Dagur - 07.03.1989, Qupperneq 7
Þriðjudagur 7. mars 1989 - DAGUR - 7
Urslitakeppnin í blaki:
KA enn á sigurbraut
- lagði Þrótt R. 3:2 í hörkuleik
„Þrátt fyrir sigurinn var þetta
ekki nógu góður leikur hjá
okkur,“ sagði Haukur Valtýs-
son fyrirliði KA-liðsins í blaki
eftir nauman sigur gegn Þrótti
R. 3:2 á Akureyri á iaugardag-
inn.
„Menn voru ekki nægjanlega
vel undirbúnir andlega og fóru
ekki eftir því sem þjálfarinn lagði
fyrir og þess vegna lentum við í
þessu ströggli," sagði fyrirliðinn
og var greinilega ekki of hress
með leikinn.
Annars byrjaði leikurinn mjög
vel fyrir heimamenn. Fyrsta hrin-
an tók ekki nema tæpar 15
mínútur og lauk henni með
öruggum sigri KA 15:6.
í annarri hrinunni snérist dæm-
ið algjörlega við. Þróttara yfir-
spiluðu KA gersamlega og stóð
ekki steinn yfir steini hjá heima-
mönnum. Úrslitin voru því eftir
þessu og Þróttur sigraði 15:4.
Karfa:
Þór og UMFT
íyrir sunnan
- keppni að ljúka
Mikil barátta var í þriðju hrin-
unni. Liðin skiptust á að vinna
uppgjöfina og eftir mikið basl
tókst KA að sigra 17:16.
En Þróttarar neituðu að gefast
upp og konru mjög ákveðnir til
leiks og höfðu alltaf frumkvæðið
í fjórðu hrinunni. Þeir sigruðu
15:10 þannig að úrslitahrinu
þurfti til að knýja fram úrslit í
leiknum.
Úrslitahrinan var jöfn og
spennandi en ekki að sama skapi
vel spiluð. KA hafði frumkvæðið
framan af en Þrottar komust yfir
um miðja hrinuna. En með mikilli
baráttu og við mikinn fögnuð
áhorfenda í Glerárskóla tókst
heimamönnum að tryggja sér sig-
ur með minnsta mögulega mun
15:13.
Greinilegt var á KA-mönnum
að þeir voru hálf-stressaðir fyrir
þennan leik. Hávörnin var frekar
slök og af því leiddi að vörnin úti
á vellinum var ekki heldur nógu
góð. Einnig var uppspilið á Hauk
Valtýsson, besta mann KA í
leiknum, ekki alltaf upp á það
besta. En sigurinn lenti KA-meg-
in og nú er næsta verkefni HK
hér á Akureyri á sunnudaginn
kemur.
Hjá Þrótti var Leifur Harðar-
son yfirburðamaður og var oft
unun að sjá uppspilið hjá honum.
' " "''A- ’í v j/ ''
\
Gunnar Garðarsson og félagar hans í KA lentu í erfiðleikum mcð Þróttara á laugardaginn en unnu að lokum cftir
mikið basl.
Handknattleikur 2. deild:
Þórsarar burstuðu IH
- 31:16 í Höllinni
Bæði norðanliðin í körfunni
leika fyrir sunnan í kvöld.
Þórsararnir leika sinn síðasta
leik í deildinni gegn Val og
Tindastóll mætir KR-ingum í
sínum næstsíðasta leik.
Leikurinn hjá Þórsurum skiptir
ekki miklu máli í sambandi við
lokastöðu liðsins því það liggur
ljóst fyrir að þeir lenda í næstsíð-
asta sæti í Flugleiðadeildinni og
þurfa því að leika aukaleik við
næstefsta liðið í 1. deild um sæti í
Flugleiðadeildinni á næsta
keppnistímabili.
Reynir frá Sandgerði hefur
þegar tryggt sér sæti meðal þeirra
bestu og þar með leika fjögur lið
af Suðurnesjunum í deildinni á
næsta ári; Njarðvík, Keflavík,
Grindavík og svo Reynir.
Ekki liggur ljóst fyrir gegn
hvaða liði Þórsarar þurfa að leika
en þar koma þrjú lið til greina;
Breiðablik, ÚIA eða Laugdælir.
Deildinni lýkur 18. mars með leik
Breiðabliks og Laugdæla og þá
ræðst hverjir leika við Þórsara.
Það verður einungis leikinn
einn leikur á hlutlausum velli og
má búast við að hann verði settur
á fljótlega eftir páska.
Tindastóll á tvo leiki eftir í
Flugleiðadeildinni. I kvöld gegn
KR-ingum og svo á fimmtudags-
kvöldið gegn Haukum í Hafnar-
firði. Þessi leikir skipta ekki mjög
miklu fyrir Tindastólsliðið, nema
andlega og eru þeir Sauðkræk-
ingar staðráðnir í því að láta ekki
andann vanta í þessa leiki.
Þórsarar burstuðu ÍH 31:16 í
2. dcildinni í handknattleik á
föstudagskvöldið í Höllinni.
Það var einungis í byrjun sem
Hafnfirðingarnir stóðu í Þórs-
liðinu en í síðari hálfleik rúll-
uðu hciinamcnn þeim upp.
Það er hálf-ótrúlegt að Þór hafi
tapað fyrir þessu slaka liði sem á
hvergi heima nema í 3. deild. En
Sævar Árnason átti stórleik gegn ÍH
ÍH-liðið byrjaði af miklum krafti
og varð fyrra til að skora fram í
miðjan fyrri hálfleik. Þá tóku
Þórsarar til sinna ráða og brun-
uðu fram úr þeim og breyttu
stöðunni úr 5:5 í 14:7 og þannig
var staðan í leikhléi.
í síðari hálfleik réðu ÍH-menn
ekkert við hraðaupphlaup Þórs-
ara. Þar var Sævar Arnason
og skoraði 13 mörk.
fremstur í flokki og skoraði hann
hvorki fleiri né færri en 13 mörk í
leiknum.
Þessa leiks verður ekki minnst
á spjöldum handboltasögunnar
fyrir áferðafallegan bolta eða
skemmtileg tilþrif, en sigurinn
var engu að síður mjög mikilvæg-
ur fyrir Þórsara sem fjarlægast
botninn óðfluga.
Hjá Þór bar mest á Sævari og
réðu gestirnir ekkert við hann,
hvorki í horninu né í hraðaupp-
hlaupum. Kristinn var líka sterk-
ur í vörn og sókn að vanda en
Páll Gíslason náði sér ekki á strik
í leiknum og þurfti að lokum að
fara af leikvelli fyrir kjaft við
dómara. Einnig má minnast á
ágætan leik hjá Hermanni Karls-
syni í markinu.
ÍH-liði er mjög slakt og á varla
heima í 2. deild. Atkvæðamestur
í þessum leik var Ingvar Reynis-
son og svo er landsliðsþjálfarinn í
frjálsum íþróttum, Guðmundur
Karlsson sem einnig er þjálfari
ÍH alltaf ógnandi.
Dómarar voru þeir nafnarnir
Guðmundur Lárusson og Guð-
mundur Stefánsson og voru þeim
heldur mislagðar hendur í þess-
um leik og þurftu þeir að sýna
fjórum leikmönnum rauða
spjaldið. Páll Gíslason hjá Þórog
Guðmundur Karlsson hjá ÍH
fengu að fjúka fyrir kjaft, Ingólf-
ur Samúelsson hjá Þór fyrir þrjár
brottvikningar og Atli Rúnarsson
hjá Þór fyrir að vera ekki á leik-
skýrslu.
Mörk Þórs: Sævar Árnason 13, Krist-
inn Hreinsson 6, Jóhann Jóhannsson 4,
Páll Gíslason 3, Ingólfur Samúelsson 3.
Aðalbjörn Svanlaugsson 1, Hörður
Harðarson 1.
Mörk ÍH: Ingvar Reynisson 4, Ásgeir
Ólafsson 3, Viðar Sigurðsson 2, Guð-
mundur Karlsson 2, Sigþór Jóhannesson
2, Ragnar Guðlaugsson 1, Sigfús Jóhann-
esson 1, Þóiarinn Þórarinsson 1.
Staðan 2. deild
HK 15 14-1- 1 349:261 27
Haukar 16 10-2- 4 316:265 22
ÍK 13 10-1- 2 306:231 21
Ármann 15 9-1- 5 306:305 19
Njarövík 14 6-1- 7 302:286 13
Selfoss 14 6-0- 8 304:302 12
Þór 15 5-0-10 311:373 10
ÍBK 15 5-0- 9 286:313 10
UMFA 15 4-0-12 276:307 8
ÍH 13 2-0-11 245:360 4