Dagur - 14.04.1989, Page 15

Dagur - 14.04.1989, Page 15
Föstudagur 14. apríl 1989 - DAGUR - 15 Lyftingar: Norðurlandamótið á Akureyri - „Vona að sem flestir áhorfendur mæti“ ^ segir Birgir Þór Borgþórsson formaður LSÍ Það sem ber hæst um helgina í íþróttalífinu er Norðurlanda- mótið í lyftingum sem fram fer í Iþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Birgir Þór Borg- þórsson formaður Lyftinga- sambands íslands hefur dvalið hér norðan heiða síðan á mánudag við að aðstoða félaga í Lyftingafélagi Akureyrar við undirbúninginn enda er í nógu að snúast. „Undirbúningur undir þetta mót hófst fyrir rúmu ári síðan,“ sagði Birgir í samtali við Dag. „Þetta fór nú rólega af stað en síðan vatt þetta upp á sig og undanfarna mánuði hefur farið fram gífurlega vinna til að gera þetta sem best úr garði,“ bætti hann við. Birgir sagði að þeir ætluðu sér að gera þetta að einu glæsilegasta Norðurlandamóti sem haldið hef- ur verið. „Við höfum keypt nýjar lyftingagræjur sérstaklega fyrir þetta mót. Einnig ætlum við að gera meira fyrir keppendurna utan við keppnina og svo ætlum við að vanda sérstaklega til verð- launaafhendingar, bæði fyrir hvern keppnishóp og svo á loka- hófinu á KEA á sunnudaginn." Það eru 33 lyftingakappar sem taka þátt í þessu Norðurlanda- móti; 10 frá Svíþjóð, 10 frá Nor- egi, 4 frá Danmörku, 2 frá Finn- landi og 7 frá íslandi. íslensku keppendurnir eru Haraldur Ól- afsson, Snorri Arnaldsson, Tryggvi Heimisson frá Akureyri og Þorsteinn Leifsson, Guð- mundur Sigurðsson, Guðmundur H. Helgason og Agnar M. Jóns- son frá Reykjavík. Keppnin hefst á morgun laug- ardag kl. 14.00 með keppni í létt- ari þyngdarflokkunum. Meðal keppenda eru Akureyringarnir Snorri Arnaldsson og Tryggvi Birgir Þór Borgþórsson með tvo af hinum glæsilegu verðlaunagripum sem afhentir verða í hófi eftir Norðurlandamótið. Mynd: ehb 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Krislján skorar á fjármálastjórann Kristján Torfason virðist vera óstöðvandi í getraunaleiknum. Hann lagði Harald Sigurösson í síðustu viku og hefur nú skorað á Inga Björnsson fjármálastjóra Álafoss h.f. Ingi er þekktur keppnismaður og skorast ekki undan slíkri áskorun og verður gaman að sjá hvort hann getur lagt Kristján að velli. Það er stórleikur í sjónvarpinu á morgun, lið Liverpool og Nottingham Forest mætast í undanúrslitum ensku bikarkeppn- innar. Lið Liverpool er búið að vinna 10 leiki í röð, en Forest sigraði í Deildabikarnum um síðustu helgi og er til alls líklegt. En lítum þá á spána hjá strákunum: Kristján: Everton-Norwich 1 Nottingham Forest-Liverpool 2 Arsenal-Newcastle 1 Luton-Coventry x Man. Utd.-Derby 1 Q.P.R.-Middlesbro 1 Wimbledon-Tottenham x Blackburn-Man. City x Bournemouth-Stoke x Bradford-lpswich 2 Leicester-Chelsea 1 Swindon-Watford 1 Ingi: Everton-Norwich 1 Nottingham Forest-Liverpool x Arsenal-Newcastle 1 Luton-Coventry 1 Man. Utd.-Derby 1 Q.P.R.-Middlesbro x Wimbledon-Tottenham 2 Blackburn-Man. City x Bournemouth-Stoke x Bradford-lpswich 2 Leicester-Chelsea 2 Swindon-Watford 2 1X21X21X21X21X2 1X21X21X21X2 Heimisson. Haraldur Ólafsson keppir síðan kl. 15.30 í 82,5 kg flokki. Keppni í þyngri flokkunum, þ.e. 90 kg, 100 kg og 110 kg flokki, hefst síðan á sunnudag kl. 13.00. Keppni í +110 kg flokki hefst kl. 14.30. Verðlaunaafhending fyrir ein- staka flokka fer fram strax eftir hvern þyngdarflokk en verðlaun fyrir besta lyftingamann mótsins, verðlaun fyrir sveitakeppnina og önnur verðlaun verða afhcnt á hófinu á KEA eftir mótið. Sér- stakir verðlaunagripir hafa verið hannaðir úr íslensku grjóti og er það fyrirtækið Álfasteinn í Borg- arfjrði eystra sent framleiðir þá. Birgir vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til Akureyrar- bæjar fyrir stuðninginn við mótið og sagði að án aðstoðar bæjarins hefði ekki verið hægt að halda þetta Norðurlandamót á Akur- eyri. Að lokunt hvatti hann alla sem vettlingi geta valdið að mæta á mótið og sjá sterkustu lyftinga- menn Norðurlanda lyfta lóðun- unt. Jakob Jónsson dvelur næsta mánuðinn á Grænlandi við liandboltaþjálfun. Handknattleikur: Jakob til Grænlands - þjálfar lið K-1933 fyrir grænlensku meistarakeppnina Strax eftir leik KA og Breiða- bliks í 1. deildinni í handknatt- leik hélt Jakob Jónsson KA- maður til Grænlands þar sem hann mun i mánaðartíma þjálfa lið K-1933 fyrir úrslita- keppnina í grænlenska hand- boltanum. Forráðamenn grænlenska liðsins, sem lék nokkra æfinga- leiki hér fyrir skömmu, eins og flesta rekur e.t.v. minni til, komu þá fram með þá ósk að KA myndi útvega þeim mann til þess að sjá um undirbúning liðsins fyr- ir grænlensku úrslitakeppnina. Jakob Jónsson, sem hefur þjálfað yngri flokka KA með ágætum árangri, ákvað að slá til og í gær flaug hann til Quaqataq á vesturströnd Grænlands. Þar mun hann sjá um þjálfun hjá meistaraflokki og einnig vcra þeim innanhandar í sambandi við þjálfun hjá þrernur yngri flokk- um félagsins. Jakob er fyrsti íslenski þjálfar- inn sem fer til Grænlands cn margir íslenskir þjálfarar hafa hins vegar þjálfað í Færeyjum. Reyndar má fullvíst telja að íslendingar hafi aðstoðað Færey- inga mun meira í uppbyggingu íþróttarinnar þar á eyjunum en Danir. Nú starfar þar m.a. Er- lendur Hermannsson fyrrverandi þjálfari Þórsara og hefur staðið sig vel. Möguleiki er á því. að Jakob leiki með grænlenska liðinu ef félagaskipti lians ganga nógu fljótt í gegn. Þetta veltur þó á samþykki grænlenska handknatt- leikssambandsins. Jakob dvelur í bænum í rúman mánuð og kemur aftur til Islands um miðjan maí- mánuð. Það cr íslenskur maður, Guð- mundur Þorsteinsson, sem býr í Quaqataq og er reyndar liðsstjóri handknattleiksliðsins, sem hefur átt forgöngu um þetta mál. Hann hefur búið á Grænlandi um nokk- urra ára skeið og í samtali viö Dag sagði hann að Islendingar gætu veitt öfiuga aðstoð í upp- bygginu íþróttarinnar á Græn- landi. Segir hann að knattspyrn- an sé reyndar vinsælasta íþrótta- greinin í landinu en handknatt- leikurinn sé í mikilli sókn enda sé sífellt verið að byggja fleiri og fleiri íþróttahús í bæjunum og þar með skapist langþráð aðstaða fyrir inniíþróttir. Ganga: Lambagangan á morgun - einnig verður farið í hópferð inn í Lamba Reyndar er þessi mynd ekki úr Lambagöngunni heldur frá Ólafsfirði. En hún minnir á keppnina og vert er að minna fólk á skoðunarferðina. Mynd: óþh Lambagangan 1989, sem er liður í Islandsgöngunni, fer fram laugardaginn 15. apríl. Gangan hefst á Súlumýrum kl. 12.00 og er gengið inn í „Lamba“, skála Ferðafélags Akureyrar í Glerárdal og til baka, alls um 25 km leið. Samhliða kappgöngunni verð- ur farin hópferð inn í „Lamba" undir leiðsögn fararstjóra. Farið verður frá öskuhaugunum kl. 10.00. Ferðin fram og til baka tekur u.þ.b. 4 klukkutíma. Allir þátttakendur fá viðurkenningu og þátttaka er ókeypis. Verðlaun fyrir Lambagönguna verða veitt í flokkum karla og kvenna 17-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. Skráning fer fram í síma 22722 eða á mótsstað. Þátt- tökugjald er 400 krónur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.