Dagur


Dagur - 14.04.1989, Qupperneq 9

Dagur - 14.04.1989, Qupperneq 9
Föstudagur 14. apríl 1989 - DAGUR - 9 Iðntæknistofnun íslands: iróunarátaM kynna framleiðslu sína kisráðherrahjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram litu á það sem fyrir- itta höfðu uppá að bjóða. Hér staldra þau við bás íslenskra matvæla og gæða sér á flat- með laxasmyrju. H. Berndsen, framkvæmdastjóri Marska hf. og Steindór Haraldsson, framleiðslustjóri kisins í sýningarbásnum í Kringlunni. Saltfiskrúllurnar komu sannarlega á óvart og voru r af þeim sem smökkuðu. magnaö með framlögum úr ríkis- sjóði og lánum og styrkjum frá Iðnlánasjóði. Á fjárlögum fyrir árið 1987 var átakinu veitt 6 milljóna króna framlag og fram- lag fyrir síðasta ár nam 8 milljón- um króna. Iðntæknistofnun veitti átakinu 10 milljónir af framlagi sínu fyrir yfirstandandi ár og Iðn- lánasjóður veitti styrk að upphæð 2 milljónir króna til að standa undir stjórnunarkostnaði. Sjóð- urinn veitti einnig áhættulán til þeirra verkefna sem samþykkt voru til vöruþróunar. Fyrirtækin fá bæði fjárhagslega og faglega aðstoð í Vöruþróunar- átakinu en átakið styrkir fyrir- tækin allt að 25% af heildar- kostnaði hvers verkefnis. Lán Iðnlánasjóðs er áhættulán sem getur numið allt að 50% af heild- arkostnaði en krafa til fyrirtækj- anna um eigin fjármögnun er 25%. Fjölmörg verkefni í matvælaiðnaði Áætlað er að þróa nýjar afurðir fyrir margar atvinnugreinar í samtals 65 verkefnum. Stærstur hlutinn, eða 24 verkefni, eru matvæli fyrir neytendamarkað en fyrir byggingariðnaðinn eru 11 verkefni. Fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu eru 7 verkefni og í 5 verkefnum er um að ræða trefja- afurðir fyrir neytendamarkað. Önnur verkefni skiptast þannig á eftirtalda áhersluhópa: smásölu- verslanir 1, landbúnaður 3, atvinnufyrirtæki 4, skrifstofur 1, lækningar 3, fiskeldi 1, ferða- menn 1 og almenn verkefni 4. Heildarkostnaður við þessi verkefni er talinn verða tæpar 290 milljónir króna en stór hluti þeirrar upphæðar, rúmar 80 milljónir króna, renna til verk- efna í matvælaiðnaði. Alls sóttu 59 fyrirtæki um aðstoð til vöruþróunar, flest í Reykjavík eða 23. Skipting fyrir- tækjanna eftir landssvæðum er þannig: Reykjanes og nágrenni, 18, Vestfirðir og Vesturland 3, Suðurland 5, Norðurland vestra 5, Norðurland eystra 3 og Aust- urland 2. JÓH Fyrsta fyrirtæki til að framleiða baðherbergisvörur úr akríl hér á landi: „Byltingar í gangi í baðherbergisvörum“ - segir Auðunn Óskarsson, framkvæmdastjóri Trefja hf. Auöunn Óskarsson tyllir sér á hornið á einum af heitu pottuin Trefja hf. Óhætt er að segja að þessi vara hafi fengiö fljúgandi start á kynningunni, ef marka má viötökur fólks í Kringlunni. Óhætt er að segja að vörur frá fyrirtækinu Trefjum hf. í Hafnarfirði hafi hlotið niikla athygli þegar fyrirtækin í Vöruþróunarátakinu kynntu sína framleiðslu. Trefjar hf. er nú að setja á markað baðkör, nuddpotta, vaska og sturtu- botna úr akrílefnum en fyrir- tækið er fyrst til að forma slík- ar vörur og markaðssetja hér á landi. „Við erum mjög bjartsýnir með jtessar vörur,“ sagði Auð- unn Oskarsson í samtali við Dag. „Þetta er mjög falleg vara en hún er náttúrlega ekki ódýr. Við erum trefjaplastfyrirtæki, höfum framleitt laxeldisker, trefjaplast- báta og þess háttar, en höfum séð að þessi akrílvara er það sem endist og dugir í heita vatninu hér á landi. Petta efni heldur gljáanum og þolir hitann, missir ekki litinn og rispast lítið. Til þess að geta framleitt þessa vöru höfum við eiginlega þurft að setja upp nýja verksmiðju. Pað hefur verið mikil fjárfesting við þetta og á þessum tímapunkti höfum við lagt í þessa vöru um 18 rnillj- ónir króna, þá á ég við húsnæði, vélar, mótasmíð og þróun á vör- unni,“ segir Auðunn. Að sögn Auðuns hafa farið tvö ár í að þróa þessa vöru og helm- inginn af þessum tíma hafa Trefj- ar hf. verið í samvinnu við Vöru- þróunarátak Iðntæknistofnunar. Aðspurður um hvaða vörur af þessum geti náð vinsældum á markaði hér á landi segir Auð- unn að í Bandaríkjunum hafi heitu pottarnir náð ntiklum vin- sældum og ráði markaðnum. „Ég veit ekki hversu mikið maður má yfirfæra þessa reynslu í Banda- ríkjunum yfir á okkar markað. En okkur er sagt að í öllum hótel- byggingum í heiminum í dag sé byggt upp á akrílbaðkörum sem búin eru nuddkerfum. Sann- leikurinn er sá að í þessum bað- herbergisvörum hefur verið mjög hæg þróun fram að þessu en nú eru byltingar í gangi. Ég er kom- inn hátt á fimmtugsaldur og man ekki eftir neinu öðru en hvítu járnbaðkörunum en bara á þeim tíma sem ég hef verið að vinna með plast hafa vörur sern þessar komið inn í myndina og ráða nú markaðnum í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að stálið sé ódýrari vara,“ segir Auðunn. í æ ríkari mæli hefur plastið verið að ryðja sér til rúms og Auðunn segir ekki vafa á að þar geti íslendingar nýtt sér fjölmargt. „Við eigum að notfæra okkur þessa þróun og vera fljótir að koma okkur inn á plastmark- aðinn. Athuganir sýna að við get- um keppt á þessum markaði og ef við berum okkur saman við Bandaríkjamenn þá eru sumir liðir hagstæðir þeim en í öðrum liðum er vinningurinn okkar. Þar má nefna að Bandaríkjamenn búa við hagstæðara hráefnisverð en við höfum ódýrari raforku. Ef við lítum á heildina þá erunt við fyllilega samkeppnisfærir. Pessar baðherbergisvörur eru aðeins eitt svið af mörgum sem við eigum eftir að fara inná,“ segir Auðunn. Reynsluna af samvinnunni við Iðntæknistofnun segir Auðunn góða. Fyrir lítið fyrirtæki eins og Trefjar sé mjög erfitt að stunda byltingarkennda vöruþróun eins og gert hafi verið hjá fyrirtækinu á þessum síðustu tveimur árum. „Þessi samvinna gekk rnjög vel og ég segi hiklaust að þetta hefði varla gengið ef maður hefði ekki átt þá að. Prímusmótorinn þarf auðvitað að vera í fyrirtækinu sjálfu en þeir aðstoða við að stýra,“ segir Auðunn Óskarsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.