Dagur - 13.09.1989, Blaðsíða 5
;V-„' •
Tilboð á
hefst á fimmtudag og ver5ur meðan
birgðir endast á öllu félagssvæðinu
VerÖið hreint ótrúlegt ★
Miðvikudagur 13. september 1989 - DAGUR - 5
Engin stöðnun
Ég hef nú rætt nokkuð um núver-
andi skipan og stöðu Samvinnu-
skólans og reynt að tengja hana
almennri þróun íslenskra skóla-
mála og háskólamála sérstaklega.
En við verðum líka að horfa
lengra fram á veginn.
í fyrsta lagi verðum við að
móta þennan skóla áfram, festa
hann í sessi og bæta og lagfæra
það starf sem nú þegar er unnið.
í þessu má engin stöðnun verða,
og enda þótt við kunnum að
starfa áfram með óbreyttum
hætti í aðalatriðum megum við
alls ekki skirrast við að endur-
skoða og bæta einstaka þætti
starfsins. Við þurfum nú á næstu
mánuðum að leggja sérstakt
kapp, meðal annars, á að greiða
fyrir nemendum skólans bæði til
frekara náms að loknu náminu
hér en einkum þó til vænlegra
starfa í atvinnulífinu sem geta
boðið dugandi, hæfu og metnað-
argjörnu fólki starfsframa og vel-
gengni.
í öðru lagi liggur það fyrir okk-
ur að endurmeta alla stöðu Sam-
vinnuskólans, endurskoða reglu-
gerð hans og skipulagsmál öll.
Petta er óhjákvæmileg afleiðing
þess að skólinn starfar nú á
háskólastigi. Áhrif starfsmanna
og nemenda á stjórnun skólans
kennsluhúss hefur verið á
dagskrá Samvinnuskólans undan-
farna rúma þrjá áratugi og er
með ólíkindum að stofnunin hef-
ur haldið velli til þessa án nauð-
synlegrar húsnæðisaðstöðu. En
nú verður ekki öllu lengur komist
hjá úrræðum.
í þriðja lági þarf að taka
ákvarðanir um starfsfræðslu skól-
ans fyrir samvinnufélögin o.fl. á
næstu árum. Til skjalanna er nú
kominn Starfsmenntunarsjóður
samvinnustarfsmanna og hefur
hlotið dýrmæta viðurkenningu
félagsmálaráðuneytisins og
stuðning þess til starfa á næstu
mánuðum. Mikilvægt er að þessi
nýja stofnun nái góðum þroska á
næstunni en Samvinnuskólinn á
að geta gegnt miklu hlutverki fyr-
ir Starfsmenntunarsjóðinn í
framtíðinni. Við verðum enn-
fremur að hugleiða hvort Sam-
vinnuskólinn.getur ekki lagt fram
sjálfstæðan skerf til þróunar
íslensks samvinnustarfs, og á ég
þar einkum við upplýsingamiðlun
og námskeið fyrir þá sem vilja
efla atvinnulíf t.d. á landsbyggð-
inni þar sem fjármagnsskortur,
félagslegar aðstæður o.fl. valda
því að samvinnuformið hentar
betur en önnur rekstrarform.
Hafa ber þá í huga að til eru ýms-
ar tegundir samvinnufélaga sem
ekki hafa skotið rótum hingað til
hér á landi en gætu átt gott erindi
hér. Ástæða er til að benda á
mjög athyglisverða reynslu
frænda okkar Skota í þessu efni.
í fjórða lagi þurfum við að
móta skólanum stefnu um eigin
þróun hans næstu árin. Nú þegar
hafa komið fram hugmyndir um
að gefa eigi þeim nemendum sem
vilja kost á framhaldsnámi við
skólann, þ.e.a.s. að alþjóðlegri
prófgráðu, t.d. bachelors-prófi.
Miðað við erlenda reynslu í
mörgum löndum virðist þetta
reyndar liggja í augum uppi, og
skoðun mín er sú að Samvinnu-
skólinn eigi hiklaust að stefna að
því á nokkrum næstu árum að
opna slíka nýja framhaldsdeild er
verði 1-2 námsár frá núverandi
prófi í rekstrarfræðuni og ljúki
með bachelorsgráðu. En þessa
nýju framhaldsnámsbraut okkar
verðum við að undirbúa vel og
rækilega í góðum samráðum við
stjórnvöld og ekki síst með tilliti
til reynslu sambærilegra skóla
erlendis.
í fimmta lagi er þess að geta að
öllum er ljóst að óheppilegt er að
los komist á stjórnun skólans
vegna tíðra mannaskipta en ýms-
ar hættur eru því ekki síður
tengdar að sami maður sitji of
lengi á skólastjórastóli. Þetta
þarf ég sjálfur að hafa í huga á
næstu misserum.
Mikilsvert viöfangsefni
Umbreyting Samvinnuskólans í
sérskóla á háskólastigi er nú þeg-
ar farin að skila árangri. Þessi
þróun er ævintýri líkust, en nú er
það okkar, samstarfsmanna og
nemenda, að sanna gildi og
mikilvægi þessa nýja skóla í
atvinnulífi og þjóðlífi íslendinga.
Þetta er verðugt og mikilsvert
viðfangsefni.
Fræðslustarfsemi er úrslita-
mikilvægur þáttur í nútímasam-
félagi. Samvinnuskólinn er til
þess stofnsettur og starfræktur að
hann þjóni alþýðunni í landinu.
Viðleitnin til samvinnu, til sam-
hjálpar og líknar, í mannlegu lífi
er grundvöllur starfs okkar. Á
þessum grundvelli verða öll önn-
ur fræði okkar og verkþekking að
hvíla ef vel á að farnast. Þessi
viðleitni, sem á rætur í kristinni
trú, er hugsjón Samvinnuskólans
og hana eigum við jafnan að hafa
í huga.
en Evrópumenn úr þessum inn-
byrðis-mismun háskólastofnana.
Víðast er vaxandi áhersla lögð á
að gefa sem flestum kost á stutt-
um námsbrautum á háskólastigi,
eða stuttum áföngum lengri
brauta, ög Ber þetta allt að sama
brunni.
Nauðsynlegt frumkvæði
Aðalatriði fyrir íslendinga er að
við verðum framvegis á engan
hátt eftirbátar í þeirri framþróun
vísinda og fræðslumála sem ein-
kennir nágrannaþjóðir okkar.
Draga má í efa að íslendingar
geti staðið undir meira en einni
alhliða vísinda- og rannsókna-
stofnun, eða „fræðasetri“ eins og
nú er farið að skilgreina stofnanir
eins og Háskóla íslands. Hins
vegar er nauðsynlegt að í landinu
starfi allnokkrir og mismunandi
sérskólar á háskólastigi.
A.tvinnulíf, menningarlíf og
þjóðlíf yfirleitt krefst þess að um
talsverða fjölbreytni sé að ræða á
háskólastiginu. Sannleikurinn er
sá að við Islendingar erum svo á
eftir öllum nágrönnum okkar í
skóla- og menntamálum að við
getum notfært okkur reynslu
annarra úr öllum átum.
Það hefur verið gæfa Sam-
vinnuskólans að hann hefur ekki
aðeins fylgst með í þessari merki-
legu framþróun á Islandi heldur
hefur verið þar í fremstu röð.
Réttmætt er að taka fram að við
höfum notið mikillar og góðrar
fyrirgreiðslu menntamálaráðu-
neytisins og embættismanna þess
og fleiri aðila við umsköpun Sam-
vinnuskólans. Það er sannfæring
mín að þessi skóli væri ekki leng-
ur fyrir hendi ef ekki hefði verið
tekið frumkvæði hér einmitt í
upphafi umbreytingar háskóla-
stigsins á íslandi.
verður að auka og laga verður
alla starfsemi endanlega að því
sem hæfir háskólastiginu, gera
breytingar á kennarastörfum,
hefja vinnu við rannsóknir á
þeim sviðum sem skólinn beitir
sér að o.s.frv. I þessu sambandi
kemur til álita hvort breyta eigi
skólanum í sjálfseignarstofnun
og taka þá nýjar ákvarðanir um
formleg tengsl hans við Samband
íslenskra samvinnufélaga, aðra
núverandi eigendur fasteigna hér
á Bifröst og við menntamála-
ráðuneytið. Með nýrri skipulags-
skrá yrði þá t.d. að kveða á um
tengsl skólans við Sambandið
sem bakhjarl og verndara skólans
sem skipar stjórn hans o.s.frv. í
þessu efni koma fjárhagsmál1
skólans til skoðunar. Með fjár-
veitingu á fjárlögum ríkisins
stendur skólinn nú þegar undir
rekstri sínum, með tveimur
undantekningum þó: Annars
vegar er halli á starfsfræðslunni
sem skólinn veitir starfsmönnum
samvinnufélaganna og hins vegar
hefur skólinn þurft stuðnings-
framlög til viðhalds fasteigna hér
á setri og verklegra framkvæmda
í tengslum við þær. Ég tel það
ekki með að skólinn stendur ekki
undir arðsemikröfu vegna stofn-
fjármagns þar eð enginn annar
skóli í landinu er látinn bera slík-
ar byrðar og ríkisvaldið viður-
kennir þann kostnaðarlið ekki í
skólum. í framhaldi ákvarðana
um skipulagsmál og fjárhag Sam-
vinnuskólans er ljóst að reisa
verður skólanum viðeigandi
kennsluhús ef hann á að starfa
hér til frambúðar. Bygging
Spariskírteini
ríkissjóðs bera nú
5,5-6,0% vexti
umfram verðbólgu
Gengi Einingabréfa
1 3. sept. 1989.
Einingabréf 1 ... .... 4.178,-
Einingabréf 2 ... .... 2.306,-
Einingabréf 3 ... .... 2.740,-
Lífeyrisbréf ... 2.101,-
Skammtímabréf .... 1,434
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorg 1 • Akureyri • Sími 96-24700
Spariskírteini
ríkissjóðs er eign
sem ber arð
V ---