa hf.:
Sóttu um nýsmíði til Fiskveiðasjóðs
- vilja endurnýja Sólbak EA