Dagur - 03.11.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 03.11.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. nóvember 1989 - DAGUR - 5 Alvarlegt ástand í atvmnumálum á Akureyri - Staðan rædd á íjölmennum fundi framsóknarmanna Síðastliðið mánudagskvöld, 30. október, héldu framsóknarmenn á Akureyri fjölmennan fund um at- vinnumál. Á fundinum kom fram í máli manna að ástandið í atvinnu- málum í bænum er mun alvarlegra en nokkurn hafði órað fyrir og fannst fundarmönnum ekki van- þörf á að atvinnuhorfur næstu mánaða yrðu teknar til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar strax. Svavar Ottesen, nýkjörinn for- maður Framsóknarfélags Akureyrar, setti fundinn og stjórnaði honum. Frummælendur voru: Þórarinn E. Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri; Hákon Hákonarson, formaður Fé- lags málmiðnaðarmanna og stjórnar- maður í Húsnæðisstofnun; Jakob Björnsson, fjármálastjóri skinnaiðn- aðar SÍS; Björn Snæbjörnsson, vara- formaður Verkalýðsfélagsins Eining- ar og Magnús Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sanitas á Akureyri. Samdráttur í fullvinnslu landbúnaðarafurða í máli Þórarins E. Sveinssonar, mjólk- ursamlagsstjóra, kom fram að mikill samdráttur hefur átt sér stað í full- vinnslu landbúnaðarafurða á Akur- eyri í samræmi við minnkandi búvöru- framleiðslu. Það væri nánast lögmál að verslun og þjónusta fylgdi þróun- inni í landbúnaði og svo væri einnig nú. Hann taldi að rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja í eigu Kaupfélags Ey- firðirrga, t.d. á Dalvík og í Hrísey, gengi vel. Hins vegar ætti rekstur í verslunar- og þjónustugreinum í erfið- leikúm, m.a. vegna minnkandi kaup- máttar. Þórarinn benti á að vegna þessa væri staða Kaupfélags Eyfirð- inga erfið og ljóst að gífurlegur fjár- magnskostnaður reyndist því þungur í skauti. Einnig væri ljóst að Kaup- félagið myndi tapa tugum milljóna vegna gjaldþrota ýmissa fyrirtækja. íbúðir seljast ekki á almennum markaði Hákon Hákonarson, formaður Fé- lags málmiðnaðarmanna og stjórnar- maður í Húsnæðisstofnun, fjallaði sérstaklega um stöðu byggingaiðnað- arins í bænum. Nú væri svo komið að nær engin ný íbúð seldist á hinum al- menna markaði heldur eingöngu í hinu félagslega kerfi og þá sérstak- lega í Verkamannabústaðakerfinu. Ef fram héldi sem horfði myndi störf- um f byggingaiðnaði á Akureyri halda áfram að fækka á næstu árum. Hákon nefndi sem dæmi að af þeim 40-50 íbúðum sem eru í byggingu nú, hafa einungis 2-3 selst á almennum markaði. Hvað þungaiðnaðinn varðar, benti Hákon á að eftir áramót væru engin verkefni fyrirliggj andi í Slippstöðinni á Akureyri og að óbreyttu blasti við að 220-230 fyrirvinnur heimila misstu vinnuna innan 3ja mánaða. Störfum fækkaö um tæplega 300 Jakob Björnsson, fjármálastjóri skinnaiðnaðar SÍS, sagði að staða Ala- foss væri vægast sagt mjög erfið og baráttan snerist nú fyrst og fremst um það að halda í horfinu. Ef gengið hækkaði væri voðinn vís. Hann benti á að fyrir nokkrum árum hefðu starf- að um 770 manns hjá Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri en nú væru um 480 heil störf hjá skinnadeild og Álafossi samtals. Þetta er fækkun um tæp 300 störf. Jakob sagði að störfum myndi ekki fjölga hjá Skinnaiðnaðar- deildinn í náinni framtíð, en þar starfa nú um 40 fleiri en á sama tíma í fyrra. Skinnum hefði fækkað um 30-40 þúsund milli ára og í dag gæti verksmiðjan annað öllum gærum á landinu. Deildina skorti sem sagt hráefni til að geta aukið afköstin. Fjórföldun milli ára Björn Snæbjörnsson, varaformaður Verkalýðsfélagsins Einingar benti á að 190 manns væru á atvinnuleysis- skrá 30. október. Tvö byggingarfyrir- tæki hefðu sagt upp rúmlega 10 verka- mönnum fyrir skemmstu og staðan hjá Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks væri dökk. Ástandið væri ekki mikið skárra hjá Iðju, félagi verk- smiðjufólks. Til marks um atvinnu- ástandið nú benti Björn á að í október í fyrra hefði verið búið að greiða um 4 milljónir króna í atvinnuleysisbætur á Akureyri en á sama tíma í ár hefði þessi upphæð verið fjórum sinnum hærri, eða 16 milljónir króna. Magnús Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Sanitas, sagði að rekstur Sanitas hefði gengið vel, m.a. vegna þess að bjórsalan hefði gengið vonum framar. Hins vegar rnætti búast við því að þegar kaupmáttur minnkaði, yrði fólk að neita sér um ýmislegt sem ekki teldist til brýnustu nauðsynja, m.a. bjór. Hann sagði að Sanitas framleiddi nú um 4 milljónir lítra af bjór árlega en gæti framleitt um 7 milljónir lítra. Það væri ekki líklegt eins og nú áraði að afköst verksmiðjunnar yrðu aukin í náinni framtíð. Stóriöja nauðsynleg Fjölmargir tóku til máls að framsögu- erindum loknum. Mikið var rætt um hugsanlegar stóriðjuframkvæmdir við Eyjafjörð og voru fundarmenn al- mennt sammála um nauðsyn stóriðju fyrir atvinnulífið á svæðinu, þótt slík- ar framkvæmdir leystu ekki þann vanda sem við er að etja nú. Þá var lögð rík áhersla á að huga þyrfti vel að mengunarvörnum. Bent var á að til sögunnar hefðu komið nokkur ný fyr- irtæki sem hefðu aukið fjölbreytni at- vinnulífsins í bænum og skotið traust- ari stoðum undir það. Voru m.a. nefnd fyrirtæki eins og Samherji, ís- tess og DNG. Einnig var bent á mik- ilvægi Fjórðungssjúkrahússins og Há- skólans fyrir atvinnulíf bæjarins. Fram Nauðungaruppboð þriöja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum, á neðangreindum tíma: Dalbraut 9, Dalvík, talinn eigandi Sigurgeir Sigurðsson, miðvikud. 8. nóv. ’89, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Benedikt Ólafsson hdl., Trygginga- stofnun ríksins og Ólafur Birgir Árnason hdl. Hafnarbraut 5, Dalvík, þingl. eig- andi Víkurbakarí, miðvikud. 8. nóv. ’89, kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Akureyri . og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. iia Aðalfundur Framsóknarfélags N.-Þing, vestan heiðar verður þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20.30 í Lundi, Öxarfirði. Venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinn mæta Guðmundur Bjarnason, ráðherra og Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismaður. Stjórnin. komu áhyggjur vegna kvótastöðu Útgerðarfélags Akureyringa; kvóti fyrirtækisins myndi ekki duga fram til áramóta og þar með myndi enn fjölga á atvinnuleysisskrá innan fárra vikna. Tómlæti bæjaryfirvalda Niðurstaða fundarins var ótvíræð. Bæjaryfirvöld verða að láta vanda at- vinnulífsins á Akureyri til sín taka án tafar. „Hvað gerist á Akureyri ef fyrirvinnur heimila verða atvinnu- lausar í hundraðatali? Brestur á flótti til Reykjavíkur eins og áður hefur gerst?“ Fundarmenn voru á einu máli um að bæjaryfirvöld verði að svara spurningum á borð við þessar í fullri hreinskilni. Umfram allt verði bæjar- stjórn Akureyrar að hrista af sér slenið og leita leiða til að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist í akureyrsku atvinnulífi. AKUREYRARBÆR Hundaeigendur Akureyri Lögboðin hundahreinsun 1989 verður á Akur- eyri Föstudaginn 3. nóvember kl. 16-18 og laugardaginn 4. nóvember kl. 10-12. Hundaeigendur mæti með hunda sína í áhalda- hús Gróðrarstöðvarinnar, framvísi kvittun fyrir greiðslu ábyrgðartryggingar hundsins og greiði leyfisgjald kr. 4.000,-. Hafið hundana fastandi hreinsunardaginn. Þá verður hreinsun auðveldari og árangur betri. Heilbrigðisf ulltrúi. Ef þú ert í nánu sambandl veistu hvar þú stendur Þjónustusíminn veitir þér upplýsingar um nýjustu stöðuna á tékka- reikningnum og 20 síðustu færslur. Þú getur hringt hvenær sem er — á nóttu sem degi. Einfalt, öruggt, þægilegt Nú þarftu ekki lengur að bíða eftir reikningsyfirliti eða hringja í bankann. Þú hringir í síma-. (91) 1 1 og færð gefna upp nýjustu stöðu strax. Hægt er að hringja úr hvaða tónvals- síma sem er — heima eða erlendis. Ný staða strax kostar eitt símtal og þú greiðir ekkert þjónustugjald. Lykillinn að Þjónustu- símanum er leyninúmer sem þú velur í bankanum þínum. Fáðu þér kynningar- bækling og settu þig í samband strax. Vertu í beinu sambandi við Þjónustusímann og bú veist alltaf hvar bú stendur 82 44 44 BEIIM LIISIA BANKA UM LAIVID ALLT LANDSBANKINN ALÞÝÐUBANKINN ÚTVEGSBANKINN IÐNAÐARBANKINN VERSLUNARBANKINN SAMVINNUBANKINN BÚNAÐARBANKINN P&ð/SlA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.