Dagur - 22.03.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 22.03.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. mars 1989 - DAGUR - 7 Iðnaðarmenn vínna að umfangsmiklum endurbótum á Hótel Norðurlandi. Hótel Norðurland: Þó nokkrum gæðaflokk- um ofar en það var Þann 1. júní nk. verður opnað nýtt hótel á Akureyri. Það ber nafnið Hótel Norðurland og verður í sama húsi og Hótel Varðborg áður. Oneitanlega fór fiðringur um marga Akur- eyringa þegar þeir heyrðu nafn hótelsins og rifjuðu þeir hinir sömu upp minningar frá liðinni tíð þegar gamla Hótel Norðurland var og hét. Haft var á orði hversu það væri ánægjulegt að fá Hótel Norð- urland í bæinn aftur. Róttækar breytingar innanhúss Að sögn Gísla Jónssonar hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar sem er einn af eigendum hótelsins, var strax og gengið hafði verið frá kaupsamningi við nýja eigendur hafist handa við endurbætur á hótelinu og er nú unnið af kappi við þær. í byrjun var ráðgert að opna hótejið 1. maí, en horfið var frá því og ákveðið að fara út í mun róttækari breytingar en upphaflega voru áætlaðar. Ætl- unin var að skilja eftir 3. hæðina í bili, en ákveðið var að seinka opnun um einn mánuð og opna hótelið fullbúið. Segja má að allar innréttingar í norðurálmu hússins hafi verið rifnar niður, í þess orðs fyllstu merkingu, því þar verður allri herbergjaskipan breytt. Her- bergjaskipan í suðurálmunni kemur til með að halda sér, en allar innréttingar verða endur- nýjaðar. Alls verða herbergin 28 í hótelinu, eða tveimur fleiri en áður og 18 þeirra verða með baði, en voru aðeins 8 áður. Þá verður gestamóttakan stækkuð um það bil þrisvar sinnum og hún gerð upp. I hluta hennar verður einnig lítil fundaraðstaða sem hægt verður að loka af. Eftir breytingarnar er því ljóst, að hótelið verður þó nokkrum gæðaflokkum ofar en það var, „verð fyrir gistingu verður ein- hvers staðar fyrir ofan Hótel Eddu og neðan Hótel KEA,“ sagði Gísli. Ýmsar hugmyndir á lofti Þegar er farið að auglýsa eftir fólki til starfa við hótelið en Alls verða 28 herbergi á hótelinu og hótelstjóri var ráðinn á dögun- um, Guðrún Erla Gunnarsdóttir og tekur hún til starfa 1. maí nk. Eigendur Hótels Norðurlands eru eftirtaldir: Gísli og Þórarinn sf., Flugfélag Norðurlands og Ferðaskrifstofa Akureyrar auk samstarfsaðila Ferðaskrifstofu Akureyrar, Flugleiða, Úrvals og Útsýnar, en ekki hefur endanlega verið gengið frá stærð eignar- hluta enn. Aðspurður um hvort Ferða- skrifstofa Akureyrar komi ekki til með að nýta sér hótelið fyrir sína viskiptavini sagði Gísli að svo yrði. „Við komum til með að nýta okkur þá aðstöðu sem við eigum þarna, en áður höfum við leigt hótel yfir sumartímann t.d. að Þelamörk. Þá munum við að sjálfsögðu bjóða helgarpakka á 18 þeirra með baði. Myndir: tlv veturna í samvinnu við Flugleið- ir.“ Gísli sagði að hótelið myndi verða með morgunmat fyrir gesti sína, auk þess sem matreitt yrði fyrir hópa. Hins vegar verði ekki um að ræða matsölu fyrir gesti af götunni, a.m.k. ekki fyrst um sinn. „Það hefur verið sótt um vínveitingaleyfi en ekki hefur verið ákveðið nákvæmlega hvernig form verður á vínveiting- unum.“ Nú er ljóst, að þó gistirými á Akureyri sé ágætlega nýtt á sumrin, stendur það mikið autt yíir háveturinn. Gísli sagði ýms- ar hugmyndir á lofti þess efnis að „sækja“ gesti á hótelið, jafnvel með því að brydda upp á ein- hverjum nýjungum. „Við stæð- um ekki í þessu ef við værum ekki bjartsýnir,“ sagði Gísli að lokum. VG Hef flutt tannlækningastofu mína í Hofsbót 4, við BSO. Sama símanúmer: 24440. Egill Jónsson, tannlæknir. Til feimingargjafa Svefnpokar .. Verð frá kr. 3.700,- Bakpokar . Verð frá kr. 3.100,- Tjöld .... Verð frá kr. 8.700,- Einnig viljum við minna á að sportveiðivörur eru tilvaldar í fermingargjafir. Gott úrval af veiðistöngum, og veiðihjólum. V I EYFJÖRÐ f Hjalteyrargötu 4 • Simi 22275 PjSSm [JL] Hlutafjársjóður Byggðastofnunar Hlutafjársjóður Byggðastofnunar hefur tekið til starfa samkvæmt lögum nr. 9/1989 um efnahagsaðgerðir og reglugerð nr. 100/1989. Hlutverk sjóðsins er að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu útflutningsgreina með kaupum á hlutabréfum í starfandi fyrirtækjum og þátttöku í stofnun nýrra fyrirtækja er taki við starfsemi eldri útflutningsfyrirtækja. ( tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja er Hlutafjársjóði Byggðastofnunar heimilt að kaupa hlutabréf að uppfylltum eftirtöldum skilyrð- um: 1. Að viðkomandi fyrirtæki teljist vera meginuppi- staða í útflutningi og atvinnurekstri á viðkomandi starfssvæði eða í viðkomandi atvinnugrein sam- kvæmt nánari reglum sjóðsstjórnar. 2. Að sýnt þyki að fyrirtækið búi við jákvæða rekstr- arafkomu og viðunandi greiðslustöðu að lokinni fjárhagslegri endurskipulagningu. 3. Að samhliða hafi tekist með frjálsum samningum, nauðarsamningum eða öðrum aðgerðum að gera eiginfjárstöðu viðkomandi fyrirtækis já- kvæða miðað við matsverð fasteigna, véla, tækja og áætlað endursöluverð skipa. 4. Að fullnægjandi skil hafi verið gerð á iðgjöldum lífeyrissjóða vegna starfsmanna sem starfað hafa hjá viðkomandi fyrirtæki. í kjölfar árangurslausra nauðarsamninga og gjald- þrots fyrirtækja er hlutafjársjóðnum heimilt að taka þátt í stofnun nýrra fyrirtækja með hlutabréfakaup- um. Stjórn hlutafjársjóðsins setur nánari skilyrði og reglur um hlutabréfakaup en þau sem að ofan greinir. Þau fyrirtæki sem hug hafa á því að kannað verði hvort aðstoð Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar komi tii greina þurfa að koma þeirri ósk á framfæri hið fyrsta. Ekki er nauðsynlegt að skilyrðum reglugerðarinnar sé fullnægt áður en umsókn er send. Umsókn skal hafa borist Byggðastofnun eigi síðar en 3. apríl nk. Umsókn skal vera skrifleg og undirrituð af stjórnar- formanni eða framkvæmdastjóra. Vísa má til gagna sem liggja hjá Byggðastofnun, Atvinnutryggingar- sjóði útflutningsgreina, bönkum og öðrum lánastofn- unum varðandi efnahag fyrirtækis og annað er skipta kann máli. í umsókn felst umboð til sjóðsins til að skoða viðkomandi gögn. Erindi skal senda til stjórnar Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar, Rauðar- árstíg 25, Reykjavík, sími 91-25133, telefax 91- 26566. Hægt er að fá lög og reglugerð um sjóðinn hjá Byggðastofnun. Stjórn Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.