Dagur - 28.04.1989, Qupperneq 5
Föstudagur 28. apn'l 1989 - DAGUR - 5
f/ lesendahornið /j
Ekki hægt að synda í
Mði fyrir fíflagangi í bömum
Sund er ein mest stundaða
almenningsíþrótt hér á landi.
Hér í bæ er það þó orðið svo að
þeir sem mæta síðdegis í sund til
að synda gefast oftar en ekki upp
við þá heilsusamlegu iðkun.
Ástæðan er sú að þessi löngu allt-
of litla sundlaug er yfirfull af
krökkum sem eru að hoppa,
stökkva og fíflast en athuga ekk-
ert hvar þau Ienda.
Á dýpinu er strengd lína til að
afmarka eina braut ætluð þeim
sem vilja synda! Iðulega er þessi
lína notuð af krökkum til að
hanga á og verða fingur og tær
syndara oft þar á milli, en það er
heldur óþægilegt.
Annarsstaðar á dýpinu þar sem
nokkrir bjartsýnir reyna að synda
er allt fullt af krökkum þannig að
maður gæti ímyndað sér að menn
væru rallhálfir og ættu í erfiðleik-
um með að synda beint.
Ekki virðist vera neinn skiln-
ingur hjá forráðamönnum bæjar-
ins í þessum málum. í Glerár-
þorpi er verið að byggja pínulít-
inn buslupoll svo að ekki verður
mikið sem sundáhugamenn norð-
an ár geta stundað sund þar.
Ekki er áformað að svo stöddu,
þótt mikill áhugi sé hjá sumum.
að hefja byggingu barnasund-
laugar við núverandi laug bæjar-
ins. Það myndi leysa mikinn
vanda, svo ekki sé minnst á ef
rennibraut væri við laugina, þá
gæti fullorðna fólkið synt í ró og
næði í dýpri hluta laugarinnar.
Mjög slæmt er það þó að sjá
fullorðna fólkið berjast við að
synda með krakka hangandi á
línunni og sundlaugarverðina
sitja inni og gera ekkert til að
gera fóiki kleift að synda aðeins
áhugaleysi þeirra er oft á tíðum
ótakmarkað.
Syndari í Sundlaug Akureyrar.
Hvor bræðranna á nú öflugri
arfleifð á Norðurlandi
- Einar Þveræingur eða Guðmundur ríki?
„Dalurinn. Aðaldalur allra dala.“
(Bjartmar Guðmundsson.)
í fréttatíma útvarps nýverið
heyrði ég sagt frá því, að í Þing-
eyjarsýslu væri nú komin af stað
söfnun undirskrifta til þess að
leggja áherslu á að heimiluð
verði svonefnd forkönnun á
„hagkvæmni" varaflugvallar' í
Aðaldal á vegum varnarliðs og
Nató. í ljósi umræðna sem heyrst
hafa um slíka framkvæmd, er í
huga þriggja km braut og „nauð-
synlegt" athafnasvæði og kostn-
aður 10-11 þúsund milljónir! Nú
setti mig hljóðan.
Ég vil mælast til þess að efst á
„haus“ undirskriftalistanna verði
með áberandi letri birt í heild
ljóð Huldu, Unnar Benedikts-
dóttur frá Auðnum, er hún orti
við lýðveldishátíð á Þingvöllum
17. júní 1944. Verðlaunaljóð
þingeysku skáldkonunnar: Hver
á sér fegra fööurland, öll erindin.
Á sumardaginn fyrsta 1989.
Jónas Pétursson.
Ágætar mvndir Gísla
- fróðlegar og skemmtilegar
Nú nýlega sýndi sjónvarpið
kynningarmynd um Siglufjörð
og fyrr í vetur kom á skjáinn
mjög skemmtileg og frískleg
mynd um Menntaskólann hér í
bæ.
Báðar voru þessar myndir
fróðlegar og skemmtilegar og
höfundi þeirra Gísla Sigurgeirs-
syni til mikils sóma. Væri æski-
legt að Gísli væri studdur fjár-
hagslega til frekari athafna á
þessu sviði. Ekki efa ég aö Gísli
gæti gert verðmætar myndir um
ýmsa smærri staði á Norðurlandi
og bjargaö frá glötun og
gleymsku ýmsum fróðleik sem
kann að vera til á smáfilmum og
eins með viðtölum við eldra fólk.
Gaman væri að endursýna síð-
ar á árinu bæði MA-myndina og
Siglufjarðarmyndina. Vel gert.
Þakkir Gísli!
Har.
Vegna greinar um skíðaferð barna
til Sigluíjarðar:
Lítil saga um
ferð með togara
Aðalfundur
Aðalfundur Leikfélags Öngulsstaðahrepps
verður haldinn í Freyvangi sunnud. 30. apríl
kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Verkefnisstjóri
Félagsmálaráðuneytið óskar eftir að ráða verk-
efnisstjóra vegna aðgerða stjórnvalda til að fjölga
atvinnutækifærum fyrir konur í dreifbýli. Um erað
ræða þriggja til fjögurra mánaða verkefni. Nánari
upplýsingar eru veittar í félagsmálaráðuneytinu
sími 91-609100. Háskólapróf eða góð reynsla úr
atvinnulífinu áskilin. Skriflegar umsóknir, þar sem
m.a. er gerð grein fyrir menntun og fyrri störfum,
sendist ráðuneytinu í síðasta lagi 8. maí 1989.
Félagsmálaráðuneytið,
24. apríl 1989
LA GEAR,
skórnir sem eru
að slá í gegn
í Bandaríkjunum
Stærðir 18-46. ■
Sporthú^id
Hafnarstræti 94 Sími 24350
Nei nú get ég ekki orða bundist
lengur. I Degi þann 19.04. las ég
greinina um heimför og aðbúnað
krakkanna, sem voru á Siglufirði
helgina 15.-16. apríl í skíðaferð á
vegum S.R.A. Fyrirsögnin var:
„Hefðu börnin verið látin hýrast
á millidekki togara.“
Ég get auðvitað ekki fullyrt
neitt um það hvernig aðbúnaður-
inn hefði verið um borð í þeirn
togara sem börnin áttu að fara
með. En til gamans ætla ég að
segja litla ferðasögu í von um að
sem flestir foreldrar skíðabarna
lesi hana.
Veturinn 1983 fór hópur á veg-
um S.R.A. til ísafjarðar til að
keppa á skíðum, undirritaður var
með í förinni og einn af yngstu
þátttakendum eða á 13. ári. Á
sunnudagskvöldi komumst við
ekki til Akureyrar sökum veðurs.
En á miðvikudag var loksins grip-
ið til þess ráðs að fara heirn með
togara. Ég ntan ekki hvað togar-
inn hét en það var einhver
. . . bakur. Tekið skal fram að
krakkarnir voru töluvert eldri en
„Siglufjarðarhópurinn“ eða á
aldrinum 13-16 ára. Einnig var
hann mun minni. Ég get fullyrt
það að við vorum ekki látin
„hýrast“ á einum né neinum stað
um borð í togaranum. Á allan
hátt voru aðstæður góðar, þó svo
að sumir hefðu þjáðst af sjóveiki.
Við fengum fínan mat um
borð, og lögðum undir okkur
hvert einasta bæli sem hægt var
að finna í togaranum. Ef ekki
fyrir framan vídeóið þá kojur
skipverja sem voru allir hinir
almennilegustu við okkur. Ég
man ekki hvað siglingin sjálf stóð
lengi en ferðin hófst um kl. 14 á
miðvikudegi og um kl. 7 á
fimmtudagsmorgni stigum við á
land á Akureyri. Flestir þreyttir
eftir mjög svo ævintýralega heim-
ferð úr skíðaferðalaginu til ísa-
fjarðar, en jafnframt ánægðir að
vera loksins komin heim eftir 3ja
daga töf.
Að ntínu mati missti „Siglu-
fjarðarhópurinn“ þarna af mikilli
ævintýraferð, þó svo mitt álit
skipti ekki neinu máli í þessu til-
viki.
Að lokum vil ég taka undir orð
Tómasar: „ . . . að foreldrar
yngri barna ættu frekar að konta
með í ferðir sent þessar til að sjá
um sín börn fremur en að sitja
heima og setja útá.“
„Skíöavinur.“
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1983-2. fl. 01.05.89-01.11.89 kr. 370,85
1984-3. fl. 12.05.89-12.11.89 kr. 366,74
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, apríl 1989
SEÐLAB ANKIÍSLANDS