Dagur - 13.09.1989, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÚLF 58, AKUREYRI, Sl'MI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
ískyggileg spá
sem má ekki rætast
Nýjasta spá Byggðastofnunar um íbúaþróun næstu tvo
áratugi er vægast sagt ískyggileg. Miðað við þær forsend-
ur sem þar eru gefnar, mun öll fjölgun landsmanna verða
á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma mun íbúatala ann-
arra staða á landinu lækka, vegna flutninga fólks til höf-
uðborgarsvæðisins, eða í besta falli standa í stað. Bjarni
Einarsson, aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar, gerði
glögga grein fyrir íbúaþróuninni næstu tvo áratugina í
erindi sem hann flutti á Fjórðungsþingi Norðlendinga í
byrjun þessa mánaðar. í máli Bjarna kom fram að ef fram
heldur sem horfir mun íbúum höfuðborgarsvæðisins
fjölga um hvorki meira né minna en 51.800 næstu 20 árin,
þar af mun rúmlega helmingur fjölgunarinnar stafa af
búferlaflutningum fólks frá öðrum landshlutum. Ef þetta
gengur eftir verða íbúar höfuðborgarsvæðisins orðnir
191.770 talsins árið 2010, en voru 142 þúsund í fyrra.
Bjarni Einarsson vill ekki kalla þessar tölur spá, heldur
framreikning. Það segir sína sögu um alvöru málsins.
í ritstjórnargrein nýjasta tölublaðs Sveitarstjórnarmála
fjallar Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi,
um þessa hrikalegu spá Byggðastofnunar. Sigurgeir seg-
ir m.a.:
„Margir hafa talið að besta vörnin gegn byggðaröskun
væri uppbygging byggðakjarna í öllum landshlutum, þar
sem hægt væri að koma upp og veita lágmarksþjónustu,
er landsmenn sætta sig við í menningu, menntun og í
þjónustu ýmiss konar. Þessi þróun er því miður allt of
seinvirk og tekur áratugi að framkvæma. Ég hef varpað
fram þeirri hugmynd, að fyrst í stað yrði samkomulag um
að efla einn byggðarkjarna norðanlands; þar á ég að sjálf-
sögðu við Akureyri, og stefnt yrði að því að tvöfalda
byggð þar á næsta aldarfjórðungi með markvissum
aðgerðum stjórnvalda og heimamanna. Um slíka aðgerð
þarf að nást samstaða, þannig að aðrir landshlutar viður-
kenni þann forgang, sem þarna yrði um að ræða.
Með því að koma á fót þéttbýh norðanlands, sem hefði
um eða yfir 30 þúsund íbúa, er hægt að bjóða landsmönn-
um val á búsetu, sem gæfi möguleika á svipaðri þjónustu
og framboði í menntun, menningu og atvinnutækifærum
og þéttbýlið við Faxaflóa nú býður. Stóraukin byggð á
Akureyri hefði áhrif langt út frá sér, bæði til austurs og
vesturs, þannig að með stórbættum samgöngum gæti
Akureyrarsvæðið orðið sem kjölfesta allra byggða
norðanlands."
Þessi hugmynd er allrar athygli verð. Það er staðreynd
að Akureyri hefur lengi verið helsta mótvægið við höfuð-
borgarsvæðið í byggðalegu tilliti. Það er líka staðreynd að
undanfarin ár hefur Akureyri dregist aftur úr í íbúaþróun-
inni og ekki náð að halda í við höfuðborgarsvæðið sem
skyldi. íbúaspá Byggðastofnunar segir allt sem segja
þarf um þá byggðastefnu sem nú er fylgt. Hún er gengin
sér til húðar. Fara þarf aðrar leiðir eigi árangur að nást.
í lok ritstjórnargreinarinnar í Sveitarstjórnarmálum
segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri: „Fyllilega er
tímabært að sveitarstjórnarmenn hefji umræður um þetta
stórmál og láti ekki reka á reiðanum um framtíð byggðar
í landinu." Undir þau orð getur Dagur tekið heils hugar.
Koma þarf í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum að
hin ískyggilega íbúaspá Byggðastofnunar rætist. Það er
alls ekki vilji þeirra sem landið byggja, né hagur, að
ísland verði borgríki við Faxaflóa. BB.
Jón Sigurðsson skólastjóri:
Þróun ævintýri líkust
- Kaflar úr ræðu við 72. skólasetningu Samvinnuskólans
2. september sl.
Tvöfaldri umbyltingu Samvinnu-
skólans, sem staðið hefur frá
1985, er nú lokið og starfar skól-
inn nú að öllu leyti sem óskiptur
sérskóli á háskólastigi á Bifröst,
en deildum framhaldsskólastigs-
ins, Framhaldsdeild í Reykjavík
og Rekstrarmenntadeild á
Bifröst, hefur verið lokað.
Þessi umbylting Samvinnuskól-
ans er vissulega ævintýri líkust.
Mjög mikilvæg reynsla hefur nú
þegar fengist af starfinu á há-
skólastigi á síðastliðnum vetri og
hefur áhersla verið lögð á að
draga skynsamlegar ályktanir af
henni.
Enn hefur nemendum mjög
fjölgað og eru nú alls 93 á
Bifröst. Mjög margir nemendur
hafa maka og börn sín hjá sér og
dreifast því á bústaði í nágrenni
skólans og um héraðið. Rétt er
að taka fram, þrátt fyrir þessa
miklu fjölgun nemenda, að
óhjákvæmilegt reyndist að hafna
rúmlega þriðju hverri umsókn
um skólavist að þessu sinni. Enda
þótt umsóknarfrestur væri styttur
mjög sl. vor urðu umsóknir miklu
fleiri en unnt var að veita inn-
göngu, og sýnir þetta með öðru
að þessi nýi sérskóli á háskóla-
stigi mætir mikilli þörf í samfé-
laginu og á greinilega fyllsta rétt
á sér.
Ég vil vekja athygli á þeirri sér-
stöðu Samvinnuskólans að hér er
vandlega valið um umsækjendur,
að þessu sinni rúmlega þriðju
hverri umsókn hafnað, ekki ætl-
ast til að nemandi vinni með
náminu, fylgst með vinnubrögð-
um hvers einasta nemanda dag
frá degi og fallprósenta tiltölu-
lega lág fyrir bragðið eftir að nám
er hafið á annað borð. Við ýmsa
aðra háskóla er öllum umsækj-
endum veitt innganga, ekki fylgst
daglega með nemendum og ekki
gerðar athugasemdir þótt þeir
vinni með námi og fallprósenta
vitaskuld næsta há. Hvort tveggja
kerfið á rétt á sér, en hér er um
ólík viðhorf og ólíkar afleiðingar
að ræða.
Ýmsir áfangar í sumar
í annan stað hefur mjög mikil
breyting orðið á kennaraliði skól-
ans og sjáum við á bak góðum
vinum og þróttmiklum samstarfs-
mönnum og þökkum mikil og
góð störf þeirra. Nú eru meðal
kennara þrír sem hafa meistara-
gráðu og tveir þeirra komnir
áleiðis að doktorsprófi; fjórir
hafa kandídatspróf, þrír bachel-
orspróf, en einn hefur diploma-
háskólapróf.
Meðal annarra breytinga frá
því í vor má nefna að skólabóka-
safnið hefur verið endurskipulagt
frá grunni og aðstaða þess mjög
bætt. Hörður Haraldsson kennari
hefur bætt enn einu listaverki við
fyrir skólann, ntálverki af frú
Guðlaugu Einarsdóttur fyrrum
skólahúsmóður á Bifröst. Svo
sem um var talað sl. vor hefur
rekstrarformi og stjórnun mötu-
neytisins verið gerbreytt og starf-
ar það nú sem sjálfstætt sam-
vinnufyrirtæki nemenda og ann-
arra þeirra sem í það ganga.
Það telst vitaskuld til mikilla
tíðinda að Norðurárdalshreppur
hefur með stuðningi Samvinnu-
skólans stofnað dagvist smábarna
í nágrenni skólans, og ákveðið er
að tryggja óskerta grunnskóla-
göngu með skólaseli frá Varma-
landsskóla hér í nágrenninu. Það
fer alls ekki á milli mála að
óskertur grunnskóli annars vegar
og dagvist smábarna hins vegar
eru skilyrði þess að Samvinnu-
skólinn geti starfað hér áfram; án
þessarar aðstöðu verður hér eng-
inn slíkur skóli. Hins vegar er
það áhyggjuefni að við höfum
ekki mætt skilningi í héraðinu á
því að þetta er skilyrði þess að
skólinn geti starfað hér áfram.
Nýjar reglur um skólaráð, með
mjög auknu hlutverki og valdi,
taka nú gildi og aukast þar með
verulega afskipti nemendafull-
trúa af stjórn skólans. Hafinn er
undirbúningur að nýrri skipulags-
skrá og reglugerð um Samvinnu-
skólann.
Þjónusta við atvinnulífið
Samvinnuskólinn hefur marg-
háttaða sérstöðu sem skóli á
háskólastigi. Skólinn er skipu-
lagður með sérstakri eigin
kennslufræði og fræðsluaðferð-
um sem birtast í öllunt daglegum
störfum. Þrátt fyrir byrjunarerf-
iðleika koin það í ljós á sl. vetri
að þessi fræðsluskipan stendur
fyrir sínu enda er fyrir henni
alþjóðleg reynsla.
Starfshættir okkar eru um
margt mjög frábrugðnir hefð-
bundnum störfum háskóla þar
sem fyrirlestrar og minnislær-
dómur setja mestan svip á
störfin. Samvinnuskólinn stefnir
að því í allri fræðslu sinni að veita
nemendunt sem mesta hagnýta
þjálfun og leikni og þar með að
auka sem mest og best hæfni
þeirra til að ganga að námi loknu
beint til ábyrgðarstarfa í atvinnu-
lífinu. Að þessu marki er stefnt
m.a. með daglegri verkefna-
vinnslu, með samþættum hagnýt-
um verkefnum og viðamiklum
lokaverkefnum. Skólinn reynir
að veita nemendum næga sérhæf-
ingu en þó ekki óeðlilega eða
óþarflega mikla, miðað við
aðstæður í íslenskum fyrirtækj-
um og atvinnulífi yfirleitt.
I samræmi við samvinnu-eðli
sitt leggur skólinn talsverða
áherslu á hópvinnu nemenda að
verkefnum líkt og reyndin er um
flesta vinnu í atvinnulífinu sjálfu,
og félagslíf á skólaheimilinu er
vitanlega þáttur þeirrar þjálfunar
og þroskunar sem við stefnum
að. Félagslíf nemendanna er
mjög mikilvægur þáttur skóla-
starfsins og vonandi mun það efl-
ast mjög á næstunni, nú þegar
fyrstu framkvæmdaerfiðleikarnir
við umbreytingu skólans hafa
verið yfirstignir.
Um leið og fræðsluskipan skól-
ans stefnir til atvinnulífsins hefur
það jafnframt verið haft í huga
að nemendur geti einnig haldið
áfram til frekara háskólanáms,
og verður það m.a. til athugunar
nú á næstunni.
Það er metnaður Samvinnu-
skólans að búa nemendur sína
sem best til ábyrgðar- og forystu-
starfa í atvinnulífi og þjóðlífi,
eins og verið hefur undanfarna
sjö áratugi. Mjög ntikilvægur
þáttur í fræðsluskipan Samvinnu-
skólans er sú þunga áhersla sem
hér hvílir á eigin vinnuframlagi
nemandans, eigin frumkvæði
nemandans við vinnuna og á
jákvæðri og hiklausri afstöðu til
þess að vinna, ná afköstum og
skila verkefnum með árangri á
tilsettum tíma. Vísvitandi fórn-
um við miklu í svonefndu „aka-
demísku frelsi“ til þess að ná
þessum markmiðum. Það er vit-
anlega undir einstaklingnum
komið hvort og hvernig það veg-
arnesti sem skólinn veitir nýtist,
en það er sannarlega metnaður
skólans að öll störf hans nýtist
þjóðinni og byggðinni í landinu
sem best. Skólinn er þjónustu-
■ stofnun við íslensku þjóðina og
atvinnulíf hennar og í þeim anda
ber okkur að starfa.
Háskólastigið á dagskrá
Svo sem eðlilegt er beinast sjónir
margra áhugamanna um mennta-
mál nú mjög að háskólastiginu.
Frainhaldsskólastigið á íslandi
hefur gengið í gengum algera
byltingu og margföldun á síðustu
tveimur áratugum og nú er röðin
komin að háskólastiginu. Nú
þegar veita einar 12 skólastofn-
anir hérlendis fræðslu á háskóla-
stigi, og má nefna, auk Háskóla
íslands, Kennaraháskólann og
Tækniskólann, Háskólann á
Akureyri, Búvísindadeild Bænda-
skólans á Hvanneyri, Samvinnu-
skólann, Tölvuháskóla Verslun-
arskólans, þrjá listaskóla, Fóstur-
skólann og Þroskaþjálfaskólann.
Nám á háskólastigi er alþjóð-
lega skilgreint sem beint efnislegt
framhald fyrri formlegrar skóla-
göngu sem áður hefur tekið 12-13
ár. Háskólanám er þá mjög sér-
hæft miðað við lægri skólastig, og
það er stundað fyrst og fremst á
ábyrgð og að frumkvæði nem-
andans sjálfs. Því er gert ráð fyrir
miklum tíma til sjálfstæðrar
vinnu nemandans umfram þær
stundir sem hann er í beinum
samskiptum við kennara. í há-
skólanámi er einnig gert ráð fyrir
eigin þekkingaröflun og sjálf-
stæðri sannleiksleit langt umfram
það sem kennslubókanotkun
o.þ.h. á lægri skólastigum getur
gert ráð fyrir.
Skólar á háskólastigi sinna allir
bæði rannsóknum í vísindum og
fræðslu nemenda en leggja mis-
mikla áherslu á hvorn þáttinn um
sig. Annars vegar eru stofnanir
sem leggja megináherslu á rann-
sóknir og hins vegar skólar sem
eru fyrst og fremst kennslustofn-
anir. Vegna þessa mismunar eru
víða um lönd notuð sérstök heiti
fyrir hvora gerðina um sig og talað
um „universitet, university" o.fl.
þar sem áhersla er lögð á vísinda-
rannsóknir en „högskola, college,
polytechnic“ o.fl. þar sem
áhersla hvílir á kennsluþættinum,
og er þó margt ónákvæmt í þess-
ari orðanotkun.
í annan stað er víða gerður
munur á því hvort skóli á há-
skólastigi er framhald fyrra bók-
legs náms eða verkmenntunar,
og tala t.d. Bretar í fyrra atvikinu
um „higher education" og í síð-
ara atvikinu um „further educat-
ion“.
Ég hef nýlegar upplýsingar frá
Englandi og Skotlandi, Noregi og
Vestur-Þýskalandi, Bandaríkjun-
um og Svíþjóð. í öllum þessum
löndum er þróunin nú á þann veg
að draga sem mest úr skipulegum
og formlegum mismun rannsókna-
skóla og kennslustofnana annars
vegar og hins vegar úr sambæri-
iegum mismun á háskólastigi
„bóklegra“ fræða, ef slíkt heiti
mætti nota, og verkmennta. í
skrifum Breta um þessi efni hafa
þeir m.a. leikið sér að því að
sameina orðin „university“ og
„polytechnic“ til að ítreka þessa
þróun - og nefnt fyrirbærið þá
„polyversity“. Vísindamálaráð-
herra Vestur-Þýskalands hefur
nýlega rætt um hugsanlegar
aðgerðir til að auka fjölda þeirra
sem stefna að doktorsnámi úr
iðn- og verkmenntaskólum. Svíar
hafa eiginlega nú þegar lokið
heildarsamræmingu alls háskóla-
stigsins og sama er nú að gerast
t.d. í Wisconsin í Bandaríkjun-
um en Bandaríkjamenn hafa
reyndar lengi gert miklu minna