Dagur - 07.03.1989, Side 4

Dagur - 07.03.1989, Side 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 7. mars 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Söluskattur af snjómokstrí Söluskattskerfinu er stundum líkt við frumskóg. Ekki vegna þess að söluskattslögin sjálf séu svo flökin, heldur vegna þess að undanþágur frá ákvæðum þeirra eru svo margar. Söluskattsfrum- skógurinn var grisjaður verulega um áramótin 1987/1988 en þá var undanþágum fækkað til mikilla muna, m.a. á þann veg að matvæli voru ekki lengur undanþegin söluskatti. Þær breytingar sem þarna voru gerðar hafa tvímælalaust orðið til þess að sölu- skatturinn skilar sér betur en áður í ríkiskassann. Að því var líka stefnt, þótt enn sé langt í land með að söluskatturinn skili sér fullkomlega. Söluskattssvik eru víða stunduð enn með „góðum" árangri og skattsvikarar hafa fundið nýjar glufur á kerfinu. Það er t.d. staðreynd að ríkissjóður varð af um fjórum milljörðum króna á síðasta ári vegna þess að ýmis fyrirtæki skiluðu ekki söluskatti sem búið var að innheimta. Söluskattinum var hreinlega stolið. Þetta var ýmist gert með því að skipta um nafn á fyrirtæki og hefja nýjan rekstur án þess að gera upp söluskatt „gamla“ fyrirtækisins ellegar með því að sviðsetja gjaldþrot í sama til- gangi. Þessari glufu þarf að loka strax og reyndar furðulegt að þessi stórfelldi þjófnaður hafi veri lát- inn svo gott sem óátalinn af hálfu stjórnvalda. En þrátt fyrir einföldum söluskattslaganna leyn- ast þar ennþá skrítin ákvæði. Eitt dæmið af mörg- um er söluskattsinnheimta ríkissjóðs vegna snjó- moksturs. Dagur skýrði frá því fyrir helgi að allir bæjarstjórar landsins hefðu sent fjármálaráðherra bréf, þar sem þess var óskað að ríkið hætti að inn- heimta söluskatt af vinnuvélum við snjómokstur á vegum sveitarfélaga. Samkvæmt núgildandi sölu- skattslögum þarf að greiða 25% söluskatt af snjó- mokstri með vinnuvélum en hins vegar er snjó- mokstur með vörubíl með áfastri tönn undanþeg- inn söluskatti! Það er auðvitað með öllu óskiljanlegt hvers vegna núgildandi lagaákvæði eru svohljóð- andi og vafalaust er útilokað að rökstyðja þessa vit- leysu. Sveitarstjórnarmenn eru að vonum óhressir með að þurfa að greiða söluskatt af snjómokstri og hafa oft bent á hve skatturinn kemur ójafnt niður á sveitarfélögum. Einkum hafa smærri sveitarfélög á snjóþungum svæðum þurft að greiða háan toll til ríkisins vegna snjómokstursins á meðan sveitar- félög á suðvesturhorni landsins hafa sloppið tiltölu- lega vel; bæði vegna minni snjóþyngsla svo og vegna þess að þar er algengt að nota vörubíla með áfastri tönn til snjómokstursins. Af slíkum tækjum þarf jú ekki að greiða söluskatt. Stjórnvöld verða að breyta þessum fáránlegu ákvæðum þegar í stað. Það á auðvitað ekki að gera með því að innheimta söluskatt vegna snjómokst- urs vörubíla með áfastri tönn - og láta þar með alla sitja við sama borð, eins og einhverjum snillingnum í fjármálaráðuneytinu kynni að detta í hug - heldur með því að hætta alveg að innheimta söluskatt vegna snjómoksturs. Það er út í hött að ríkið skatt- leggi sveitarfélögin með þessum hætti. BB. „Mér býður við réttvísinni sýslumaður, . . . flestar refsingar réttvísinnar eru verri en afbrotin.“ Frá vinstri Óskar Pálmason, Ómar Arnbjörnsson, Albert Agústsson og Unnur María Hjálmarsdóttir. Á höggstokknum er Kristján Hjartarson. Myndir: óþh Leikfélag Dalvíkur frumsýnir „Dysin“ eftir Böðvar Guðmundsson nk. föstudagskvöld: „Verra er helvíti ykkar prestanna, séra minn“ Næstkomandi föstudagskvöld kl. 21 frumsýnir Leikfélag Dal- víkur leikritið „Dysin“, undir- titill „Úr aldaannál“, eftir Böðvar Guðmundsson. Þetta verk Böðvars var frumsýnt á Isafirði af Litla leikklúbbnum árið 1982 og hefur síðan, eftir því sem næst verður komist, verið sett á svið einu sinni. Viðfangsefnið er rammíslenskt eins og í fyrri verkum Böðvars (t.d. Skollaleik og Krummagulli) og er það sótt til sannsögulegra atburða á árunum 1784-1786 austur á landi. Sagan segir að um hvítasunnu árið 1784 hafi verið framið hið skelfilegasta morð austur í Breiðdal. Prír umrenn- ingar lögðust út og höfðu í hyggju að draga fram lífið á ránum. Tveir piltanna, sem allir voru um tvítugt, gengu harðast fram í ránunum en sá þriðji var lítt fús til slíkra verka og hafði á orði að vegna sjúkleika vildi hann leita skjóls á bæjum. Félagar hans, þeir Eiríkur og Gunn- steinn, brugðust ókvæða við og sögðu hann ekki fara eitt hænu- fet. Nótt eina skömmu eftir hvítasunnu réðst Eíríkur að pilt- inum skar framan af tungu hans og stakk hann í brjóstið. Þetta urðu hans ævilok, en fyrsti hlut- inn í fléttu Böðvars í „Dysinni“. Þeir piltar voru dregnir fram fyrir réttvísina, hvar þeir viður- kenndu ódæðisverkið. Þeim var varpað í byrgi eða dys þar sem þeir máttu þola harðræði hið mesta, svelti og harðan kost af öllu leyti. Það er ástæðulaust að rekja lyktir máls hér eða söguþráð verksins að öðru leyti. Áhorf- enda er að fjölmenna í Ungó og hverfa eina kvöldstund tvær aldir aftur í tímann í fylgd með Leik- félagi Dalvíkur. Þráinn Karlsson, hinn góð- kunni leikari sem nýlega hélt upp á 30 ára leikafmæli, er leikstjóri sýningarinnar. Þráinn hefur sömuleiðis hannað leikmynd og búninga. Lárus Grímsson, tón- skáld og fyrrum poppari, hefur samið magnaða tónlist sérstak- Þráinn Karlsson leikstjóri. lega fyrir þessa sýningu. Ingvar Björnsson sér um lýsingu. Um búningasaum hafa þær stöllur Guðlaug Björnsdóttir og Þórunn Þórðardóttir séð. Um stjórnun á leikhljóðum sér Tómas Viðarsson en Hjörleifur Haraldsson er Ijósamaður. Hlutverk í „Dysinni“ eru tíu. Umrenningana þrjá, Eirík, Gunn- stein og Svein, leika þeir Kristján Hjartarson, Steinþór Steingríms- son og Birkir Bragason. Vinnu- konurnar (hjú) eru þrjár: í hlut- verki Borghildar er Helga Eiríks- dóttir, Gróa er leikin af Heiðu Hilmarsdóttur og Jórunn er túlk- uð af Unni Maríu Hjálmarsdótt- ur. Með hlutverk Þórðar bónda á Streit fer Óskar Pálmason, Jón Sveinsson, sýslumaður, er leikinn af Alberti Ágústssyni, Hrefnu Pálsdóttur Beukenholt leikur Guðrún Elsa Gunnarsdóttir og Ómar Arnbjörnsson fer með hlutverk síra Jóns Högnasonar. Eins og áður segir verður frumsýnt nk. föstudag, 10. mars, kl. 21. Næstu sýningar verða á sama tíma laugardaginn 11. mars, þriðjudaginn 14. mars, föstudaginn 17. mars og laugar- daginn 18. mars. óþh „Það var þessi sem tók tóbaksglasið. Ég sé það núna - alveg viss - ég vil fá það.“ Fjær eru Heiða Hilmarsdóttir og Oskar Pálmason, nær Kristján Hjartarson og Unnur María Hjálmarsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.