Dagur - 28.04.1989, Page 9
Föstudagur 28. apríl 1989 - DAGUR - 9
Norðurhéruðin
halda saman
Fólk gerir sér ef til vill ekki grein
fyrir því hvílíkar gríðarlegar vega-
lengdir eru frá syðstu byggðum
Noregs til þeirra nyrstu. Það skal
upplýst að frá Osló til Alta eru
heilir 2000 kílómetrar. Þarna á
milli er þriggja tíma flug og öku-
ferðin tekur um tvo sólarhringa.
Þá er keyrt eins ög leið liggur nið-
ur Svíþjóð og aftur yfir norsku
landamærin.
Þessar miklu vegalengdir gera
það að verkum að norðursvæði
Noregs eiga í mörgu litla samleið
með suðursvæðunum. Menningin
er önnur, landslagið annað og
loftslagið sömuleiðis. f>ví hefur
það verið svo til fjölda ára að
norðursvæði Noregs, Finnlands
og Svíþjóðar, og jafnvel angi af
Sovétríkjunum, hafa myndað
eina menningarlega og landfræði-
lega heild sem í daglegu tali er
kölluð Nord-Kalotten. Suður-
mörk þessa svæðis er norður-
Eitt af mikilvægustu hlutverk-
um nýrnanna er að losa líkamann
við úrgangsefni - eiturefni - sem
fara síðan út með þvagi. Þegar
vatnsskortur er í líkamanum ger-
ist það sjálfvirkt að líkaminn
heldur í það vatn sem hann
hefur. Pegar haldið er í sama
vatnið langtímum saman veldur
það því að það mengast smám
saman af úrgangsefnum og nýrun
hreinlega eru ekki fær um að
heimskautsbaugur. Samvinna
norðurþjóðanna hefur vaxið á
undanförnum árum og ísland
hefur í ríkara mæli tengst þessum
þjóðum, t.d. á sviði íþrótta. Er í
því sambandi vert að minnast
Kalott-keppninnar í sundi og
frjálsum íþróttum.
Spennandi en krefjandi
Að sögn Nöste Kendzior hefur
svokölluð norðurnorska menn-
inganefndin stuðlað ötullega að
öflugu menningarlífi norður-
svæðanna. Þessi nefnd eða
kannski öllu heldur stofnun held-
ur upp á 25 ára afmæli sitt á þessu
ári. „Það er ekki síst fyrir hennar
atbeina sem það ntikilvæga skref
var stigið að koma á fót Norrænu
upplýsingaskrifstofunni í Alta,“
sagði Nöste.
Hún sagði að starfsemi skrif-
stofanna sex væri mjög mismun-
andi. Til dæmis er hún í fullri
vinnu við skrifstofuna í Alta en
I starfsmaður upplýsingaskrifstof-
losa líkamann við eiturefni lík-
amsvökvans. Þannig ofkeyrast
nýrun.
Það er hins vegar eitt líffæri
sem aðstoðar nýrun þegar mikið
liggur við og það er lifrin sem
reynir að fást við þetta ofurmagn
af eiturefnum. Það er hins vegar
vandamál nteð lifrina að þegar
lítið er um vökva í líkamanum
getur hún ekki starfað eins hratt
og eðlilega. Henni gerist því
unnar á Akureyri hins vegar
aðeins hálfan daginn. „Þetta starf
er mjög krefjandi og mikilvægt er
að vera ekki of lengi í því. Þú
verður alltaf að vera með nýjar
og ferskar hugmyndir á taktein-
um um starf skrifstofanna og það
getur vissulega oft á tíðum verið
erfitt. En þetta er spennandi,“
sagði Nöste.
Hef áhuga á auknum
samskiptum við Island
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég
kem til íslands og ég verð að
segja að það kom mér skemmti-
lega á óvart hvað Akureyri er lík
mínum heimabæ, Alta. Reyndar
er miklu nteiri snjór hér nú en
úti, en á það ber að líta að í vetur
hefur verið óvenjulega lítill snjór
í norðurhéruðunt Noregs," sagði
Nöste. „Og þessi fyrstu kynni
mín af íslandi hafa ýtt undir þá
skoðun mína að auka beri til
I muna samskipti íslendinga við
sífellt örðugra að fást við eitt af
sínum aðal hlutverkum og það er
að nýta geymda fitu sem orku.
Afleiðingarnar af þessu eru þær
að líkamsfita eykst. Ástæðurnar
fyrir því eru aðallega tvær. í
fyrsta lagi eru þær hitaeiningar
sem.geymdar voru í formi fitu í
líkamanum ekki nýttar sem
brennsluefni þannig að það verð-
ur ekki um neina fitulosun að
ræða þar. í öðru lagi vantar lík-
amann vatn og þess vegna heldur
hann í heilmikið ntagn af vatni
sem getur verið 3-5 kg af auka-
kílóum.
Að sjálfsögðu er með þetta
eins og annað að lausnin er ekki
margslungin. Hún er einfaldlega
sú að drekka þessi 8 glös af vatni
á hverjum degi, en þá er miðað
við meðal mann að öllu leyti bæði
hvað varðar hreyfingu og líkams-
þyngd. Ef þú stundar æfingar eða
ert þyngri heldur en kjörþyngdin
segir til um þá þarft þú meira.
Það er mikið um að fólk þori
ekki að drekka mikið af vatni þar
sem það heldur að það valdi því
að það belgist út af vatnssöfnun.
í rauninni er það andstæða sem
gerist. Þegar nægilega mikið er af
vatni í líkamanum skynjar líkam-
inn að „þurrkurinn“ er búinn og
þá geta nýrun starfað eðlilega og
þar með losað líkamann við
óæskileg úrgangsefni. Þess vegna
minnkar heildar vatnsmagn lík-
amans, og þegar lifrin getur hafið
eðlilega starfsemi að nýju getur
hún auðveldlega hafist handa við
að breyta fitu í orku. Sé síðan
hitaeiningum haldið í hæfilegu
norðurhéruð Noregs, Finnlands
og Svíþjóðar. Ég hygg að við
séum að fást við svipuð vanda-
mál, t.d. byggðavandamál. Nord-
Kalotten-svæðinu helst t.d. illa á
sérfræðimenntuðu fólki. Það er
ekki óalgengt að það vinni um
hríð hjá fyrirtækjum í norður-
héruðununt að afloknu námi en
hverfi síðan á braut að tveimur til
þremur árum liðnum. Þetta er
auðvitað stórt vandamál og mér
hefur skilist að þetta sé vel þekkt
hér á landi einnig," sagði Nöste.
Hún benti einnig á að það væri
mjög áhugavert að auka sérstak-
lega samvinnu Akureyrar og Alta
á sviði menningar, ferðamála og
ótal fleiri sviða. „Þetta eru bæir
sem eru allt að því jafnstórir,
með 14 þúsund íbúa. Þá eru
höfuðatvinnuvegir þessara bæja
þeir sömu, þ.e. fiskveiðar og iðn-
aður. í Ijósi þessa sýnist mér vert
að ígrunda þann möguleika að
koma á auknum tengslum rnilli
þessara tveggja bæja.“
Vil fá fleiri íslendinga
í heimsókn
Nöste sagðist aðspurð vissulega
vilja fá íslendinga í ríkara rnæli í
heimsókn til Alta. Hafi fólk
áhuga á slíkri ferð er cinfaldast
að setja sig í samband við Norrænu
upplýsingaskrifstofuna á Akur-
eyri og fá allar tiltækar upplýsing-
ar. Nöste segist hafa unnið í þrjú
ár á skrifstofunni í Alta en á þeim
tíma hafi ntjög fáir íslendingar
komið þangað norður eftir.
Nöste er hreinræktaður Norð-
ur-Noregsbúi. Hún er fædd og
uppalin í nágrenni Alta og þekkir
því vel til Nord-Kalotten svæðis-
ins. Ekki hefur hún þó dvalið þar
alla sína tíð. í sjö ár bjó hún í
Danmörku og náði sér þar í eig-
inmann. Síðan lá leiðin til Finn-
lands áður en aftur var snúið
norður fyrir heimskautsbaug til
Alta. „Ég verð að viðurkcnna að
ég óttaðist að eiginmaður minn
gæti aldrei sætt sig við að búa
norður í Alta. Þar er loftslag og
umhverfi allt ntjög svo frábrugð-
ið því sem hann á að venjast í
Danmörku. Ótti minn var þó
ástæðulaus og okkur líkar vel
þarna nyrðra. Þarna er svo gott
að búa,“ sagði Nöste Kendzior
að lokum. óþh
magni er ekkert sem stöðvar lík-
amann í að losa sig viö aukakíló-
in.
Það eru hins vegar nokkur atr-
iði sem þú ættir að hafa í huga sé
ætlunin að auka vatnsneysluna að
einhverju ráði. I fyrsta lagi ættir
þú að hafa heimilislækninn með
í ráðunt og í öðru lagi að gefa þér
aðlögunartíma ef þú hefur lengi
verið í vatnsskorti. Þótt ótrúlegt
rnegi virðast þá er ekki ótrúlegt
að þegar þú byrjar að drekka
meira af vatni en venjulega að þú
verðir oftar var við þorstatilfinn-
ingu. Það er vegna þess að þegar
iíkaminn er búinn að vera lengi í
vatnsskorti dregur hann úr
þorstatilfinningu.
Síðan átt þú sjálfsagt eftir að
taka eftir auknum þvaglátum.
Nýrun sem sjá unt þá fram-
leiðslu, draga úr þvagláti þegar
vatnsskortur er í líkamanum og
því er eðlilegt að þvaglát aukist
þegar allt fer í eðlilegt horf.
Skemmtilegustu áhrifin sem
eðlileg vatnsneysla hefur verða
augljós á baðvoginni. Léttingin
getur verið veruleg - ekki ein-
ungis vegna vatnstaps heldur er
öruggt að einhver fitulosun á sér
stað þar sem hæfileiki líkamans
til þess að breyta fitu í orku hefur
aukist. Auk þess minnkar matar-
listin þegar nóg er af vatni. Það
skyldi þó haft í huga að það er
ekki nóg að drekka nóg af vatni
til þess að losna við aukakílóin -
gott mataræði og æfingar eru
einnig nauðsynlegar. Þegar þetta
þrennt er sameinað getur það
gert gæfumuninn. EG
Heildverslun Gunnars
Hjaltasonar Reyðarfirði
Sími 97-41224
GOTTKAFFI
Lifaiidi ord
„Komid til mín, allir þér, sem
erfiðið og þunga eru hlaðnir,
og ég mun veita yður hvíld. “
Matt. 11,28.
Þessi orð Frelsarans hafa
verið nefnd „tilboöiö mikla“.
Þetta tilboð hans er til allra
manna á öllum tímum. Hann
býður okkur breyskum mönn-
um andleg verömæti frá Guði.
Hann beinir sínum kærleiks-
ríku orðum til þeirra, sem
finna að þeir þurfi á Guði að
halda. Þegar Jesús gekk um
hér á jörðu, komu margir til
hans með sínar byrðar og
vandamál. Hann líknaði og
hjálpaði öllum þeim sem til
hans leituðu. Hann sagöi eitt
sinn: „Þann sem kemur til
mín, mun ég alls eigi brott
reka.“ Jóh. 6,3.
Hann býður okkur útrétta
sáttarhönd Guðs. Hann býður
okkur samfélag við Guð og
sanna hamingju. Hann býður
okkur náð Guðs og fyrirgefn-
ingu. Hann býður okkur
endurlausn og eilíft líf. Við
þurfum að koma til hans í trú
og veita honum viðtöku, það
er lykilatriðiö. En það er margt
sem hindrar okkur í því að
leita hans í einlægni og
alvöru. Þeir sem koma til hans
eru þeir sem skynja þörf sína.
Því sá sem lifir í andvaraleysi
og jafnvel í kæruleysi, finnur
ekki fyrir þessari andlegu þörf.
„Og ég mun veita yöur
hvíld.“ Drottinn sem þekkir
mannshjartað, hann veit, að
margir erfiða í andlegum efn-
um og bera þungar byrðar.
Þær byrðar geta verið af ýms-
um toga. Byrði syndarinnar
getur reynst þung. An Krists er
mikil andleg fátækt: Óvissa,
öryggisleysi, tómleiki, von-
brigði, kvíði, skilnaður, niður-
læging o.fl. En Jesús getur
veitt þá hvíld sem hann talar
hér um. Hvíldin er sætust
þeim, sem þyngstu byrðarnar
hafa borið og sönn hamingja
dýrmætari en falskar vonir.
Það er hið rétta, þegar við leit-
um hans og lærum að hvíla í
Guði og treysta honum. Jesús
sagði við þá sem höfðu tekið
við honum: „Frið læt ég eftir
há yður, minn frið gef ég yður.
Ekki gef ég yður eins og heim-
urinn gefur. Hjarta yðar skelf-
ist ekki né hræðist." Jóh.
14,27.__________________________