Dagur - 16.03.1989, Page 7
eföfam&!daðbnd§6btár8rTtBB& ADíftGUR- ■& 7
Heiðrún Hauksdóttir:
Smá hugleiðing um jafiirétti til náms
í orðinu jafnrétti felst jafn réttur
til einhvers, í þessu tilviki náms.
Pað er mikið talað um alls konar
jafnrétti og það liggur við að
maður sé búinn að fá alveg nóg af
þessu umtali, en ég ætla nú samt
að bæta þar aðeins við.
Við Islendingar búum við
býsna mikið jafnrétti samanborið
við ýmsa aðra, teljum okkur jafn-
vel trú um það að hér séu allir
nokkuð jafnir en það er nú vísast
að breytast, ef við höfum á annað
borð nokkurn tímann verið alveg
jöfn. Öll börn hafa jafnan rétt til
náms, eru raunar skyldug til
náms, því að hér ríkir bæði náms-
og fræðsluskylda. En ég ætla mér
ekki að fjalla mikið um grunn-
skólann heldur um það sem á eft-
ir kemur, framhaldsskólana. Par
hafa flestir jafnan rétt til náms
svo framarlega að þeir hafi lokið
tilskildu námi og inntaká miðast
líka oft við búsetu og námsgetu.
En það er nefnilega þannig
með framhaldsskólana að þeir
eru ekki jafn dreifðir í heima-
byggðirnar og grunnskólarnir og
er því erfiðara fyrir suma að
sækja þá, þar eð fólk þarf að yfir-
gefa sína heimabyggð og kosta
sitt uppihald utan heimilisins
meðan aðrir geta notið þess að
búa heima hjá sér. Petta getur nú
verið á sig leggjandi fyrir góða
menntun og gott starf, og mjög
margir fara í framhaldsnám, svo
margir að flestar hámenntastöður
fyllast, sérstaklega þær vel laun-
uðu og fólk á e.t.v. erfitt með að
sjá fram á atvinnumöguleika á
sínu sviði og þá vaknar spurning-
in um það hvort þetta sé þess
virði.
Sumir þurfa ekki að leggja
annað á sig en að stunda nám sitt
og það er mjög gott, ekki vill
maður fara að öfundast yfir því,
en aðrir og raunar margir lands-
byggðarnemendur þurfa að vinna
hörðum höndum og fjármagna
sitt uppihald, húsaleigu og mat
og sjá um heimili, og þegar þann-
ig stendur á getur það hæglega
dregið fólk frá skólagöngu. Mis-
munandi aðstæður heima fyrir
eiga nefnilega ekki að hafa áhrif
á möguleika fólks til náms, það
eiga allir að vera jafnir til náms
og hafa sömu möguleika.
Börn fá oft aðstoð heima fyrir
með heimanám sitt og er það
alveg hreint ágætt þegar það er
hægt, en þegar ofar dregur í
menntakerfinu geta ekki allir for-
eldrar veitt sömu aðstöð, sumir
eru e.t.v kennarar eða menntaðir
á viðkomandi sviði og geta því
hæglega aðstoðað börn sín við
viðamikil verkefni en aðrir ekki
og geta ekki aðstoðað börn sín ef
þau eru komin í þrot. Pétta á
e.t.v. helst við í efstu bekkjum
grunnskólans (í gagnfræðaskóla)
og er það töluvert ójafnrétti að
senda unglinga heim með svona
verkefni, við vitum alveg að
hjálparkennsla tíðkast strax í
níunda bekk og sýnir það okkur
vel hvernig þetta er. Hvað er til
lausnar? Jú það á einfaldlega
ekki að senda krakkana heim
með verkefni sem þau geta ekki
leyst heldur að gefa þeim meiri
tíma til að vinna sitt með kennar-
ann viðstaddan svo að mögulegt
sé að fá aðstoð þegar á þarf
að halda. Það er nú kannski til
fullmikils mælst að sleppa bara
við heimalærdóm en það væri
kannski hægt að minnka hann
mikið með því að lengja skóla-
daginn aðeins. Annars hefi ég oft
velt því fyrir mér hvort að það sé
ekki til neitt viðmið eða takmark
á vinnu sem ætlast er til að
nemendur inni af hendi, fyrir
utan oft 40 tíma vinnuviku getur
heimavinna margra margra tíma
virði, (ef fólk gerir allt sem gott
væri að gera). Og við nemendur
þurfum nú, rétt eins og aðrir, á
okkar frítíma að halda og það er
kannski ekki alveg nauðsynlegt
að eyða honum öllum í lærdóm-
inn.
Kennarastarfið er, eins og allir
vita lágt launað og lítils metið
hér, af einhverjum furðulegum
ástæðum og þar af leiðandi er
mjög erfitt að manna margar
kennarastöður, sérstaklega út um
land, skólar eru líka misjafnlega
útbúnir og þetta veldur þó
nokkru ójafnrétti.
Nú vaknar sú spurning sem
býsna margir kljást við í þessu
þjóðfélagi okkar hvers vegna
sum störf eru betur launuð en
önnur þrátt fyrir jafnlanga
menntun og svipað starfsálag? Er
eitthvað jafnrétti í því, að eftir
svipað háskólanám fái sumir
mjög góðar tekjur en aðrir bara
„skítalaun" sem eru bara rétt til
þess að lifa af?
Eru einhver óskrifuð lög til þar
sem stendur að sum störf séu
miklu mikilvægari en önnur?
Fólk bendir oft á mikilvægi og
ábyrgð til réttlætingar á hærri
launum en við ættum nú kannski
að fara að endurskoða þetta og
átta okkur á að þetta er næstum
síðasti áratugur tuttugustu aldar-
innar sem við lifum nú á og sam-
félagið er orðið allt öðruvísi en
það var áður, uppeldið er t.d.
farið að færast mikið út af heimil-
unum, inn í skólana og ef við ætl-
um að halda svona áfram og eiga
hæft fólk í framtíðinni, eigum við
það nú inni hjá okkur að leggja
nú eitthvað í uppeldisstarfið og
fara að meta það að verðleikum.
Sum okkar búa jafnvel við það
að þrátt fyrir framhaldsskóla
heima treystum við okkur ekki til
að fara í þá þar eð maður getur
e.t.v ekki lokið námi úr þeim.
Það er erfiðara að koma inn í
aðra skóla að því námi loknu en
að fara bara beint inn í þá skóla
sem útskrifa til stúdentsprófs.
Einnig getur aðstaðan verið verri
heima fyrir, svo það er alls ekki
nóg að hafa skóla þar.
Það eru ekki nema sjálfsögð
réttindi að fá jafngóða menntun
eins og hver annar og slæmt að
þurfa að flytja til þess. En það er
ekki mikið betra að allir fái
nákvæmlega eins kennslu án
nokkurs tillits til þarfa og hæfi-
leika hvers einstaklings. Það er
alveg lit í hött að ætla að steypa
alla í sama mót og reyndar mjög
slæmt, því sumir eiga erfitt að
fylgjast með en aðrir fara í gegn-
um allan grunnskólann án þess
að þurfa nokkurn tímann að taka
á: Allt er miðað við meðalmann-
inn.
Það væri mikill munur ef leitast
væri við að þjálfa hæfileika hvers
og eins alveg frá upphafi.
Annað leiðindaviðhorf er líka
ríkjandi og það er að bóknám sé
eitthvað betra en verknám og svo
að stærðfræðibrautir séu betri en
samfélagsbrautir. Því þurfi fólk,
hafi það getu til þess, allra heist
að fara á raungreina braut en að
öðrum kosti taki það samfélags-
greinarnar fyrir.
Ég læt þessu nú lokið og vona
að þetta hafi vakið einhverja til
umhugsunar.
H.H.
Höfundur er nemandi í 2. bekk Mennta-
skólans á Akureyri.
lesendahornið
Umræður um „Lífsbjörg í Norðurhöfum“:
Hneyksli í stjóm-
lausum umræðuþætti!
Sigfús hringdi
og sagðist ekki geta orða bund-
ist vegna umræðnanna í sjón-
varpssal að lokinni sýningu
myndarinnar „Lífsbjörg í
Norðurhöfum“ í gærkvöld
(fyrrakvöld).
„Ég hef oft orðið vitni af
skrautlegum umræðum í Sjón-
varpinu en þessi þáttur sló öll
met. Fyrir það fyrsta var stjórn-
andi þáttarins, Helgi H. Jónsson
fréttamaður, engan veginn starfi
sínu vaxinn að mínum dómi. Mér
fannst hann draga taum Græn-
friðunga óþarflega mikið og gaf
höfundi myndarinnar, Magnúsi
Guðmundssyni, sjaldnast tæki-
færi á að svara þeim spurningum
og jafnvel ásökunum sem að hon-
um var beint. Þá leyfði Helgi
Heilræði
Foreldrar!
Geymió öll hættuleg efni þar
sem börnin ná ekki til.
Guðrúnu Helgadóttur alþingis-
manni hvað eftir annað að taka
stjórn þáttarins í sínar hendur.
Þá fékk jarðfræðingurinn, Þor-
leifur Einarsson, að gjamma
fram í fyrir hinum í tíma og
ótíma og svo mikið er víst að
hann var ekki góð auglýsing fyrir
þau annars ágætu samtök Land-
vernd, sem hann er í forsvari
fyrir.
Það urðu fjörugar umræður
um myndina og umræðuþáttinn á
mínum vinnustað í morgun (í
gær) og voru allir nema einn - af
rúmlega 20 - sammála um að
frammistaða stjórnandans var
afleit. Ég er viss um að meira að
segja Helgi Helgason hefði staðið
sig betur!
Ég ætla mér ekki að ræða ein-
staka þætti þessarar myndar hér
en vil þó segja að mér þótti hún
góð. Ég held að Hjörleifur Gutt-
ormsson, alþingismaður, hafi hitt
naglann á höfuðið þegar hann
sagði í umræðuþættinum, að
meginboðskapur myndarinnar
„Lífsbjörg í Norðurhöfum“ væri
að almenningur ætti að taka öll-
um áróðri með fyrirvara, jafnvel
þótt hann væri studdur myndum.
Þær geta nefnilega verið falsaðar
ellegar teknar úr eðlilegu sam-
hengi þannig að þær segi ekki
nema hálfan sannleikann. Hálfur
sannleikurinn er oft verri en
versta lygi.
Að lokum vil ég nefna eitt at-
riði úr umræðunum, sem mér
fannst fyrir neðan allar hellur.
Það var þegar Guðrún Helga-
dóttir svaraði aðspurð eitthvað á
þá leið að ef svo færi að Græn-
friðungar skiptu sér af fiskveið-
um okkar íslendinga, hefði hún
lítið við það að athuga, því það
væri þá vegna þess að við gætum
ekki haft stjórn á þeim sjálf.(!!)
Mér finnst það gersamlega óaf-
sakanlegt af forseta sameinaðs
Alþingis að segja annað eins og
þetta opinberlega. Ef hún hefði
gegnt slíkri trúnaðarstöðu í ein-
hverju öðru landi en hér hefði
hún örugglega þurft að segja af
sér í kjölfarið. Þetta er hneyksli
og ekkert annað og Guðrúnu til
ævarandi skammar. Ég held ég
þurfi ekkert að útskýra það
nánar.“
íþróttahöllin:
Skór hverfa
Faðir hringdi:
„Ég vil vekja athygli á þjófnaði
í íþróttahöllinni á Akureyri og
ðir snjósleðar
a að vera í lagi
Kona á Akureyri
hafði samband við lesendahornið
vegna fréttar um hrakfarir
þriggja snjósleðamanna í ná-
grenni Þingvallavatns á dögun-
um. Þar kom fram að fljótlega
eftir að félagarnir lögðu af stað
hafi einn sleðinn bilað og að
mennirnir hafi ekki verið búnir til
að láta vita af sér. „Það ætti að
sekta fólk sem leigir ófullkomna
snjósleða til fólks,“ sagði konan.
Hún sagði það fráleitt að ef fólk
væri að taka sleða á leigu, yrðu
þeir að vera í lagi. Þá sagði hún
einnig að leigja ætti farsíma með
snjósleðunum.
fara fram á að eitthvað verði gert
í þessum málum. í anddyrinu
hverfa skór hvað eftir annað og
skiptir þá ekki máli hvort þeir eru
merktir eða ekki. Þeir koma ekki
í leitirnar fyrr en löngu seinna ef
þeir gera það á annað borð. Son-
ur minn lenti í því að stígvélun-
um hans var stolið og hér getur
verið um tilfinnanlegt tjón að
ræða. Ég vil líka benda foreldr-
um á að athuga skófatnað barna
sinna því eins og dæmin hafa sýnt
þá hafa merktir skór fundist í
skóhafinu löngu eftir að þeir
hurfu og bendir það til þess að
krakkar hafi notað skó af öðrum
kannski mánuðum saman án þess
að foreldrarnir verði varir við
eitthvað óeðlilegt.“