Dagur - 22.03.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 22.03.1989, Blaðsíða 5
lesendahornið Miðvikudagur 22. mars 1989 - DAGUR - 5 Elsa Lund og Eiríkur Fjalar yfirþyrmandi Skíðarútan aki inn á bílaplanið Lesandi hafði samband við blaðið og vildi benda á hversu hættulegt það fyrirkomulag er að skíðarútan sem flytur mestmegnis börn sem ætla á skíði í Hlíðarfjall, skuli ekki aka inn á bílaplanið við verslunina Síðu í stað þess að stöðva við götuna. Bent var á að nú í öllu snjófarginu sé gatan helst til mjó, börnin eigi það til að sitja á snjókantinum við göt- una og dingla skíðunum út á götuna. Pá kæmi það fyrir að þau renndu sér út á götuna í leik sem að sjálfsögðu skapaði mikla hættu. Auk þessa alls, stöðvaði rútan alla umferð um götuna á meðan börnin eru að koma sér upp í bílinn og verið er að láta Fyrirtæki í Reykjavík nefnist Miðlun. Það gefur út blaðaúr- klippur, fjölritaðar, einu sinni í hverjum mánuði og koma þær út í heftum sem helguð eru hvert um sig einhverjum áhugaverðum málaflokki. Eitt heftið fjallar þannig um skattamál og berst það inn á vinnustað minn. Þegar ég fletti því nýjasta, sem geymir úr- klippusafn síðastliðins febrúar- mánaðar, rakst ég á tvær forystu- greinar dagblaða þar sem ritstjór- ar skrifa af skiljanlegri og rétt- látri vandlætingu um söluskatts- svik. Börn eiga það til að sitja í snjókant- inum. Mynd: SS skíðin í farangursgeymslur. Á öðrum viðkomustöðum rút- unnar er þessu á annan veg farið, t.d. við Sunnuhlíð og bensínstöð- ina Kaupangi, þar sem rútan ekur inn á bílaplan. „Það væri minnsta mál að breyta þessu þannig að rútan æki inn á bíla- planið hjá Síðu, sem um leið yrði mun hættuminna fyrir börnin.“ hurfu úr buddum þeirra félaga. Vera má að umræddir ritstjór- ar telji að tímahrak eða mikið vinnuálag sé orsakavaldur mis- takanna. Það er þó varla gild afsökun fyrir svo „opinbera" menn, þegar vasatölvur og reiknivélar eru á öðru hvoru strái og einungis þurfti 10 sekúndur til að reikna þetta einfalda dæmi með þeirra aðstoð. Guðmundur Gunnarsson. Akureyringur hafði samband við blaðið og vildi kvarta yfir skemmtidagskrá sjónvarpsstöðv- anna. „Mér finnst þessir þættir hans Hemma Gunn og Laugar- dagur til lukku ágætir að öðru leyti en því að bæði Elsa Lund og Eiríkur Fjalar eru orðin svo yfir- þyrmandi, að það er ekki nokkru lagi líkt. Það kemur ekki orð af viti frá þeim og að vera með þess- ar fígúrur í hverjum einasta þætti Um daginn sýndir þú mér endur- skoðaðan ríkisreikning fyrir árið 1986 sem lagður hefur verið fram á Alþingi. Þú útskýrðir fyrir mér ákveðin tengsl þessa reiknings við Sturlumálið svonefnda og mér varð ljóst að þetta var afar sterkt vopn „Sturlumanna“ ef út- listanir þínar reyndust réttar. Nú hef ég komist að því að þú hefur sýnt fleirum en mér þennan umtalaða ríkisreikning og vafa- laust haft uppi svipuð rök og við mig þótt ég fullyrði auðvitað ekk- ert um það. En er þetta nú ekki full sein- virk og gömul bardagaaðferð að taka menn svona á eintal? er alveg út í liött. Ég vinn á nokk- uð stórum vinnustað og þar höf- um við rætt mikið um þessi mál og ég er ekkert einn um þessa skoðun. Þá finnst mér þessi Bommi sem stjórnar barnatímanum ekki upp' á marga fiska, né að það komi mikið af viti út úr honum fyrir börnin. En ég vil taka það fram að það er margt efni gott á báð- um stöðvunum en þessi vitleysa Mér finnst sjálfsagt að al- menningur fái að kynnast skoð- unum þínum á þessu máli og því skora ég á'þig að birta þær sjálfur opinberlega eða fá fjölmiðlafólk til liðs við þig. Hinu skal ég svo ekki leyna þig, af því illgirnispúkinn kitlar mig, að mest hlakkaði ég til að kynnast skoðunum ríkisendur- skoðunar og alþingismanna á útlistunum þínum, en þó miklu mest á skoðunum og andsvari starfsmanna menntamálaráðu- neytisins þótt ég viti að þeir verða aldrei of oft barðir. Akureyri 20. rnars 1989, Eiríkur Eiríkssun. sem ég hef áður nefnt, er alveg óþolandi.“ Sjónvarp Akureyri: Myndtruflanir í Þorpinu Kona í Þorpinu hafði samband við blaðið og vildi vita af hverju myndgæðin hjá Sjónvarpi Akur- eyrar væru ekki betri þar en raun ber vitni. Dagur hafði sambandi við Bjarna Hafþór Helgason sjónvarpsstjóra og hann hafði þctta um málið að segja: „Fyrir um hálfum mánuði síð- an fór að bera á truflunum í myndgæðum á afmörkuðu svæði í Þorpinu. í framhaldi af því lét- um við gera úttekt á öllum okkar búnaði í Vaðlaheiði og hann reyndist í fullkomnu lagi. Síðan fórum viö með sjónvarpsbíl Sam- vers út í Þorp og tæknimenn með og létum mæla sendistyrk á þeim svæðum þar sem trulíana hafði gætt og myndgæði og styrkur rcyndust í fullkomnu lagi. Það sem hér er því á ferðinni, er ein- hver utanaðkomandi truflun á viðkomandi svæði sem við kunn- unt ekki skil á. En niálið er í athugun og vissulega verður reynt að komast að því hvað þarna er á ferðinni.“ Til Eiríks Eiríkssonar! Reikningslist ritstjóranna Orðsending til Bene- dikts Sigurðarsonar Þetta eru þeir Ellert B. Schram í DV og Bragi Bergmann í Degi á Akureyri. Ekki vakti þetta um- fjöllunarefni athygli mína um- fram önnur skrif í heftinu, slíkar greinar hafa sennilega birst í hundraðatali undanfarna áratugi. Það sem mér - gömlum, af- dönkuðum stærðfræðikennara - hnykkti við að sjá var reiknings- list ritstjóranna. Báðir fullyrtu þeir að af þeim krónum, sem neytendur greiða fyrir söluskatts- skylda vöru, rynni fjórða hver króna í ríkissjóð. Ef satt væri, þýddi þetta að söluskattsálagning væri 33,33%. Ætli ekki yrði ein- hver goluþytur í frjálsum, óháð- um blöðum og öðrum ef Ólafur Ragnar boðaði slíka skattlagn- ingu einn góðan veðurdag. Við skulum athuga einfalt dæmi til að sjá, hvernig málum er háttað. Segjum að Hagkaup eða SÍS flytji inn heilnæmt og gerla- snautt appelsínumarmelaði ofan á morgunverðarbrauð ritstjór- anna. Eftir athugun innflutnings- pappíra og reikninga komast verslunarmenn að því að fyrir- tækin megi og þurfi að fá 100 kr. fyrir eina krukku af marmelað- inu. Þá er söluskatturinn eftir og hann er 25% (hundraðshlutar). Það þýðir að þeir Ellert og Bragi greiða við kassann 125 kr. fyrir krukkuna. Af þeim krónum fara 25 í ríkiskassann og þær eru fimmta hver króna af þeim, sem - svar Benedikts Sigurðarsonar (Án þess að ég skilji hvernig það er endilega fjölmiðlamatur að þú sért ósammála mér eða einhverj- um öðrum sem verður á vegi þínum.) Þú hefur aldeilis orðið hissa á tölunum sem ég sýndi þér úr ríkisreikningnum fyrir árið 1986, - það varð ég líka þegar ég sá þær fyrst. Ritstjóri Dags var svo vinsam- legur að gefa mér kost á að verða við hinni mjög svo óvenjulegu áskorun þinni - og það strax í dag. (Þetta er rétt eins og upp- skriftaáskorun í matreiðslu- þætti.) í ríkisreikningnum gefur á að líta (bls. 83): Liður 02 720 110 Framhalds- deildir í grunnskólum kr. 22.338 þúsund, en ekki króna gjaldfærð. Liður 02 720 180 Sérkennsla í grunnskólum óskipt kr. 8.970 þúsund, en ekki króna gjaldfærð. Við vitum að framhaldsskóla- kennsla fór fram á Dalvík, Ólafs- firði og á Húsavík og þegar við leitum að því hvar hún er gjald- færð kemur í ljós að það er á lið grunnskóla umdæmisins. Kostn- aður sem nemur rúmum 4 millj- ónum færist á gjaldahlið grunn- skólanna (Húsavík 1.745 þús. - Ólafsfjörður 1.151 þús. - Dalvík 1.032 þús. sbr. bls. 160.). Ég hygg að það hafi margoft komið fram að sérkennsla var fram- kvæmd í skólum umdæmisins mánuðina jan.-maí 1986 eins og áætlanir sérfræðinga við fræðslu- skrifstofuna gerðu ráð fyrir og eftir ávísun menntamálaráðu- neytisins sjálfs (á lið 02 720 180) við afgreiðslu fjárlagatillagna 1986 (bls. 18) og einnig skv. stað- festri fundargerð (dags. 26.08.1985) frá fræðslustjóra- fundi. Kostnaður af sérkennsl- unni á vormánuðum 1986 var áætlaður nálega 5 milljónir, sem auðvitað kom til gjalda á lið grunnskólanna á Norðurlandi eystra. (Mér sýnist umtöluð 10 milljóna umframeyðsla verða að engu skv. ríkisreikningnum.) Hvort upplýsingar mennta- málaráðuneytisins um fjárstjórn í grunnskólaumdæmum sem lagð- ar voru fyrir Borgardóminn (dags. 5.10.1987) stemma við ríkisreikninginn man ég ekki að við ræddum, en það er önnur saga. Tölurnar sem að ofan greinir voru held ég þær sem ég sýndi þér og þú hefur nú fengið aukinn áhuga fyrir. Það er auðvitað engin von að ég geti sagt þér hvernig stendur á þessu - og fyrst þú nefnir það; eigum við ekki bara að samein- ast um að biðja Ríkisendurskoð- un um álit á t.d. þessu? Ég sýndi þér þetta þarna um daginn Eiríkur af því að mér hef- Ómerktir plastpokar seldir Kona á Akureyri hringdi: „Mig langar að koma því á framfæri að um daginn var ég lát- in borga 5 krónur fyrir plastpoka þegar ég var að versla í Brauð- gerð Kr. Jónssonar. Þessi poki var ómerktur, þ.e. hann var ekki mertur Landvernd. Ég vil benda fólki á að greiða ekki fyrir ómerkta plastpoka í verslunum.“ Birgir Snorrason svarar: „Við vorum að verða uppiskroppa með plastpoka. Við fáum poka merkta Landvernd innan skamms en ég vil benda á að við höfum fullt leyfi til að selja plast- poka eins og aðrir.“ ur heyrst á þér að þú værir þónokkur „áhugamaður" um orðstír Sturlu Kristjánssonar. Ég hefi reyndar verið þeirrar skoðunar lengi að átökin um framkvæmd sérkennslu á lands- byggðinni og sá hamagangur gegn Sturlu, sem rekinn var úr „menntamálaráðuneyti Sverris Hermannssonar", muni snúast um orðstír einhverra allt annarra manna en fræðslustjórans fyrr- verandi - þegar til lengdar lætur. Varðandi skoðanir mínar á reikningsfærslunni, sem að ofan var nefnd, þá eru þær út af fyrir sig ekki viðfangsefni fyrir ríkis- endurskoðun (né starfsmenn menntamálaráðuneytisins) og ég vænti þess að við getum áfram notið þess dýrmæta réttar að vera ósammála stjórnvöldum - „kerf- inu“ - í allri sinni magt. Liðsafnaður - eins og þú lætur liggja að í þinni áskorun - kemur þessu máii ekkert við. Skoðanir þínar eða mínar verða hvorki verri né betri þó þær eigi sér volduga talsmenn; jafnvel „meirihlutafylgi" af einhverju tæi. Við getum örugglega orðið sammála um að nóg sé komið af „upphrópunum" (liðsafnaði) í þessu máli, en „rétt skal vera rétt“ - þó í Ijós kunni að koma að sannleikurinn eigi sér ekki ævar- andi „lögheimili“ í ráðuneytum í Reykjavík. Með kveðju, Benedikt Sigurðarson. P.S. (En hvað finnst þér sjálfum Eiríkur?) Verslunin verður lokuð laugardaginn 25. mars Byggingavörur Lónsbakka Sími 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.