Dagur - 03.11.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 3. nóvember 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRfMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Verkeftiaskortur
skipasmíðastöðva
Þau ummæli Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra, að
vanda Slippstöðvarinnar á Akureyri megi fyrst og fremst
rekja til þess að hjá stöðinni sé í smíðum skip, sem ekki
hafi tekist að selja, hafa vakið nokkra furðu. Vissulega er
það rétt hjá iðnaðarráðherra að lausafjárstaða Slipp-
stöðvarinnar er m.a. erfið vegna þess að ekki hefur tekist
að selja umrætt skip. En vandi stöðvarinnar er miklu
djúpstæðari en svo, að hægt sé að afgreiða hann með svo
„billegum" hætti.
Vandi Slippstöðvarinnar á Akureyri er hinn sami og
innlends skipasmíðaiðnaðar í heild: Verkefnaskortur. Það
er fyrst og fremst vegna verkefnaskorts sem öllum starfs-
mönnum Slippstöðvarinnar á Akureyri var sagt upp störf-
um um síðustu mánaðamót. Það er einnig vegna verk-
efnaskorts sem öllum starfsmönnum Skipasmíðastöðvar-
innar Skipavíkur í Stykkishólmi var sagt upp störfum frá
sama tíma. Og það er vegna verkefnaskorts sem engin
starfsemi hefur farið fram í skipasmíðastöð Stálvíkur í
Garðabæ um margra mánaða skeið. Og loks er það verk-
efnaskortur sem veldur því að aðrar skipasmíðastöðvar
landsins eru að þrotum komnar.
Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akur-
eyri, hefur bent á að einungis á þessu ári eru í smíðum í
útlöndum skip, sem samsvara um 10 ára afkastagetu
Slippstöðvarinnar. Á sama tíma eru íslenskar skipasmíða-
stöðvar því sem næst verkefnalausar. Þetta segir allt sem
segja þarf urn þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í
innlendum skipasmíðaiðnaði. Forstjóri Slippstöðvarinnar
hefur jafnframt bent á að ef fyrirtækið hefði ekki ráðist í
að smíða það skip, sem iðnaðarráðherra telur undirrótina
að vanda Slippstöðvarinnar, hefði sú staða, sem nú er
uppi, komið til tveimur árum fyrr. Að ráðast í smíði á skipi
án þess að hafa að því kaupendur var neyðarúrræði hjá
stjórnendum fyrirtækisins og telst einungis virðingarverð
sj álfsbj argarviðleitni.
Ríkisstjórninni ber skylda til að að láta málefni skipa-
smíðaiðnaðarins til sín taka. Hún þarf að koma hlutunum
þannig fyrir að íslenskar skipasmíðastöðva hafi betri
möguleika á að hljóta nýsmíða- og viðhaldsverkefni en
erlendar stöðvar. Fyrsta skrefið í þá átt er tvímælalaust
að breyta gildandi reglum um lán úr Fiskveiðasjóði til
slíkra verkefna. Eins og er lánar Fiskveiðasjóður 65% til
smíða innanlands en 60% til smíða erlendis. Þessi munur
er allt of lítill og var reyndar mun meiri, eða um 15%, fyrir
fáum árum. Þennan mun þarf í það minnsta að auka á ný.
Þá hugmynd, sem Júlíus Sólnes, Hagstofuráðherra,
hreyfði í Degi sl. laugardag, að opinberir sjóðir hætti alveg
að taka þátt í smíðum skipa erlendis, ber einnig að skoða
gaumgæfilega.
Ef stjórnvöld grípa ekki til tafarlausra aðgerða til hjálp-
ar innlendum skipasmíðaiðnaði er ljóst hvert framhaldið
verður. Þá mun þessi mikilvæga atvinnugrein brátt heyra
sögunni til hér á landi. Slíkt myndi ekki einungis verða
hrikalegt áfall fyrir atvinnulífið í landinu, heldur myndi
það jafnframt hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með
sér fyrir íslenskan sjávarútveg um alla framtíð. BB.
I
hvað er að gerast
Leikfélag Akureyrar:
Hús Bemörðu Alba
Um helgina, föstudaginn 3. og
laugardaginn 4. nóvember verða
6. og 7. sýning á Húsi Bernörðu
Alba hjá Leikfélagi Akureyrar.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, verður sérstakur
gestur sýningarinnar í kvöld,
föstudagskvöld.
Sýningin hefur fengið mjög
góðar viðtökur, hún hlaut há-
stemmt lof gagnrýnenda og
aðsókn hefur verið mikil og vax-
andi. Sýningar á leikritinu verða
aðeins 12 og er áætlað að síðasta
sýning verði laugardaginn 2. des-
ember. Sýningarnar hefjast ávallt
kl. 20.30.
Leikstjóri er Þórunn Sigurðar-
dóttir, leiktexta þýddi Einar
Blakdeild KA með
kaffl á sunnudag
Á sunnudaginn kl. 14.00 verður
þriðja kaffihlaðborð vetrarins
haldið í KA heimilinu við Dal-
braut.
Að þessu sinni er það blak-
deild félagsins sem stendur fyrir
bakstrinum og á það vel við því
einmitt um helgina keppir
meistaraflokkur karla í Evrópu-
keppni meistaraliða í blaki í
Luxemburg. Seinni leikur lið-
anna er að viku liðinni á Akur-
eyri.
Blakdeildin þarf á öllum stuðn-
ing að halda nú og hvetur því
stuðningsmenn til að koma í kaffi
á sunnudaginn.
Sigríður Hagalín í hlutverki Bernörðu Alba og Sunna Borg í hlutverki Ponc-
íu griðkonu hennar hafa fengið mikið lof fyrir leik sinn í sýningunni.
Bragi, leikmynd og búninga
hannaði Charlotte Clason, Ingv-
ar Björnsson hannaði lýsinguna
og Pétur Jónasson flytur spænska
gítartónlist.
Með aðalhlutverk í Húsi Bern-
örðu Alba fara leikkonurnar Sig-
ríður Hagalín, Sunna Borg,
Kristjana Jónsdóttir, María Sig-
urðardóttir, Ingunn Jensdóttir,
Guðbjörg Thoroddsen, Elva Ósk
Ólafsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir
og Sóley Elíasdóttir.
Húsavík:
Jón Laxdal og Kristján
Pétur sýna í Safiiahúsinu
- sýningunni lýkur annað kvöld
I kvöld kl. 21.00 opna Jón Laxdal
Halldórsson og Kristján Pétur
Sigurðsson myndlistarsýningu í
Sjallinn:
Komdu í kvöld
- sýnt í kvöld
í kvöld verður dægurlagahátíðin
„Komdu í kvöld“ sýnd í Sjallan-
um. Sýning þessi er til heiðurs
Jóni Sigurðssyni bankamanni
sem staðið hefur í sviðsljósi
íslenskrar dægurlagatónlistar í
fimmtíu ár. Lög hans og textar
hafa lifað með þjóðinni svo ára-
tugum skiptir og mörg verið á
hvers manns vörum.
Flestir muna eftir lögum Jóns
og textum, t.d. Komdu í kvöld,
Einsi kaldi úr Eyjunum, Vertu
ekki að horfa svona alltaf á mig
og fleirum.
Fremstu dægurlagasöngvarar
þjóðarinnar hafa verið kallaðir til
leiks í þessari sýningu svo sem
Ellý Vilhjálms, Þuríður Sigurðar-
dóttir, Pálmi Gunnarsson, Þor-
valdur Halldórsson, Hjördís
Geirsdóttir og Trausti Jónsson.
Kynnir á hátíðinni er Bjarni Dag-
ur Jónsson og Hljómsveit Ingi-
mars Eydal sér um undirleik í
sýningunni og danstónlist á eftir.
Norðlendingum og nærsveit-
ungum er boðið upp á tilboð með
gistingu í tvær nætur á Hótel
Akureyri, kvöldverð og aðgöngu-
miða á dægurlagahátíðina á 5000
krónur.
Safnahúsinu á Húsavík.
Við opnunina munu þeir félag-
ar flytja kvæða- og söngdagskrá
sína, Lög og ljóð, sem þeir hafa
flutt víða og felst í flutningi Jóns
á eigin kvæðum og söng og gít-
arslætti Kristjáns Péturs.
Sem fyrr segir verður sýningin
opnuð í kvöld og er athygli vakin
á því að sýningin stendur aðeins í
tvo daga vegna anna þeirra
félaga. Henni lýkur sem sagt á
morgun, laugardaginn 4. nóv-
ember en þá er hún opin frá kl.
14.00 til 22.00.
Engin boðskort verða send út
vegna sýningarinnar en allir eru
hjartanlega velkomnir.
Sauðárkrókskirkja:
Kór Akureyrarkirkju syngur
við messu á suimudagmn
Kór Akureyrarkirkju verður um
helgina í æfingabúðum að
Löngumýri í Skagafirði. Æft
verður vel og dyggilega undir
stjórn Björns Steinars Sólbergs-
sonar m.a. fyrir árlegt aðventu-
kvöld í Akureyrarkirkju í byrjun
desember.
Að afloknum ströngum æfing-
urn um helgina mun kórinn fara
til Sauðárkróks á sunnudag og
syngja þar við messu kl. 14. Með
Kristniboðs- og Æskulýðs-
sanikomur í sal KFUM og K
Nú um helgina kemur séra Kjart-
an Jónsson kristniboði í heim-
sókn til Akureyrar.
Frá föstudegi og fram á sunnu-
dag mun hann vera þátttakandi í
Æskulýðsmóti á Hólavatni, en
þar munu dvelja um 30-40 ung-
menni við andlega uppbyggingu,
Síðan mun Kjartan taka þátt f
samkomum í sal KFUM og K í
Sunnuhlíð. Mun hann prédika og
kynna með myndböndum og
myndskyggnum starfsemi ís-
lenskra kristniboða í Kenyu og
Eþíópíu.
Samkomurnar verða á sunnu-
dags-, mánudags- og þriðjudags-
kvöld og hefjast kl. 20.30. Allir
velkomnir.
Síðari hluta vikunnar mun
annar kristniboði, Skúli Svavars-
son, koma og taka þátt í sam-
komum á föstudag og laugardag.
þessari heimsókn mun Kór Akur-
eyrarkirkju endurgjalda heim-
sókn Kórs Sauðárkrókskirkju til
Akureyrar fyrir nokkrum árum.
Smiðjan með
villibráðarkvöld:
„Sælkerakvöld
veiðimannsins“
Um helgina verður boðið upp á
villibráðarkvöld í Smiðjunni á
Akureyri. Kvöldin hafa verið
kölluð „Sælkerakvöld veiði-
mannsins“ og standa dagana 3.-5.
nóvember.
Á sælkerakvöldunum verður
boðið upp á villibráðarrétti t.d.
hreindýrakjöt, rjúpu, lunda,
gæsa- og fjallagrasapaté og fleira.
Á sunnudaginn 5. nóvember
gefst fjölskyldum síðan kostur á
að koma í villibráðarhlaðborð á
Bautanum. Sælkerakvöld verður
aftur haldið í Smiðjunni helgina
■ 10.-12. nóvember nk.