Dagur - 13.07.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 13.07.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 13. júlí 1989 Happdrætti heymarlausra FÉLAG HEYRHARLAUSRA Dregið var í happdrætti heyrnarlausra þann 5. júlí s.l. Vinningsnúmar eru þessi: 1. 3619 7. 2996 13. 4798 ★ 19. 33 2. 14901 8. 6762 14. 872 20. 4676 ★ 3. 4544 ★ 9. 6681 15. 4267 ★ 21. 6395 4. 5414 10. 499 16. 6457 22. 3347 5. 13571 11. 11692 17. 4318 ★ 6. 3617 12. 5102 18. 6904 5 númer komu upp í Akureyrarumboði og eru kross- ar við þau númer. Vinninga má vitja á skrifstofu Félags heyrnarlausra, Klapparstíg 28, alla virka daga, sími 91-13560. Félagið þakkar veittan stuðning. Félag heyrnarlausra. SOS - Akureyri Dagvistin Krógaból er foreldrarekið barnaheimili. Framtíðaraðsetur verður í nýinnréttuðu húsnæði í Glerárkirkju, sem tekið verður í notkun í byrjun ágúst. Vegna flutnings í Glerárkirkju og uppsagnar starfsmanna auglýsum við eftirfarandi til um- sóknar: Forstöðufóstru-staða • Deildarfóstru-staða Almenn fóstru-staða • Almennt starfsfólk I boði er: Laun skv. samkomulagi. Aðstoð við útvegun húsnæðis og flutningsstyrkur. Spennandi starf þar sem starfsfólk hefur möguleika á að skipuleggja innra starf heimilisins frá grunni. Ráðning miðast við 1. ágúst. Einnig eru laus dagvistarpláss. Æskilegur aldur er 2 til 5 ára. Börnum sem byrja 5 ára eða yngri er heimilt að vera til 7 ára aldurs. Krógaból lokar ekki vegna sumarleyfa. Umsóknir sendist til: Velunnarar Krógabóls Brekkugötu 8 ■ 600 Akureyri fyrir 20. júlí. Upplýsingar gefa: Kristján Kristjánsson símar 96-24222 og 26367. Aðalheiður Steingrímsdóttir sími 96-25251 eftir kl. 18.00 Auglýsing frá Landssam- bandi vörubifreiðastjóra Á Alþingi hafa verið samþykkt ný lög um leigubifreið- ar, sem taka gildi frá og með 1. júlí 1989. Með þeim falla úr gildi eldri lög um leigubifreiðar nr. 36/1970 ásamt síðari breytingum. í hinum nýju lögum segir meðal annars: Leiguakstur. 1. gr. Lög þess taka til fólksbifreiða, vörubifreiða og sendi- bifreiða, sem notaðar eru til leiguaksturs . .. Leiguakstur vörubifreiða og sendibifreiða telst það, þegar slík bifreið er seld á leigu ásamt ökumanni til flutnings á vörum fyrir tiltekið gjald þar sem ökumað- ur eða eigandi bifreiðarinnar er hvorki eigandi, selj- andi né kaupandi vörunnar sem flutt er... Bifreiðastöðvar. 2. gr. Á félagssvæðum, þar sem viðurkenndar bifreiða- stöðvar eru starfandi, er öllum, sem aka utan þess- ara stöðva, bannað að taka að sér eða stunda leigu- akstur á viðkomandi sviði. .. tt/ LANDSSAMBAND BLvörubifreiðastjóra SUOURLANDSBRAl/T '.10 .10P RFyKjAVIK SIMI 9.1-689170 íþróttahús í HaJlormsstað Dalvík: Unglingar keppast við að girða í BöggvisstaðapaUi Nú er unnið að því að girða af Böggvisstaðafjall ofan Dalvík- ur. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, áætlar að hér sé um að ræða 4-5 kílómetra langa girðingu. Lengi hefur staðið til að girða Böggvis- staðafjall af og hindra þannig að búfé gengi þar. Við girðingavinnuna starfa unglingar á Dalvík undir stjórn Jóns Halldórssonar. Til verksins eru nýttir fjármunir, um 1,5 milljón króna, sem félagsmála- ráðuneytið úthlutaði til að tryggja skólafólki atvinnu í sumar. Pá var sótt um „plast- pokapeninga“ frá Landvernd til verksins og fengust 400 þúsund krónur úr þeim sjóði. Girðingin, sem er 5 strengja rafmagnsgirðing, liggur upp und- ir egg Böggvisstaðafjalls ofan við bæinn Hrafnsstaði og niður í Brimnesá. óþh Þeir sem koma að Hótel Eddu í Hallormsstað reka væntanlega augun í allstóran grunn og menn í byggingarvinnu. Hér er hvorki verið að stækka hótelið né byggja hljómsveitarpall heldur er hér verið að byggja íþróttahús fyrir Hallormsstaðarskóla, sem rekinn er sem Edduhótel á sumrin. Hótelið hefur reynst mörgum ferðamanninum vel, ekki bara vegna veitinga- og gistiaðstöðu, heldur einnig hreinlætisaðstöðu. Til dæmis hefur ávallt verið löng biðröð við sturtur hótelsins um verslunarmannahelgar enda hreinlætisaðstaða bágborin í Atlavík. SS Bæjarstjórn Akureyrar: Rætt um lóð fyrir slysavamahús Sigurður J. Sigurðsson, forseti Bæjarstjórnar Akureyrar, svaraði fyrirspurnum Sigurðar Jóhannessonar og Heimis Ingi- marssonar varðandi bókun hafnarstjórnar frá 21. júní á fundi bæjarstjórnar sl. þriðju- dag. Bókunin fjallar um um- sókn slysavarnadeildanna í bænum fyrir hús á hafnarsvæð- inu. Sigurður J. sagði að í samræmi við deiliskipulag hafnarsvæðisins á Akureyri frá 1982 hefði verið gerð tillaga um athafnasvæði tengt hafnarsvæðinu við miðbæ- inn, þar sem gert væri ráð fyrir smábátalægi og aðstöðu fyrir smábátaeigendur við norðanvert Torfunefssvæðið. Menn væru að velta þeim möguleika fyrir sér að koma ofangreindri aðstöðu fyrir á svip- uðum slóðum og sjósleðasportið er staðsett nú. Svanur Eiríksson, arkitekt, hefði gert tillögur í þessa veru á Vísitala framfærslukostnaðar: 18,5% hækkun á 12 mánuðum Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í júlíbyrjun 1989. Vísitala í júlí reyndist vera 126,8 stig, eða 0,7% hærri en í júní. Samsvarandi vísitala samkvæmt eldra grunni er 310,8 stig. Verðhækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða olli alls um 1,0% hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaðar. Því til frádráttar kem- ur lækkun á verði 92 oktana bens- ínlítra um 3,9% 20. júní síðast- liðinn sem olli um 0,1% lækkun, 1,7% lækkun á fjármagnskostn- aði sem olli 0,1% lækkun og 6% lækkun á verði mjólkurlítra sem hafði í för með sér rúmlega 0,1% lækkun vísitölunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 18,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,8% og jafngildir sú hækkun um 25,1% verðbólgu á heilu ári. sínum tíma. Hafnarstjórn benti á umrætt svæði og hefði falið hafn- arstjóra að vinna að framgangi málsins. „Þetta er ekki til ályktunar á þessu stigi málsins hér í bæjar- Það styttist í hátíðahöld á Skagaströnd vegna 50 ára afmælis Höfðahrepps, Skaga- hrepps og Vindhælishrepps hins nýja, en 1. maí 1939 var Vindhælishreppi, hinum gamla, skipt upp í þessa þrjá hreppa. Síðustu helgi þessa mánaðar verður hápunktur hátíðahaldanna, nánar tiltekið 28.-30. júlí nk. Að sögn Hall- dórs Hermannssonar, umsjón- armanns hátíðahaldanna, mið- ar undirbúningi vel áfram og sagði Halldór að búið væri að panta gott veður þessa helgi, því megnið af hátíðinni mun fara fram utan dyra. Á meðan afmælishátíðin stendur yfir verður rekið staðar- útvarp en nánari tilhögun þess hefur ekki verið ákveðin. Áðal hátíðarhöldin eiga að fara fram á Hólatúni seinni part laugardags- ins 29. júlí með skemmtiatriðum, leikjum o.fl. Endað verður á alls- herjar grillveislu fyrir viðstadda. Sem fyrr segir er þetta miðað við Gabriele og Herwig Maurer frá Lambrecht í Vestur- Þýskalandi koma fram á tón- leikum í Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Gabriele leikur á fiðlu en Herwig á orgel og munu þau flytja verk eftir Bach og fleiri. Aðgangur að tónleikunum er stjórn en væntanlega kemur þetta fyrir hafnarstjórn og skipulags- nefnd þegar slysavarnadeildirnar á Akureyri hafa mótað afstöðu sína nánar,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson. EHB gott veður! Þá verður margt fleira gert, t.d. fer fram afmælis- mót í sundi og kannski skákmót. Einnig verður opnuð sýning frá Listasafni ASÍ. Sunnudaginn 30. júlí verða lið- in 100 ár frá fæðingu Magnúsar Björnssonar, rithöfundar frá Syðra-Hóli, og af því tilefni verð- ur afhjúpaður minnisvarði sem hrepparnir þrír hafa látið gera. Nánar verður greint frá hátíðar- höldunum, er nær þeim dregur. -bjb Leiðrétting í grein í Degi í gær um vígslu séra Kristjáns Björnssonar í Hóla- dómkirkju s.l. sunnudag var ranglega hermt að hann hefði verið vígður til Bólstaðarhlíðar- prestakalls. Hið rétta er að sér Kristján var vígður til þjónustu í Breiðabólstaðarprestakalli í Vestur-Hópi. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. ókeypis. Herwig er orgelleikari við Klausturkirkjuna í Lambrecht, en þar er mjög fjölbreytt tónlist- arlíf og haldnir eru að staðaldri orgeltónleikar yfir sumarmánuð- ina. Rétt er að vekja athygli á því að vegna viðgerða við Akureyr- arkirkju verður gengið inn kap- ellumegin. 50 ára afmæli Höfðahrepps: Styttist í hátíðarhöldin - undirbúningi miðar vel áfram Tónleikar í Akureyrarkirkju í kvöld: V-þýsk feðgin koma fram

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.