Dagur - 07.03.1989, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 7. mars 1989
Sólberg ÓF-12 beið átekta út af Siglufirði í gær:
Ástæðan var „helvítis
hreyfíng á Ólafsfírðinum“
- Mánabergið bíður við bryggju á Akureyri
„Það er hclvítis hreyfing á
Olafsfirðinum og því verð ég
að bíða átekta hér út af Siglu-
firði,“ sagði Gunnar Reynir
Kristinsson, skipstjóri á Sól-
bergi ÓF-12 frá Ólafsfirði,
þegar Dagur hafði tal af hon-
um í gær en þá var togarinn að
veiðum út af Siglufirði. Ætlun-
in var að leggjast að bryggju í
Ólafsfirði í gær en Gunnar
kvað það ekki mögulegt á
meðan svo mikil hreyfing væri
á firðinum.
Sólbergið hafði fengið um 135
tonn í gær, stærstur hluti aflans
var þorskur og ýsa. Þessi afli
fékkst á Vestfjarðamiðum og
sagði Gunnar Reynir veiði þar
hafa verið góða á meðan gaf en
nú er þar komið vitlaust veður og
togarar hafa því leitað inn á firð-
ina og bíða þar átekta. Sigur-
björgin í Ólafsfirði fór t.d. inn á
Dýrafjörð og beið þess að veður
gengi niður. Hún er væntanleg til
löndunar í Ólafsfirði nk. fimmtu-
dag.
Ólafur Bekkur fór út í gær-
kvöld en liann landaði síðast um
90 tonnum. Þá kom frystitogar-
inn Mánabergið sl. föstudag með
um 200 tonn af frystum flökum
en vegna veðurs gat hann ekki
lagst þar að bryggju. Mánabergið
sigldi því til Akureyrar og fer
væntanlega til Ólafsfjarðar strax
og veður leyfir. óþh
Hið árlega Hængsmót, sem er opið íþróttamót fyrir fatlaða var haldið í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Það
er Lionsklúbhurinn Hængur sem stendur fyrir mótinu, sem nú fór fram í sjöunda sinn. Á myndinni má sjá kepp-
endur úr íþróttafélaginu Eik á Akureyri en þeir stóðu sig vel á mótinu og höfðu því ástæðu til að kætast í mótslok.
Nánar verður sagt frá mótinu í blaðinu á morgun, bæði í máli og myndum. Mynd: kk
Norðausturland:
Tíðindalítið
hjá lögreglu
eftir helgina
Tíðindalítið var hjá lögreglu
á Norðausturlandi eftir
helgina og ekki vitað um
nein alvarleg vandræði eða
óhöpp þrátt fyrir að víðast
var leiðindaveður og slæm
færð á vegum.
Lögreglan á Húsavík sagðist
hafa allt meinhægt og gott að
segja eftir helgina. Enginn
hefur verið tekinn fyrir ölvun
við akstur á Húsavík, eftir að
bjórinn kom, og menn virðast
velja að ganga heim af veit-
ingastöðunum. Lögreglan seg-
ist hafa mjög gott auga með
ökumönnum.
Á Raufarhöfn var leiðind-
aveður og menn lítið á ferð-
inni um helgina. Enginn hefur
verið tekin fyrir ölvun við
akstur síðustu daga og sagðist
lögreglan halda að menn væru
lítið spenntir fyrir bjórnum.
Þrátt fyrir veðrið var haldin
fjölsótt góugleði að Lundi í
Óxarfirði á laugardagskvöld.
Lögreglan á Egilsstöðum
sagði að helgin hefði verið
átakalaus og allt gengið sæmi-
lega. Tveir ökumenn voru
teknir fyrir ölvun við akstur á
fimnt fyrstu dögunum eftir að
bjórinn var leyfður. Ökumað-
ur lítils snjóbíls missti stjórn á
honum vegna bilunar, í bíln-
um, og lenti snjóbíllinn á
lögreglubílnum sem skemrnd-
ist talsvert. IM
Viðbótarsamningar undirritaðir í Moskvu:
Sovétmenn festa kaup á
7-800.000 Álafosstreflum
Síðastliðinn föstudag náðust
viðbótarsamningar um sölu á
ullarvörum frá Álafossi hf. til
Sovétríkjanna. Áður höfðu
náðst nokkuð hagstæðir samn-
ingar um sölu á peysum til
sovésku fyrirtækjanna tveggja,
Razno-export og Sojuzkoopv-
neshtor^ en viðbótarsamning-
urinn tekur til sölu á 7-800 þús-
und treflum.
Aðalsteinn Helgason, aðstoð-
arforstjóri Álafoss hf., segist vera
góðar vonir með samninga við Rosvenshtorg
ánægður með að treflasamningar
séu nú í höfn. Hann segir að
verðið sé að vísu ekki í hærri
kantinum en þó viðunandi. Aðal-
steinn segir að Sovétsamningarn-
ir tryggi nokkuð stöðuga atvinnu
hjá fyrirtækinu út þetta ár.
Heildarviðskipti Álafoss hf. og
Razno og Sojus á þessu ári nema
samtals 8,5 milljónum dollara
eða um 450 milljónum króna.
Razno á þar stærstan hlut eða um
5 milljónir dollara. í íslenskum
krónum hljóðar samningur við
Razno upp á um 260 milljónir
króna. Um er að ræða nálægt 170
þúsund peysur og 600 þúsund
trefla.
Sovéska samvinnusambandið,
Sojus kaupir um 120 þúsund
peysur og á bilinu 100 og 200 þús-
und trefla. Áætlað heildarverð-
mæti samnings við Sojus er 3,5
milljónir dollara eða 180 milljón-
ir króna.
Ekki er öll nótt úti með samn-
inga um frekari sölu ullarvara til
Sojus. Sama má segja um nýjan
sovéskan kaupanda, Rosvensh-
torg. Aðalsteinn Helgason segir
að viðræður við þetta fyrirtæki
hafi til þessa gengið vel og vonir
séu bundnar við að samningar við
það takist fyrr en síðar. Ef þeir
ganga upp er fyrirsjáanlegt aö
fjölga verður starfsfólki hjá Ála-
fossi hf. enn frekar, en eins og
Dagur skýrði frá sl. laugardag er
nú verið að bæta við fólki í 10-15
störf hjá fyrirtækinu. óþh
Húsavík:
Fjölmenni á ráðstefnu um
gróðurvemd og landnýtingu
Ráðstefna um gróðurvernd og
landnýtingu sem haldin var á
Húsavík á laugardag var
fjölsótt. Rúmlega 100 manns
fylgdust með fyrirlestrum á
ráðstefnunni og 50 einstakling-
ar skrifuðu sig á lista sem
félaga í samtökum um gróður-
vernd, landgræðslu og land-
nýtingu. Til stóð að stofna
samtökin strax að lokinni ráð-
stefnunni, en stofnfundinum
Sj ávarútvegsráöuneytið:
Smábátar í veiði-
bann um páskana
- þorskanetaveiðar óheimilar
um hátíðina
Samkvæmt reglugerð sem sjáv-
arútvegsráðuneytið hefur gefið
út verða veiðar smábáta og
veiðar með þorskanetum
bannaðar yfir páskahátíðina.
Samkvæmt reglugeröinni er
bátum, sem eru minni en 10
brúttólestir og stunda eingöngu
línu- og færaveiðar, bannað að
stunda veiðar frá og með 18.
mars til og með 27. mars. Allar
veiðar í þorskanet verða einnig
bannaðar frá kl. 20 þriðjudaginn
21. mars til kl. 10 árdegis þriðju-
daginn 28. inars. JÖH
var frestað um nokkra daga.
„Það er ekki hægt annað en
vera yfir sig ánægður með þátt-
tökuna, tölulega séð samsvarar
hún því að 5000 manns á Stór-
Reykjavíkursvæðinu hefði mætt á
slíka ráðstefnu,“ sagði Sigurjón
Benediktsson, tannlæknir á
Húsavík í gær. Hann vann að
undirbúningi ráðstefnunnar
ásamt Árna Sigurbjarnarsyni,
skólastjóra Tónlistarskólans og
Ásgeiri Leifssyni, iðnráðgjafa.
„Þátttakendur sýndu málefninu
mikinn áhuga og það kunnu fyrir-
lesararnir sýnilega að meta. Eg er
sannfærður um að ráðstefnan á
eftir að skila alveg stórgóðum
árangri því eins og einn þátttak-
endanna orðaði það við mig:
„Mestu vandræðin eru að vita
ekki nóg.“ Ég vil gjarnan nota
tækifærið og þakka fyrir jákvæð-
ar undirtektir fjölmiðla við kynn-
ingu á ráðstefnunni,“ sagði Sig-
urjón.
Ásgeir sagði skemmtilegt hve
ráðstefnan hefði verið fjölsótt og
það langt út fyrir bæinn. Auk
fyrirlesaranna úr Reykjavík hefði
hann vitað af þátttakendum frá
Vestmannaeyjum, Akureyri og
Grenivík þannig að ráðstefnan
hefði ekki aðeins nýst Húsvíking-
um og nágrönnum, heldur fólki
víða að af landinu. Ásgeir sagði
að margt athyglisvert og fróðlegt
hefði komið fram hjá sérfræðing-
um á hinum ýmsu sviðum og
einnig í almennum umræðum í
ráðstefnulok.
Einn fyrirlesaranna, Þorleifur
Einarsson, formaður Landvernd-
ar sagðist vera feginn að hafa ver-
ið boðinn á ráðstefnuna. Þegar
félagslíf væri að deyja út vegna
sjónvarpsgláps, væri ánægjulegt
að sjá svo margt áhugafólk um
gróðurvernd sitja á ráðstefnu
heilan laugardag. Þess má geta
að dr. Þorleifur flutti fyrirlestur
um jarðfræði á sunnudaginn og á
hann mættu 32 Húsvíkingar. IM
Dalvík:
Nýtt hesthúsahverfi
byggt í landi Hrísa
Á þessu ári er fyrirhugað að
hefja framkvæmdir við nýtt
hesthúsahverfi á Dalvík. Til
þessa hafa hestamenn og fjár-
bændur haft aðsetur fyrir ofan
byggðina á Dalvík en nú er
ætlunin að byggja upp nýtt
hverfi í landi Hrísa við Dalvík.
Áætlað er að flutningum alls
skepnuhalds á Dalvík upp í Hrísa
hafi verið lokið um áramótin
1990-1991 og skulu hestamenn
hafa sótt um endurnýjun á bú-
fjárleyfi fyrir 1. maí
ar.
Ekki hefur verið að fullu geng-
ið frá kostnaðarhlið þessara
framkvæmda en Dalvíkurbær
mun sjá um allar lagnir á svæðið,
vatns- og rafmagnslagnir. óþh