Dagur - 14.04.1989, Síða 11
-i
hér & þor
Nýjasta nýtt í Dallas:
Hættir Linda Gray vegna
eigin áfengisvandamáls?
Linda Gray, öðru nafni Sue
Ellen Dallaskvinna er á góðri
leið með að fara í hundana eins
og vinkona hennar Sue Ellen
í Dallas. Þær eiga nefnilega við
sama vandamál að stríða,
áfengisfíkn. Afleiðingarnar
eru þær, að eftir mikið rifrildi
við Larry Hagman eða J.R.
eins og flestir þekkja hann,
gekk hún út og orðrómur segir
að hún sé nú hætt að leika í
þáttunum.
Læknar Lindu hafa ráðlagt
henni að drífa sig í meðferð og
það strax. Allt þetta ku vera
„verst geymda leyndarmálið í
Hollywood" þessa dagana, en
það var franskur glaumgosi,
Didier Phitoussi sem ljóstraði
leyndarmálinu upp. Phitoussi
sagði hverjum sem heyra vildi að
Linda hefði hætt í Dallas eftir
rifrildi við Hagman vegna
drykkju Lindu. Áður en hann
kynntist henni var Linda í slag-
togi með vini hans þrátt fyrir að
hún eigi traustan vin í Bandaríkj-
unum, Patrick Markey sem vill
allt fyrir hana gera.
Phitoussi kynntist Lindu á
diskóteki í París og stærir sig af
því að aðeins hafi liðið tvær
klukkustundir og 26 mínútur frá
því hann hitti Lindu fyrst, þar til
hann hafi sængað hjá henni.
„Hún var dauðadrukkin, en ég
þurfti samt ekki að kvarta. Við
hittumst reglulega í fjóra mánuði
og ég hef aldrei áður kynnst eins
„viljugri" konu. Hver dagur leið
við drykkju, dans og í rúntinu."
Phitoussi segir að Linda hafi
nteira að segja stungið upp á
ýmsum afbrigðilegunt kynferðis-
legum athöfnum. „Af 47 ára
gamalli konu er heilmikið púður í
henni, en ég myndi ekki sofa hjá
henni í dag þó hún borgaði mér
fyrir það.“
Larry Hagman er ekki par hrif-
inn af Lindu þessa dagana.
Ástæðan mun vera sú, að Linda
var að skvetta í sig baksviðs og
þegar verið var að taka upp atriði
á South Fork gat hún ekki einu
sinni staðið á fótunum og
Hagman sýndi henni enga
miskunn. Par sem hún hafði
þyngst nokkuö þurftu fjórir
menn, Hagman, Patric Duffy og
tveir sviðsmenn að bera hana í
hjólhýsið sitt og þegar þangað
kom blöstu við tómar brenni-
vínsflöskur á víð og dreif. Larry
Hagntann varð æfur og öskraði á
hana þannig að hver sem er
heyrði: „Gamla skarnið þitt, þú
átt ekki skilið að fá útborgað
hér."
Linda gckk út tveimur dögum
síðar, sagði Larry að hann gæti
hirt launaávísunina sína. Hvorki
Linda eða blaðafulltrúi þáttanna
vilja staðfesta þessa sögu, en ís-
lendingar þurfa í það minnsta
ekki að hafa áhyggjur því það eru
enn einhverjir mánuðir eða ár
þar til þeir komast aö hinu sanna
í málinu.
Ríkisstjórnin samþykkir:
Aðgerðir til að bæta stöðu
lagmetisiðnaðarins
í ljósi erfiðleika sem upp hafa
komið í lagmetisiðnaði skipaði
iðnaðarráðherra sérstakan starfs-
hóp til að kanna stöðu iðngrein-
arinnar og benda á leiðir til að
bæta markaðsstöðu hennar. Á
grundvelli tillagna starfshópsins
fjallaði ríkisstjórnin um málið á
fundi 7. þ.m. og samþykkti síðan
á fundi 14. þ.m. eftirfarandi:
1. Ríkið standi straum af vaxta-
kostnaði vegna birgða og um-
búða sem selja átti ALDI &
Tengelman í 6 mánuði, en
kostnaðurinn gæti numið um 7
milljónum króna.
2. Ríkið veiti 7 milljónum króna
í samstarfsverkefni Sölusam-
taka lagmetis og Útflutnings-
ráðs um 6 mánaða söluátak á
lagmeti.
3. Veitt verði aukafjárveiting til
utanríkisráðuneytis að fjár-
hæð kr. 2-3 milljónir til að
skipuleggja og kosta sérstakt
átak til að selja óseldar birgðir
á markaði þar sem aðstöð
utanríkisráðuneytis getur
cinkum kontið að gagni
(Austur-Evrópu. Japan).
4. Að 6 mánuðum liðnum verði
lagt mat á það tjón sem iðn-
greinin hefur orðið fyrir. Jafn-
framt verði sérstaklega kann-
að um frekari aðstoð við fyrir-
tækið HIK á Húsavík.
Jafnframt þessu hafa. iðnaðar-
og sjávarútvegsráðuneyti átt
fundi með forsvarsmönnum Rík-
ismats sjávarafurða og Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins
um gæðamál lagmetis. Hafa
ráðuneytin beint því til Sölusam-
taka lagmetis og fyrrgreindra
stofnana að formlegt samstarfs-
verkefni verði hafið um átak í
gæðantálum lagmetis. Sölusam-
tökin hafa þegar stigið mikilvægt
skref í þessum málum með stofn-
un sérstakrar tæknideildar. Enn-
frentur er í gangi vinnuáætlun til
að samræina íslenskt gæðaeftirlit
á sviði lagmetis þeim sameiginleg-
um kröfum og stöðlum sent unn-
ið hefur verið að í Evrópu vegna
þróunar innri markaðar Evrópu-
bandalagsins.
Ofangreindar aðgcrðir hafa
m.a. verið unnar með styrk úr
Þróunarsjóði lagmetisiðnaðarins
en sjóðurinn hefur á árununt
1987, 1988 og það sem af er árinu
1989 veitt lán og styrki til vöru-
þróunar og gæðamála í lagmetis-
iðnaði að fjárhæð kr. 5,3 milljón-
ir, til þróunar og gerð untbúða
kr. 4,3 milljónir og til tæknideild-
ar Sölusamtakanna kr. 5,1 millj-
ón. Gert er ráð fyrir að Þróunar-
sjóður lagmetis styrki ofangreint
gæðaátak.
Iðnaðarráðherra hefur lagt
áherslu á að gott samstarf takist
um úrlausn málsins en telur deil-
ur í fjölmiðlum um orsakir þeirra
vandamála sent uppi eru ekki til
þess fallnar.
ÖH'
mbtf89™ 11
Aðalfundur
Sjómannafélags Eyjafjarðar
verður haldinn í Alþýðuhúsinu mánudaginn 17.
apríl 1989 kl. 20.00.
Fundarefni:
Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
Önnur mál.
Akureyri, 13. apríl 1989.
Stjórnin.
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum eru lausar
kennarastöður í eftirtöldum greinum: Stærðfræði, félags-
fræði, dönsku, þýsku, raungreinum, viðskiptagreinum og
faggreinum málmiðnaðarmanna.
Við Verkmenntaskóla Austurlands eru lausar til
umsóknar kennarastöður í rafiðngreinum og íslensku.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík fyrir 2. maí n.k.
Menntamálaráðuneytið.
-------------------.
Nissan Patrol ’89
Sýndlu.r í fyrsta skipti
utan Reykjavíkur
rsa3 IMI5SAN
Bílasýning
verður laugardaginn 15. og
sunnudaginn 16. apríl frá kl. 2-5 e.h.
báða dagana að
Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar
í sýningarsal að Óseyri 5 (norðurhluta).
Sýndir verða meðal annars:
Subaru J12 4x4, auk fleiri gerða af Subaru
bílum, Nissan Sedan og Nissan Sunny.
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 — Sími 22520 — Akureyri.
Ingvar Helgason hf. Rauðagerði.