Dagur - 07.03.1989, Síða 3
Þriðjudagur 7. mars 1989 - DAGUR - 3
Skákþing Norðlendinga:
Þór Valtýsson Skák-
meistari Norðlendinga
- Ólafur Kristjánsson Hraðskákmeistari
Fimmtugasta og fjórða Skák-
þingi Norðlendinga lauk á
Skagaströnd si. sunnudags-
kvöld. Þór Valtýsson sigraði í
opnum flokki og ber hann því
titilinn Skákmeistari Norð-
lendinga í fyrsta skipti. Þór
fékk 6 vinninga af 7 möguleg-
um. í öðru sæti varð Rúnar
Sigurpálsson með 5 1/2 v. og
Olafur Kristjánsson varð þriðji
með 5 vinninga. Þeir eru allir
frá Akureyri.
Ólafur Kristjánsson varð
Hraðskákmeistari Norðlendinga.
Hann fékk 16 vinninga af 18
mögulegum. Annar, eins og í
opna flokknum, varð Rúnar Sig-
urpálsson með 15'/2 v. og þriðji
varð Sigurður Daníelsson frá
Blönduósi með 15 v.
í barnaflokki sigraði Guð-
mundur Valur Guðmundsson,
Hvammstanga, með 6/2 vinning
af 7 mögulegum. Páll Þórsson,
Akureyri, varð annar með 6 v. og
Magnús Eðvaldsson, Hvamms-
tanga, þriðji með 5 v.
Akureyringar skipuðu þrjú
efstu sætin í unglingaflokki: 1.
Þórleifur Karlsson, 5'/2 v. af 7
mögulegum. 2. Örvar Arngríms-
son, 5 v. 3. Smári Teitsson, 5 v.
Ólafur Kristjánsson Hraðskákmeistari.
Þá var einnig teflt í kvenna-
flokki, sem telst fátítt en að sjálf-
sögðu af hinu góða. Þar sigraði
Arnfríður Friðriksdóttir, Dalvík,
með 5'/2 v. af 6 mögulegum. í
öðru sæti varð Ásrún Árnadóttir,
Öxnadal, einnig með 5V2 vinning,
en Arnfríður sigraði hana í
bráðabana. í þriðja sæti varð
Þorbjörg Þórsdóttir, Akureyri,
með 4 v.
Alls voru 83 keppendur á
Skákþingi Norðlendinga að þessu
sinni. Teflt var í félagsheimilinu
og grunnskólanum á Skaga-
strönd. Mótsstjóri var Albert Sig-
urðsson, Akureyri, og skákstjór-
ar í barna-, unglinga- og kvenna-
flokki voru Baldur Daníelsson,
Blönduósi, og Steingrímur Stein-
þórsson, Hvammstanga. Lárus
Ægir Guðmundsson setti mótið
og sleit því sem fulltrúi styrktar-
aðila mótsins. SS
Námskeiðshald á Hólum og Hvanneyri:
Norðlenskir bændur vilja
ólmir setjast á skólabekk
Skipulögð námskeið fyrir
bændur eru nú í gangi í bænda-
skólunum á Hólum í Hjaltadal
og á Hvanneyri. Ohætt er að
segja að þessi námskeið hafi
fengið góðar viðtökur meðal
bænda því aðsóknin hefur far-
ið fram úr björtustu vonurn. í
Hólaskóla einum hafa um 300
bændur skráð sig á námskeið
og grípa hefur þurft til þess
ráðs að setja á aukanámskeið
af vinsælustu námskeiðunum.
Stéttarsamband bænda hefur
unnið í samvinnu við Búfræðslu-
nefnd og bændaskólana að
Akureyri:
Yfirbreiðsla yflr
sundlaugina
íþróttaráði hafa borist þrjú til-
boð vegna yfirbreiöslu yfir
Sundlaug Akureyrar. Hug-
myndin er að spara vatnsnotk-
un í lauginni með því að breiða
yfir hana á nóttinni.
Áður en Hitaveita Akureyrar
kom til sögunnar var notað yfir-
breiðsluplast yfir sundlaugina til
að varðveita hitann í vatninu yfir
nóttina. Þetta var nauðsynleg
ráðstöfun að vetrinum til að
spara kyndingarolíu. Heitt vatn
er ekki beinlínis ókeypis á Akur-
eyri og því hafa starfsmenn sund-
laugarinnar undanfarið kannað
vatnsnotkunina. í miklu hvass-
viðri og kulda er vatnsnotkun í
lauginni u.þ.b. helmingi meiri en
í logni vegna kælingar. Yfir-
breiðsla gæti því sparað umtals-
vert fé.
Til greina kemur, að sögn, að
setja upp rafmagnsknúna rúllu
við annan enda laugarinnar, og
væri þá auðvelt að breiða yfir
hana. EHB
skipulagningu námskeiðanna. Á
síðastliðnu hausti ákvað stjórn
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins
að veita þátttakendum ákveðna
fyrirgreiðslu vegna þessara nám-
skeiða í formi greiðslu á nám-
skeiðsgjaldi, fæði og gistingu á
námskeiðsstað auk ferðastyrks.
Námskeiðssyrpan á vormisseri
hófst í janúar. Meðal þeirra
námskeiða sem boðið er upp á
má nefna kynbótagildi og þjálfun
hrossa, grunnnám í fiskeldi,
bleikjueldi, kanínurækt, tölvu-
notkun í landbúnaði, fisksjúk-
dómar, málmsuða, skattskil,
grunnnám í búfræði o.fl. Nám-
skeið í bændabókhaldi, þar sem
kennd eru grundvallaratriði í bók-
haldi, var vinsælast meðal bænda
á Norðurlandi en hins vegar
sýndu afar fáir áhuga á námskeiði
um nýgreinar. JÓH
Firmakeppni
í knattspyrnu innanhúss
Knattspyrnuráð Akureyrar auglýsir eftir
þátttöku í firmakeppni innanhúss 1989.
Þátttökurétt hafa öll fyrirtæki/starfshópar á Akureyri og í
nágrenni.
Heimilt er fyrir tvo aðila að sameinast um lið í keppnina, ef
þeir vegna fámennis hafa ekki í lið.
Með þátttökutilkynningum skal fylgja nafnalisti yfir þá leik-
menn er þátt taka og er óheimilt að 'breyta þeim lista eftir
að keppni er hafin.
Þátttökurétt hafa þeir starfsmenn sem voru á launaskrá
fyrirtækis 1. febrúar sl.
Þátttökulistum ásamt þátttökugjaldi, kr. 4.000.- fyrir 1. lið,
kr. 3.000.- fyrir 2. lið og kr. 2.000.- fyrir hvert lið umfram 2.,
skal skila til Rúnars í Raflagnadeild KEA sími 24187 eða
Eyjólfs á Hársnyrtistofunni Skipagötu 12, sími 23022 fyrir
7. mars 1989.
Leikið verður 11. og 18. mars.
AÐAL-
FUNDUR
Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. árlð 1989
verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu
föstudaginn 17. mars 1989 og hefst kl. 14:00.
1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta
bankans.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Tillaga um breytingu á samþykktum bankans
vegna breytinga á skattlagningu veðdeilda
4. Önnurmál,löglegauppborín.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
eða umboðsmönnum þeina í Iðnaðarbankanum,
Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. mars nk.
Reikningar bankans fyrir árið 1988, ásamt tillögum þeim
sem fyrir fundinum liggja,
verða hluthöfum til sýnis á sama stað.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn,
þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega
ísíðastalagi9.marsnk.
Reykjavík 15. febrúar 1989
Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf.
0
Þetta eru tölurnar sem upp komu 4. mars 1989.
Heildarvinningsupphæð var kr. 4.761.701.-
1. vinningur var kr. 2.190.607.- Einn þátttakandi var meö fimm tölur réttar.
Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 380.909.-
Einn þátttakandi var með fjórar tölur réttar + bónustölu.
Fjórar tölur réttar, kr. 657.024,- skiptast á 87 vinningshafa, kr. 7.552.- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 1.533.161,- skiptast á 3.283 vinningshafa, kr. 467,- á mann.
Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt.
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. I