Dagur - 25.10.1989, Síða 2

Dagur - 25.10.1989, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 25. október 1989 i fréttir í Gjaldeyrisreglur rýmkaðar: Til að bæta samkeppnisaðstöðu atvinniu*ekstrar hér á landi - jafnframt þáttur í fyrirhuguðu afnámi hafta á sviði fjármagnsviðskipta milli íslands og annarra ríkja Frá og með 1. nóvember n.k. breytast reglur um innflutning með greiðslufresti og reglur um erlendar lántökur vegna innflutn- ings, innlendrar framleiðslu og eignarleigu á vélum, tækjum og búnaði til atvinnurekstrar og skipaviðgerða. Heimildir eru rýmkaðar í báðum tilvikum og í fyrra tilvikinu er einnig um veru- lega einföldun á fyrri reglum að ræða. Heimilt verður að flytja inn einstakar vörusendingar með allt að 360 daga greiðslufresti, ef ekki kemur til ábyrgðar eða endurláns viðskiptabanka, sparisjóðs, tryggingafélags, fjárfestingar- lánasjóðs eða annarar fjármála- stofnunar. Greiðslufrestur verð- ur þó ekki heimilaður í lengri tíma en almennt gerist í milli- ríkjaviðskipum með hlutaðeig- andi vöru. Sé um ábyrgð eða endurlán fjármálastofnananna aö ræða, er erlendur greiðslufrestur heimilaður í 180 daga. Sérákvæði gilda um olíuvörur, þar sem greiðslufresturinn er skemmri. Reglur um lántökur og leigu- samninga vegna innflutnings, innlendrar framleiðslu og eignar- leigu á vélum, tækjum og búnaði til atvinnurekstrar og skipavið- gerða, eru rýmkaðar á þann hátt, að framvegis verður heimilað að taka erlend lán fyrir stærri hluta kostnaðar en áður. Pannig verð- ur innlendum framleiðendum véla, tækja og búnaðar nú heimilt að taka erlend lán til að fjár- magna allt að 80% af innlendu verði framleiðslu sinnar eða allt að 70%, ef til kemur ábyrgð eða endurlán innlends banka, spari- sjóðs, tryggingarfélags eða opin- bers fjárfestingarlánasjóðs. Hér er um hækkun þessara lánshlut- falla að ræða úr annars vegar 60% og hins vegar 50%. Innlend- um eignarleigufyrirtækjum verð- ur nú heimilt að taka lán erlendis til þess að kaupa vélar, tæki og búnað erlendis frá í þeim tilgangi að gera leigusamninga um notk- un þeirra við innlenda aðila og má erlenda lánið nema allt að 80% af samningsverði, en skv. núgildandi reglum er hlutfallið 60%. Ef innlendir aðilar semja beint við erlend eignarleigufyrir- tæki skulu þeir nú leggja fram 20% samningsverðs í stað 40% áður. Þessar breytingar eru gerðar til þess að bæta samkeppnisaðstöðu atvinnurekstrar hér á landi, en þær eru jafnframt þáttur í fyrir- huguðu afnámi hafta á sviði fjármagnsviðskipta milli íslands og annarra ríkja. Meðal annarra þátta í þeirri breytingu má nefna væntanlegar reglur um heimildir íslendinga til að kaupa fasteignir erlendis og erlend verðbréf. Einnig má nefna reglur um kaup erlendra aðila á íslenskum hlutabréfum og öðrum verðbréf- um, reglur um gjaldeyrisreikn- inga erlendra aðila í íslenskum bönkum, reglur um bankareikn- inga í eigu innlendra aðila í erlendum böndkum, reglur um framvirk gjaldeyrisviðskipti í Alþýðubandalagið í Norður- landskjördæmi eystra hélt kjördæmisþing á Húsavík á laugardag og sunnudag. Störf þingsins voru heföbundin. Alyktun var samþykkt og ný stjórn kjördæmisráðs kjörin, að þessu sinni skipuð fólki úr Norður-Þingeyjarsýslu. Á sunnudag var haldinn almenn- ur stjórnmálafundur og hann sátu um 40 manns, að sögn Örlygs Hnefils Jónssonar, sem var fundarstjóri. Á fundinum höfðu ráöherrarn- ir; Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra framsögu, og einnig ávarpaði Steingrímur J. Sigfússon, sam- tengslum við viðskipti með vöru og þjónustu og reglur um fleiri atriði, en það skal tekið fram að hér er um að ræða atriði, sem unnið verður að á næstunni. Að því er nú stefnt í ríkjum Evrópubandalagsins að hömlur á fjármagnsviðskiptum yfir landa- mæri ríkjanna verði afnumdar fyrir árslok 1992. Þau ríki innan Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), sem ekki hafa þegar afnumið hömlur á fjármagns- viðskiptum hafa að undanförnu stigið mikilvæg skref í þá átt. íslendingar munu fylgjast með þessum breytingum og stefnt er að því að aðlaga hérlendar reglur um fjármagnsviðskipti í mark- vissum áföngum að þeim reglum, sem gilda munu í allri Vestur- Evrópu eftir árslok 1992. Við afnám hafta á fjármagns- viðskiptum milli íslands og ann- arra ríkja skapast nánari tengsl milli íslenska fjármagnsmarkað- göngumálaráðherra fundinn. Að loknum framsöguerindum voru almennar umræður og fyrirspurn- ir þar sem víða var komið við, m.a. í náttúruverndarmálum og stóriðjumálum, með ábendingurr um að ef áfram verði haldið að byggja stóriðju og virkjanir á suðvesturhorninu, væri eðlilegt að önnur landsvæði fengju flutt- an kvóta frá þeim sem fengju stóriðjuverkefnin. Örlygur Hnef- ill sagði það vera rauða þráðinn í fundum sem þessum, að það kæmi sterkast fram hjá fólki á landsbyggðinni í umræðum, að sporna þurfi við flutningi fólks frá landsbyggðinni, því fólki finnst erfitt að sjá á bak ættingj- um, vinum og samborgurum suður yfir heiðar, auk þess sem arins hér á landi og fjármagns- markaðar nágrannalandanna um leið og ný tækifæri myndast fyrir innlend fyrirtæki til þess að fjár- magna starfsemi sína og sam- keppni eykst um viðskipti við þau. Þær breytingar, sem hér hafa verið kynntar eru í samræmi við ákvæði málefnasamnings ríkis- stjórnarinnar, en þar segir m.a. að íslenski fjármagnsmarkaður- inn verði aðlagaður breyttum aðstæðum í Evrópu, m.a. með því að rýmka heimildir innlendra aðila til að eiga viðskipti við erlenda banka án ríkisábyrgðar og njóta fjármagnsþjónustu þannig að innlendar lánastofnan- ir fái aðhald. Markmið þessarar aðlögunar er að lækka fjármagns- kostnað fjölskyldna og fyrir- tækja, enda verður þess vandlega gætt að breytingarnar skapi ekki óstöðugleika á innlendum fjár- magns- og gjaldeyrismörkuðum. það liggur fyrir að sá flutningur er þegar farinn að skaða þjóðar- búið og því hljóti að vera eðlileg krafa að snúa þessu við. Fram kom hjá ráðherrunum að m.a. væri unnið að flutningi valds frá menntamálaráðuneytinu út á land. Minnst var á flutning Skóg- ræktar ríkisins austur á land og fleira sem væri á döfinni. Rætt var um þá samgöngustefnu sem er í mótun, jarðagangagerðina við Ólafsfjörð og væntanleg jarð- göng á Vestfjörðum og Áust- fjörðum. Fjármálaráðherra benti á þann sparnað sem þetta mundi leiða af sér í sambandi við sam- nýtingu á ýmsum opinberum mannvirkjum, t.d. höfnum, þeg- ar vegalengdir milli staða styttust með bættum samgöngum. IM Alþýðubandalagsfundurinn á Húsavík: Spoma þarf við flutningi fólks af landsbyggðinni Breytt verslun í Grímsey að nettó-fyrirmynd: Samdráttur í vöruvaJi og styttur opnunartími - „Kostnaðurinn við verslunina of mikill miðað við tekjur," segir kaupfélagsstjóri KEA „Jú, hugmynd um nettó-versl- un í Grímsey hefur komið upp að því leyti til að í breytingum á versluninni í eynni sæki menn fyrirmyndina í nettó-búð KEA. Með því fyrirkomulagi megi lækka kostnað við hana,“ segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA í samtali við Dag. Nú er verið að vinna að tillög- um um breytingu á versluninni í Grímsey. Magnús Gauti segir að með því að nota fyrirmyndina úr nettó-versluninni megi lækka verulega kostnaðinn við verslun- ina, m.a. með takmörkuðu og stöðluðu vöruvali og styttri opn- unartíma. „Þáttur í þessari nettó-mynd er að hafa ekki opið nema hluta úr degi og það verður breyting á opnunartímanum, sem hefur ver- ið frá kl. 9-18. Við erum hins veg- ar ekki að tala um nettó-verð- lagningu. Markaðurinn er alltof lítill fyrir slíka verðlagningu. En þessar breytingar koma hins veg- ar til með að þýða samdrátt í vöruvali í versluninni,“ segir Magnús Gauti. Velta útibús KEA í Grímsey var um 30 milljónir króna á síð- asta ári. Magnús Gauti segir að reksturinn hafi verið erfiður á þessari einingu, kostnaðurinn hafi verið of hár miðað við tekjur. Hann segir að þessar fyrirhuguðu breytingar geti kom- ið til framkvæmda innan tíðar. JÓH Úr verslun Kaupfélags Eyfirðinga í Grímsey. Breytinga er að vænta á þessari verslun innan tíðar. Mynd: óþh Húsavík: Bæjarmála- pmiktar ■ Bæjarráð samþykkti nýlega með tilvísun til samþyicktar bæjarstjórnar frá 21. septem- ber sl., að sækja um heimild til byggingar sex 3ja herbergja og sex 4ra herbergja íbúða. ■ Pálmi Pálmason æskulýðs- og íþróttafulltrúi sagði upp starfi sínu í síðasta mánuði og óskaði um leið eftir því að fá að hætta sem fyrst. Bæjarráð samþykkti að heimila Pálma að hætta þann 1. okt. s.l. ■ Bæjarráð hefur samkvæmt tillögu frá forstööumanni Sundlaugarinnar, samþykkt aö hækka gjaldskrá Sundlaug- ar um 10% frá 1. nóv. n.k. ■ Á fundi bæjarráðs nýlega voru kynntar niðurstöður á endurskoðun fjárhagáætlunar Bæjarsjóðs og Framkvæmda- lánasjóðs. Þar kom fram að fjárvöntun Bæjarsjóðs er kr. 7.062.000,- en fjárvöntun Framkvæmdalánasjóðs er kr. 9.381.000.-. Á fundinum var lögð fram tillaga um aðgerðir til að mæta þessari fjárvöntun. ■ Á fundi veitunefndar nýlega lagði veitustjóri fram og kynnti endurskoðaðar áætl- anir Vatnsveitu, Hitaveitu og Rafveitu. Þar kom frant að umframfjármagn Vatnsveitu eru kr. 1.515.000.- og að fjár- vöntun Rafveitu og Hitaveitu er engin. Veítunefnd samþykkti að ráðstafa umframfjármagni Vatnsveitu til Bæjarsjóðs sem óafturkræfu framlagi. ■ Veitustjóri lagði fram á fundi veitunefndar nýlega, til- lögu um að skipt yrði úr heml- um í mæla á árinu 1990, hjá notendum Hitaveitunnar og að undirbúningur skuli hafinn sem fyrst. Veitunefnd frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir að unnin verði skýrsla um málið, þar sem allar nauðsyn- legar upplýsingar komi fram. ■ Dvalarheimili aldraðra sf. hefur sótt um leyfi til að byggja fjögurra íbúða hús úr steinsteypu á lóð Dvalar- heimilsins nr. 19 við Skála- brekku og hefur bygginga- nefnd samþykkt erindið. ■ Bygginganefnd hefur sarn- þykkt erindi frá Hestamanna- ielaginu Grana, þar sem óskað er eftir heimild til að flytja húseign sem nú stendur ofan Safnahúss og var í eigu Björns Olgeirssonar, upp í Traðar- gerði, þar sem nýta á húsið fyrir ýmsa starfsemi félagsins. Nefndin felur jafnframt bygg- ingarfulltrúa að ákveða stað- settningu hússins. ■ í framhaldi af beiöni um fjárstyrk frá Hestamanna- félaginu Grana, samþykkti íþrótta- og æskulýðsnefnd að vcita félaginu kr. 30.000.-.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.