Dagur - 13.07.1989, Síða 9

Dagur - 13.07.1989, Síða 9
Fimmtudagur 13. júlí 1989 - DAGUR - 9 -Zzj - := Messur ^ i Takið eftir Akurcj rarprestakail. Fyrirbœnaguðsþjónusta verður í dag í kapellunni fimmtudag kl. 17.15. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Glerárkirkja. N.k. sunnudag 16. júií kl. 14.00 verður innsetngarguðsþjónusta í kirkjunni. Þá setur prófastur, nýkjörinn sókn- arprest séra Pétur Þórarinsson í embaetti. Kirkjukaffi eftir messu. Sóknarnefnd. Minningarspjöld Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrcnnis fást á cftir- töldum stöðum: Akureyn: Bókabúð Jónasar, Bókvali, Möppudýrinu í Sunnuhlíð og á skrifstofunni Hafn- arstræti 95, 4. hæð; Dalvík: Heilsu- gæslustöðinni, Elínu Sigurðardóttur Stórholtsvegi 7 og Ásu Marinósdótt- ur Kálfsskinni; Ólafsfirði: Apótek- inu; Grenivík: Margréti S. Jóhanns- dóttur Hagamel. Minningarspjöld Náttúrulækninga- félags Akureyrar fást á eftirtöldum stöðum: Amaró, Bómabúðinni Akri Kaupangi og Bókvali. Minningarkort Glerárkirkju fást á eftirtöldum stöðum: Hjá Ásrúnu Pálsdóttur Skarðshlíð 16 a, Guð- rúnu Sigurðardóttur Langholti 13 (Rammagerðinni), Judithi Sveins- dóttur Langholti 14, í Skóbúð M.H. Lyngdal Sunnuhlíð og versluninni Bókval. Al-Anon fjölskyldudeildirnar félagsskapur ættinga og vu... alkoholista, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginleg vandamál sín. Við trúum að alkoholismi sé fjöl- skyldusjúkdómur og að breytt við- horf geti stuðlað að heilbrigði. Við hittumst í Strandgötu 21: Mánud. kl. 21.00, uppi. Miðvikud. kl. 21.00. niðri. Miðvikud. kl. 20.00, Alateen (ungl- ingar). Laugard., kl. 14.00, uppi. Vertu velkomin! Borgarbíó UNBt’ARABLE LIGffj SS OFBBNO Fimmtudagur 14. júlí Kl. 9.00 Óbærilegur léttleiki tilverunnar. F orsætisráðuneytið: Ilverjum er boðið í veislur ráðuneytisins - í tengslum við opinberar heimsóknir? Að gefnu tilefni vill forsætis- ráðuneytið upplýsa eftir hverj- um meginreglum boðið er í veislur ráðuneytisins í sam- bandi við opinberar heim sóknir. Eftirtöldum aðilum er að jafn- aði boðið í slíkar veislur: Erlendum heiðursgestum, fylgd- arliði, þ.á.m. fréttamönnum frá viðkomandi ríki, ríkisstjórn íslands, handhöfum forsetavalds, biskupi íslands, fv. sendiherrum íslenskum, sem verið hafa í við- komandi ríki, ráðuneytisstjórum og nokkrum öðrum embættis- mönnum í Stjórnarráði og opin- berum stofnunum, fulltrúum aðila vinnumarkaðarins, fulltrú- um fjölmiðla, stjórnarformönn- um stærstu fyrirtækja, er við- skipti eiga við viðkomandi ríki, fulltrúum stjórnmálaflokka, er setu eiga á Alþingi og mökunt framangreindra aðilja. „Við ofangreindar reglur hefur verið stuðst um árabií og var svo í þeirri veislu, sem gerð hefur verið að umræðuefni. Það skal jafnframt tekið fram að í þeirri veislu voru gestir ekki 180 eins og fullyrt hefur verið heldur 114. Jafnframt skal tekið fram að gefnu tilefni að í hádegisverði þeim, sem haldinn var á Þingvöll- um til heiðurs spönsku konungs- hjónunum voru ekki 200 gestir, eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu, heldur 102, þar af 36 úr fylgdarliði konungshjónanna." ísland aðili að Ferðamálaári Evrópu Samgönguráðherra hefur ákveðið að ísland verði aðili að Ferðamálaári Evrópu árið 1990, sem Evrópubandalagið og EFTA-ríkin ætla að standa að í sameiningu. Markmiðið með Ferðamálaárinu er að vekja athygli á sívaxandi mikil- vægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar í öllum löndum Evrópu og þýðingu hennar í efnahags- og félagslegu tilliti í framtíðinni, en jafnframt að móta nýjar leiðir og áherslur í ferðaþjónustunni. Skipuð hefur verið þriggja manna landsnefnd átaksins hér á landi og eiga sæti í henni Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri, sem jafnframt er formaður nefndar- innar, Árni Þór Sigurðsson hag- fræðingur í samgönguráðuneyti og Haukur Ólafsson sendiráðu- nautur í utanríkisráðuneyti. Verkefni landsnefndarinnar er m.a. að sjá um undirbúning og framkvæmd ferðamálaárs, kynna þetta átak meðal aðila í ferða- þjónustu og koma á framfæri hugmyndum um nýjungar. Þá mun landsnefndin einnig hafa með höndum samskipti og sam- starf við stjórnarnefnd átaksins, sem er samstarfsnefnd EB og EFTA og hefur aðsetur í Brússel, en stjórnarnefndin tekur stefnu- markandi ákvarðanir um fram- kvæmd ferðamálaársins. íslenska landsnefndin hefur hafið störf og mun kynna hugmyndir sínar um skipulagningu ársins hér á landi á haustmánuðum. Minning: Jónas Sigurbjömsson Fæddur 24. ágúst 1950 - Dáinn 7. júlí 1989 í dag, fimmtudaginn 13. júlí, verður Jónas Sigurbjörnsson jarð- settur frá Glerárkirkju á Akureyri. Jónas barðist undanfarna mán- uði hetjulegri baráttu við hinn ill- víga sjúkdóm, krabbamein. Dauði ættingja og vina veldur alltaf sorg og trega, en þegar sársaukinn vík- ur fyrir Ijúfum endurminningum liðins tíma, þá getið þið huggað ykkur við það - elsku Gulló, Eva, Grettir. Elva og ástvinir allir - að Jónas hefði aldrei sætt sig við heilsuleysi, því lífsstíll hans var að lifa iífinu lifandi. Ósjálfrátt leitar hugurinn yfir farinn veg og koma þá margar Ijúf- ar minningar í hugann, flestar tengdar Hlíðarfjalli. Þar eyddi Jónas öllum sínum frítíma við æfingar og keppni, enda um árabil einn besti skíðamaður landsins. Þar eignaðist hann sína bestu vini og þar kynntist hann konunni sinni, Guórúnu Frímannsdóttur. Þar naut sín best hið andlega bg líkamlega atgervi, ljúfmennska hans og dugnaður. Jónas naut sín ekki innan uin ókunnuga, hafði lítið að segja og lét sig gjarnan hverfa úr slíkum samkomum. Aft- ur á móti var hann hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Jónas fæddist 24. ágúst 1950. Foreldrar hans voru Margrét Sig- urðardóttir og Sigurbjörn Þor- steinsson byggingameistari, en hann lést fyrir tæpu ári. Magga mín, það er skammt stórra högga á milli. Við Baldi biðjum Guð að styrkja þig og börnin þín. Jónas var húsasmiður að mennt, en eftir að Guðrún, kona hans, lauk stúdentsprófi árið 1978 héldu þau ásamt Evu dóttur sinni til Þrándheims í Noregi í frekara nám og útskrifaðist Jónas þaðan sem byggingatæknifræðingur. Þeg- ar heim kom fengu þau bæði vinnu við sitt hæfi og aftur lá leiðin í Hlíðarfjall. Nú til að leggja þeim yngri lið. Eva var tekin vié af for- eldrum sínum, stundaði æfingar og keppni, stoltum föður til mikill- ar ánægju. Sl. haust urðu þáttaskil. Mikil gleði yfir væntanlegu barni, en jafnframt áhyggjur út af heilsu Jónasar. í sorg og gleði hafa Gulló og Eva sýnt ótakmarkað þrek, ást og umhyggju. Megi ykkur áfram auðnast sá mikli styrkur. Elsku Gulló, ég veit að fjölskylda þín hefur veitt ykkur ómetanlega hjálp og mun gera það áfram. Umfram allt hef ég dáðst að Margréti, mág- konu þinni, og Gretti, bróður þínum. Við Baldi, Þorsteinn Már, Mar- grét og Finnbogi Alfreð sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bella. Andlátsfregn vinar veldur alltaf sorg og trega, jafnvel þó að við henni hafi verið búist. Jónas Sig- urbjörnsson kvaddi föstudaginn 7. júlí eftir stutta en harða bar- áttu við illvígan sjúkdóm, krabbamein. Hann tók sjúk- dómnum með æðruleysi, kvart- aði ekki og hélt reisn sinni þar til yfir lauk. Jónasi kynntumst við í Hlíðar- fjalli fyrst sem keppanda í alpa- greinum skíðaíþróttarinnar, síð- ar sem einum af liðsmönnum Skíðaráðs Akureyrar. Á keppn- isárum sfnum vann hann til margra verðlauna og titla. Hóp- urinn sem æfði og keppti á sama tíma og Jónas var mjög samheld- inn og minningarnar frá þessum árum eru fallegar og ljúfar. í nokkur ár bjó Jónas ásamt fjölskyldu sinni í Noregi. Árið 1985 fluttu þau aftur til Akureyr- ar og var það mikill fengur fyrir skíðaíþróttina. Guðrún kona Jónasar tók að sér þjálfun, Eva dóttir þeirra er mjög góð skíða- kona og kcppandi og Jónas t'ór að starfa fyrir Skíðaráð Akureyrar. Við sem störfuðum með honum, dáðumst alltaf að dugnaði og krafti hans. Það sem hann tók sér fyrir hendur var gert og ekkert gat stöðvað hann. Hann náði sér- staklega góðu santbandi við keppendur í unglingaflokkum og fór með þeim sem fararstjóri í margar keppnisferðir nú síðast í mars. Þaö lýsir dugnaði og hörku Jónasar að í apríl var haldið alþjóðlegt skíöainót hér á Akur- eyri og þar var hann starfandi í tvo daga, þá fársjúkur, en ekki kvartaði hann. Skömmu seinna lagðist hann inn á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Jónasi viljum við þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa með honum og kynnast honum, þau kynni voru ljúf og gefandi. Guðrún, Eva, Grettir, Elfa, Magga og systkini: Það var mikil gæfa að hafa átt jafn góðan dreng og Jónas. F.h. Skíðaráös Akureyrar Margrét Baldvinsdóttir Hljómar, ómar, klukkur allar klingja, komin er stundin, nú ert þú á förum. Við grátum og munum saknaðar Ijóð syngja og sendum þér koss af okkar mjúku vörum Þeir deyja ungir sem guöirnir elska. Það hlýtur að vera satt hugsaði ég þegar ég frétti að Jón- as væri dáinn. Það er erfitt að skilja tilgang lífsins, þegar svona ungur maður er kallaður burt frá okkur. Jónas var í mfnum huga góður maður sem ég leit upp til. Ég hefi mikið dvalið á heimili þeirra Jón- asar og Guðrúnar, enda kallaður einn af heimilisvinunum, eins og fleiri krakkar, sem finnst gott að koma í Sunnuhlíð 4. Þar var oft skrafað og gantast, okkur kennt að virða og þykja vænt um skíða- íþróttina og svo margt fleira. Margar eru ferðirnar á skíði sem ég fór með þeim. Ég vil þakka Jónasi fyrir allar hans góðu stundir er ég fékk að njóta. Elsku Guðrún, Elva, Grettir, og aðrir ástvinir, ég bið guð að styrkja ykkur, svo að minningin um góðan dreng gleðji hug ykkar í sorginni. Axel. í dag er til moldar borinn vinur okkar Jónas Sigurbjörnsson. Við sem hann þekktum syrgjum sárt góðan dreng og spyrjum sjálf okkur spurninga, sem endanleg svör fást ekki við. Okkur tekst seint að sætta okk- ur við að hraustmenni í blóma lífsins skuli svo óvænt lagt að velli af ósýnilegum andstæðingi, sem við þekkjum þó af því að höggva án vægðar þar sem eng- inn á von á. Dauðinn er og verður okkur lifendum óskiljanleg gáta, þrátt fyrir að hann sé það eimjsta sem við getum vænst með fullri vissu. Vitur maður sagði að dauöinn væri stærsta ævintýri lífsins. Við, sem horfum á bak góðum vini og félaga inn í annað líf, fáum að sönnu litla hlutdeild í þessu ævintýri. En okkar ævintýri felst í minningunni um góðan vin, minningunni um góðar stundir, hlátur og spaug, minningunni um spjall fram á rauða nótt um allt milli himins og jarðar og minningunni um heimsins besta skíðafæri á lífsins fallegasta sól- skinsdegi. Slíkar minningar og fleiri góðar eigum við um Jónas og þær munum við geyma vel. Við kynntumst Jónasi, Guð- rúnu og Evu í Þrándheimi í Nor- egi og eftir að heim til íslands kom héldum við vináttu okkar við með gagnkvæmum gistiheim- sóknum. Heimili þeirra á Akur- eyri varö okkar, þangað var alltaf jafn gott að koma og fá að njóta þeirrar gestrisni sem húsráðend- um var í blóð borin. Jónas var maður rólegur í fasi og gott að vera nálægt honum. Undir yfirborðinu var stutt í hláturinn og þegar verk þurfti að vinna var ekkert sleifarlag á hlutunum. Hann vargæddur ríkri ábyrgðartilfinningu og ef hann tók eitthvað að sér stóð allt eins og stafur á bók. Félagar hans í Hlíðarfjalli rnunu sakna dugnað- arforksins, sem taldi enga fyrir- höfn of mikla og á vinnustað Jón- asar, Vör hf., er skarð fyrir skildi. Mcstur er þó missir ástvin- anna, sem nú ylja sér við eld minninganna um hann, á svölu kvöldi sorgar og eftirsjár. Við biðjum Guðrúnu, Evu, Gretti litla og Elfu allrar blessunar og megi trúin á hið bjarta og jákvæða veita þeim styrk. Ásta og Valgeir. Birting afinælis- og minningargreina Dagur tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinunum á ritstjórn blaðsins að Strandgötu 31, Akureyri svo og á skrifstofum blaðsins á Blönduósi, Húsavík, Reykjavík og Sauðárkróki. Áthygli skal vakin á því að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sent birtast á í fimmtudagsblaði, að berast síðdegis á þriðjudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Þá eru minningargreinar ekki birtar í laugardagsblaði. Meginreglan er sú að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.