Dagur - 14.04.1989, Qupperneq 4
i - ÖMÖÓft - ^8'stud¥^U^-Í4:l aiiffl ÍQfM
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Kjamorkuvá
í höfunum
Slysið í Barentshafi hefur beint sjónum
almennings um stund að vígvæðingu stórveld-
anna í höfunum. Stórveldin sjá sér tvímæla-
laust hag í því að auka vígbúnað flota sinna
jafnt og þétt, því þeir geta starfað óhindrað á
alþjóðlegum siglingaleiðum án leyfisveitinga
að hálfu ríkisstjórna og nánast eftirlitslaust.
Oft hefur verið bent á hættuna sem þessu víg-
búnaðarkapphlaupi á höfunum er samfara, því
það er staðreynd að í dag er u.þ.b. þriðjungur
kjarnorkuvopnaforðans í heiminum staðsettur
á hafi úti auk þess sem fjölmargir kafbátar og
skip eru kjarnorkuknúin.
í raun veit enginn með vissu hvernig umferð
þessara farkosta er háttað, því stórveldin hafa
verið einhuga um að sveipa vígbúnaðarkapp-
hlaupið í höfunum sem allra mestri leynd.
Hvað sem því líður er ljóst að þetta vígbúnað-
arkapphlaup snertir allar þjóðir heims með ein-
um eða öðrum hætti. Þær þjóðir sem byggja af-
komu sína á auðlindum hafsins hafa sérstaka
ástæðu til að óttast þessa þróun. Slysið í Bar-
entshafi fyrir skemmstu undirstrikar það. Sovét-
menn hafa keppst við að sannfæra Norðmenn
um að engin hætta sé á geislamengun frá kaf-
bátnum sem sökk en Norðmenn sem og aðrir
hafa fulla ástæðu til að véfengja þær upplýs-
ingar. Fréttir Sovétmanna af slysinu hafa
reynst ónákvæmar og jafnvel rangar í veiga-
miklum atriðum. Ljóst er að ekki má útiloka
þann möguleika að geislamengun geti átt sér
stað í náinni framtíð, með ófyrirsjánanlegum
afleiðingum.
Oft hefur verið bent á nauðsyn þess að Norð-
urlönd beiti sér sameiginlega fyrir því að
banna umferð skipa og kafbáta með kjarnorku-
vopn í norðurhöfum. Mörgum hefur þótt þetta
baráttumál fremur lítilvægt. Það er langt frá
lagi. Talið er að um fimm hundruð herskip með
rúmlega fimm þúsund kjarnaodda um borð séu
daglega á sveimi í höfunum sem umlykja Norð-
urlönd. Hluti þessara herskipa er knúinn kjarn-
orku og er talið að kjarnakljúfarnir séu á milli
tvö og þrjú hundruð talsins á þessu hafsvæði.
Hættan á alvarlegu slysi vofir því stöðugt yfir
okkur eins og komið hefur á daginn nú. Við
þessu þarf að bregðast og það skjótt.
Eðlilegt er að þjóðir, sem byggja lífsafkomu
sína á auðlindum hafsins, hafi frumkvæði í bar-
áttunni gegn kjarnorkuvígbúnaði í höfunum.
Við megum ekki láta okkar eftir liggja og þurf-
um að herða róðurinn til mikilla muna. Því nú
er lag. BB.
ágóðum degi
Kerling vifl hafa
nokkuð fyrir snúð sinn
Þegar ég sit hér við ritvélina og
festi þessar hugleiðingar mínar á
blað, virðist sannarlega vor í lofti
hér í þessum fallega bæ, Akur-
eyri. Þessi tími milli páska og
hvítasunnu er oft sá tími sem
náttúran sjálf heldur sína predik-
un yfir okkur mannanna börnum.
Enginn getur komið boðskap
páskanna betur til skila en sjálf
náttúran. Enginn getur sakað
hana um falskenningar eða of-
stæki í nokkurri mynd. Blóm og
tré, sem virðast jafn líflaus og
köld eins og manneskjan sem dó
í gær, vakna til lífsins eins og af
sjálfu sér, brjótast undan oki
kulda og klakabanda og áður en
við vitum af leggur ilm lífsins og
fegurð sköpunarinnar að vitum
og augum okkar.
Vorið virðist líka hafa náð að
smeygja sér inn í huga þeirra sem
hafa staðið að samningamálum
B.S.R.B. Eftir tiltölulega lítil
átök er verið að skrifa undir
launasamning sem duga skal
fram til haustmánaða. En fleiri
vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn og
er það ekki óeðlilegt. En það
dylst engum að erfitt er að gera
launasamninga nú í skugga at-
vinnuleysis og mikilla gjaldþrota
atvinnufyrirtækja. En með bjart-
sýninni, sem vorkomunni fylgir,
munu þessi mál trúlega fara vel.
Nú er einnig mikið rætt og skrif-
að um málrækt og verndun ís-
lenskrar tungu. Það er með það,
að njóta þess að heyra og lesa fal-
legt mál, eins og tónlistina; mað-
ur getur hrifist og notið fallegrar
tónlistar, án þess að leika vel á
nokkurt hljóðfæri sjálfur.
Eg sagði áðan að fleiri vildu fá
eitthvað fyrir snúð sinn. Mér datt
í hug að reyna að finna hvaðan
þessi snúður væri kominn, sem
menn vildu fá eitthvað fyrir. Jú
viti menn, ég fann sögu um þenn-
an snúð í Þjóðsögum og ævintýr-
um Jóns Árnasonar, sem flestir
þekkja. Ef maður les þessi ævin-
týri virðist manni í fljótu bragði
„þemað" eða undirtónninn í
þeim vera sá að karl og kerling
eiga þrjá syni, eða þrjár dætur
sem endurtaka oft sama hlutinn
eða gerninginn, en oftast er það
sá yngsti eða sú yngsta sem gerir
hlutinn rétt og verður síðan hin-
um tveim til hjálpar, jafnvel eftir
mikla afbrýði og öfund þeirra
eldri. Síðan er það algengt að
kerling sendi karl sinn þrisvar í
einhverjar erindagerðir og er þá
oft, að þriðja ferðin verður þcim
til mikillar gæfu eða ógæfu, jafn-
vel tortíniingar. Kóngar og
drottningar koma að sjálfsögðu
mikið við sögu í ævintýrum þess-
um og ekki er óalgengt að karls-
son verði kóngur og karlsdóttir
drottning. Karlar virðast oftar
vera þeir heimsku í sögum þar
sem gáfur skipta máli, þó með
undantekningum, eins og sagan
um „Grunnhyggnu kerlinguna".
Konur eru oft forvitnari svo sem í
sögunni af „Forvitnu Jóhönnu“
og svona mætti lengi telja. En
ævintýrið, þar sem í er að finna
áðurnefndan snúð heitir hrein-
lega: „Kerling vill hafa nokkuð
fyrir snúð sinn.“
Einu sinni voru karl og kerling
í koti sínu, þau voru svo snauð að
þau áttu ekkert fémætt til í eigu
sinni nema snúð einn af gulli á
snældu kerlingar . . . Skammt frá
koti karls, var hóll einn mikill.
Það var trú manna að þar byggi
huldumaður sá, er kallaður var
Kiðhús, og þótti hann nokkur
viðsjálsgripur. . . . Góðviðrisdag
einn, þegar karlinn var farinn til
veiða, settist kerling út með
snældu sína og spann á hana um
hríð. Brá þá svo við að gullsnúð-
urinn datt af snældunni og fann
kerling hann eigi þótl hún leitaði
dyrum og dyngjum. . . Þegar
karlinn kom heim og heyrði
hvernig komið var, kvað hann
Kiðhús hafa tekið snúðinn og
væri það rétt eftir honum. Karl
fór síðan að hólnum og ber þar
lengi á og óþyrmilega með lurk
þar til Kiðhús svarar loks: „Hver
bukkar mín hús?“ Karl segir:
„Karl er þetta Kiðhús minn, kerl-
ing vill hafa nokkuð fyrir snúð
sinn.“ Síðan er skemmst að segja
að karl fór þrjár ferðir til Kiðhúss
og ávallt fékk hann það sem hann
bað um, en í þriðja skiptið bað
hann um svo stóran stiga að ná
ætti til himins og fengu þau hann
að lokum. Þegar þau voru komin
nokkuð langt upp í stiga þennan,
varð þeim litið niður og greip þau
þá svo mikil Iofthræðsla að þau
duttu bæði til jarðar og dóu.
Samkvæmt þjóðsögunni eiga
menjar falls þeirra að sjást á
jörðinni enn þann dag í dag.
Þótt í dag sé kvatt til mál-
verndunar og aukinnar fræðslu í
íslensku, er fólk þó einnig hvatt
til að læra erlend tungumál í rík-
ara mæli en áður. Vegna hins
mikla hraða sem hægt er að ferð-
ast á í dag, hafa lönd og þjóðir
þjappast meira saman en áður og
nú þykir ekkert tiltökumál þó við
bregðum okkur, jafnvel til Aust-
urlanda fjær. í dag eru töluð á
jörðinni u.þ.b. 5000 tungumál og
mállýskur, þar af ein 845 á Ind-
landi. Það tungumál sem flestir
eiga að móðurmáli er Norður-
kínverska. Árið 1983 er talið að
um 68% Kínverja hafi talað þetta
mál eða 695 millj. manna. „Rík-
ismálið“ Guóyu, er stöðluð mynd
Norður-kínverskunnar. Næst al-
gengasta tungumál heims og það
útbreiddasta er enskan og talið er
að um 1981 hafi um 400 millj.
manna átt hana að móðurmáli.
Þótt menn hafi reynt að búa til
einfalt mál, eins og esperanto og
gert það að alþjóðamáli, virðist
sú hugmynd hafa brugðist, þó að
esperantofélög og klúbbar séu
enn við lýði um allan heim. Það
virðist því vera að góð ensku-
kunnátta geti helst hjálpað okkur
úti í hinum stóra heimi.
Talið er vafasamt að nokkur
maður geti talað fleiri en 20-25
tungumál á sama tíma svo vel sé
eða náð valdi á fleiri en 40
tungumálum um ævina. Ég hef
aðeins heyrt um einn mann með
slíka tungumálakunnáttu. Það er
fyrrverandi yfirmaður orða-
nefndar Sameinuðu þjóðanna,
Georges Henri Scmith, fæddur
28/12 1914 í Strasbourg í Frakk-
landi. 1971 voru tíunduð „að-
eins“ 19 tungumál sem hann
kunni, sökum þess að Georges
kvaðst sökum anna ekki hafa get-
að haldið hinum 12 nógu vel við.
Ef við bregðum okkur að lokum
langt aftur í tímann, eða rétt eftir
Nóaflóðið, lesum við um það að
allir menn á jörðinni töluðu sama
tungumál, ekki veit ég hvað það
hét, e.t.v. bara mannamál.
Nokkrum árum síðar, ekki hef ég
heldur ártal yfir þann tíma, voru
mennirnir staddir í Sínerlandi og
þar á láglendinu settust þeir að.
Þar hófu þeir svo að byggja sitt
fyrsta stórvirki, turn sem ná átti til
himins. Þetta var hinn frægi
Babelturn. í Biblíunni segir að
þar hafi Guð ruglað tungum
mannanna, þannig að þeir skyldu
ekki lengur hverjir aðra, og
þannig tvístruðust þeir um alla
jörðina og er svo enn í dag.