Dagur - 11.11.1989, Blaðsíða 17

Dagur - 11.11.1989, Blaðsíða 17
Laugardagur 11. nóvember 1989 - DAGUR - 17 Stjóramálaályktim kjördæmisþings framsóknarmaima - í Norðurlandskjördæmi vestra Iðnaður Að tryggja vaxandi hlutdeild iðn- aðar í atvinnulífi þjóðarinnar. Að framleiðni í íslenskum iðn- aði verði örvuð og samkeppnis- staða hans bætt. Að stóriðja verði eðlilegur kostur í iðnþróun og iðnaðar- stefnu enda verði umhverfis- og hollustusjónarmiða gætt. Að raforka verði seld á sama verði til allra dreifiveitna. Stefnt verði að þvf að raforkuverð í smásölu verði jafnað til sambæri- legrar notkunar. Ferðamál Að marka ákveðna ferðamála- stefnu. Að efla með stuðningi ríkisins ferðamálasamtök landshluta svo þau geti sem best sinnt vaxandi hlutverki. Að ferðaþjónustu bænda verði gefið aukið svigrúm þar sem augljóslega blasa við margvísleg- ir möguleikar til vaxtar. Að ferðamál og umhverfismál eru mjög samofin, því þarf að vernda umhverfis- og náttúru- minjar samhliða auknum ferða- lögum um landið. Kjördæmismál Að veitt verði fjármagni til þeirra aðila sem nú vinna svönefnd átaksverkefni í kjördæminu, sem miða að því að leita nýrra atvinnutækifæra samtímis því að treysta þá atvinnustarfsemi sem fyrir er. Að hraðað verði tengingu byggða innan kjördæmisins og bendir á lagningu vegar yfir Þver- árfjall í því sambandi. Að kannaðir verði möguleikar til uppbyggingar orkufreks iðn- aðar sem henti í Norðurlands- kjördæmi vestra. Könnunin verði unnin í samvinnu við sveitarfélög í kjördæminu. Ferðamenn! Vinsamlegast gangið vel um neyðar- skýli Slysavarnafélagsins. Notið ekki búnað þess nema nauðsyn krefji. Öll óþörf dvöl í skýlunum er óheimil. Ríkisfjármál og byggðastefna Þingið telur mikilvægt að standa vörð um velferðarkerfi það sem þjóðin hefur komið upp þannig að allir geti, án tillits til efnahags og búsetu búið við fjárhagslegt öryggi og jafnrétti til menntunar og menningarlífs. Hallalaus ríkisbúskapur er undirstaða heilbrigðs efnahags- lífs. Jafna þarf halla ríkissjóðs í áföngum. Mikill fjármagnskostnaður veldur framleiðslufyrirtækjum miklum erfiðleikum. Þingið skor- ar á stjórnvöld að halda vöxtum í skefjum. Atvinnulífið þolir ekki hærri raunvexti en tíðkast í við- skiptalöndum okkar. Bannað verði að verðtryggja með lánskjaravísitölu og lögleiða þarf rétt til að endursemja um eldri lánssamninga. Þingið krefst þess að ríkisstjórnin fylgi byggða- stefnu fast fram. Auðlindir lands og sjávar verða ekki skynsamlega nýttar nema byggðin sé dreifð um landið. Tryggja verður sem jafnasta lífsaðstöðu þegnanna þannig að hvarvetna verði eftir- sóknarvert að búa. Alþjóðasamskipti Mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála á næstu mánuðum verður að móta skynsamlega afstöðu til Evrópubandalagsins. Tryggja verður þjóðinni góð við- skiptakjör við Bandalagið en ekki kemur til greina að sækja um aðild að því. Með því að ját- ast undir hið yfirþjóðlega vald Bandalagsins væri verið að fórna sjálfstæði og setja í hættu þjóð- menningu okkar. Ekki kemur til greina að hleypa fiskiflota Bandalagsins inn í fiskveiðilög- sögu okkar þar sem við þurfum að nýta fiskistofna okkar sjálfir. Þingið felur þingflokki framsókn- armanna og miðstjórn Fram- sóknarflokksins að hafa forystu um skynsamlega stefnumótun gagnvart Evrópubandalaginu og standa þannig vörð um sjálfstæði okkar og þjóðmenningu.“ / ; \ Góöar veislur enia vel! Eftireinn -ei aki neinn yUMFERÐAR RÁÐ AðaUundur Félags hrossabænda í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- um verður haldinn í Ljósvetningabúð í Ljósavatns- hreppi, þriðjudaginn 14. nóv. kl. 21. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. helgarkrossgátan Tekið skal fram að skýr greinarmunur er gerður á grönnum Þegar þú hefur ráðið gátuna, skaltu skrifa stafina í tölusettu að neðan. Klipptu síðan lausnarseðilinn út og sendu til Dags merktan: „Helgarkrossgáta nr. 100.“ Gunnar Jónsson, Víðiteig 2e, 270 Mosfellsbæ, hlaut verðlaunin fyrir helgarkrossgátu nr. 97. Lausnarorðið var Fórnarlömb. Verðlaunin, bókin „Rancas - þorp á heljarþröm", verða send vinningshafa. Krossgátan hér að ofan er 100. helgarkrossgáta Dags. Af því tilefni eru verðlaunin nú óvenju vegleg. í boði er hið glæsilega alfræðisafn Iðunnar, „Hcimurinn okkar - vísindi og mannlíf nútímans". f safninu eru fimm bækur. Fyrsta bókin nefnist „Jörðin okkar“. í henni er sagt frá umhverfi okkar alveg frá myndun jarðarinnar og til stjórnmála og efnahagsmála samtíðarinnar. Önnur bókin nefnist „Tækni og vísindi”. Hún geymir fróðleik um ótal málefni, t.d. geimrann- sóknir, læknavísindi nútímans, vopnaframleiðslu, orkumál og þotuhreyfla. Þriðja bókin fjallar um samsögur og íþróttir og segir þar frá ferðalögum og flutningum nútím- ans og framtíðarinnar og síbættum árangri í hvers konar íþróttum, þar á meðal hérlendis. Fjórða bókin nefnist „Lífheimurinn". Viðfangsefni hennar er hið fjölbreytilega ríki plantna og dýra, þróun og lífssktlyrði og áhrif mannsins á jafnvægi náttúrunnar. Fimmta og síðasta bindið ber titilinn „Listir og iðnaður“. í því er fjallað um nýjungar í listum og skemmtunum á 20. öld, um milliríkjaviðskipti, fjölþjóðafyrirtæki, hlutverk peninga; banka og vátryggingar. í síðasta bindinu er einnig orðaskrá, sem tekur til allra binda verksins. Dagur þakkar öllum þeim fjölmörgu, sem sent hafa inn lausnir frá því helgarkrossgátan hóf göngu sína í blaðinu, og hvetur lesendur til að halda áfram á sömu braut í framtíðinni. og breiðum sérhljóðum. reitunum á lausnarseðilinn hér , Strandgötu 31, 600 Akureyri, 1 íA..i J.-.W »„< 21 ! i *vf ítv þ 0 k k X & * hri u T ft N F ‘ó R 1 1 a s U B £ Y R I o Vttjur ft L L I R N /J fnóai F a 'o ft B ¥: f\ F r z. A/ Tv m þillart fl u s. T r n V ft a A Ha.a 5 t X L pf~* 'o ft Ð ><- E Tí-la. C»ób T u A R T i. SlrlV' St-»í V E R L*41 A M I E r s ft £ L L e ú 'ft S n u P X Sar ft o R ft S k ft M A s ft u*tu R fl ÍJ ft 3 f» L L U g A R d Al ft s L U n ft */«..» 8 A R s p ö M u t M k f 0 A T ° L L A R_ Lft_i Helgarkrossgátan nr. 100 Lausnarorðið er ................ Nafn .............. Heimilisfang ...... Póstnúmer og staður ■ W'N

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.