Dagur - 04.11.1989, Side 11

Dagur - 04.11.1989, Side 11
Laugardagur 4. nóvember 1989 - DAGUR - 11 Á nœstu mánuðum kemur á markað skyr með ýmsum bragðtegundum. Af því tilefni efnir Mjólkursamlag KEA til samkeppni um bragðbestu skyrhrœruna. Reglur samkeppninnar eru eftirfarandi: 1. Allir mega taka þátt í keppninni. 2. Nota skai nýja, hrœrða skyrið og bragðbœta það með ávöxt- um, berjum eða hverju því sem henta þykir. 3. Skýrt og skilmerkilega skal sagt frá innihaldi skyrhrœrunnar og aðferðinni við að búa hana fil. Allt skal vera vegið og mœlt. Nota skal vog, mœliskeiðar, bollamál eða desilítramál. 4. Uppskriftum skal skila í merkta kassa í Kjörbúðum KEA Uppskrift skal merkja með dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi, merktu dulnefni. Skilafrestur er-til 10. nóvember 1989. 5. Mjólkursamlag KEA áskilur sér rétt til að nota þœr uppskriftir sem berast í samkeppnina. Nýja, hrœrða skyrið fœst nú einnig í 500 gr. dósum. Hentugt fyrir fjölskyldur og stórhuga skyrgáma. \ , MJOLKURSAMLAG FTASAIMKEPPNI Veitt verða ein aðalverðlaun og fimm aukaverðlaun. Aðalverðlaun eru myndarlegur helgarpakki til Reykjavíkur Aukaverðlaun eru vöruúttektir hjá Mjólkursamlagi KEA fyrír 10.000,- krónur. íþróttir Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Sigurganga Þórsara stöðvuð - 9 stiga sigur hjá Valsmönnum Valsmenn stöðvuðu sigur- göngu Þórs í Urvalsdeildinni í körfuknattleik þegar liðin mættust á Akureyri í fyrra- kvöld. Þórsarar urðu að bíta í það súra epli að tapa með 9 stiga mun en lokatölur Ieiksins voru 89:98 Valsmönnum í hag. Áhorfendur í fþróttahöllinni á Akureyri voru mjög margir enda hefur Þórsliðinu gengið mjög vel að undanförnu. Á að giska 250- 300 manns fylgdust með leiknum sem var ekki mikið fyrir augað, a.m.k. ekki til að byrja með. Liðin voru lengi að komast af stað og var jafnræði með þeim í fyrstu, en fljótiega kom í ljós að Valsmenn væru sterkari aðilinn í leiknum. Vörn Þórs brást hvað eftir annað svo lengst af var um 10-15 stiga munur á liðunum. Þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum héldu margir að Þórsarar ætluðu að taka sig á og jafna leikinn. Staðan var 81:92 og dæmt var víti á Valsmenn sem Þórsurum tókst að skora úr. Því næst misnotuðu Valsmenn víti, Þór komst í skyndisókn og tókst að skora og skyndilega var staðan orðin 86:92. Oneitanlega fór um áhorfendur þegar hér var komið sögu og þegar 35 sekúndur voru eftir skoruðu Valsmenn úr víti, 86:94, Þór komst í 87:94 en áður •en tíminn rann út gerðu Vals- menn endanlega út um leikinn, 89:98. Dómarar leiksins, þeir Helgi Bjarnason og Leifur Hallgríms- son dæmdu ekki meira en þokka- lega og fengu þeir oft að heyra baul frá óánægðum áhorfendum. Stigahæstur Þórsara var Dan Kennard með 29 stig, næstur kom Jón Örn Guðmundsson með 17, Guðmundur Björnsson með 15, Konráð Óskarsson 13, Jó- hann Sigurðsson 11 og Eiríkur Sigurðsson 4 en hann fór útaf um miðjan leik með 5 villur. Flest stig Valsmanna skoraði Einar Ólafsson eða 19 stig, Chris Behrends 18, Svali Björgvinsson 16, Arnar Guðmannsson 13, Matthías Matthíasson 8, Ragnar Jónsson 7, Guðni Hafsteinsson 7, Björn Zöega 6 og Ari Gunn- arsson 4 stig. VG Sauðárkrókskirkja kl. 14 á morgun: Messuheimsókn frá Akureyri Vegna fréttar í Degi í gær um söng Kórs Akureyrarkirkju við messu í Sauðárkrókskirkju vill séra Þórhallur Höskuldsson taka fram að um er að ræða messu- heimsókn frá Akureyrarkirkju. Séra Þórhallur mun pfedika og þjóna fyrir altari í messunni, sem hefst kl. 14 á morgun, og Kór Akureyrarkirkju syngur. „Með þessari heimsókn erum við að endurgjalda heimsókn Sauð- krækinga hingað í Akureyrar- kirkju fyrir tveim árum,“ segir séra Þórhallur. Borgarbíó Laugard. 4. nóv. Kl. 9.00 Ævintýri Munchausens Myndin sem allir hafa beöið eftir. Fáar myndir hafa vakið jafnmikla athygli og þessi stórkostlega ævintýramynd um hinn ótrúlega lygabarón Karl Friðrik Híerónímus Munchausen og vini hans. Kl. 11.15 Vitni verjandans Sunnud. 5. nóv. Kl. 3, 8.30 og 11.00 Batman Kl. 3.00 Heiða Kl. 9.00 Æfintýri Munchausens Kl. 11.15 Vitni verjandans Mánud. 6. nóv. Kl. 8.30 Batman Kl. 9.00 Ævintýri Munchausens Dæmi um vöruverð: Egg 1. verðfiokkur .. 356 kr. kg. Egg 2. verðflokkur ... 259 kr. kg. Kók 2 lítrar ............99 kr. Fanta appelsín .;....... 102 kr. Hamborgarar 2 stk. ..... 111 kr. Tilbod á kjötvörum í gangi Verslunin ÞDRPID Móasíöu 1 • Sími 27755. Opid alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heirrfsiendingar- þjónusta. VISA Skautar á börn og fullorðna íshockey vörur Mesta úrval landsins. Afsláttur til skóla og félaga 3stoö III v/Leiruveg Sími 96-21440 • 600 Akureyri • Fax 96-26476

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.