Dagur - 04.11.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 04.11.1989, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Laugardagur 4. nóvember 1989 Laugardagur 4. nóvember 1989 - DAGUR - 9 Gun«at yorum staðráðnir í því að láta ekki drepa þá hjá okkur* - Gunnar J. Jóhannsson, rannsóknarlögreglumaður, segir frá starfsferli sínum í Carmínu, hinni merku heimild Menntaskólans á Akureyri, stendur ritað: „Sögu- séníið og frístundahurðapassarinn Gunnar J. Jóhannsson er fæddur og uppalinn í þingeysku fjósi. Átján ára hóf hann flautunám hjá Dómarafélagi íslands og braut- skráðist viku síðar með hæstu einkunn. Hann hefur síðan haldið mýmarga hljóm- leika í Skemmunni við geypileg fagnaðarólæti áheyrenda. Mottó: Svefn er heimskum fró! Algengur frasi: Það er eins og maður sé fæddur til þess að vera full- ur í dag! Uppáhaldsblóm: Berserkjasveppur. Framtíðaráform: Að halda uppi lög- um og reglu.“ Þetta er útdráttur úr kaflanum um GunnarJóhannsson rannsókn- arlögreglumann úr Carmínu 79, en í gegnum gálgahúmor menntaskólaáranna glittir þó í sannleikskorn og framsýni; Gunnar hefur gert sitt ítrasta til að halda uppi lögum og reglum frá því hann brautskráðist sem stúdent. Pað er ekki laust við að beygur bernskuáranna læðist að blaða- manni þegar hann arkar inn í Lögreglustöðina á Akureyri. Yfirbragð stofnunarinnar er þrungið lotningu og virðingu fyrir vörðum laganna en innanhúss er andrúmsloftið þó ekkert öðruvísi en á hinum ýmsu vinnustöðum. Parna inna menn sitt starf af hendi, spjalla og spauga eins og gengur, en auðvitað fylgir mikil ábyrgð lögreglustarfinu. Rann- sóknarlögreglan hefur aðsetur á efri hæð hússins og þar hitti ég fyrir Gunnar Jóhannsson rann- sóknarlögreglumann. Grallara- ímynd Carmínuklausunnar virðist fljótt á litið ekki eiga við þennan rólega og alvörugefna mann, en glettnin er þó aldrei langt undan. Ég spurði Gunnar fyrst um menntaskólaárin og hvort hann hefði þá verið ákveðinn í því að ganga til iiðs við lögregluna. „Eg veit ekki hvort það hafi verið markmiðið þá. Þetta hefur sennilega verið sett í textann af því ég vann hjá lögreglunni sumarið áður, 1978, og félagarnir voru alltaf að skjóta á mig út af sumarstarfinu. Mig minrþr að Einar Kristjánsson eigi heiðurinn af þessum texta, ég kom lítið nálægt honum. En menntaskóla- árin voru auðvitað bestu árin og mikið sprellað þá.“ Lagði flautuna á hilluna - Lögreglustarfið hefur þá ekki verið gamall draumur. „Nei, ég fékk dálítinn áhuga á starfinu sumarið ’77 þegar tveir strákar sem ég kannaðist við úr MA, Hjörtur Gíslason og Stefán Matthíasson, byrjuðu í lögregl- unni. Ég sótti síðan um starfið næsta surnar." - Þú varst líka farinn að blása í flautu á þessum árum, varstu ekki handboltadómari? „Jú, maður hefur elt uppi mis- jafnlega vinsæl störf. Ég var að dútla í handboltanum í gamla daga og tók dómarapróf á svip- uðum tíma og Óli Haralds og Stebbi Arnalds. Ætli ég hafi ekki byrjað að dæma 1976 og dæmdi til ársins 1982. Þá var ég farinn að dæma í 1. deild en lagði flantuna á hilluna þegar ég fór til Banda- ríkjanna.“ - En áður en við förum þang- að langar mig til að víkja aftur að Carmínu. Ekki ertu fæddur í þingeysku fjósi? „Reyndar ekki. Ég fæddist á Húsavík 7. nóvember 1957 og ólst upp í Víðiholti í Reykja- hverfi, Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem foreldrar mínir bjuggu. Hug- ur minn hefur hins vegar aldrei hneigst að búskap og það kom aldrei til greina að gerast bóndi. Mér finnst þó alltaf gaman í sveitinni og fer oft í heimsókn í Víðiholt. Bróðir minn tók við búinu þar eftir að faðir minn lést. Nú, ég gekk í barnaskóla þarna í Reykjahverfinu, tók landspróf frá Gagnfræðaskólanum á Húsa- vík og þaðan lá leiðin í Mennta- skólann á Akureyri. Ég hef ílengst hér meira og minna síðan.“ Skellinöðrustrákur og mótorhjólalögga Þegar Gunnar var pjakkur þeysti hann um Reykjahverfið á skelli- nöðru og var hann einn af braut- ryðjendunum á því sviði eystra. Hann hafði mikinn áhuga á slík- um farartækjum en efnahagurinn leyfði ekki kaup á stóru vélhjóli. Sá draumur rættist þó að nokkru leyti hjá lögreglunni á Akureyri því Gunnar var mótorhjólalögga, eins og það er kallað í daglegu tali. „Ég var ein fimm sumur á mót- orhjólum lögreglunnar, fyrst eftir að ég útskrifaðist úr MA 1979, en vann á vöktum yfir vetrarmánuð- ina, enda eru hjólin ekki hreyfð þá. Þetta var mjög gaman og gekk vel. Ég lenti aldrei í neinu klandri eða óhappi þótt ég hafi keyrt mörg þúsund kílómetra á hjólunum." - Hvað með töffaraímyndina? „Jú, vissulega er hún til staðar. Maður er á stóru mótorhjóli, leð- urklæddur og vekur mikla eftir- tekt, en ég var lítið að hugsa um þá ímynd. Mér þótti þetta gaman og góð tilbreyting.“ - Hvernig þróaðist síðan lög- regluferill þinn? „Árið 1980 fór ég í Lögreglu- skólann og kláraði hann vorið 1982. Þá sótti ég um starf sem öryggisvörður hjá Sameinuðu þjóðunum, höfuðstöðvum þeirra í New York. Ég fékk starfið um haustið þetta ár og flutti til New York um áramótin 1982-1983.“ „Yorum staðráönir í því að láta ekki drepa þá hjá okkur“ - í hverju var starfið hjá Samein- uðu þjóðunum fólgið og hvernig datt þér í hug að sækja um það? „Þetta var bara ævintýra- mennska í fyrstu, prófa eitthvað nýtt. Ég byrjaði á því að fara á námskeið þegar ég kom út og þar var m.a. lögð áhersla á meðferð skotvopna, enda er maður vopn- aður í þessu starfi. Öryggisvarsla í höfuðstöðvunum er umfangs- mikil. Byggingin er mjög stór, 42 hæðir og bílskýli á þremur hæð- um neðanjarðar, og þarna unnu um 6000 manns. Þeir þurftu allir að sýna sérstakan starfsmanna- passa til að komast inn og þarna óttuðust menn alltaf hryðjuverk. Það bárust oft hótanir um slíkt, það átti að drepa þennan eða hinn eða sprengja allt í loft upp. Kannski er það ekki óeðlilegt miðað við að í höfuðstöðvarnar komu þjóðhöfðingjar frá öllum mögulegum og ómögulegum löndum í heiminum, menn sem fengu margar hótanir frá hryðju- verkasamtökum. Við vorum hins vegar staðráðnir í því að láta ekki drepa þá hjá okkur. Út á það gekk starfið. Við gættum bygg- ingarinnar og þeirra sem þangað komu.“ - Nú er New York þekkt glæpaborg, eða hvernig kom hún þér fyrir sjónir? „Auðvitað vissi maður af glæp- um allt í kring þótt ég hafi lítið þurft að kljást við glæpamenn sjálfur. Þessi alræmdu hverfi eins og Harlem, Brooklyn og Bronx eru svo til nákvæmlega eins og í bíómyndunum, auðar götur og óttaslegin andlit í gluggum. Ég ferðaðist mikið um New York og austurströndina í frítímum og var jafnvel farinn að segja vinnu- félögunum til vegar í New York. Það var virkilega gaman að vera í New York en ekki vildi ég vera með fjölskyldu eða ala upp börn þar, enda sér maður hvað við höfum það í rauninni gott hér heima að mörgu leyti.“ Hefði viljað fara í friðargæslusveitir í Mið-Austurlöndum „Ég bjó í úthverfi New York og var heppinn með húsnæði. Það er mjög auðvelt að vera einmana í mörgum hverfum borgarinnar. Þarna er fólk að deyja og finnst ekki fyrr en mörgum dögum seinna. Enginn skiptir sér af þessu fólki. En út á við er mann- líf mjög fjölskrúðugt. í New York er hægt að finna allar manngerðir í heiminum og öll þjóðarbrot sem fyrirfinnast.“ - Hvað vannstu lengi sém öryggisvörður hjá Sameinuðu þjóðunum? „Rúmt ár, fram á vorið 1984. Þá sagði ég starfi mínu lausu og fór heim, en sá eftir því. Kannski hef ég haldið að ég væri að missa af einhverju hérna heima en ef ég hefði haldið áfram sem örygg- isvörður hefði ég ef til vill komist í friðargæslusveitirnar í Mið- Austurlöndum. Það hefði verið ævintýramennska í lagi,“ sagði Gunnar dreyminn á svip og viðurkenndi fúslega að hann væri dálítill ævintýramaður í sér. Gunnar fór aftur í mótorhjóla- lögregluna á Akureyri sumarið 1984 en um haustið dreif hann sig til Reykjavíkur og vann hjá lög- reglunni þar fram til vorsins 1985. - Hvers vegna Reykjavík? „Ég vildi enn prófa eitthvað nýtt. Lögreglustarfið í Reykjavík er gjörólíkt starfinu á Akureyri. Það er stórborgarbragur á Reykjavík, miklu meira um glæpi og þarna safnast allur óþverrinn saman. Akureyri er bara friðsælt þorp í samanburði við höfuð- borgina." Sjálfsvíg tíð í Reykjavík - Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í Reykjavík? „Ég get nefnt sjálfsvígin, þau eru miklu algengari en maður gerði sér grein fyrir. Ég þurfti oft að hafa afskipti af slíkum málum Graliaraímynd Carmínuklausunnar virðist fljótt á litið ekki eiga við þennan rólega og alvörugefna mann, en glettnin er þó aldrei langt undan. Mvmi kl Gunnar hefur úr mörgum höfuðfötum að velja. Þarna má t.d. sjá hjálm bresku lögreglunnar. Mynd: kl „Maður er á stóru mótorhjóli, leðurklæddur og vekur mikla eftirtekt, en ég var lítið að hugsa um þá ímynd.“ og auðvitað kemur ekki nema brot af þessum sjálfsvígum upp á yfirborðið. Við höfum sem betur fer sloppið vel hvað þetta snertir hér á Ákureyri." Ekki líkaði Gunnari vistin ýkja vel í Reykjavík og hugurinn leit- aði til Akureyrar á ný. Vorið 1985 hóf hann störf hjá Rann- sóknarlögreglunni á Ákureyri, varla af ævintýramennsku en hann sagði að vaktavinna væri þreytandi til lengdar og hann vildi breyta til. Ég bað Gunnar að Iýsa starfssviði rannsóknarlög- reglumanns. „Það er örugglega víðtækara en flestir halda. Inn á borð til okkar koma dauðsföll, umferð- arslys, vinnuslys, innbrot, skemmdarverk, þjófnaðir, ávís- anamisferli, skjalafals, fíkni- efnamál, líkamsárásir og allt mögulegt, heimiliserjur og hjónaerjur. Fólk hringir mikið til okkar og það eru ótrúlegustu hlutir sem við þurfum að fást við. Þá tökum við ljósmyndir á slysstað, leitum að fingraförum, rannsökum smyglmál og margt fleira. Við höfum verið þrír í þessari deild en það var fjölgað í fjóra í surnar." - Þú ert með tölvu á borðinu hjá þér. Hefur hún leyst stækk- unarglerið af hólmi? „Nei, nei. Ég þarf stundum að nota stækkunarglerið. Þótt tölvu- væðingin hafi náð til okkar þá eru gömlu tækin í fullu gildi.“ Agaleysi mjög áberandi - Hvernig hefur þér gengið að ná markmiði þínu, að halda uppi lögum og reglu? „Það er nú allur gangur á því og kannski ekki mitt að dæma hvernig til hefur tekist, en maður hefur burðast við þetta.“ - Er einhver munur á lög- hlýðni borgaranna nú og fyrir 10 árum? „Ekki held ég það. Margt hef- ur breyst en ekki endilega til hins verra. Mér finnst agaleysi á öllum sviðum hafa verið einkennandi í þessu þjóðfélagi og því er ekki hægt að breyta í einu vetfangi. Þjóðfélagið hefur mótast á þenn- an hátt gegnum árin, íslendingar eiga erfitt með að hlýða og haga sér eftir reglum.“ Gunnar sagði að miklar sveifl- ur væru í hinum ýmsu sakamál- um og varla hægt að tala um beina aukningu á neinum sviðum. Ávísanafals kemur í bylgjum og gengur yfirleitt vel að leysa þau mál. En hvað með fíkni- efnamál? „Við vitum að fíkniefni eru notuð hér en þetta fer hljótt. Þeir sem nota þessi efni í einhverju magni fara suður, það er stað- reynd. Á Akureyri er ekki hægt að nota eiturlyf að staðaldri, bæði út af þrýstingi frá umhverf- inu og einnig er erfitt að ná í efni hér. I Reykjavík er markaðurinn miklu stærri og þar er félags- skapurinn. Auðvitað prófa menn fíkniefni um allt land en neytend- urnir virðast ekki þrífast nema á suðvesturhorninu. Einnig má geta þess að hér er lítið um far- andverkafólk en eiturlyfjaneysla fylgir oft fólki sem þvælist um landið.“ Heimiliserjur erfíð mál Við ræddum næst um ofbeldi, innan veggja heimilis sem utan. Gunnar sagði að meiriháttar lík- amsárásir væru fátíðar á Akur- eyri og yfirleitt tengdar áfengis- neyslu um helgar, líkt og fleiri glæpir. Meira væri hins vegar um ryskingar og pústra, undantekn- ingalítið samfara neyslu áfengis eða annarra eiturlyfja. - Hvernig gengur ykkur að leysa heimiliserjur? „Þetta eru oft hvað erfiðustu málin sem við lendum í. Það get- ur verið erfitt að skera úr um hvort eigi að fjarlægja manninn eða konuna þegar hjón deila og svo blandast börnin inn í þetta. Við reynum yfirleitt að miðla málum, jafnvel með aðstoð ætt- ingja eða vina. Reyndar er bless- unarlega lítið um slík mál. Oftar er kvartað yfir hávaða eða ónæði sem rekja ntá til partýhalds og þá biðjum við viðkomandi að bæta úr því. Þótt ég sé búinn að vera þetta lengi í lögreglunni er alltaf eitt- hvað nýtt að koma upp á. Maður er alltaf að læra í þessu starf og uppgötva nýjar hliðar á málun- um. Þetta er stundum leiðinlegt og stundum skemmtilegt. Auð- vitað verður maður þreyttur í þessu starfi eins og öðrum en þetta venst.“ - Færðu frið í frítímanum, eða ertu alltaf stimplaður sem Gunni lögga? „Einu sinni lögga alltaf lögga. Sumir hafa kvartað yfir því að fá ekki frið en mér hefur gengið ágætlega í þeim efnum. Ég verð ekki mikið fyrir ónæði en vissu- lega er stundum hringt í rnann." Við ræddum um skotvopn. Gunnari fannst hann hálf tómleg- ur eftir að hafa verið alvopnaður öryggisvörður hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann er feginn að þurfa ekki að bera skammbyssu í starfinu og ekki síður feginn yfir því að íslendingar skuli ekki sofa með byssu undir koddanum eins og Bandaríkjamenn. Þar eru deilumál oft útkljáð með skot- vopnum. Það er farið að síga á seinni hluta viðtalsins. Verkefnin bíða á borði rannsóknarlögreglumanns- ins og án efa er í ýmsu að snúast. Gunnar dútlar enn í íþróttum í frítímanum og hann hefur farið í sund á hverjum morgni síðan hann byrjaði í rannsóknarlög- reglunni. „Sundið er ómissandi þáttur áður en ég fer í vinnuna á morgn- ana. Dagurinn er ónýtur ef ég kemst ekki í sund,“ sagði Gunnar og blaut sundskýlan á ofninum í skrifstofunni benti til þess að það væri góður dagur framundan hjá honum. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.