Dagur - 08.11.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 08.11.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. nóvember 1989 - DAGUR - 3 fréftir Léttsteypan í Mývatnssveit: gengur vel og góð sala í sumar „Það var jöfn og góð sala í allt sumar og sumarið gott. Við höfum náð meiri sölu á I-steini, lengra út frá okkur, en við átt- um von á í fyrstunni. Steinninn hefur selst vel á Húsavík og einnig á Egilsstöðum,“ sagði Haraldur Bóasson, fram- kvæmdastjóri Léttsteypunnar hf. í Mývatnssveit, aðspurður um hvernig rekstur fyrirtækis- ins gengi. Nú er í framleiðslu hjá fyrirtækinu: I-steinn, hol- steinn, millivcggjaplötur og grillkol, og auk þess annast það heildsölu á eldkúlum. Léttsteypan hefur framleitt - en flárhagsvandi vegna prfestinga grillkol og salan gengið þokka- lega, en svo óheppilega vildi til í sumar að hráefni til framleiðsl- unnar skorti í heilan mánuð, og það á meðan mesta salan var. Grillkolin eru framleidd úr erlendu hráefni; koluðum við sem búið er að mala í duft og lími. „Þessi framleiðsla er ekki gróðavænleg, en það er hægt að nota hana sem uppfyllingu,“ sagði Haraldur. Talsverð vinna skapast við grillkolagerðina; hræra þarf efnunum saman, en sfðan eru kolin mótuð í vél, þurrkuð og pökkuð. Fjöldi starfsmanna hjá Létt- steypunni í sumar var 5-6 manns og reiknar Haraldur með að svo verði fram undir áramót, en segir að síðan ráðist framhaldið af hvernig gangi að selja hina hefð- bundnu vöru og auka hlutafé í fyrirtækinu. Aðalframleiðsla Léttsteypunn- ar er holsteinn og milliveggja- plötur úr hraungjalli. „Við ætlum að fara að kynna holsteininn og benda fólki á að það getur byggt ódýrara en það gerir í dag og feng- ið drýgra rými inni, með því að hlaða húsin sín, einangra þau og klæða að utan. Innvegginn er hægt að múra eða fúguhlaða. Á Björn Þórleifsson, ráðinn deildarstjóri Öldrunardeildar Akureyrarbæjar: Oddvitirai og skólastjórinn hellir sér út í öldrunarmáJ „Ég er búinn að vera hér í tæp tíu ár og finnst tími til kominn að skipta um atvinnu. Að stjórna heimavistarskóla og sjá um hann að öllu leyti er lýjandi starf. Eftir tíu ára krefjandi starf fer maður að huga að því að breyta til,“ segir Björn Þór- leifsson, oddviti Svarfaðardals- hrepps og skólastjóri Húsa- bakkaskóla, en hann hefur verið ráðinn deildarstjóri öldr- unardeildar Akureyrarbæjar. Björn sagði í samtali við Dag að hann myndi taka við starfi deildarstjóra að loknum skóla í vor og að afloknu yfirstandandi kjörtímabili. Björn var kjörinn í hreppsnefnd voriö 1986 og tók Björn Þórleifsson nýráðinn deildar- stjóri Oldrunardeildar Akureyrar- bæjar. Akureyri: Hjólahvarf við Höllina Fimmtudaginn 2. nóvember sl. kom sorgmætt barn lieim til sín því hjólið var horfið. Viðkom- andi barn hafði verið við íþróttaiðkun í íþróttahöllinni á Akureyri e. kl. 17.00 umrædd- an dag. Hjólið er af gerðinni „DAWS“, það er gult að lit með svörtu stýri og svörtum hnakk. Á því eru engir skermar utanum keðju eða dekk en það hefur 15 gíra. Fleiri hjól þessarar tegund- ar eru í bænum en þetta hefur eitt einkenni. Yfir tegundarmiðann var límdur miði sem rifinn var af á ný. Við það rifnaði hluti teg- undarmiðans af. Þar sem hjólið er aðeins nokk- urra mánaða gamalt er sorg eig- andans að vonum mikil og því er vonast til að skilvís finnandi komi því á réttan stað. Sá hinn sami er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 22646. Ef þannig vill til að hjólið hafi verið tekið ófrjálsri hendi en viðkomandi vill af einhverjum ástæðum skila hjólinu, getur hann haft samband á ritstjórn Dags sem mun liafa milligöngu um að skila því. Þrotabú Mánavarar hf. á Skagaströnd: Fasteign seld á uppboði í desember strax við starfi oddvita hréppsfé- lagsins. Björn er ekki alveg ókunnugur öldrunarmálum á Akureyri. Um tveggja ára skeið vann hann hjá Félagsmálastofnun Akureyrar og var seinna árið félagsmálastjóri bæjarins. Á þessum árum hófst m.a. heimilisþjónusta á vegum bæjarins, auk þess ýmiss konar tómstunda- og félagsstarf fyrir aldraða. óþh næstunni kemur út bæklingur frá okkur til kynningar á holsteinin- um og Húsasmiðjan ætlar í kynn- ingarátak með okkur fyrir sunnan. Það er erfitt að komast inn á þennan markað vegna for- dóma um vikurstein, frá gamalli tíð þegar aðrir aðilar seldu gall- aðan stein, svo erfitt hefur verið að koma þessari nýju og góðu vöru í sölu,“ sagði Haraldur. Aðspurður um nýjungar hjá Léttsteypunni sagði Haraldur að framleiðsla á grillsteini væri enn inn í myndinni, en búið væri að fjárfesta talsvert hjá fyrirtækinu og verið væri að reyna að finna lausn á fjárhagsvanda þess. Fyrir tveim árum var farið að huga að framleiðslu á grillsteini fyrir Kanadamarkað, keyptar voru vélar til framleiðslunnar og þetta dæmi hefur kostað talsvert en ekki skilað neinum hagnaði ennþá, þó ekki sé búið að af- skrifa þessar hugmyndir. Grill- steinninn er notaður í gasgrill, en hraungjall og sement er notað til framleiðslunnar, á hún að vera arðvænleg og sölumöguleikar talsvert miklir. Léttsteypan er með umboð fyr- ir og selur vöru sem kölluð er eld- kúlur og notaðar eru til upp- kveikju í grilli eða arni og hafa einnig reynst mjög vel til að kveikja upp í reykkofum. Kúlur þessar eru úr pressuðu vaxi og pappír og eiga að vera mengun- arlausar til uppkveikju, í þeim logar í 25 mínútur og þær gefa frá sér mikinn hita. IM psoriasis og exemsjúlúingar Opinn fundur laugardaginn 11. nóvember kl. 13.30. Mætum öll. Stjórnin. Laxdalshúsi - tvö tilboð frá Polyúretan-vél en Ákveðið er að selja fasteign þrotabúss Mánavarar hf. á Skagaströnd á uppboði í des- eniber nk., að sögn Sverris Friðrikssonar, fulltrúa hjá sýslumannsembættinu á Blönduósi. Um er að ræða stálskemmu smíðaða árið 1946. Tveir skiptafundir hafa verið Skagaströnd í þau þykja of lág haldnir í þrotabúi Mánavarar hf. og segir Sverrir að mest af lausafé sé selt en Pólyúretan-plastgerðar- vél sé enn óseld. Tvö tilboð hafa borist í vélina, sem er svo til ný, en þau þykja of lág. Vélin er met- in á 6,5 milljónir króna en tilboð frá Skagaströnd hljóðar upp á rúma eina milljón króna. „Unnið er að því að fá aðra kaupendur að vélinni," segir Sverrir. óþh Smásaanasamkeppni Dags óg MEI10R ★ Menningarsamtöh horðlendinga og dagblaðið Dagur hafa áhveðið að efna til samheppni um bestu frum- sömdu smásöguna. ★ Veitt verða 60 þúsund hróna verðlaun fyrir þá sögu sem dómnefnd telur be5ta. Auh þess verður veitt 20 þúsund hróna viðurhenning fyrir þá sögu sem næstbest þyhir. ★ Verðlaunasagan mun birtast í jólablaði Dags en frétta- bréf HENOR áshilur sér einnig rétt til birtingar. Einnig er áshilinn hliðstæður réttur til birtingar á þeirri sögu, 5em viðurhenningu hlýtur. ★ 5ögur í heppninni mega að hámarhi vera 6-7 síður í A-4 stærð, vélritaðar í aðra hverja línu. ★ Sögurnar 5hal senda undir dulnefni, en með 5hal fylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í lohuðu umslagi, auðhenndu dulnefninu. ★ SKilafrestur handrita er til 24. nóvember nk., sem er sTðasti póstlagningardagur. Utanáskriftin er: Menningarsamtök florðlendinga b/t Hauks Ágústssonar CBilsbakkavegi 13, 600 Akureyri Menningarsamtök horðlendinga - Dagur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.