Dagur - 01.11.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 01.11.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. nóvember 1989 - DAGUR - 9 frá Felli Fædd 13. febrúar 1906 - Dáin 22. október 1989 Við kvöddum á mánudag, hinstu kveðju tengdamóður mína, Ingi- björgu Björnsdóttur húsmóður á Felli í Glerárhverfi. Hún fæddist á Básum í Grímsey, þar sem heimskautsbaugurinn lá um bað- stofuna þvera. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Guðmundsson hreppstjóri og kona hans, Frey- gerður Þorkelsdóttir. Ingibjörg giftist ung Valdemar Júlíussyni ættuðum úr Eyjafirði, og settust þau að í Glerárþorpj (nú Glerár- hverfi) og byggðu sér húsið Fell, ásamt bróður Valdemars og mág- konu, þeim Garðari og Sigur- veigu, sem nú eru bæði látin. Ingibjörg missti mann sinn árið 1963. Bar það að mjög skyndi- lega og varð henni mikið áfall, þar sem hjónaband þeirra var ávallt mjög innilegt, og þau sam- hent í lífsbaráttunni á erfiðum tímum. Pau komu upp þremur börnurn sínum, Láru, Friðgeiri og Söru, sem áttu hamingjusama æsku í foreldrahúsum, þar til þau stofn- uðu eigið heimili. Ingibjörg var húsmóðir í þess orðs fyllstu merkingu, reglusemi og hagsýni voru hennar aðals- merki, hæglát og örugg gekk hún að sínu húsmóðurstarfi. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Ingibjörg á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Naut hún þar frá- bærrar umönnunar starfsfólksins þar til yfir lauk, og. eru því góða Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 2.677 kr. fyrir Fæðingardeild FSA fyrir skömmu með tombólu sem þær hcldu. Þær heita, f.v.: Anna Jakobsdóttir, Eydís Stefanía Austfjörð Jóhannesdóttir, Sigrún Kristbjörg Tryggvadóttir og Eva S. Þórðardóttir. Þessir hressu krakkar héldu fyrir skömmu hlutaveltu til styrktar sundlaugar- byggingu við Sólborg á Akureyri. Þeir söfnuðu alls 1.870 krónum og hefur peningunum verið komið til skila. Krakkarnir heita: Rakel Kristjánsdóttir, Hermann Steinarsson og Sigrún María Steinarsdóttir. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Mynd: kl Húsavík: Myndir, lög og ljóð - Jón Laxdal og Kristján Pétur sýna í Safnahúsinu Á morgun, föstudaginn 3. nóvember kl. 21.00, opna Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Pétur Sigurðsson myndlistasýn- ingu í Safnahúsinu Húsavík. Við opnunina munu þeir félag- ar flytja kvæða- og söngdagskrá sína Lög og ljóð, sem þeir hafa flutt víðar og felst í flutningi Jóns á eigin kvæðum og söng og gít- arslætti Kristjáns Péturs. Jón Laxdal hefur fengist við skáldskap og myndlist jöfnum höndum og sýnir í þetta sinn smámyndir mitt á milli málverks og klippimynda. Kristján Pétur hefur lengstum lagt stund á rokk og ról m.a. með hljómsveitunum Kamarorghestar og Lost, undanfarið hefur hann og fengist við myndlist og sýnir nú akrylmálverk. Sem fyrr segir verður sýningin opnuð föstudagskvöldið 3. nóv. kl. 21 og er athygli vakin á því að sýningin verður aðeins opin það kvöld og laugardaginn 4. nóv. frá kl. 14 til 22 vegna anna þeirra félaga. Engin boðskort verða send út en allir eru hjartanlega velkomn- ir. Heiðajarlar eftir Jónas Kristjánsson. Þetta er nýstárleg bók, sem er engri annarri hestabók lík. Hún sýnir á myndrænan og auðskilinn hátt, hvernig ættir þeirra tengjast og hver er hlutur hinna frægu hestaætta, svo sem Hornfirðinganna og Svaðastaðakynsins. Þetta er óskabók alvöru hestamanns- ins í ár. Hún er öðruvísi en hinar bækurnar, sem hann hefur áður fengið. Hestasport Helgamagrastræti 30 Sími 21872. Opið alla virka daga frá kl. 14-19 og á laugardögum. ínnilegar þakkir frá ættingjum hennar. Megi hún hvíla í friði, blessuð sé minning hennar. Olafur Haukur Flygenring. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 2. nóvember 1989 kl. 20-22 veröa bæjarfull- trúarnir Sigurður J. Sigurðsson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Karlakórsmenn Akureyri og nágrenni Komið og tökum lagið saman (gömlu karla- kórslögin) í Lóni við Hrísalund í kvöld mið- vikud. kl. 20.30. Allir áhugamenn um karlakórssöng velkomnir. Mætið stundvíslega og ræðum málin eftir æfingu. Karlakórinn Geysir. Karlakór Akureyrar. Hestamenn Eyjafírði og Þingeyjarsýslum Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga hef- ur komist að samkomulagi við Jóhannes Haraldsson, Rauðuskriðu, að hann taki í hagagöngu og fóðrun, óvanaða ungfola. Peir sem vilja nota sér þessa þjónustu hafi samband við Jóhannes í síma 43504. Stjórnin. Félag aldraðra Akureyri ási aldraðra laugardaginn 4. nóv- ember nk. kl. 14.00 stundvíslega. Dagskrá: 1. Fréttir frá sumarstarfinu. 2. Kynning á starfi Landssambands eldri borgara. 3. Önnur mál. 4. Skemmtiatriði í tali og tónum. Kaffiveitingar ★ Dans. Birgir Marinósson sér um fjörið. Stjórnin. Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Askriftar^sST 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.