Dagur


Dagur - 28.04.1989, Qupperneq 4

Dagur - 28.04.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur ‘28. á^irfí ié'ÖÍ ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASI'MI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Flokkur án framtíðar Þótt fjórflokkakerfið í íslenskum stjórnmálum hafi haldið velli í hartnær 60 ár, hafa smáflokkar og sérframboð alltaf skotið upp kollinum öðru hverju og fengið mann eða menn kjörna á Alþingi. Það er sammerkt með þessum smáflokkum að enginn þeirra hefur lifað lengur en tvö kjörtímabil. Margt bendir þó til þess að Samtök um kvennalista verði fyrst smáflokka til þess að eiga fulltrúa á Alþingi lengur en tvö kjörtímabil, enda var til þess flokks stofnað á nokkuð öðrum forsendum en annarra smáflokka síðustu tveggja áratuga. Auk skammlífisins hafa þeir nefnilega flestir átt það sammerkt að vera stofnaðir í kringum einn mann og þá gjarnan vegna óánægju þess manns með gamla stjórnmálaflokkinn sinn. Borgaraflokkurinn er nýjasta dæmið um smáflokk á ís- landi, sem byrjaður er að flosna upp þegar á fyrsta kjör- tímabili sínu. Stofnandinn, Albert Guðmundsson, er flutt- ur af landi brott og hættur beinum afskiptum af flokks- pólitík. Tveir kjörnir þingmenn Borgaraflokksins hafa sagt sig úr flokknum og stofnað nýjan stjórnmálaflokk. Loks er talsverður ágreiningur meðal þeirra þingmanna sem eftir sitja í Borgaraflokknum um afstöðu til ýmissa stórra mála á þingi. Fátt bendir því til þess að Borgara- flokkurinn nái að standa undir því kjörorði sem hann valdi sér í upphafi, þ.e. „Flokkur með framtíð“. Það er umhugsunarvert fyrir þá fjölmörgu sem fylgdu Alberti Guðmundssyni að málum, hversu skjótlega hann skipti um skoðun, bæði hvað varðar gamla flokkinn sinn og þann nýja. Albert lét svo ummælt þegar hann stofnaði Borgaraflokkinn að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki lengur vettvangur þeirra sem hefðu frelsi einstaklingsins til orða og athafna að leiðarljósi. „Milda aflið" ætti ekki lengur upp á pallborðið þar. Skömmu áður en Albert hélt til Par- ísar, lýsti hann því yfir að hann myndi kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, ef hann ætti nú að velja á milli síns gamla flokks og Borgaraflokksins. Samt verður ekki séð að nokkur sú breyting hafi átt sér stað á Sjálfstæðisflokknum eða for- ystuliði hans, sem réttlætt getur þessa hugarfarsbreyt- ingu leiðtogans. E.t.v. undirstrika þessi ummæli Alberts betur en nokkuð annað þá staðreynd að Borgaraflokkur- inn hefur aldrei haft málefnalega sérstöðu. Hann var fyrst og fremst stofnaður í kringum Albert Guðmundsson vegna persónulegs ágreinings hans og annarra forystu- manna Sjálfstæðisflokksins. Dramatísk útganga Alberts Guðmundssonar af vett- vangi stjórnmálanna markar vafalaust upphaf endalok- anna fyrir Borgaraflokkinn. Ingi Björn og Hreggviður eru á leið í Sjálfstæðisflokkinn, með viðkomu í nýstofnum flokki Frjálslyndra hægri manna. Brotthvarf þeirra er einnig af persónulegum toga spunnið. Það verður erfitt fyrir þá sem eftir eru í Borgaraflokknum að raða saman brotunum þannig að úr verði sæmilega heilleg og trú- verðug mynd af stjórnmálaafli með hugsjónalega og málefnalega sérstöðu. Borgaraflokkurinn er flokkur með skamma fortíð og litla framtíð ef að líkum lætur. Vafasamt verður að teljast að hann nái að lifa fram yfir næstu alþingiskosningar. BB. Þá fór að færast fjör í bakteríupartýíð Eins og flestir vita hefur inflú- ensufaraldur herjað á landsmenn undanfarnar vikur. Þetta er reyndar orðinn árviss atburður, sem fæstir kippa sér upp við. Sá vinnustaður sem ég er á hefur ekki farið varhluta af þessum vágesti og hefur lagt margt hraustmennið í rúmið í tvo til þrjá daga. Þegar flensan geisaði hvað harðast, sagði ég við mína ágætu vinnufélaga, að ég þyrfti nú ekk- ert að óttast, ég fengi sko aldrei neinar svona umferðarpestir. Þeir brostu góðlátlega og lofuðu mér að lifa sælum í minni trú. Eg vil reyndar skjóta því hér inn í, að þegar ég byrjaði að vinna þarna, datt mér ekki í hug að jafn þægilegt og hjálpsamt fólk finnd- ist á jafn stórum vinnustað og þessi er. Ég man t.a.m. fyrstu dagana sem ég var að vinna á þeirri vél sem ég vinn við núna, trúði ég ekki að mér tækist nokkru sinni að ná valdi á þeint handtökum sem til þarf, til þess að fullnýta þetta tæki. En þolin- ntæði þeirra sem kunnu lagið á þessu og hughreystingarorð þeirra, komu mér á sporið, þann- ig að nú lætur untrædd vél bara nokkuð vel að minni stjórn. En það var þetta með flensuna. Einn morguninn núna í apríl- mánuði vaknaði ég með sárindi í hálsi og kvefþyngsli fyrir brjósti. Ég ætlaði samt ekki að verða veikur. Ég hafði einhvern tíma heyrt í fyrirlestri að maður yrði oft lasinn, vegna þess að maður biði bara bakteríurnar velkomn- ar, líkt og maður biði fólki í veislu. Síðan slægju þær upp „partýi“ og léku á als oddi með- an viðkomandi lægi með nef- rennsli og hósta í rúminu. Á fætur fór ég. Þetta illþýði ætlaði ég ekki að bjóða velkomið í minn skrokk. Það var í kaffitím- anum klukkan tfu sem ég fann að ég hafði beðið ósigur fyrir bakt- eríunum. Þá mundi ég allt í einu eftir því að ég hafði fengið slæmt kvef fyrir nokkrum árum og þá hafði kona nokkur ráðlagt mér að borða eins og einn til tvo hvít- lauka, til að vinna bug á kvefinu. Þetta hafði ég gert og ég mundi ekki betur en ilmandi hvítlaukur- inn hefði gert mig alheilan. Ég notaði kaffitímann til að skreppa í búð. í Hagkaupum fann ég loks laukinn góða, þrjú stykki á 48 kr. Sigri hrósandi hélt ég aftur til vinnunnar. Þessi lauk- ar skyldu sko nokk leysa þetta bakteríu-„partý“ upp. Ég fór strax á minn stað, setti laukinn upp á vélina eftir að hafa tekið af honum eitt lauf, sem mér fannst brenna eins og eldur frá koki og niður úr. Þetta dugar, hugsaði Auðunn Blöndal skrifar ég, þetta standast engar kvef- bakteríur. Ég brosti afsakandi til stúlkunnar á næstu vél við mig, því mér fannst eins og fnykinn af lauknum hlyti að leggja um nán- asta umhverfi og tók því á það ráð að afsaka át mitt á þessurn voðalega lauk. í dagsins önn gleymdi ég nærri, bæði lauknum og eymd minni. En þegar heim kom og ég ætlaði að heilsa konunni minni með kossi, tók hún andköf og baðst undan slíkum atlotum, meðan ég spúði þessum ósköpum eins og dreki um allt hús. Nú var sóttur mælir og þegar ég sá að kvikasilfrið var komið nokkuð langt upp fyrir það sem eðlilegt er, fannst mér færast enn meira fjör í bakteríu-„partýið“ í skrokknum á mér. Að lokum, þegar ég sagði konunni minni að mig langað samt að reyna að fara í vinnuna daginn eftir, sagði hún mér að fólk sem væri lasið væri best geymt heima hjá sér. Margir væri jú þeirrar skoðunar að þeir væru ómissandi í vinnunni og kæmu þar af leiðandi oft með nefrennsli og hósta til vinnu sinn- ar flestum til ama, þetta var jú smitandi flensa. Þar sem mín ágæta eiginkona er sjúkraliði, fannst mér ráðlegast að hlýta fyrirmælum hennar og ég vissi reyndar vel að vélin góða mundi skila góðum afköstum þó ég yrði fjarverandi í tvo þrjá daga. Hvít- laukinn sá ég ekki meir og hef ekki spurt konuna mína um af- drif hans. Það var gaman að koma aftur til vinnunnar hress og kátur og suðið í vélinni, sem er spönsk að uppruna, ómaði eins og söngur suðrænnar „senjorítu" í eyrum mér. Við sem vinnum þarna eig- um öll kost á að fá útvarpstæki í formi heyrnahlífa og ég er einn þeirra sem nýti mér þennan valkost. Á þessum tækjum er hægt að velja milli þriggja útvarpsrása og maður getur alltaf fundið eitthvað við sitt hæfi á ein- hverri þeirra. Við sem höfum gaman af frétta- tímunum getum nánast lært frétt- irnar utan að, því ég var að reikna það út, að ég get hlustað á u.þ.b. átta fréttatíma frá kl. 07 að morgni til 12.20 á hádegi. Nýjustu fréttir frá útlöndum hafa vakið nokkurn óhug hjá mörgum. Þar ber hæst hið hörmulega slys á íþróttaleik- vanginum í Bretlandi, eins er líka um hinn sokkna kafbát á botni Barentshafs, sem virðist bíða þess eins að tímans tönn nagi hann sundur og ekki vitum við leikmenn hvaða afleiðingar það kemur til með að hafa á náttúr- una umhverfis hann. Af innlendum vettvangi ber hæst umræður um kjarasamninga hinna ýmsu stéttafélaga, launa- greiðslugeru atvinnuveganna og jafnvel hvort ríkisstjórnin haldi velli eða hvort kosningar verði áður en langt um líður. Svo er það málræktarátakið sem í gangi er. Ég er ekki sammála þeim sem álíta að útlensku slanguryrðin ógni okkar ylhýra máli mest. Þeir sem nota orð eins og kjút, bæ bæ, töff og fleira af því tagi, vita að það er ekki íslenska og geta án leiðbeininga lagt slíkt málfar niður, þegar þá lystir. Það eru aftur á móti ýmsar leynisnörur sem við getum fallið í, sem erfið- ara er að losna úr. Góður smellur er að mínurn dómi ágætt nýyrði yfir gott dæg- urlag, en það þótti mér aftur á móti afleit málvilla, þegar einn smelliþulurinn sagði um daginn að Bibba og Halldór, þessi ann- ars bráðskemmtilegu hjón „væru farin erlendis. . .“ Maður fer til útlanda og er staddur erlendis o.s.frv. . . . Annars tala þessir þulir yfirleitt ekkert verra mál en aðrir. Svo er það þessi ofnotkun orða og orðasambanda sem mér finnst kannski einna Ijótast í íslenskunni. Tökum dæmi: Nú er varla minnst á peninga eða fé, nema féð sé í eignarfalli og verð- ur þá fjár. Og þar eru að mínum dómi ekki allar ferðir til fjár, í íslensku málfari. Síðan er orðið magn líka notað í eignarfalli og þá er það orðið fjármagn sem tröllríður svo öllum umræðum um kostnað og áætlanir í þjóðfé- lagi okkar. Menn tala um fjár- magnseigendur, -kostnað, -þörf, -eftirspurn eða jafnvel fjármagns- kostnaðaryfirlitseyðublað . . .! En þetta er ekki rangt, heldur ljótt að rnínuin dómi. Við erum ekki gömul, þegar okkur fer að langa til að skilja hvert annað, og ég fékk frétt af 3ja ára sonardóttur minni um daginn, hún dvelur erlendis um þessar mundir. Fyrst þegar hún fór út til að reyna að leika sér við jafnaldra sína þarna í þessu fram- andi landi, kom hún strax inn til mömmu sinnar og sagði að það væri ekkert gaman að leika við þessa krakka, þau bulluðu bara.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.