Dagur - 17.05.1989, Síða 9

Dagur - 17.05.1989, Síða 9
 Miðvikudagur 17. maí 1989 - DAGUR - 9 >: A vv ->*»*< ,v r»». •:< V v Arsenal tapaði fyrir Derby - og nú á Liverpool alla möguleika á titlinum - „Boro“ niður Dean Saunders var Arsenal erfiður á laugardaginn. Um helgina fór fram síðasta umferðin í ensku deilda- keppninni. Enn er þó óljóst hvort það verður Liverpool eða Arsenal sem hampar Eng- landsmeistara bikarnum í lokin. Arsenal hefur tveggja stiga forskot í efsta sæti, en Liverpool á leik inni og þykir nú líklegra til að fara með sigur í keppninni. Enn er 8 leikjum ólokið í 1. deild, en öllum leikjum 2. deildar er nú lokið. Leikirnir sem eftir eru í 1. deild eru: Arsenal-Wimbledon Liverpool-West Ham Liverpool-Arsenal Liverpool-Q.P.R. Everton-Derby Nottingham For.-West Ham Sheffield Wed.-Norwich Coventry-Nottingham For. Liverpool átti ekki möguleika gegn Wimbledon í fyrri hálfleik, Alex Watson kom inn í liðið sem þriðji miðvörður, en Peter Beardsley var varamaður. Sú leikaðferð gekk ekki og vörnin réð ekkert við John Fashanu hinn stæðilega miðherja Wimbledon. Wimbledon komst yfir á 19. mín. er Fashanu lék á Steve Staunton og sendi fyrir markið. Alan Hansen ætlaði að skalla frá, en af honum fór þó boltinn í markið. Wimbledon hefði getað bætti við mörkum og Liverpool var heppið að sleppa inn í hálfleik aðeins einu marki undir. Þá gerði Kenny Dalglish breytingu á liði sínu sem gafst vel, Ian Rush kom inn á í Staðan 1. deild Arsenal 36 21- 9- 6 69:34 72 Liverpool 35 20-10- 5 58:25 70 Nott. Forest. 37 17-13- 7 61:39 64 Norwich 37 17-10-10 46:42 61 Derby 38 17- 7-14 40:37 58 Tottenhain 38 16-11-1160:46 57 Everton 38 13-11-12 49:45 54 Coventry 38 14-13-11 46:40 55 Q.P.R. 37 14-11-12 43:35 53 Milhvall 38 14-11-13 47:49 53 Man. Utd. 38 13-12-13 45:35 51 Wimbledon 37 14- 8-15 48:44 50 Southampton 38 10-17-12 52:66 45 Charlton 38 10-12-16 44:58 42 Luton 38 10-11-17 43:49 41 Sheff. Wed. 37 10-11-16 32:49 41 Aston Villa 38 9-13-15 45:56 40 Middlesbro 38 9-12-17 44:6139 West Ham 36 9- 8-19 34:56 35 Newcastle 38 7-10-21 33:59 31 2 . deild Chelsea 46 29-12- 5 96:50 99 Man. City 46 23-13-10 77:53 82 C. Palace 46 23-12-1171:49 81 Watford 46 22-12-13 74:49 78 Blackburn 46 22-11-13 74:59 77 Swindon 46 20-16-10 68:53 76 Barnsley 46 20-14-12 66:57 74 Ipswich 46 22- 7-16 69:58 73 W.B.A. 46 18-18-10 65:41 72 Leeds Utd. 46 17-16-13 59:50 67 Sunderland 46 16-15-15 60:60 63 Bournemouth 46 18- 8-20 53:62 62 Stoke 4615-14-17 57:7159 Bradford 46 13-17-16 52:59 56 Leicestcr 45 13-16-16 55:61 55 Oldham 46 11-21-14 75:72 54 Oxford 46 14-12-20 62:69 54 Plymouth 46 14-12-20 55:66 54 Portsmouth 46 13-12-21 53:62 51 Brighton 46 14- 9-23 57:66 51 Hull 4611-14-21 52:68 47 Shrewsbury 46 8-17-20 40:67 42 Birmingham 46 8-11-27 31:76 35 Walsall 46 5-16-25 41:80 31 stað Watson og Liverpool vélin fór f gang. A 57. mín. varð mis- skilningur tveggja varnarmanna Wimbledon til þess að Rush náði af þeim boltanum, sendi til John Aldridge sem skoraði auðveld- lega af stuttu færi. 13 mín. síðar gerði John Barnes út um leikinn eftir mjög góðan einleik sem hann lauk með góðu skoti í netið hjá Wimbledon. Meistararnir áttu ekki í erfiðleikum með að innbyrða sigurinn eftir þetta og titillinn blasir nú við liðinu. 41.000 áhorfendur komu til að sjá Arsenal sigra Derby, en þeir fóru óánægðir heim í leikslok. Arsenal hafði þó nokkra yfir- burði í leiknum og fékk 17 góð marktækifæri, en tókst aðeins að nýta eitt þeirra 3 mín. fyrir leiks- lok er Alan Smith tókst að skora. Derby fékk aðeins 5 tækifæri þar af vítaspyrnu, en nýtti tvö þeirra og sigraði því í leiknum. Dean Saunders skoraði bæði mörk Derby það fyrra með glæsilegu skoti í fyrri hálfleik og síðan úr vítaspyrnu 14 mín. fyrir leikslok eftir að brotið var á honum sjálfum. Þetta tap mun örugglega reynast Arsenal dýrt og leikmenn geta kennt sjálfum sér um. Derby varðist þó vel og Peter Shilton átti stórleik í markinu, en Kenny Dalglish ætti að senda Saunders kampavínsflösku fyrir mörkin. Sheffield Wed. sendi Middles- brough niður í 2. deild, en bjarg- aði eigin skinni um leið. Steve Whitton skoraði eina mark leiks- ins fyrir Sheffield á 66. mín. með skalla eftir fimmtu hornspyrnu Wed. í röð. Middlesbrough hefur leikið góða knattspynru í vetur og er óheppið að falla, en liðið hefur þurft að treysta um of á Bernie Slaven til að skora mörk. Aston Villa er enn ekki öruggt um sæti í 1. deild á næsta ári og það var baulað á framkvæmda- stjórann Graham Taylor, sem fyrir stuttu var talinn mikill kappi á Villa Park. Villa lék mjög vel í fyrri hálfleik og hefði átt að vera Keppni er nú lokið í 2. deild og eftir leikina á laugardag er Ijóst að Manchester City fylgir Chelsea upp í 1. deild. Crystal Palace, Watford, Blackburn og Swindon munu síðan keppa um þriðja sætið sem gefur rétt til þátttöku í 1. deild. Walsall, Birmingham og Shrewsbury féllu í 3. deild. Það gekk ekki átakalaust fyrir City að tryggja sér sætið í 1. deildinni á laugardag. Mark Ellis skoraði fyrir Bradford á 25. mín. og þrátt fyrir stöðuga sókn City virtist liðinu ekki ætla að takast að jafna. David White skaut í stöng og brenndi síðan af fyrir opnu marki, Paul Molden fékk dauðafæri og Trevor Morley hitti ekki boltann fyrir opnu marki. Það var ekki fyrr en 4 mín. fyrir leikslok að City tókst að jafna og tryggja sér sætið í 1. deild. White óð upp kantinn, gaf fyrir á Mor- ley sem tókst að koma boltanum rétta leið í markið hjá Bradford. Ólæti urðu á leik Crystal Pal- ace og Birmingham þar sem stuðningsmenn Birmingham ruddust inn á leikvöllinn er Pal- ace skoraði fyrsta mark sitt. Leikurinn tafðist í um 30. mín. 5:0 yfir í stað 1:0. David Platt skoraði með glæsilegu skoti. En Coventry náði betri tökum á leiknum eftir hlé, Brian Kilcline og Trevor Peake voru mjög traustir í vörn Coventry og sóknir og 12 manns voru fluttir á sjúkra- hús. Ian Wright skoraði þrjú af mörkum Palace í 4:1 sigri liðsins gegn Birmingham. Kevin McAllister gerði tvö mörk fyrir Chelsea sem sigraði Portsmouth 3:2 og fékk 99 stig í 2. deild. John Wark gerði bæði mörk Ipswich úr vítaspyrnum gegn Blackburn, en Paul Wilkinson skoraði tvö af mörkum Watford gegn Oxford. Shrewsbury er fall- ið og Bernard McNally leikmað- ur liðsins hljóp inn á leikvanginn fyrir leik liðsins gegn Leeds Utd. með skilti á sér þar sem á stóð „Til sölu“, 3. deildin er víst ekki fyrir hann. Wolves og Sheffield Utd. eru komin upp í 2. deild, en um þriðja sætið leika Port Vale, Fulham, Bristol Rovers og Preston. Niður í 4. deild falla Chesterfield, Gillingham, Alder- shot og Southend. Upp í 3. deild koma Rotherham, Tranmere og Crewe, en um fjórða sætið berj- ast Scunthorpe, Scarborough, Leyton Orient og Wrexham. Úr 4. deild fellur lið Darlington, en Maidstone Utd. kemur í 4. deild í þess stað. Þ.L.A. Villa urðu daufari. Um miðjan síðari hálfleik náði Gary Bannist- er að jafna fyrir Coventry með skalla eftir sendingu David Speedie. Aðeins mín. síðar bjargaði Chris Price á línu hjá Villa, en liðið hélt jafnteflinu. Villa hefur nú lokið sínum leikj- um og verður að bíða þess að West Ham tapi stigum til þess að vera öruggt uppi næsta vetur. West Ham hefur örugglega vonast til að Everton væri með hugann við bikarúrslitaleikinn um næstu helgi, en annað kom á daginn. Stuart Slater náði þó for- ystu fyrir West Ham eftir 15 mín. leik, en 12 mín. síðar var dæmd hendi á Phil Parkes markvörð West Ham rétt utan teigs. Kevin Sheddy skoraði beint úr auka- spyrnunni með miklu þrumu- skoti. Dave Watson kom Ever- ton yfir í síðari hálfleik með skalla eftir góðan undirbúning Pat Nevin og Paul Bracewell skoraði þriðja markið 6 mín. fyr- ir leikslok. Neville Southall markvörður Everton varði víta- spyrnu frá Kevin Keen, en þetta var ekki dagur West Ham sem nú verður að sigra bæði Nottingham For. og Liverpool á útivelli til að halda sér í 1. deild. Luton bjargaði sér frá falli er liðinu tókst að sigra Norwich á gervigrasinu. Leikmenn Luton óðu í tækifærum í leiknum, en gekk illa að skora. Roy Wegerle og Mick Harford áttu báðir skot í stöng gegn Norwich sem átti ekk- ert svar gegn Luton. Danny Wil- son varð að lokum hetja Luton liðsins er hann skoraði úr víta- spyrnu fyrir liðið á 15. mín. síðari hálfleiks. Hann hafði misnotað vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en taugar hans héldu og mark hans tryggði áframhaldandi veru Luton í 1. deild. Manchester Utd. sýndi loks að liðið getur sigrað leik er liðið lagði Newcastle á heimavelli 2:0. Brian McClair og Bryan Robson skoruðu mörk liðsins í stðari hálfleik. Millwall og Southampton gerðu jafntefli í sínum leik, Glen Cockerill skoraði fyrir South- ampton í fyrri hálfleik, en Teddy Sheringham jafnaði fyrir Millwall í þeim síðari. Nottingham For. burstaði Charlton sem bjargaði sér frá falli fyrr í vikunni 4:0. Franz Carr, Terry Wilson og Neil Webb skoruðu fyrir liðið í fyrri hálfleik. Steve Chettle bætti fjórða mark- inu við í síðari hálfleik. Tottenham tapaði síðasta leik sínum á keppnistímabilinu, gegn nágrönnum sínum Q.P.R. 0:1 á útivelli. Það var Mark Falco sem skoraði sigurmark Q.P.R. á 89. mín. leiksins. Þ.L.A. Úrslit í vikunni 1. deild Charlton-Dcrby 3:0 Liverpool-Nottingham For. 1:0 Manchester Utd.-Everton 1:2 Q.P.R.-Manchesler Utd. 3:2 Sheffield Wed.-Wcst Ham 0:2 2. deild Crystal Palace-Stoke City 1:0 Um helgina 1. deild Arsenal-Derby 1:2 Aston Villa-Covcntry 1:1 Everton-West Ham 3:1 Luton-Norwich 1:0 Manchcstcr Utd.-Newcastle 2:0 Millwall-Southampton 1:1 Notlingham For.-Charlton 4:0 Q.P.R.-Tottenham 1:0 Shcfficld Wed.-Middleshrough 1:0 Wimbledon-Liverpool 1:2 2. deild Bournemouth-Plymouth 0:0 Bradford-Manchcster City 1:1 Crystal Palace-Birmingham 4:1 llull City-W.B.A. 0:1 Ipswich-Blackburn 2:0 Oldham-Swindon 2:2 Oxford-Watford 0:4 Portsmouth-Chelsea 2:3 Shrewsbury-Leeds Utd. 3:3 Stoke City-Brighton 2:2 Sunderland-Leicester 2:2 Walsall-Barnsley 1:3 3. deild Aldershot-Mansficld 0:0 Brentford-Cardiff City • 1:1 Bristol City-Sheffield Utd. 2:0 Bury-Bristol Rovers 0:0 Chesterfield-Reading 2:4 Fulham-Port Vale 1:2 Gillingham-Notts County 2:1 Huddersfield-Wigan 1:1 Northampton-Bolton 2:3 Preston-Wolves 3:3 Soulhend-Chester 1:0 Swansea-Blackpool 1:2 4. deild Burnley-Scarborough 0:1 Darlington-Carlisle 2:3 Exeler-Lincoln 0:1 Grimsby-Hartlepool 3:0 Halifax-Hereford 2:2 Leyton Orient-Scunthorpe 4:1 Petcrborough-Doncaster 2:0 Rotherham-Cambridge 0:0 Torquay-Colchcster 1:3 Tranmere-Crewe 1:1 Wrexham-Rochdale 2:1 York City-Stockport 2:0 Chelsea og Man. City komin í 1. deild - flögur lið berjast um eitt sæti

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.