Dagur - 07.03.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 07.03.1989, Blaðsíða 11
 Þriðjudagur 7. mars 1989 - DAGUR - 11 Burt með áhyggjurnar Hér komum við enn og aftur með ráðleggingar sem við sækjum til bandarískra sérfræðinga. Þessi ráð hljóta að duga á íslandi líka þar sem lífsmynstur þjóðanna er afskaplega líkt svo ekki sé meira sagt og greindarvísitalan svipuð. Að þessu sinni upplýsum við hvernig hægt er að sópa áhyggj- unum burt. Milljónir Bandaríkja- manna þjást af stöðugum áhyggj- um og er þeim bent á að fylgja eftirfarandi ráðleggingum frá fyrsta flokks sálfræðingi, sem er enginn annar en Dr. Michael Ostrowski, (yfirmaður sálfræði- deildar við William Rainey Harp- er Community Colllege in Palat- ine, 111.). í fyrsta lagi: Hafðu nóg fyrir stafni. Finndu dauðu stundirnar í lífi þínu og upprættu þær því á þessum stundum sekkur þú þér niður í áhyggjur. Sinntu áhuga- málunum frekar. Því atorkusam- ari sem þú ert þeim mun minni tíma hefurðu til að sökkva þér niður í eymd og volæði. Þú getur sett saman módel, ráðið kross- gátur (helgarkrossgátu Dags), púslað, prjónað, eða farið á námskeið þar sem þú lærir að gera upp gömul húsgögn! - Þetta eru ráð sálfræðingsins. Annar mikilvægur þáttur á leiðinni til bata er að sópa burt öllum óþarfa áhyggjum. Þú getur endalaust setið í keng og haft áhyggjur af því að kannski sértu með krabba eða eyðni. Slíkar áhyggjur eru út í hött. Ef þú ert hræddur um að þú sért með ein- hverja sjúkdóma farðu þá í ítar- lega læknisrannsókn í stað þess að velta þér upp úr ímyndunum. Reyndu að komast fram úr áhyggjunum, framkvæmdu hlut- ina sem þú hefur áhyggjur af. Ef þú hefur t.d. áhyggjur af því að aldraðir foreldrar þínir þurfi brátt að fara á elliheimili þá skaltu einfaldlega kanna málið hjá slíkum stofnunum. Fáðu allar hugsanlegar upplýsingar og þá veistu hvað bíður foreldra þinna ' er víst að elcííkl-~ k,p'a8a^Sþ^ skepnu. og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því sem á eftir að gerast. Akvarðaðu hvort það sé í rauninni á þinni könnu að hafa áhyggjur. Sem dæmi má nefna uppkomin börn þín og atferli þeirra. Ef þau breyta á einhvern hátt rangt þá er það þeirra að taka afleiðingunum. Þú berð ekki ábyrgð á hegðun þeirra eftir að þau eru komin á fullorðinsár. Ahyggjurnar eru í þessu dæmi ekki á þinni könnu. Beindu sjónum þínum að ánægjulegum viðburðum sem eru framundan í lífi þínu. í stað þess að eyða tímanum í áhyggjur þá skaltu taka stutta stund í það á hverjum degi að hlakka til ferða- lags sem þú hefur ákveðið að fara í, fótboltaleiks, samkvæmis o.s.frv. Þegar þú hugsar jákvætt er hreinlega ekki pláss fyrir áhyggjur. Svona já, upp með brosið. Er þetta ekki allt annað líf? Valgeir Guðjónsson semur fyrir Umferðarráð: Bjór og bíll eiga ekki samleið Umferðarráð hefur sent texta og nótur af lagi Valgeirs til hljómsveita ó land- inu og er ætlunin að þær spili lagið í lok skemmtana til áminningar fyrir öku- menn. Umferðarráð hefur hrundið af stað herferð til að minna á að bjór og bfll eiga ekki samleið. Valgeir Guðjónsson, tónlistar- maður, var fenginn til að semja lag og texta sem hafi þann boðskap að færa að á eft- ir einum bjór skuli fólk láta bíl- inn vera. Með þessu lagi hefur verið gert myndband og vegg- spjöld sem þegar er búið að senda út í skóla. Umferðarráð hefur einnig sent texta og nótur af lagi Valgeirs til tónlistarmanna og hljómsveita á Iandinu og er ætlunin að fá tón- listarmenn til að spila lagið í lok skemmtana til áminningar fyrir ökumenn. Á kynningarfundi kom fram að Umferðarráð hefur af því áhyggj- ur að fleiri aki undir áhrifum eftir að bjórsala hefur verið leyfð hér á landi. Hátt í þrjú þúsund manns eru teknir ölvaðir við akstur hér á landi árlega. Mörg af alvarlegustu umferðarslysunum megi rekja til notkunar áfengis og því sé það eðlilegur og sjálf- sagður hlutur að koma í veg fyrir að ökumenn aki undir áhrifum. JÓH AKUREYRARB/ÉR Bokasafnsfræöingur Amtsbókasafnið á Akureyri óskar að ráða bókasafnsfræðing frá og með 1. júní n.k. Kunnátta og reynsla í tölvuskráningu æskileg. Umsóknarfrestur er til 17. mars n.k. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður í síma 24141 og starfsmannastjóri í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar. Amtsbókasafnið. Skrifetofiitækm í takt við tíniaim Viltu skara fram úr á liörðuiTi vinnumarkaði? Við bjóðum þér hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvugreinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutœknir. Innritun og upplýsingar færðu á skrifstofu okkar eða í síma 27899. Ðjarni Áskelsson: „Þegar Tolvufræöslan bauð upp á nám í skrifstofutækni ákvað ég aö slá til, þrátt fyrir að hafa nokkurra missera reynslu aö baki viö skrilstofustörf. Málið er einfaldlega það að öll sú tölvumenntun sem boðið er upp á er pegar farin að skila sér - þó er námskeiðið ekki nema hálfnað. Ég mæli eindregið með að tðlk nýti sér þann möguleika sem býðst I skrifstofutækninni, hvort sem um er að ræöa tölvufrsBðin eða viðskiþtagreinarnar. Þetta er fjárfesting sem skilar sér tljótt og ðrugglega" Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34 • síml 27899. Heildverslun vill ráða mann til afgreiðslu- og lagerstarfa sem fyrst Framtíðarstarf fyrir réttan mann. Umsóknir sendist á afgreiðslu Dags fyrir 11. mars merkt: „Vöruafgreiðsla“ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Viljum ráða í eftirtaldar stöður sem fyrst: Meinatæknir á Rannsóknadeild, fullt starf. Upplýsingar veitir yfirmeinatæknir. Læknaritari á lyflækningadeild, hálft starf. Upplýsingar veitir læknafulltrúi. Umsóknir sendist skrifstofustjóra FSA fyrir 15. mars n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. ' að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.