Dagur - 29.09.1989, Page 1

Dagur - 29.09.1989, Page 1
auglýsing Brotið blað... íslandsmeistarai í knattspyrnu 1989. fremri röð frá vinstri. Árni Þór Freysteinsson, Gauti Laxdal, Jónas Þór Guðmundsson, Erlingur Kristjánsson, Haukur Bragason, Ægir Dagsson, Stefán S. Ólafsson og Þorvaldur Örlygsson besti leikmaður 1. deildar 1989. Aftari röð frá vinstri. Guðjón Þórðarson þjálfari, Árni Hermannsson, Halldór Halldórsson, Bjarni Jónsson, Steingrímur Birgisson, Halldór Kristinsson, Jón Kristjánsson, Örn Viðar Arnar- son, Antony Carl Gregory, Jón Grétar Jónsson, Ómar Torfason sjúkraþjálfari og Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar. Á myndina vantar þá Ormarr Örlygsson og Arnar Bjarnason. Mynd: ap fslandsmótið Hörpudeild 1989: Enginn lukkustimpill framan af mótinu „íslandsmeistarar! íslandsmeistarar!" Já, þeir voru margir sem hrópuðu þetta þegar ljóst var hverjir voru orðnir íslandsmeistarar 1989 síðdegis þann 16. september sl. Hver hefði trúað því fyrir aðeins þremur árum þeg- ar meistaraflokkur KA kom uppúr 2. deild að liðið yrði orðið það besta á íslandi nú. Það er ekki tilviljun sem ræður því að lið verður ís- landsmeistari í sinni íþróttagrein. Þar spilar margt inní. Gott lið sem lengi hefur spilað saman, góður þjálfari, dugleg stjórn og dygg- ir stuðningsmenn eru stærstu póstarnir. Dulítil heppni hefur löngum fylgt topp-liðun- um þó því hafi ekki verið að skipta hjá KA í sumar nema e.t.v. í síðustu umferðinni og má segja að tími hafi verið tii kominn. Sæmundur Óskarsson formaður KA-klúbbsins í Reykja- vík sagði í viðtali í leikskrá KA sem gefin var út í sumar að hann óskaði þess að eitthvað af heppni sinni í lífinu færðist yfir á KA. Hann var þegar um miðja deild farinn að spá KA ís- landsmeistaratitli og virðist þar hafa verið sannspár. En lítum aðeins um öxl og rifjum upp gang mála í sumar. Strax s.l. haust var ljóst að Guðjón Þórðar- son yrði áfram þjálfari liðsins og það sem meira var, að hann yrði búsettur á Akureyri og gæti því sinnt þeim liðsmönnum sem þar búa allt árið. Tveir leikmenn frá fyrra tímabili léku ekki með í sumar, þeir Friðfinnur Her- mannsson og Valgeir Barðarson en aðrir leik- menn komu í þeirra stað, Ormarr Örlygsson frá Fram og Jón Grétar Jónsson frá Val. Hvar var heppnin? Mánudagurinn 22. maí rann upp og fyrsti leikur tímabilsins var gegn FH í Hafnarfirði. „Jafntefli í slökum leik" var fyrirsögn Dags eftir leikinn en hvern hefði grunað að þarna ættust við liðin sem áttu eftir að berjast um titilinn að hausti. Fram íslandsmeistarar 1988, sóttu KA heim í næsta leik og gerði KA sér lítið fyrir og sigraði þá eftirminnilega 3:1 á malarvelli félagsins. Liðið lék mjög vel í leiknum áhorf- endum til mikillar ánægju, en næsti leikur fór líka fram á malarvelli, að þessu sinni heima- velli Þórs. Akureyrarslagurinn endaði með markalausu jafntefli þó KA ætti miklu fleiri færi í leiknum. Þeir sóttu stíft, meira að segja Erlingur sem þrisvar var dæmdur rangstæð- ur. Þarna hefði heppnin mátt vera með þeim. „Öruggur og fyllilega verðskuldaður sigur," var sagt eftir leik KA og KR á KA-vell- inum 9. júní. Leikurinn fór 4:1 KA í vil og skoruðu þeir Jón Grétar, Bjarni, Þorvaldur og Gauti mörk KA. Fjórar umferðir búnar, KA enn taplaust lið og komið með 8 stig í deild- inni. En þá kom að tapi á útivelli gegn Skaga- mönnum, 0:2 fyrir heimamenn. Náði liðið sér aldrei á strik í leiknum og segja þeir sem á horfðu að þakka hafi mátti Hauki fyrir að ekki fór ver. Leiðin liggur uppó við Eftir 6. umferð höfðu KA menn færst enn neðar í deildinni. Þeir sátu þá í 6. sæti á eftir Val, ÍA, KR, FH og Fram eftir jafntefli gegn Víkingi á Akureyrarvelli. Þarna var þó á ferð- inni mikill markaleikur sem endaði 3:3. Fylk- ismenn tóku á móti KA í næstu umferð og eins og allir muna vafalaust fór þetta annars ágæta lið með sigur af hólmi í leiknum. En það erfir það örugglega enginn lengur við þá þar sem þeir bættu KA mönnum það svo sannarlega upp síðar. 8. leikur deildarinnar færði KA mönnum sjálfstraustið á ný þegar þeir sigruðu Val á Hlíðarenda í fyrsta skipti eftir að liðið komst í 1. deild 1986. Það var sætt fyrir Antony Carl að skora eina mark leiksins gegn sínum fyrri félögum. KA var betra liðið í leiknum, sótti meira og uppskar eftir því. Eftir þennan leik tapaði KA ekki leik í deildinni í tvo og hálfan mánuð. Og enn færðust KA menn ofar í deildinni þegar þeir sigruðu Keflvikinga á Akureyrar- veili 2:1 í 9. umferð og gerðu síðan jafntefli við FH-inga í fyrsta leik síðari umferðar. Eftir marktækifærum að dæma hefðu KA menn átt að gera út um leikinn strax í fyrri hálfleik en þeir nýttu ekki færin og því fór sem fór. Eftir umferðina var liðið samt í 3. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og FH og ÍA. Tvœr sögul.egar vítaspyrnur „Það gekk bara allt upp hjá okkur," sagði Bjarni Jónsson í fyrirsögn í Degi eftir glæsi- legan 1:3 sigur gegn Fram í Reykjavík í 11. umferð, en næsti leikur var ákaflega afdrifa- ríkur fyrir liðið þegar það gerði jafntefli við Þór á Akureyrarvelli. Þessi leikur verður sennilega eftirminnilegur vegna vítis sem Þórsarar fengu í lok leiksins og nokkur styr varð um. Óttuðust menn að þarna hefðu þeir fengið á sig þýðingarmikið mark þar sem lið- ið var nú í alvöru komið í toppbaráttuna. í næsta leik sem var gegn KR á þeirra heima- velli var á ný deilt um vítaspyrnu, sem að þessu sinni var dæmd af KA. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli; enn voru heilladís- irnar víðs fjarri. Sigur á Skagamönnum í næstu umferð færði KA þrjú dýrmæt stig í toppbaráttunni og rósin í hnappagatið var svo 1:5 sigur gegn Víkingum á útivelli. Hvor tveggja mjög sann- gjarnir sigrar og þurfti enga lukku til. Og þó engir meistarataktar hafi sést hjá liðinu gegn Fylki á Akureyrarvelli í þriðju síðustu umferð íslandsmótsins, sigruðu þeir 2:1 og voru eftir það einir í efsta sæti deilarinnar. Andlegu jafnvœgi náð Þegar hér var komið sögu fóru taugarnar sannarlega að titra jafnt hjá liðsmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsmönnum. Á meðan Stebbi Gull var á útopnnu við að fá samið stuðningslag og láta útbúa flögg og trefla hafði Guðjón þjálfari nóg að gera við að róa hðsmenn og halda þeim utan við hama- ganginn. Næsti leikur var ákaflega þýðing- armikill því hann gat í raun fært KA íslands- meistaratitilinn en Valsmenn voru ekki á því að gefa eftir og náðu að halda í jafntefli. Von- brigði hinna 1700 áhorfenda á Ákureyrarvelh voru augljós en eftir á að hyggja voru þessi úrslit e.t.v. ágæt því þau komu flestum niður á jörðina á ný. Stefnan var sett á Evrópusæti og pressan á liðinu minnkaði mikið. Þeir mættu því grimmir, en í andlegu jafnvægi til leiks í Keflavík í síðasta leik íslandsmótsins. Það þarf ekki að tíunda nánar það sem síð- ar gerðist. Heilladísirnar sáu sér loksins fært að styðja þessa spræku knattspyrnumenn frá Akureyri enda hefur þeim eins og öðrum vafalaust þótt tími til kominn. Sætur og verð- skuldaður íslandsmeistaratitill var í höfn. Punkturinn yfir i-ið á þessum frábæra árangri var síðan útnefning efnilegustu og bestu leikmanna sumarsins á lokahófi KSÍ á Hótel íslandi um síðustu helgi. Þar hlaut Þor- valdur Örlygsson titilinn Besti leikmaður íslandsmótsins Hörpudeildar og Arndis Ólafsdóttir KA var útnefnd efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna. VG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.