Dagur - 13.07.1989, Page 1

Dagur - 13.07.1989, Page 1
íþróttahöllin á Akureyri: Gert við þaklekann - tilboði Húseignaþjónustunnar tekið Akureyrarbær hefur tekið til- boði í viðgerð á þaki Iþrótta- hallarinnar frá Húseignaþjón- ustunni í Reykjavík, og mun viðgerð fara fram innan skamms. Undanfarin ár hefur leki í þaki íþróttahallarinnar gert mönnum gramt í geði. Gerðar hafa verið rannsóknir á þakinu og orsökum lekans, nr.a. af fyrirtækinu Línu- hönnun í Reykjavík. í kjölfarið var bent á tilteknar lausnir á vandamálinu, og hefur niðurstað- an orðið sú að húða þakið með pólýúrethani og svonefndri þykkhúð. Tommuþykkt lag af pólýúreth- ani verður sett á 1150 fermetra af efri hluta þaksins, og þykkhúð ofan á það. Á 920 fermetra af neðri hlutanum verður eingöngu sett þykkhúð, til að fá sömu áferð á allan flötinn, þ.e. ál-áferð. Pólýúrethanið er góð einangrun, og er reiknað með að viðgerðin dugi a.m.k. í einhver ár. Reiknað er með að vinna við verkið hefjist á næstunni, og verði lokið fyrir haustið. EHB Fljótalax hf.: 200 þúsund seiði drepin vegna kýlapestar - um fimmtán milljón króna tjón Fljótalax hf. í Fljótum varð nýlega fyrir umtalsverðu tjóni þegar drepa þurfti 200 þúsund laxaseiði vegna kýlapestar, sem upp kom í tveim eldiskerj- um sem verið var að dæla sjó í. Um er að ræða tjón sem metið er á um 15 milljónir króna. Að sögn Guðmundar H. Jónsson- ar, eins eigenda Fljótalax, var þetta mikið áfall fyrir fyrirtæk- ið, en búið var að ganga frá sölu 100 þúsund seiða þegar pestin kom upp. Eftir að kýlapestin kom upp fékk Fljótalax leyfi fiskisjúk- dómanefndar til að sleppa fiski úr nálægum kerjum í hafbeit, þar sem ekki mældist þar kýlapest, en Fljótalax er bæði með strand- eldisstöð og seiðaeldisstöð. í seiðaeldisstöðinni eru um 150 þúsund seiði og var hún gegnum- lýst en engin einkenni kýlapestar mældust þar. Þessi illræmda kýla- pest kemur gjarnan upp þar sem verið er að dæla sjó í ker. „Þetta er skellur sem við verð- um fyrir og verðum að taka á okkur, það er enginn sem tekur þennan skell nema við sjálfir. Þetta er mikið kjaftshögg fyrir okkur, það líður langur tími þar til við fáum stöðina dæmda hreina og útskrifaða úr sóttkví,“ sagði Guðmundur í samtali við Dag. Guðmundur sagði að laxa- bændur stæðu allslausir gegn því þegar fiskur sýktist og benti á að þeir fengju engar bætur þótt þeir þyrftu að drepa fisk vegna pestar, en t.d. sauðfjárbændur fengju allar rollur bættar sem þeir skera niður vegna riðuveiki. -bjb Framkvænidum við Akureyrarkirkju miðar vel. Búið er að steypa braut fyrir lijólastóla að inngangi kirkjunnar. Þá hafa verið lögð hitarör í bílastæði norðan við kirkjuna. Mynd: KL Kjartan Porkelsson hefur verið skipaður bæjarfógeti í Ólafsfirði: Fannst kominn tími til að prófa eitthvað nýtt Halldór Ásgrímsson, dóms- málaráðherra, hefur skipað Kjartan Þorkelsson, fulltrúa hjá sýslumannsembættinu í Rangárvallasýslu, í stöðu bæjarfógeta í Ólafsfirði. Ekki Menntamálaráðherra setti í gær Baldvin Bjarnason í stöðu skólastjóra Gagnfræðaskóla Akureyrar: „Verður vissulega spennandi að takast á við þetta starf ‘ Menntamálaráðherra setti gær Baldvin Bjarnason í stöðu skólastjóra Gagnfræðaskólans á Akureyri til eins árs frá 1. ágúst n.k.. Skólanefnd Akur- eyrar samþykkti samhljóða á fundi í síðustu viku að mæla með honum í starfíð. „Það verður vissulega spenn- andi að takast á við þetta starf. Óneitanlega er þó í manni nokk- ur glímuskjálfti því starfinu hafa áður gegnt miklir höfðingjar. Ég er svo heppinn að hafa kynnst fjórum skólastjórum Gagnfræða- skólans. Ég var nemandi í tíð Þorsteins M. Jónssonar og þá var Jóhann Frímann kennari við skólann. Síðan var Sverrir Páls- son yfirmaður minn í 18 ár. Pá þekkjumst við Bernharð Har- Baldvin Bjarnason. aldsson, sem leysti Sverri af í eitt ár, mjög vel. Allt eru þetta stór- kostlegir menn, hver á sinn máta og ritsnillingar alveg sérstakir," sagði Baldvin í samtali við Dag. Baldvin þekkir vel til Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Hann kenndi þar í 18 ár við góðan orðstír. Haustið 1966 réðist Baldvin að skólanum en áður hafði hann kennt við Barnaskóla Akureyrar um fjögurra ára skeið. Árið 1981-1982 fékk hann leyfi frá kennslu við GA en gerðist umsjónarmaður framhaldsdeilda skólans haustið 1982. Frá og með haustinu 1984 hefur Baldvin kennt við Verkmenntaskólann á Akureyri og á sl. vetri gegndi hann stöðu skólameistara skól- ans. óþh er frágengið hvenær Kjartan liefur störf í Ólafsfírði en búist er við að það verði seinnipart ágústmánaðar eða í byrjun september. Kjartan Þorkelsson hefur starfað sem fulltrúi sýslumanns í Rangárvallasýslu frá 1. apríl 1982 en auk þess hefur hann gegnt stöðu sýslumanns í Vík í Mýrdal um 6 mánaða skeið. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1981 og var að því búnu kennari í Grímsey um eins árs skeið áður en hann hóf störf á Hvolsvelli. Kjartan er sunnlendingur, frá Austurey í Laugardalshreppi. Eiginkona hans, Rósa Þórisdótt- ir, er einnig borin og barnfædd í Laugardal. Hún er kennari að mennt. Börn eiga þau tvö, fjög- urra og sex ára gömul. í samtali við Dag í gær sagði Kjartan að það legðist mjög vel í hann að flytjast búferlum norð- ur í Ólafsfjörð, enda hefði hann góða reynslu af Norðlendingum. Hann sagðist ekki geta státað af því að þekkja mjög vel til Ólafs- fjarðar og Ólafsfirðinga, hefði raunar einungis haft viðdvöl á flugvellinum í Ólafsfirði í 3-4 mínútur. „Helsta ástæðan fyrir því að ég sótti um stöðu bæjar- fógeta í Ólafsfirði var að mig langaði að breyta til. Hér á Hvolsvelli hef ég starfað í 7 ár og fannst kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Það verður gaman að kynnast sjávarútvegsstað eins og Ólafsfirðisagði Kjartan Þorkelsson. óþh Banaslysið í Bergvatnskvísl: Nöfn hinna látnu Akureyringarnir fjórir sem létu lífið í hörmulegu slysi í Berg- vatnskvísl á Sprengisandi sl. sunnudagskvöld hétu; Ásta Jóna Ragnarsdóttir, til heimilis að Aðalstræti 13., fædd 24.5. 1963. Frá árinu 1983 vann Ásta Jóna við setningu og umbrot hjá Dagsprenti. Hún lætur eftir sig eiginmann. Hanna María Ásgeirsdóttir, til heimilis að Aðalstræti 13, fædd 30.5. 1984, Hulda Hauks- dóttir, til heimils að Seljahh'ð 9g, fædd 29.4 1981 og Margrét Hauksdóttir, til heimilis að Seljahlíð 9g, fædd 30.5 1983. Dagur vottar aðstandendum hinna látnu dýpstu samúð í þeirra miklu sorg. óþh/BB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.