Dagur - 14.04.1989, Síða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMHXR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Menningarferð Gnmsexjarkvenna:
„Erum alveg keffingalausir“
- segir Sæmundur Ólason
„Við erum alveg kellingalausir
núna. Þær fóru 16 eða 18 í
inenningarrei.su til Reykjavík-
ur og skildu okkur eftir nieð
börnin,“ sagði Sæmundur Ola-
son, verkstjóri í Grímsey, en
kvenfélagskonur í eynni
brugðu undir sig betri fætinuin
í gær og flugu á vit höfuðborg-
arævintýra.
Fjögurra daga dagskrá menn-
Aðildarfélög ASÍ:
Afli sér verk-
faUsheimiIdar
ef ekkert gerist
ánæstunni
mgarreisunnar er þrælskipulögö.
í gærkvöld sátu þær veislu í hoði
kvenfélags í Garðabæ og í kvöld
er ferðinni heitið í Pjöðleikhúsið
á frumsýningu leikritsins Ofviðr-
ið eftir Williant Shakespeare.
Síðan rekur hver stórviðburður-
inn annan, en ekki þykir rétt að
greina frá þeim í smáatriðum.
„Svo hljóta þær að fara á hall og
út að borða,“ sagði Sæmundur.
„Þær eiga þetta alveg skilið grey-
in. Við erum alveg óhræddir að
sleppa þeim lausunt í höfuðborg-
ina,“ bætti hann við.
Sæmundur lét þess gctið að
Grímsey væri ekki með öllu
kvenmannslaus, því nokkrar
konur héldu sig heima við og létu
sig skarkala höfuðborgarinnar
engu skipta. óþh
Vikan sem nú er að líða hcl'ur verið svokölluð „Opin vika“ í Lundarskóla á Akureyri. Helðbundin kcnnsla licfur
legið niðri, börnin niætt á venjulegum tíma en sinnt öðrum verkefnum en venjulega. I*au hafa málað, skreytt og
föndrað m.a. og forcldrar hafa látið sjá sig til þess að lylgjast með. Mymi: TLV
Framleiðslumál bænda:
Hugmyndir uppi um fuilvirðisréttar
skipti iunan búvörusammngsins
- Landssamband kúabænda varar við þessum hugmyndum
ekki alls staðar fengið góðar viö-
Ásmundur Stefánsson for-
seti ASÍ hvetur félaga sína
til þess að setjast niður,
ræða samningamálin og
undirbúa sig undir að taka
stórar ákvarðanir á næst-
unni. Hann segir þolinmæði
fólks á þrotum og að cf ckki
komi fram skýr samnings-
vilji af hálfu atvinnurekcnda
á næstu dögum, sé líklegt að
viðræðunefndin muni óska
eftir að félögin afli sér
verkfallshci inilda.
Ekkert hefur verið að gerast
í samningaviðræðum ASÍ og
VSÍ undanfarna daga þar sem
vinnuveitendur bíða svars frá
Þjóðhagsstofnun uni mat á
kjarasantningum BSRB. ASÍ
gerir kröfur um að laun félaga
hækki unt a.m.k. það sarna og
gerst heíur með samningum
BSRB.
„í þeim viðræðum sem
frantundan eru ætti það að
skýrast á fáunt dögum hvort
samningsvilji er fyrir hendi hjá
atvinnurekendum. Reynist
þeir ekki tilbúnir til samninga
er óhjákvæmilegt að knýja á
með auknum þrýstingi," segir
í bréfi til aðildarfélaga ASÍ frá
forseta þess. VG
Mývatnssveit:
„Strákpjakkar"
í innbrotaleik
Nokkuð hefur borið á inn-
brotum í Mývatnssvcit í
vetur, einkum eftir áramót-
in. Að sögn lögreglu á
Htísavík var yfirleitt brotist
inn í vinnu- eða áhaldahús
en íbúðarhúsnæðið hefur
fengið að vera óáreitt.
Óverulegar skemmdir á
eignum eða eignatjón hafa
hlotist af þessum innbrotum
og tekist hefur að upplýsa inn-
brotin. Þarna voru á ferð
nokkrir „strákpjakkar," svo
vitnað sé til orða lögreglu.
óþh
Reglugerð um framleiðslu-
stjórnun á mjólk er væntanleg
í lok þessa mánaðar. Sú hug-
ntynd er nú í athugun að heim-
ilað verði að færa á milli innan
búvörusamnings, þ.e. að
bændum verði heimilað á
næsta ári að skipta á fullvirðis-
rétti í sauðfé í fullvirðisrétt í
mjólk. Steingrímur J. Sigfús-
son, iandbúnaðarráðherra og
Haukur Halldórsson, formaö-
ur Stéttarsambands bænda,
staðfestu í samtölum við blaðið
í gær að þessi hugmynd hafí
verið rædd en engar ákvarðan-
ir hafí hins vegar verið teknar í
niálinu.
„Það er ekki búið að taka nein-
ar ákvarðanir í þessu máli en
jafnvel þó að heimildarákvæði
væru fyrir þessu í reglugerð þá
byggist þetta á að gerðar verði
breytingar á búvörusamningi um
færslu þarna á milli,“ sagði
Haukur Halldórsson.
Samkvæmt búvörusamningi
verður mjólkurframleiðsla aukin
um eina milljón lítra á næsta ári
frá því sem nú er og sagði Hauk-
ur að hugmyndir væru uppi um
að hluti af þessari aukningu gæti
nýst til að greiða fyrir fullvirðis-
réttarskiptum enda verði settar
skýrar reglur um slík skipti.
Ýmsir þættir virðast ýta þessari
hugntynd úr vör. í fyrsta lagi
þýddi þessi tilfærsla að í ein-
hverjum mæli yrði að taka upp út-
flutning á mjólkurafurðum þrátt
fyrir að sú stefna hafi verið rekin
að undanförnu að flytja eingöngu
út kindakjöt. Þessi kostur kemur
til greina vegna þess að sá
útflutningur á kjöti sem fer fram
yfir 1500 tonn gefur lakara af sér
en besti útflutningur á ostamark-
að í Bandaríkjunum. Haukur
Halldórsson segir að í öðru lagi
telji margir skynsamlegt að hafa
möguleika á að flytja fullvirðis-
rétt á milli til að fækka sauðfé á
ákveðnum svæðum, t.d. í tengsl-
um við átak í landfriöun. í þriðja
lagi telja sumir að þessi mögu-
lciki geti nýst þcim bændum sem
orðið hafa að skera niöur vegna
riðuveiki.
Aðurgreindar hugmyndir hafa
Fyrsti skiptafundur í þrotabúi
Svartfugls á Akureyri var sl.
miðvikudag og stýrði Ásgeir
Pétur Ásgeirsson, héraðsdóm-
ari, fundinum í furföllum Arn-
ars Sigfússonar, bústjóra, sem
nú er í verkfalli.
Á fundinum var tekin ákvörö-
un um að fela tveimur lög-
fræðingum, annars vegar lög-
fræðingi Húsfélagsins Skipagötu
14 og hins vegar lögfræðingi hlut-
hafa, sent eiga hagsntuna að gæta
vegna persónulegra ábyrgða, að
leita eftir hæstu mögulegum til-
boðum í innbú veitingastaðarins,
annaðhvort í einu lagi eða í
hlutum. Stcfnt er að því að þess-
ari athugun verði lokið fyrir
næsta skiptafund, sem verður
þann 3. maí nk.
Heildarkröfur í þrotabú Svart-
fugls nema 42,6 milljónum
króna, Forgangskröfur nema 5,9
milljónum og almennar kröfur
eru upp á 36,7 milljónir. Af ein-
stökum kröfuhöfum er Húsfélag
Alþýðuhússins Skipagötu 14 með
hæstu kröfu, eða 8,3 milljónir
(þar inni bakábyrgðir fyrir Ferða-
málasjóð og Byggðasjóð. Þá er
tökur. A aðalfundi Landssam-
bands kúabænda fyrir skömmu
voru þessar hugmyndir ræddar og
sættu gagnrýni. Kúabændur ótt-
ast að þó aukning á mjólkurfram-
leiðslu nú sé álitlegur kostur þá
geti þurft að skera framleiðsluna
aftur niður cftir 2-3 ár og þá fái
fleiri á sig skerðinguna cn þeir
sem njóti aukningarinnar nú.
Alþýðuhankinn með5,l milljón,
innheimtumaður ríkissjóðs 4,3
milljónir, Verslunarbankinn 4,2
milljónir, Kaupfélag Eyfirðinga
3,5 milljónir, Framkvæmdasjóð-
ur Akureyrarbæjar 2,1 milljón.
Neytendafélag Akureyrar og
nágrennis framkvæmdi verð-
könnun á vegum Alþýðusam-
bands Islands, BSRB og Neyt-
endasamtakanna í matvöru-
verlsunum á Akureyri, Dalvík
og Grenivík dagana 6. og 7.
apríl sl. Kannað var verð á 20
algengum matvörutegundum
og það borið saman við hæsta
og iægsta verð á höfuðborgar-
svæðinu.
Könnunin er gerð í kjölfar
samþykktar ríkisstjórnarinnar um
umþóttun í kjölfar verðstöðvun-
ar og var Verðlagsstofnun falið
Þrátt fyrir að fundurinn hafi í
ályktun sinni varað við þessum
hugmyndum segir Haukur Hall-
dórsson að þcim hafi þar með
engan vcginn verið ýtt út af borð-
inu. Stjórnir Stéttarsambandsins
og Framlciðsluráðs munu fjalla
um þessar hugmyndir síðar í
mánuðinum og eftir þá fundi
verði Ijós hvort heimildin verður
sctt inn í reglugerð. JÓH
Hávöxtunarfélagið 2,1 milljón og
Ferðamálasjóður 2,0 milljónir.
Kröfur rneð fyrirvara frá sjálf-
skuldaábyrgðarmönnum og þeim
scnt gcfiö hafa veöleyfi nema 21
milljón króna. óþh
að taka upp samstarf við vcrka-
lýðs- og neytendafélög um
aðhald að verðlagi.
Helstu niðurstöður könnunar-
innar eru þær, að í öllum tilfell-
um voru verslanirnar Hagkaup,
KEA Byggðavegi og Svarfdæla-
búð á Dalvík með verð sín á
milli hæsta og lægsta verðs á
höfuðborgarsvæðinu. ÚKE á
Grenivík var með hæsta verð
verslananna fjögurra í sautján til-
fellum og í fimnt tilfellum af tutt-
ugu með hærra verð en það hæsta
scm gerist í Reykjavík. Sjá nánar
niöurstöður könnunarinnar í
blaðinu í dag. VG
Fyrsti skiptafundur í þrotabúi Svartíugls sl. miðvikudag:
Lögmönmim falið að leita tilboða
Verðkönnun í kjölfar nýrra samninga:
UKE á Grenivík oftast
með hæsta verðið