Dagur - 17.05.1989, Síða 16

Dagur - 17.05.1989, Síða 16
DACHJR Akureyri, miðvikudagur 17. maí 1989 Kodak Express Gæóaframköllun ★ Tryggðu filmunni þinni ÍSesta ^PediGmyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. w^iiiiiiwwHiiiinniiiiiHiiiiiiiiiiiiiwtiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiwwf Hugrún Linda Guðmundsdóttir fegurðardrottning Islands 1989. Við hlið hennar situr Hildur Dungal sem hafnaði í öðru sæti í kjörinu. Báðar eru stúlkurnar úr Reykjavík. Mynd: Pétur Hugrún linda fegurðar- drottniM íslands Ljós- og beltíslausir ökumenn - kærðir á Húsavík en skammaðir á Egilsstöðum Aðstöðugjöld á slátur og mjólkuriðnað: Vegið að grundvelli landbúnaðar- framleiðslu - segir Sigurður Jóhannesson „Ég tel að hagnaður bæjarfé- lagsins af því að hafa þessa starfsemi innan marka þess sé svo mikill að ágóði af aðstöðu- gjöldum hverfi algerlega í skuggann. Ég tel að verið sé að skerða samkeppnisaðstöðu grundvallargreina í landbúnaði og að verið sé að færa atvinnu út úr landinu ef þetta kemst á,“ sagði Sigurður Jóhannes- son í uniræðu um aðstöðugjöld á fundi Bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær. Á fundinum var til umræðu ályktun frá Bæjarstjórn Blöndu- óss, þar sem harðlega var mót- mælt ákvörðun efri deildar Alþingis um að mjólkurstöðvar og sláturhús verði undanþegin greiðslu og álagningu aðstöðu- gjalda samkvæmt nýjum lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Sigurður greiddi atkvæði gegn þessari ályktun á fundinum, en hún var samþykkt með 9 atkvæð- um. „Ef samþykkt verður að láta grundvallargreinar eins og mjólk- uriðnað greiða aðstöðugjöld er verið að opna fyrir innflutning og stórskaða framleiðslu á vörum eins og Smjörva og smjörlíki. Vinnan við vöruna og reyndar einnig framleiðslu margra hráefna verður þá flutt úr landi, en það virðist vera stefna Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og reyndar einnig Alþýðubandalags að gera það,“ sagði hann. EHB Aðalfundur Steinullarverk- smiðjunnar hf. fyrir árið 1988 fór fram í gærkvöld í Safnahús- inu á Sauðárkróki. Þar kom fram að tap síðasta árs nam rúmum 77 milljónum króna, sem er töluvert meira en árið áður, eða aukning um 67 millj- ónir. Munar þarna mestu um mikla aukningu fjármagns- kostnaðar, eða um 85 milljónir á milli ára. Fjármagnskostnað- ur er 40,7% af veltu ársins og vaxtagjöld eru um 66% af veltu, á móti 42,5% árið áður. Eigið fé verksmiðjunnar rýrn- aði um 49,2 milljónir á síðasta ári og var í árslok ’88 rúmar 139 milljónir. Rekstrartekjur síðasta árs voru rúmar 209 milljónir króna, á móti 151 milljón árið 1987. Rekstrar- gjöldin voru rúmar 217 milljónir króna, þar af voru afskriftir tæp- ar 59 milljónir. Langtímalán verksmiðjunnar námu í árslok um 493 millj. Veltufé frá rekstri var í fyrsta sinn jákvætt og nemur um 10,8 milljónum, en ’87 voru Hugrún Linda Guðmundsdótt- ir, 19 ára Reykjavíkurmær, var kjörin ungfrú ísland í úrslita- keppninni um titilinn sem haldin var á Hótel íslandi á mánudagskvöldið. Titillinn fer því úr Austfirðingafjórðungi að þessu sinni og suður yfir heiðar á ný. Hugrún Linda hlýtur að laun- um vegleg verðlaun, m.a. for- kunnarfallegan pels og dýrindis greiddar til rekstrarins um 14 millj. króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 50,6 millj., sem er ríflega tvö- földun frá fyrra ári. Eignir Stein- ullarverksmiðjunnar á síðasta ári eru metnar á tæpar 673 milljónir, á móti 648 milljónum árið áður. „Á sama hátt og fastgengis- stefna ársins 1987 leiddi til hag- stæðrar rekstrarniðurstöðu þess árs, má segja að timburmennirnir hafi verið teknir út á síðasta ári, því að breyting fjármagnskostn- aðar fyrirtækisins nam um 85 milljónum milli áranna, án þess þó að til nýrrar lántöku hafi kornið," sagði Einar Einarsson, framkvæmdastjóri, m.a. í skýrslu sinni á aðalfundinum í gærkvöld. Fram kom í máli Einars að rekst- ur ársins hafi að öðru leyti gengið vel, framleiðsla jókst úr 3395 tonnum 1987 í 4251 tonn 1988, eða um 25%. Söluaukning á síð- asta ári var um 18%, þ.e. 4324 tonn 1988 á móti 3656 tonnum ’87. Munar þar mestu um meiri sölu til Færeyja og lausullar til skartgripi, svo fátt eitt sé nefnt. Svo og verður hún fulltrúi lands síns í keppninni um titilinn ungfrú Heimur í haust. í öðru sæti í keppninni á mánu- dagskvöldið varð Hildur Dungal úr Reykjavík en hún var jafn- framt kjörin ljósmyndafyrirsæta keppninnar. í þriðja sæti kom sfðan ungfrú Vesturland, Guð- rún Eyjólfsdóttir frá Akranesi. JÓH Finnlands. Á innanlandsmarkað voru seld 3174 tonn, á móti 3030 tonnum ’87. Hlutfall útflutnings hefur stöðugt aukist síðustu ár. Lögreglumenn í Húnavatns- sýslum höfðu ærið nóg að gera um hvítasunnuhelgina. Alls voru 39 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, 3 ökumenn fyrir ölvun við akstur, þar af einn próflaus, og þrjár útaf- keyrslur urðu um helgina. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var þónokkur umferð um sýsl- una, en mun minni en í fyrra. Til marks um það voru 49 ökumenn teknir yfir hvíta- sunnuhelgina ’88 fyrir hrað- akstur. Á laugardagskvöldið varð útaf- Hvítasunnuhelgin var róleg á Húsavík og Egilsstöðum. „Hér er allt indælt, rólegt og gott, varla að síminn hringi nema þegar einhverjir fréttamenn eru að spyrja frétta,“ sagði lögreglumaður á Húsavík eftir helgina. Lögreglan á Egils- stöðum sagði að ekkert sér- stakt hefði verið um að vera um helgina, engar útihátíðir eða neitt slíkt. Leiðindaveður var á Egilsstöðum fram yfir hádegi á hvítasunnudag en í gær var þar vor í lofti. Súlnafell, togskip Kaupfélags Eyfirðinga, sem gert er út frá Hrísey, landaði þar fullfermi, 75 tonnum, í gær eftir 6 daga veiðferð. Þetta er 6 veiðiferð skipsins frá því KEA keypti það af Útgerðarfélagi Norður- Þingeyinga fyrr í vetur. í fyrstu veiðiferð skipsins undir fána nýrra eigenda fengust 45 tonn en í síðustu fimm ferðum hefur skipið komið með fullfermi. Heildarafli í þessum fyrstu sex veiðiferðum er á fimmta hundrað tonn. Mikil og jöfn atvinna hefur verið í fiskvinnslunni í Hrísey að undanförnu. Sá fiskur sem ekki hefur verið frystur hefur verið hengdur upp og segir Jóhann Þór Halldórsson, útibússtjóri Kaup- félagsins, að ætlunin sé að byrja söltun einhvern næstu daga. Þá hefur umtalsvert magn af grálúðu komið frá togurum Útgerðarfé- lags Dalvíkinga til vinnslu í frystihúsinu. Þar hefur því verið Árið 1985 var ekkert flutt út, árið ’86 voru flutt út 200 tonn, 625 tonn árið ’87 og 1150 tonn á síð- asta ári. -bjb keyrsla við bæinn Syðri-Hól, á leiðinni milli Blönduóss og Skagastrandar. Sex manns voru í 5 manna fólksbíl og var ökumaður- inn bæði ölvaður og án ökurétt- inda. Þetta ógæfufólk slapp án meiðsla, fyrir utan einn farþega, sem hlaut skrámur og marðist lítillega. Bíllinn er mikið skemmdur. Að morgni 2. í hvítasunnu var útafkeyrsla á leiðinni milli Skagastrandar og Blönduóss í krapi og hálku, en til allrar ham- ingju urðu engin meiðsl á fólki. Lögreglan á Húsavík sagði að einn og einn ökumaður gleymdi sér á bensíninu en lítið væri um að menn væru teknir vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumenn eru að slakna við notkun öku- ljósa og öryggisbelta og er Húsa- víkurlögreglan farin að stoppa og kæra þá sem þetta trassa. Lög- reglan á Egilsstöðum sagði einnig áberandi að menn væru byrjaðir að gleyma beltum og ljósum en ekki er farið að kæra ökumenn fyrir - „Við skömmum þá bara,“ sagði varðstjórinn. IM nóg að gera, að jafnaði unnið frá kl. 6 á morgnana til 5 á daginn. Jóhann segist vænta þess að næg atvinna verði í sumar og hægt verði að ráða jafnmarga unglinga til sumarafleysinga og undan- gengin sumur. óþh Varmahlíð: Iraibrot í Vélaval Brotist var inn í varahluta- verslunina Vélaval í Varma- hlíð um hvítasunnuhelgina. Eitthvað af vörum var stoiið og peningakassi, sem í var skipti- mynt upp á nokkur þúsund krónur, var eyðilagður. Ekki tókst að opna kassann. Málið er óupplýst og er í rannsókn lögreglunnar á Sauðárkróki. Að öðru leyti var hvítasunnu- helgin með rólegra móti hjá lögreglunni. Aðfararnótt 2. í hvítasunnu var útafkeyrsla við bæinn Vatn á Höfðaströnd í Skagafirði. Fimm ungmenni voru í bílnum og sluppu öll án meiðsla. Bíllinn er töluvert mikið skemmdur. Lög- reglan á Sauðárkróki tók nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur og einn ökumaður var tekinn fyr- ir að vera ölvaður undir stýri. Bíllinn er ekki mikið skemmdur. Aðfararnótt þriðjudagsins varð svo útafkeyrsla við bæinn Stórhól í V-Húnavatnssýslu. Þar sluppu allir með meiðsl, en bíllinn er mikið skemmdur. Af þeim 39 ökumönnum sem kitluðu pinnann um of á þjóðveg- um Húnaþings, mældist mestur hraði 132 km. hjá einum þeirra. Mest var um að menn voru teknir á hraðanum 110-120 km. Fyrsti dansleikur sumarsins í Húnaveri var haldinn á föstudagskvöld og að sögn lögreglu fór hann ágæt- lega fram. -bjb Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf.: Verulegt rekstrartap á sídasta ári - íjármagnskostnaður jókst um 85 milljónir króna -bjb Annasöm hvítasunnuhelgi hjá húnvetnskum þjónum laganna: Ók útaf próflaus og ölvaður - með fullan bíl af fólki Hrísey: SúlnafeD með fullfermi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.